Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.2003, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.2003, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 2003 15 sem ekki eru lengur okkar í pappírsverkum Andrew Child, söknuður eftir mannlegri ná- lægð í verkum Birgis Snæbjörns og í mann- auðum málverkum Miles Henderson Smith, en verk Tom Merry aðskilja sig frá hinum með því að í þeim birtist einmitt sterk mannleg nálægð. Sýningin er að vissu leyti góð svo langt sem hún nær, mér finnst hún að einhverju leyti vera afturhvarf til liðinna tíma, þegar það var sjálf- sagt að það sem listamenn gerðu var að búa til hluti/myndir og sýna í þar til gerðum sýning- arsölum og kveikja með þeim ýmsar tilfinn- ingar hjá áhorfendum. Á einhvern hátt finnst mér hér vera sniðgengin sú þróun sem átt hef- ur sér stað innan myndlistar á síðustu áratug- um og spurningum um stöðu og stað myndlist- arinnar í samfélaginu ekki vera svarað. Þrátt fyrir að ekkert sé út á verkin að setja sem slík sakna ég dirfsku, áræðis og áhættu á sýning- unni í heild. Hér stekkur enginn án fallhlífar en þurfa listamenn ekki stundum að gera það? Áræði er frekar að finna í einstökum verkum, eins og málverkum Birgis Snæbjörns. Náttúrusýnir Ingimars Waage má nú sjá í Galleríi Skugga við Hverfisgötu. Hann sýnir þar olíumálverk af íslensku landslagi. Afturhvarf til fortíðar fyrir módernisma er ekki nýtt af nálinni í málaralist, meðfram hinu póstmóderníska tímabili í listum kom fram stefna sem kennd var við nýklassík þar sem listamenn sóttu í málarahefðir fyrri alda og blönduðu myndefnið gjarnan nú- tímamótífum samkvæmt blöndunaraðferðum póstmódernista sem gjarnan settu margar stíl- tegundir saman í eitt verk. Ég myndi þó frekar skilgreina málverk Ingimars Waage út frá hreinni málaragleði og vissri fegurðarþrá. Myndum á sýningunni má gróflega skipta í þrennt. Miðstórar myndir með brúnleitum lit- um eru ágætlega unnar. Þær eru tiltölulega óraunverulegar, eins og annars heims, en það er ekki alveg ljóst hver sá heimur er. Þær minna á skráningu ferðamanna fyrri alda á ís- lensku landslagi, þannig eru brúnleitir litir ríkjandi, litir sem eiga meira skylt við gulnun pappírs með aldrinum en landslagið sjálft. Ástæðuna fyrir þessu litavali þyrfti listamað- urinn kannski að skilgreina nánar fyrir sjálfum sér og öðrum, en þeirri spurningu er ekki svar- að á sýningunni. Texti í sýningarskrá hefði get- að hjálpað áhorfendum hér en textinn sem Hannes Lárusson birtir á einblöðungi er hroð- virknislega unninn og sýningunni varla til framdráttar. Síðan eru það smærri myndir sem eru í litum nær raunveruleikanum, þær eru yfirhöfuð vel gerðar og ná að vera fallegar án þess að vera sætar. Loks eins konar eldfjallainnsetning í kjallaraherbergi, einnig þar eru smærri mynd- ir vel unnar en þær stærri eru óöruggari. Ingi- mar kemur hér fram með nýja landslagssýn, í kjölfar Georgs Guðna, Húberts Nóa og fleiri. Hann á þó án efa eftir að móta sér ákveðnari stefnu. THEN er nafn á hópi sex karlkyns lista- manna af evrópskum uppruna. Markmið hóps- ins er að sýna, gefa út og ræða málefni sem við- koma samtímalistum og lífinu, eins og stendur í formála bæklings með sýningum þeirra. Þeir gefa then margræða merkingu, það vísar til menningararfsins, listasögunnar og þeirrar byrði