Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 2003 UNDANFARNA tvo áratugi hefur mikið bor- ið á graffítí í Reykjavík. Borgaryfirvöld hafa tekið á honum stóra sín- um og spyrnt fæti gegn vexti og viðgangi þess- ara óleyfilegu vegg- merkinga, en hingað til hefur þeim ekki orðið verulega ágengt. Í þeirri baráttu styðjast yf- irvöld við refsingar og hreinsunarátök, en líka við slóttugra stjórntæki sem kenna má við „ list- væðingu“. Hið síðasttalda hefur verið umdeilt, enda ekki allir reiðubúnir að nefna graffítí og list í sömu andrá og engum blöðum um það að fletta að mörgum þykir sóðaskapur nærtækari samlíking. En hvað sem líður listum og sóðaskap, þá er graffítí í öllu falli þáttur í hversdagsmenningu okkar daga. Gjarnan er talað um hnattvæðingu í tengslum við fjármálamarkaði og fólksflutninga, en hversdagsmenning er ekki síður mikilvægur vettvangur hnattvæðingar, enda ferðast tján- ingarform og miðlar venjulegs fólks í sífellt auknum mæli um hnöttinn þveran og endilang- an á undraskömmum tíma. Til dæmis um þetta má nefna brandara og flökkusagnir, en einnig hjálækningar og alþýðlega heilsufræði, svo og ýmsa siði tengda merkisdögum á árinu (t.d. ára- mótum) og á mannsævinni (t.d. afmælisveislur eða steggja- og gæsapartí). Graffítí er annað dæmi um hnattvædda hvers- dagsmenningu. Raunar má rekja graffítí alla leið aftur til Rómaveldis í það minnsta og t.a.m. hefur gamalt graff fundist í borginni Pompei, sem grófst í ösku 79 árum eftir Krists burð. Orð- ið, graffítí, er raunar latneskt að uppruna, fleir- tölumynd af orðinu graffito, sem merkir rista eða áletrun. Á íslensku bókmáli hefur þetta oft- ast verið nefnt veggjakrot, þótt einnig hafi á síð- ari árum borið á orðunum vegglist og veggjalist, eins og nánar verður vikið að í framhaldinu. Í mæltu máli hefur hins vegar oftar en ekki verið talað um graffítí, eins og hér er gert, en einnig hefur orðið „graff“ náð talsverðri útbreiðslu og hefur þann kost að úr því má mynda sögnina að graffa og nafnorðið graffari. Graffítí – eða graff – náði fyrst útbreiðslu hér- lendis með hingaðkomu hipphopphreyfingarinn- ar á níunda áratugnum, sem færði okkur líka hinn ógleymanlega breikdans og fleiri skondin fyrirbæri. Þá fór að tíðkast í fyrsta sinn að ung- menni færu um bæinn með spreybrúsa og túss- penna og merktu auða fleti á húsveggjum, bíl- skúrum, rafmagnskössum, umferðarskiltum og undirgöngum. Eins og fleiri menningarstraum- ar sem hafa farið hér um hin síðari ár þá toppaði graffítíið nokkuð fljótt og eftir það lá leiðin niður á við. Undir lok níunda áratugarins var graffið orðin sjaldgæf sjón og fáir eftir sem ennþá lögðu stund á þessa iðju. En með endurkomu hipp- hoppsins hingað til lands á fyrri hluta tíunda áratugarins tók aftur að bera á graffinu úti um allan bæ. Eins og þeir þekkja sem ferðast hafa um stór- borgir Evrópu og Bandaríkjanna er graffítí nú- orðið órofa þáttur í borgarmenningu og má líta á það sem eins konar myndskreytingu borgarlífs- ins. Því fer þó vitaskuld fjarri að allir hafi smekk fyrir þessari myndskreytingu, hvað þá að hún njóti opinberrar viðurkenningar. Hitt er miklu algengara að graff sé talið til umhverfisspjalla, sjónmengunar og sóðaskapar. Í sumum borgum eru starfræktar sérstakar hreinsunardeildir sem hafa að aðalstarfa að hreinsa burt graffið. Í flóknu flokkunarkerfi sem er þvert á móti mjög menningarbundið og afstætt. Breski mannfræð- ingurinn Mary Douglas setti árið 1966 fram skýringu á óhreinindahugtakinu sem hefur mót- að umræður um það allar götur síðan. Hún út- skýrir að skynjun okkar mannanna á veröldinni krefst skipulags, sem menningin lætur okkur í té. Við notumst við flokkun sem gerir okkur kleift að staðsetja fyrirbæri og hugmyndir og við treystum á þetta flokkunarkerfi til að henda reiður á hlutunum. En það er sama hversu víð- tæk og notadrjúg flokkunarkerfin eru, alltaf verður eitthvað útundan. Þannig skapar sér- hvert kerfi einhverjar afgangsstærðir, sem