Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Page 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 2003 Þú vildir berjast, brjóta niður öfga. Hatri verjast, heim þinn fá að göfga. Fá að eiga frelsi fjarri nauð og helsi, fá að vera frjáls að þínum vilja. Fá að heyra og hlýða hjartans rödd án kvíða, fá að lifa, læra, hlusta og skilja! Örlög þín mér sýna og sanna sálarleysi þeirra manna er lífið vilja drepa í dróma og drýgja glæpi um alla jörð. Fórn þín vekur hetjuhljóma, hugrekkið þar skín í ljóma. Þú ert öllum þeim til sóma er þora að standa um frelsið vörð! RÚNAR KRISTJÁNSSON Höfundur fæst við skriftir. FADIME

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.