sem hún er listamönnum í dag, sérstak- lega málurum, þeir segja then fjalla um mis- munandi tíma, sýn, hugsun og tilfinningar, fjalla um breytingar. Þeir leggja áherslu á meginland Evrópu sem sögulega uppsprettu listrænna framkvæmda fram á þennan dag. Sýningin á Kjarvalsstöðum er í nokkuð góðu samræmi við þessar yfirlýsingar hópsins. Fimm listamannanna vinna með málverk á einn eða annan hátt. Ljóshærðir hjúkrunarfræðingar hafa verið meginmyndefni olíumálverka Birgis Snæ- björns Birgissonar á síðastliðnum árum. Frá því að mála fyrst og fremst hjúkrunarkonur hefur Birgir fært sig yfir í líkamshluta, tól og tæki. Í þeim myndum færist viðfangsefnið nær áhorfandanum, færist frá því að vera að ein- hverju leyti skráning á ákveðnu fyrirbæri í samfélaginu yfir í að snerta áhorfandann beint og skapa tilfinningalega spennu. Líkaminn, sársauki, snerting, hinn vélræni þáttur verða í aðalhlutverki og einnig það hvernig samfélagið og við öll reynum sífellt að breiða yfir sársauk- ann. Birgir sýnir mæta vel hvernig afmarkað viðfangsefni getur stækkað og dýpkað eftir því sem unnið er lengur með það. Gísli Bergmann er einnig íslenskur þótt ekki hafi hann alist upp hér á landi en hann fluttist með foreldrum sínum til Ástralíu þegar hann var ungur að aldri. Viðfangsefni Gísla í mál- verkum þeim sem hann sýnir hér eru minn- ingar. Gísli vinnur í meginatriðum fígúratíft en þó er sterkur óhlutbundinn strengur í mynd- unum. Titlar myndanna kveikja ímyndunarafl áhorfandans og fá hann til að túlka myndefnið á ákveðinn hátt, lesa mannsmyndir, fjöll og hús úr oft óljósum formum. Sumar myndanna eru unnar í nokkrum lögum, þannig er stundum eins og málað hafi verið yfir hluta myndar, það sem ekki sést segir þá kannski meira en hitt. Málaralistin er uppspretta verka Andrew Child sýnir lítil útskorin verk úr pappa, unnin upp úr landslagsmálverkum frá átjándu öld, til dæmis útskorinn trjálund. Þessi verk eru afar fallega unnin og merkilegt hvað hugsun upprunalega verksins, að sýna mynd af náttúrunni sem dásamlegri paradís, skilar sér. Hér sameinast óður til málaralistar fyrri alda nútímalegri hugsun listamanna sem leita fanga jafnt í listasögunni sem annars staðar. Myndefni þýskfædda listamannsins Stefan Bottenberg og hins enska Miles Henderson Smith eru bæði af byggingarlegum toga þótt ólík séu. Verk Bottenberg eru fínleg að gerð en hann bæði málar og saumar út. Viðfangsefni hans eru fyrirbærið einbýlishús, garðkofi, blokk og fleira í þeim dúr. Hann einangrar myndefnið og aðskilur það frá umhverfi sínu en notar um leið aðferðir og myndefni sem tengj- ast þeirri alþýðumenningu sem er ríkjandi í löndum Norður-Evrópu. Nálgun hans er fyrst og fremst við útlit og yfirborð en þegar áhorf- andinn skoðar verkin vakna tilfinningar sem er ekki lengur á valdi listamannsins að stjórna. Miles Henderson Smith sýnir bæði málverk og pappamódel, í verkum sínum notar hann form raunverulegra bygginga og byggir á hug- myndum um borgarskipulag en þó sýna verk hans ekki raunverulega staði heldur hugmynd- ir um staði. Hann notar stærðarhlutföll skemmtilega í verkum sínum, bæði í þorpinu á gólfi Kjarvalsstaða og í módeli í Gryfju ASÍ. Minningar eru einnig viðfangsefni Tom Merry sýnir verk úr ýmsum efnum, mestmegnis byggð á fjölbreyttri mannlífsflóru og sterku