ekki passa. Þetta eru óhreinindi: hlutir á röngum stað. Mold í garðinum er ekki óhreinindi, en það telst mold í stofunni hins vegar vera. Matur á diski er heldur ekki óhreinn, en matur á skyrtu- kraganum er það aftur á móti. Á þessu er engin náttúruleg skýring, það eru t.d. ekki fleiri sýklar í mold í garðinum eða mat á diski heldur en í mold í stofunni og mat á kraganum. Munurinn verður aðeins skýrður með vísan til þess hvar hlutirnir eiga að vera, þ.e.a.s. með tilvísun til siða og venja og til þess flokkunarkerfis sem smíðað hefur verið utan um þessa siði og venjur. Þannig eru óhreinindi aldrei einangrað fyrir- bæri. Þar sem eitthvað er óhreint, þar er fyrir eitthvert kerfi á hlutunum. Graffítí er hlutur á röngum stað í þessum skilningi. Kerfið sem gerir graffítí óhreint er séreignafyrirkomulagið sem einkennir sam- félagsskipanina. Í graffinu felst auðvitað brot á viðurkenndum eignarrétti, eins konar eignar- nám, en með því dregur graffið athygli að eign- arfyrirkomulaginu með óvenjulegum hætti. Það bregður birtu á þá staðreynd að eignarrétturinn grundvallast ekki á lögmálum náttúrunnar held- ur á félagslegu samkomulagi. Graffið rýfur þau mörk sem þetta fyrirkomulag dregur um stein- steypuna í borginni og gerir þessi mörk þar með sýnileg. Það gengur þvert á þá dilka sem sér- eignakerfið dregur húsveggi í. Það sem rekur borgaryfirvöld í hreinsunarherferðir gegn graf- fítí er ekki síst þörfin á að viðhalda röð og reglu, að staðfesta réttmæti kerfisins og afmá allt sem gæti bent til þess að það sé ekki sjálfgefið. Rannsóknir hafa sýnt að fólk bendlar graffítí gjarnan við aðra glæpastarfsemi og les graff á veggjum sem vísbendingu um að glæpum fari fjölgandi. Í raun og veru eru hins vegar næsta lítil tengsl á milli leyfislauss graffs og annarra afbrota hér á landi og að svo miklu leyti sem tengja má þetta tvennt saman er það einkum á táknrænan hátt; sem afgangsstærðir í flokkun- arkerfinu, eitthvað óhreint í pokahorninu, semsé hluti á röngum stað. Krotarar og listamenn Í Morgunblaðinu 25. apríl 1996 ræðir blaða- maður um graffítí undir fyrirsögninni „Veggja- krot vandamál“. Þar kemur fram veggjakrot hafi verið áberandi í Reykjavík undanfarið og „virðast ungir borgarbúar undir bandarískum áhrifum“. Varla er mikil velþóknun í þessari at- hugasemd blaðamannsins um bandarísk áhrif og maður hlýtur að lesa þessa setningu þannig að hún undirstriki að veggjakrotið sé hlutur á röngum stað – ekki nóg með að það rjúfi mörk eignafyrirkomulagsins heldur mörk þjóðernis- ins líka. Að sögn blaðamanns svara „krotararn- ir“ lögreglu því til, þegar hún hefur haft hendur í hári þeirra, að þeir séu listamenn. Í Osló, heldur greinin áfram, „hafa bæjaryfirvöld gripið til þess ráðs að úthluta „listamönnum“ af þessu tagi ákveðnum veggjum, þar sem þeir geta úðað að vild, gegn því að láta eigur samborgaranna óáreittar. Ekki hefur reynt á slíkt hér á landi.“ Þess var þó skammt að bíða. Í júlí 1998 sam- þykkti borgarráð tillögu þess efnis að „hagleiks- fólki“ yrði falið að skreyta veggi sem „veggja- krotarar“ hafa „krassað út“, jafnóðum og starfsmenn Vinnuskóla Reykjavíkur hreinsa þessa sömu veggi. Það ár hófst sérstakt átak Vinnuskólans í að hreinsa burt veggjakrot, sem síðan hefur verið haldið áfram öll sumur, nú síð- ast í samstarfi við málningarvörufyrirtækið Hörpu-Sjöfn. Samhliða hreinsunarátakinu 1998 stóðu Hitt húsið, Vinnuskólinn og ÍTR jafnframt saman að verkefninu „Graffítí í góðu lagi“. Í verkefninu fólst umsjón með veggflötum í borg- inni sem yfirvöld heimiluðu að yrðu „skreytt“ með þessum hætti. Í ágúst sama ár var síðan afhjúpað „veggja- listaverk“ á suðurgafli húss Máls og menningar, á horni Laugavegar og Vegamótastígs, á sjálfa Menningarnótt Reykjavíkur. Samkvæmt frá- sögn Morgunblaðsins 21. ágúst skreyttu „ungir úðabrúsalistamenn“ vegginn allt kvöldið á með- an almenningur fylgdist með, en þess má geta að „veggmyndin“ var síðan formlega afhjúpuð í við- urvist