Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 2003 Þ AÐ var einu sinni rauðhærður maður sem hafði engin augu og engin eyru. Hann hafði heldur ekkert hár svo það var aðeins til málamynda að hann var kallað- ur rauðhærður.“ Þannig hefjast Örsögur, eftir Hafliða Hall- grímsson við texta eftir rúss- neska skáldið Daniil Kharms. Örsögur er ann- að tveggja verka sem flutt verða á tónleikum Caput í Salnum annað kvöld kl. 20.00, hitt er tuttugustu aldar klassík, Sagan af dátanum eftir Ígor Stravinskíj. Hafliði verður sjálfur sögumaður í eigin verki, en Felix Bergsson í Sögunni af dátanum. Stjórnandi á tónleikun- um er Guðmundur Óli Gunnarsson. Örsögur Hafliða Hallgrímssonar eru byggð- ar á rússneskum texta eins og Saga dátans, furðusögum rússneska skáldsins Daniil Kharms, í þýðingu Árna Bergmanns. Kharms var uppi á fyrri hluta tuttugustu aldar og skrif- aði meðal annars sögur fyrir börn. Hann hvarf sporlaust á valdatíma Stalíns. Sögur hans eru engu líkar og það er tónlist Hafliða ekki held- ur. Skáldið dó úr hungri í umsátrinu um Leníngrad „Mér voru gefnar þessar sögur af vini mín- um í Edinborg sem er mikill áhugamaður um allt rússneskt,“ segir Hafliði um sögur Kharms. „Einu sinni kom hann með heilan helling af ljósrituðum blöðum og sagði: Þetta er allt saman ólöglegt sem ég er að gefa þér, ég stalst til að ljósrita þetta, þetta eru sögur eftir rússneskan höfund, Daniil Kharms, sem fædd- ist 1905 en dó 1942 úr hungri á spítala í Len- íngrad, þar sem hann var fangi. Hann hafði átt mjög erfiða ævi, var framúrstefnurithöfundur; samdi sögur sem myndu kallast fáránleikasög- ur en eru í raun fjarri því að vera fáránleiki, því þær eru byggðar á hans eigin reynslu, sem var oft ansi bitur. Stalín og hans vinir voru mjög á móti því sem Kharms var að gera með félögum sínum í leikhúsinu sem hann vann við. Það endaði með því að þeir voru teknir fastir. En Daniil Kharms var algjör brautryðjandi, því hann var fyrirrennari manna eins og Char- lie Chaplin og Marx-bræðra og má segja að hann sé líka búinn að gera hluti sem menn í dag tengja við það sem kallað er „video nast- ies“, því sumt af því sem hann gerir er mjög óhuggulegt, en allt mjög tengt biturri reynslu eða sannleika. Kharms var mjög vel menntað- ur, og faðir hans var guðfræðingur og hefur örugglega haft mikil áhrif á son sinn. Það hef- ur verið skrifuð bók um Kharms og sögur hans sem heitir á ensku The Theologian of the Ab- surd, eða Guðfræðingur fáránleikans, þar sem Karms er bendlaður við trúmál og að í raun og veru sé mikill móralskur boðskapur í sögum hans. Eftir að hafa lesið þá bók, koma sög- urnar allt öðru vísi út. Fólki finnst sögurnar mjög skondnar og jafnvel fyndnar, en áttar sig ekki á því að að þetta er ekkert grín. Að baki þeim liggur grimmasta alvara.“ Sögumaður með sterkan rússneskan hreim sem enginn skildi Hafliði sá strax að sögur Kharms gæfu mikla möguleika fyrir músíkleikhús. Fyrir sex árum var Hafliði beðinn að semja verk fyrir lít- ið músíkleikhúsverk fyrir leikhús í norður Skotlandi og þá greip hann til sagna Kharms. „Þá var rússneskur maður fenginn til að fara með sögurnar, en hann var með svo þykkan rússneskan hreim, að það skildi eiginlega eng- inn hvað hann var að segja. Ég tók að mér að búa til leiktjöldin fyrir sýninguna, en það hefði ég aldrei átt að gera, því ég var í heila viku að saga, smíða og mála, aleinn í leikhúsinu, og ég hef sjaldan verið jafn taugaveiklaður á ævinni. En þetta tókst vel, þetta var hrein leikhús- uppsetning og við vorum með marga aukaleik- ara sem sögðu svosem ekki neitt; njósnarar, lögreglumenn, gamlir menn að labba um með poka og fiðlur. Ég sá strax að það varð að vinna meira í þessu, og gerði útgáfu númer tvö, og nú er ég búinn að gera útgáfu númer þrjú, þar sem í bakgrunni sagnanna er smá músíkmuldur, sem tengir músíkina og textann betur saman, sem ég vona að skapi meiri heild.