ímyndunarafli en sjálfur vísar hann í bókmenntir og þá sér í lagi töfraraunsæi sem eina uppsprettu verka sinna. Verk hans eru dulúðug og dálítið óhugguleg, þau vísa sterkt í súrrealisma og einnig detta mér í hug þeir fjöl- mörgu listamenn sem sóttu í frumstæða list á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hann hefur sterka sýn á viðfangsefni sín og skapar eftirminnileg- ar fígúrur sem minna á fjölbreytni mannlífsins, leyndardóma mannfólksins og mismunandi menningarsvæða. Í ágætis bæklingi sem unninn er með sýning- unni fjallar heimspekingurinn Jonathan Dronsfield um sýninguna og stað listaverk- anna, hvað, hver og hvar hann er. Mér virðist hann leggja áherslu á þá staðreynd að á yf- irborðinu vísi verkin á sýningunni til ákveðins raunveruleika, vísi til minninga, atburða, staða. En í raun séu verkin aðeins þau sjálf, atburð- urinn, staðurinn sem vísað er til verði til í huga áhorfandans þegar hann mætir verkinu, stað- inn sé að finna í listaverkinu sjálfu, ekki utan þess. Hann heldur því fram að listaverkið skapi staðinn, að einhverju leyti a.m.k., kannski sem mótvægi við þær hugmyndir sem hafa verið of- arlega á baugi síðustu áratugi, að listaverkið sé aðeins til í samhengi við umhverfi sitt. Þessi hugmynd gengur þó mjög vel upp á sýningunni á Kjarvalsstöðum sem er lifandi, fjölbreytt og vel heppnuð, verkin vega hvert annað upp ef eitthvað er. Þessi tilfinning, að listamaðurinn gefi eitthvað í skyn sem áhorf- andinn lýkur svo við, er þar sterkt til staðar. Sýningin í ASÍ er síður heppnuð. Nafngiftin, nýleg kynni, bendir til að hér hafi kannski verið vonast til að skapa eitthvað nýtt, kannski á grundvelli sýningarinnar á Kjarvalsstöðum eða í samspili við umhverfið. En verkin í Ásmund- arsal ná sér ekki alveg á strik, þau bæta litlu við. Í Gryfju tekst þó að skapa fallega heild. Þrátt fyrir jákvæða upplifun af sýningunni er ekki laust við að mér finnist einhver konar nostalgíu gæta í verkum þessara listamanna, að minnsta kosti þegar þeir sýna saman. Hér er kannski efnistökum um að kenna en þegar sýn- ingin er skoðuð er líkast því að við búum í ótæknivæddum heimi, að myndum Birgis Snæ- björns undanskildum, en á þessari sýningu eru það þau verk sem sterkast kallast á við samtím- ann. Þetta er atriði sem ekki er áberandi þegar verk hvers og eins þeirra eru skoðuð út af fyrir sig en þegar þau koma saman vekur það spurn- ingar. Það er yfir sýningunni einhver saknaðar- tilfinning eftir liðnum tíma. Í málverkum Gísla Bergmann, í tómleika húsanna sem Stefan Bottenberg birtir, þrá eftir draumum fortíðar MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir Til 2. mars. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá kl. 10–17. THEN 4, MINNI FORMA BLÖNDUÐ TÆKNI, ANDREW CHILD, BIRGIR SNÆ- BJÖRN BIRGISSON, GÍSLI BERGMANN, MILES HEND- ERSON SMITH, STEFAN BOTTENBERG OG TOM MERRY Eitt landslagsverka Ingimars Waage . Frá sýningunni then 5 ... nýleg kynni. Ragna Sigurðardóttir AÐ STÖKKVA – MEÐ EÐA ÁN FALLHLÍFAR? Listasafn ASÍ, Ásmundarsalur við Freyjugötu Til 16. febrúar. Sýningin er opin frá kl. 13–17 alla daga nema mánudaga. THEN 5, NÝLEG KYNNI SAMI HÓPUR OG Á KJARVALSSTÖÐUM Gallerí Skuggi við Hverfisgötu Til 16. febrúar. Sýningin er opin frá kl. 13–17 alla daga nema mánudaga. MÁLVERK, INGIMAR WAAGE Frá sýningunni