borgarstjóra. „Við höfum nú fengið leyfi hjá Reykjavíkur- borg fyrir veggjalist á ýmsum stöðum, t.d. und- irgöngum og einstaka húseigendur hafa heim- ilað skreytingar af þessu tagi“, er haft eftir Reykjavík hefur þetta verkefni komið í hlut hreinsunardeildar gatnamálastjóra, en einnig hefur sérstakur flokkur á vegum Vinnuskólans unnið að því undanfarin sumur að mála veggi sem búið er að graffa. Tjáningarglæpir Graffítí hefur verið skilgreint svo að það sé leyfislaus merking á flötum sem almenningur sér og eru ekki í eigu eða umsjón þeirra sem merkja þá. Leyfisleysið er lykilatriði í þessari skilgreiningu og af því gefur augaleið að graffítí er alla jafna í andstöðu við yfirvald og hvers kon- ar valdboð. Sums staðar hafa þjóðþing sam- þykkt sérstaka löggjöf gegn graffi, en hér á landi fellur það undir eignarspjöll samkvæmt hegningarlögum. Í lögreglusamþykkt Reykja- víkur er tekið á graffítí í tíundu grein, þar sem segir: „Á mannvirki og hluti má ekki mála eða teikna og ekki festa auglýsingar nema með leyfi eiganda eða umráðamanns. Þess skal gætt að troða ekki ræktaða bletti, grasreiti, blómabeð og limgerði á almannafæri og bannað er að slíta upp blóm.“ Misjafnt er milli ríkja hvernig graffítí er flokkað meðal afbrota og eins með hvaða hætti er tekið á því. Á meðan það telst til eignarspjalla hér á landi, og er nefnt í sömu andrá og traðk í blómabeðum, þá má til dæmis nefna að í Kína er tekið á graffi sem ólöglegri tjáningu. Þannig rat- aði það í heimsfréttirnar í aprílmánuði árið 2000 þegar kínverskur dómstóll ákvað að hæfileg refsing fyrir graffara væri að skera úr honum tunguna (San Francisco Chronicle, 25. apríl 2000). Þessi hrottafengna refsing vekur athygli á því sem stundum vill gleymast í umræðunni um graffítí, að hvað sem öðru líður og hvað sem okk- ur kann að finnast um réttmæti þess eða ljót- leika, þá er graffítí fyrst og fremst tjáningar- form. Gröff eru merkingar og þau hafa merkingu, þótt ef til vill séu fæstir læsir á hana. En enda þótt tjáningarfrelsi sé meginreglan í ís- lenska réttarríkinu, ólíkt því kínverska, þá eru tjáningu settar ákveðnar skorður í lögum. Á meðal „tjáningarglæpa“ má til að mynda nefna meiðyrði og ritþjófnað, auk graffsins. Stjórnvöld áskilja sér rétt til að þagga niður tjáningu af þessum toga. Í því skyni grípa þau til marg- víslegra ráðstafana; þar á meðal að refsa brota- mönnum, auk þess að afmá vegsummerki með málningu, en einnig grípa þau til fyrirbyggjandi ráðstafana, t.d. auglýsinga og áróðursherferða. Loks má nefna aðra þöggunaraðferð sem tölu- vert hefur borið á síðustu árin, nefnilega „list- væðingu“ graffsins, þar sem tilraun er gerð til að innlima það í stofnanabundna menningu myndlistarinnar, sem hægt er að stjórna með allt öðrum og greiðari hætti heldur en óstofn- anabundinni hversdagsmenningu. Hlutir á röngum stað Ég nota ekki orðin veggjakrot og veggjalist hér, eins og fram hefur komið, en ástæðan er sú að þessi orð er að mínu viti til merkis um þögg- unartilraunir. Viðskeytin „krot“ og „list“ til- heyra tveimur ólíkum þöggunaraðferðum: út- þurrkun og innlimun. „Hreinsunarherferðir“ borgaryfirvalda eru einkennandi fyrir fyrr- nefndu aðferðina, útþurrkun. Eins og hreins- unarhugtakið gefur til kynna er graffítí gjarnan meðhöndlað sem sóðaskapur eða óhreinindi – til þess vísar orðið krot. Óhreinindi mætti kannski ætla að væri klippt og skorið fyrirbæri. Í reynd er því þó þannig háttað að hugtökin hreint og óhreint tilheyra GRAFFÍTÍ: LIST Á „Veggjalistaverk“ á húsi Máls og menning Hvað er graffítí? List eða krot? Óhreinindi? Viðbrögð yfirvalda benda stundum til þess að þau telji síðasttöldu skilgreininguna réttasta. Þau hafa þó einnig reynt að listvæða graffið með því að úthluta veggplássi þar sem leyfilegt er að graffa. En er þá um sama hlutinn að ræða? Er graffítí ekki umfram allt hlutur á röngum stað? E F T I R VA L D I M A R T R . H A F S T E I N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.