Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 2003 5 Svo kemur Savanna-tríóið sem er eitthvað allt annað. „Ég villtist inn í það vegna þess að sessu- nautur minn í menntaskóla var Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður og múlti-tal- ent. Bjössi hafði verið í sönghópi með Versl- unarskólanemum. Þar var Troels Bendtsen, og þar voru Kjartan Norðfjörð, Guðjón Margeirs- son og fleiri menntaskólanemar, félagar Bjössa. Hann spilaði á trommur í hljómsveit sem hét þá Diskó, og spilaði meðal annars í Silfurtunglinu. Vildu vera eins og Kingston-tríó í mynd Þessir strákar settu saman hóp til að spila á Verslunarskólaskemmtun. Troels átti lögin á plötu, Kingston-tríóið og fleira, sem hann lá yf- ir. Þá var nýja þjóðlagastefnan einmitt að koma fram í Bandaríkjunum. En hópurinn var síðar trimmaður niður. Björn skólabróðir minn vissi að ég var músíkant. Ég var þá farinn að spila aðeins með honum í Diskó fyrir Kalla Möller. Þannig atvikaðist þetta. Ég kunni samt ekkert á gítar, sem ég átti að spila á, en tók mig til og lærði fleiri grip. En við vorum harðir í því að fylgja fyrirmyndinni, Kingston-tríóinu. Þar var einn með alvörugítar, stóran og mikinn rytmagítar, en annar með tenórgítar sem var bara með fjóra strengi. Við tókum gamlan gít- ar, rústuðum hálsinn á honum og mjókkuðum, þannig að eftir voru fjórir strengir. Við vildum vera eins í mynd líka. Þennan fjögurra strengja gítar lærði ég að spila á, en það var engin sérstök kúnst.“ Varstu ekki farinn að semja tónlist á þessum tíma? „Í öllum hljómsveitum sem ég hef verið í, al- veg frá upphafi, hef ég alltaf tekið það hlutverk að útsetja eða stjórna tónlistinni á einhvern hátt.“ Hvernig stóð á því? Var það af löngun, eða voru það aðrir í hljómsveitunum sem sáu þann talent í þér? „Ég veit það ekki. Vatnið rennur alltaf auð- veldustu leið. Ég var fljótur að sjá hvað átti að gera og hvað átti að spila og kom með uppá- stungur sem oftar en ekki reyndust réttar. Ég fór að skrifa niður hljómagang, endurtekning- armerki, og önnur umferðarmerki sem til- heyra nótum, og smám saman þróaðist þetta og þegar ég var kominn í kennaradeildina í Tónó var ég farinn að skrifa út raddirnar fyrir Savanna-tríóið. Það nám var mér kærkomið og gott að geta nýtt tónfræðikunnáttuna með Savanna-tríóinu. Við spiluðum nú því miður ekki lengi saman – ætli það hafi ekki verið um fimm ár.“ Fann ekki þörf fyrir að semja En þar fór fólk að heyra lög sem þú hafðir sjálfur samið. „Já, en ég fann ekki hjá mér þörf fyrir að semja. Að leita að lögum getur verið svolítill höfuðverkur. Oft á tíðum var maður að leita að efni, og var kannski að fletta í textum eða ljóðabókum. Þá datt maður kannski niður á góðan texta eða ljóð, en kunni ekki lagið, og hvað gerir maður þá? Maður býr til lag. Þannig varð þetta til. Seinna meir atvikaðist þetta þannig að það varð að hálfgerðri atvinnu að semja, en kannski fyrst og fremst að útsetja. Það er aldrei á vísan að róa fyrir lagahöfund. Maður getur ekki beinlínis haft það að atvinnu, því maður veit aldrei hver útkoman verður.