“ Hafliði segir að fyrst hafi hann ákveðið að semja litla músíksögu á eftir hverri sögu Kharms, en alls ótengda þeim, til að auka á fá- ránleikann. En eftir því sem hann fór dýpra inn í sögurnar, fóru smám saman að skapast tengingar, og án þess að hann fengi nokkru um það ráðið, eins og hann segir. „Þessar teng- ingar hef ég eflt. Söngkonan sem kemur fram í upphafi hefur lent í slagtogi við píanista, og það hefur eitthvað slest upp á vinskapinn og í ástarsambandi þeirra er allt í volli, eins og kemur fram í grimmilegum og brútal kennslu- tíma, þar sem kærastinn hennar, píanóleik- arinn, er mjög harður. Önnur sagan fjallar um mann sem er búinn að missa konuna frá sér, – líklega vegna þess að hann er geldingur. Hún er ekkert ánægð með hann sem karlmann. Ég ímynda mér þau tengsl að þetta geti verið kon- an í söngtímanum, sem hefur þá farið frá geld- ingnum til píanistans. En fólk ræður því auð- vitað hvort það tengir þetta saman eða ekki. Í lokin segir þessi skrýtni maður sem býr einn okkur sögu af manni sem var ekki til!“ Með harðkúluhatt og staf Hafliði segir að Daniil Kharms hafi verið mikill aðdáandi Sherlock Holmes, og þegar hann hafi verið að flytja efni sitt, hafi hann oft klætt sig upp eins og Holmes, með kúluhatt. Kúluhatturinn var líka einkenni Chaplins og einnig Laurels og Hardys, Litla og Stóra en eins og Hafliði sagði var Kharms fyrirrennari þessara listamanna. Og Hafliði lætur ekki sitt eftir liggja sem sögumaður í eigin verki, og verður að sjálfsögðu uppáklæddur og með kúluhatt og staf. Flytjendur í verkinu auk hans, eru Marta Halldórsdóttir söngkona, Zbigniew Dubik fiðluleikari, Hávarður Tryggvason kontra- bassaleikari, Guðni Franzson klarinettuleik- ari, Brjánn Ingason fagottleikari, Eiríkur Örn Pálsson trompetleikari, Steef van Oosterhout slagverksleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðs- son sem leikur bæði á píanó og harmóníum. Samskipti dátans og kölska Sagan af dátanum eftir Ígor Stravinskíj er af mörgum talin eitt mesta meistaraverk tutt- ugustu aldarinnar, og eins og í verki Hafliða er sagan rússnesk. Sagan af dátanum var samin í Sviss í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Hún fjallar um hermanninn Jósep sem hittir Óvin- inn sjálfan – með hinum alvarlegustu afleið- ingum, að sjálfsögðu. Þessi saga byggist á rússneskum sagnabálki úr þjóðsagnasafni Afanassiovs, í útfærslu svissneska rithöfund- arins C.F. Ramuz, en Þorsteinn Valdimarsson þýddi hana á íslensku. Stravinsky sá fyrir sér verk sem unnt væri að sýna án mikilla tilfær- inga í stríðshrjáðum löndum Evrópu. Það var frumflutt í Lausanne í september 1918. Í upp- runalegri útgáfu verksins er gert ráð fyrir leikurum í hlutverki dátans og Óvinarins og dansara í hlutverki prinsessunnar auk sögu- manns. Sögumaðurinn, Felix Bergsson hefur áður sagt Söguna af dátanum með Caput, og segir verkið svakalega flott. „Ég vil upplifa mig sem part af hópnum, en ekki að sögumað- urinn sé sér á parti, og þannig á það að vera. Ég hef unnið mikið með músík í leikhúsi, og í músíkleikhúsi. Í vinnunni með Bandamönnum hefur tónlistin til dæmis skipt mjög miklu máli og þar hefur hún verið mjög samofin leiknum. Ég þekkti ekki Söguna af Dátanum áður en ég vann verkið fyrst með Caput, en kynnin af henni hafa verið bæði góð og skemmtileg.“ Tónn „Dátans“ er vissulega dökkur, en tón- listin er glitrandi og hápunktur verksins er undurfagurt sálmalag. Ýmis einkenni hins rússneska stíls Stravinskíjs eru vissulega fyrir hendi, en ýmis áhrif, til dæmis spænsk og am- erísk eru sérstaklega áberandi. Sagan af dát- anum er samin í skugga tilgangslauss stríðs, en er nú eitt vinsælasta verk höfundar, fyrir löngu orðið klassísk. Sagan af dátanum á brýnt erindi til allra manna á öllum tímum. Hljóð- færaleikarar í verkinu eru Auður Hafsteins- dóttir fiðluleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari, Guðni Franzson klarin- ettuleikari, Brjánn Ingason fagottleikari, Ei- ríkur Örn Pálsson trompetleikari, Sigurður Þorbergsson básúnuleikari og slagverksmað- urinn Steef van Oosterhout. „FÓLKI FINNST SÖGURNAR MJÖG SKONDNAR, EN ÞETTA ER EKKERT GRÍN“ Sögur Daniils Kharms þykja hlægilega fárán- legar, en eru þó sannar; byggðar á sárri reynslu skáldsins. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR ræddi við Hafliða Hallgrímsson tón- skáld um verk hans byggt á sögum Kharms, og við Felix Bergsson um Sögu dátans eftir Stravinskíj. Bæði verkin verða flutt á tónleikum Caput í Salnum annað kvöld. Morgunblaðið/Kristinn Caput: hér er hluti þeirra sem leika á tónleikunum annað kvöld. Aftast situr Guðni Franzson, í miðju sitja Eiríkur Örn Pálsson, Steef van Ooster- hout, Zbigniew Dubik og Hávarður Tryggvason, og fremst sitja Marta Guðrún Halldórsdóttir, Hafliði Hallgrímsson og Felix Bergsson. begga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.