then 4 ... minni form. MYNDLIST Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Smáverk 36 listamanna. Til 9.2. Gallerí Skuggi: Ingimar Waage. Til 16.2. Gerðarsafn: Franskar og belgískar teiknimyndir fyrr og nú. Til 23.2. Gerðuberg: Ljósmyndasýning frá Bau- haus. Til 23.2. Hafnarborg: Akvarell Ísland 2003. Til 17.2. Hallgrímskirkja: Aðalheiður Valgeirs- dóttir. Til 1.3. Hús málaranna, Eiðistorgi: Samsýning sjö málara. Til 2.3. i8, Klapparstíg 33: Haraldur Jónsson. Undir stiganum: Jón Sæmundur Auð- arson. Til 8.3. Listasafn Akureyrar: Aftökur og út- rýmingar. Til 9.3. Listasafn ASÍ: Alþjóðleg samsýning sex listamanna: then, hluti 5. Til 16.2. Listasafn Borgarness: Hubert Dobr- zaniecki. Til 26.2. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Ragna Róbertsdóttir, Mike Bidlo og Claude Rutault. Til 16.3. Listasafn Reykjavíkur – Ásmund- arsafn: Sýningaröðin Kúlan – Tumi Magnússon. Til 16.2. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Diane Neumaier og Christos Chrissopoulos. Til 9.3. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: then, hluti 4 – minni form. Til 2.3. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: And- litsmyndir og afstraksjónir. Til 30.3. Mokkakaffi: Friðrik Tryggvason. Til 15.2. Norræna húsið: Senja Vellonen. Til 9.2. Ungir norrænir hönnuðir. Til 2.3. Nýlistasafnið: Hlynur Hallsson, Finnur Arnar Arnarson og Jessica Jackson Hutchins. Til 23.2. Þjóðmenningarhúsið: Íslandsmynd í mótun – áfangar í kortagerð. Handritin. Landafundir. Skáld mánaðarins: Þór- arinn Eldjárn. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Borgarleikhúsið: Myrkir músíkdagar: Spunahópur Síbyl Urbancic – Voces spontane. Kl. 14. Ráðhús Reykjavíkur: Stórsveit Reykja- víkur og Lasse Lindgren. Kl. 16. Íslenska óperan: Macbeth, lau. 19. Sunnudagur Salurinn, Kópavogi: KaSa-hópurinn. Tónleikaspjall: Karólína Eiríksdóttir. Kl. 16. Tónleikahúsið Ýmir: Myrkir mús- íkdagar: Hljómeyki. Kl. 20. Mánudagur Seltjarnarneskirkja: Myrkir mús- íkdagar: Blásarasveit Reykjavíkur. Kl. 20. Þriðjudagur Íslenska óperan: Hulda Björk Garð- arsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir og Iwona Ösp Jagla. Kl. 12.15. Miðvikudagur Salurinn, Kópavogi: Myrkir mús- íkdagar: Raftónleikar. Kl. 20. Ýmir: Una Sveinbjarnardóttir, og Anna Guðný Guðmundsd. Kl. 20:30. Fimmtudagur Hallgrímskirkja: Myrkir músíkdagar: Eyþór Jónsson orgel. Kl. 20. Háskólabíó: SÍ. Einleikarar: Judith Ingólfsson, Bryndís Halla Gylfadóttir og Vovka Ashkenazy. Stj. Thomas Kalb. Kl. 19:30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fullri reisn, lau. Jón Oddur og Jón Bjarni, sun. Með fulla vasa af grjóti, sun. Allir á svið, frums. fös. Rakstur, lau., fös. Karíus og Baktus, sun. Veislan, fös. Borgarleikhúsið: Stígvélaði kötturinn, frums. lau. Sól og Máni, lau., fös. Sölu- maður deyr, sun. Honk! sun. Kvetch, sun. Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur, lau., fim. Rómeó og Júlía, fös. Iðnó: Beyglur, lau., fös. Hin smyrjandi jómfrú, sun. Nasa: Sellófon, lau., fim., fös. Nemendaleikhúsið, Sölvhólsgötu: Tattú, lau. Möguleikhúsið: Snuðra og Tuðra, fös. Prumpuhóllinn, mið. Leikfélag Kópavogs: Hljómsveitin, sun. Leikfélag Akureyrar: Hversdagslegt kraftaverk, lau., sun., fös. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.