“ Þarna varstu líka að vinna með íslensk þjóð- lög, hvernig reynsla var það? „Það var góð reynsla. Maður var náttúru- lega að rembast við að koma þeim í fjörugra form. Savanna-tríóið var mest í því að koma fram á skemmtunum, og það að nota íslensk þjóðlög til að skemmta fólki getur verið erfitt. Fólk var ekkert mikið að setja sig í listrænar stellingar á þorrablótum og árshátíðum og við vildum reyna að láta þjóðlögin passa inn í þannig stemmningu. Við reyndum þó alltaf að vera lögunum trúir og hafa tilfinningarnar á réttum stað. Það eru til margar góðar íslensk- ar ballöður og þulur. Ég samdi til dæmis lag við Gilsbakkaþulu, af því að ég kunni ekkert lag við hana. Þulurnar voru mjög skemmti- legar og urðu mjög vinsælar. Sögurnar oft mjög skemmtilegar.“ Svo varstu skyndilega stokkinn úr þjóðlög- unum og út í heim, í enn aðra tegund af tónlist. Þar áttirðu eftir að slá í gegn í diskóinu. Hvernig í ósköpunum gerðist það? „Á þessum árum eygði maður afskaplega litla möguleika hér sem tónlistarmaður. Maður var kominn í ákveðið far og gat spólað þar smá tíma, en svo gerðist ekkert meira, alla vega ekki í þessari tónlist. Hugurinn leitaði út. Það kom upp tækifæri sem ég greip. Þannig var að Hótel Loftleiðir og veitingastaður í Helsinki í Finnlandi ákváðu að skiptast á listamönnum í einn mánuð. Hljómsveit Karls Lilliendahl varð fyrir valinu. Hjördís Geirsdóttir var söngkona í hljómsveitinni, og þar voru líka Árni Scheving, Sveinn Óli Jónsson; – Óli danski eins og hann var alltaf kallaður, Jón Möller og auðvitað Karl heitinn Lilliendahl. Við María systir mín vor- um valin til að fara með sem skemmtiatriði í pásum hljómsveitarinnar; – María söng og ég átti að spila með á orgel. Þetta var mikil æv- intýraferð. Með Donnu Summer, Twiggy, Elton John og Rolling Stones Ég ílentist í Helsinki í tvo mánuði til við- bótar, var kominn út fyrir landsteinana og far- inn að leita mér að vinnu. Hana fékk ég í Sví- þjóð, þar sem ég spilaði í þrjú ár, ýmist einn eða með hljómsveitum. Síðasta hljómsveitin sem ég spilaði með þar var þýsk. Með henni þvældist ég niður til Sviss, og þar opnaðist tækifæri til að spila inn á plötu í München með annarri hljómsveit, og allt í einu var ég kominn inn í hringiðu músíkbransans sem var þá í München. Þetta var sumarið 1972. Svo spyrst það út að þangað sé kominn píanóleikari sem geti spilað svolítið eins og Elton John, og það færði mér nokkur verkefni, svo nokkrar út- setningar. Þannig vatt þetta upp á sig og end- aði með því að ég var þarna í átta ár.“ Og þarna varstu að vinna með mjög frægu fólki. „Já, það er óhætt að segja það. Þetta vatt þannig upp á sig, að síðustu árin í München var ég kominn með annan fótinn til Ameríku, ein- mitt til að vinna með þessu fræga fólki. Þegar ég var í München var Donna Summer að syngja bakraddir í stúdíóum, og þá þekkti mig enginn. Það var ekki fyrr en hún varð fræg, og nafnið mitt á plötunum hennar að síminn fór að hringja. Ég vann líka með Grace Jones, Melbu Moore og seinna Twiggy. Hún bjó þá í Holly- wood rétt hjá stúdíói sem ég vann við, og upp- tökumaðurinn hafði fengið það verkefni að pródúsera plötu fyrir Twiggy. Þessi upptök- umaður, Jörgen Koppers, þýskur, hafði verið upptökumaður á öllum plötum Donnu Summ- er, bað mig að sjá um músíkina. Við tókum upp öll lögin, en því miður kom platan aldrei út. Ég nefni Elton John síðastan því ég var og er enn svo svekktur yfir tónlistinni sem mér var ætlað að útsetja fyrir þá plötu. Þarna kom þessi ynd- islegi söngvari og æðislegi lagahöfundur og gerði ekkert sjálfur á plötunni, annað en að syngja lög eftir einhverja þýska stráka sem höfðu bara ekki talent. Ég hef aldrei skilið þetta. En aðdragandinn að því að ég komst í þetta djobb fyrir Elton John er sá að annar af pródúsentum Donnu, Englendingurinn Pete Belotte, var fyrrverandi skólabróðir hans. Elt- on var í lægð á þessum tíma og ekki mikið um að vera hjá honum. Diskóið var á fleygiferð, þannig að hann fékk Pete til að pródúsera næstu plötu fyrir sig. Pete var að velta því fyrir sér hvort hann ætti að fá amerískan útsetjara í lið með sér, eða mig, sem hann þekkti svo vel. Þannig atvikaðist þetta – ég fékk verkefnið. Svo fékk hann þýska stráka til að semja lögin, og gat þá sjálfur samið textana, og eignast alla kökuna. Ekkert laganna var bitastætt nema titillagið, Victim of Love. Konseptið hjá þess- um diskópródúsent var það að öll hlið plöt- unnar ætti að vera samhangandi í sama tempói. Það var verið að búa til plötu fyrir plötusnúða, en ekki fyrir fólk að hlusta á. Þetta var alveg fáránlegt og hræðilega leiðinlegt. Ég veit þú trúir því ekki hvað þetta var erfitt. Johnny B Good í diskói! Pældu í þeirri smekk- leysu! En þannig er þessi bransi – gengur upp og niður og ekki alltaf jafn gaman.“ Hvernig var aftur sagan af því þegar þú spil- aðir „næstum því“ með Rolling Stones? „Ég var svo ógætinn að segja frá þessu; blaðamaður frá Mogganum tók viðtal við mig og fyrirsögnin var: „Spilaði næstum því með Rolling Stones“. Þetta var einhvern tíma á miðjum áttunda áratugnum. Rolling Stones voru að taka upp plötu og notuðu til þess stúdíó í München. Þannig vildi til að Nicki Hopkins sem alla jafna spilaði með þeim forfallaðist, og sömuleiðis Billy Preston sem var annar hljóm- borðsleikari sem þeir notuðu. Hvorugur gat komið, þannig að eftir stóð að ég var á lausu með orgelið mitt þarna í München. Það var hjólað í Mick Jagger, sem samþykkti það að ég yrði með á plötunni. En á síðustu stundu meld- aði Billy Preston sig og ég missti djobbið, en í staðinn leigði ég þeim orgelið mitt. Stúdíóið hét Musicland, og á þessum plötum sem þeir tóku upp þar, heyrist í Hammond-orgelinu mínu. Ég hafði upp úr þessu smá pening þrátt fyrir allt. Ég man nú ekkert hvaða plata þetta var, - hef aldrei nennt að fylgjast með svoleiðis hlutum. En þetta er það næsta sem ég hef komist Rolling Stones og sagan er ágæt.“ Hvað varstu svo lengi í Ameríku? „Ég var þar í þrjú ár, áður en ég kom heim, sumarið 1982. Eins og ég sagði þér, bjó ég í München en var alltaf með annan fótinn í Am- eríku – í Fíladelfíu, Los Angeles eða annars staðar. Við, þáverandi kona mín, ákváðum að flytja til New York og prófa það í smá tíma. Við keyptum hús í fínu hverfi á Long Island, og þar með var maður búinn að skuldbinda sig fjár- hagslega. Dauðateygjur diskósins Þá skipti engum togum, að það var gerð rassía í tónlistarbransanum og allt hreinsað út sem þeir kölluðu dead wood og öll verkefni sem voru framundan hjá mér út um allt voru lögð af á einu bretti. Þarna stóð ég uppi með fjöl- skyldu og hús í New York sem ég sá að ég myndi ekki geta staðið undir.“ Hvers vegna gerðist þetta? „Þetta gerist alltaf annað slagið í þessum bransa. Þá er komið upp svo mikið tap hjá plötufyrirtækjunum að menn eru bara reknir miskunnarlaust. Þetta er bara eins og tafl.“ Var þessu beitt sérstaklega gegn útlending- um? „Nei, nei, ekkert svoleiðis. Það eru bara end- urskoðendur og lögfræðingar sem setjast nið- ur og skoða: Þetta er ekki að skila neinum arði, út með það! – þannig gerist þetta. Casablanca, fyrirtækið sem ég vann mest fyrir og gaf Donnu Summer út, það rúllaði á hausinn. En óráðsían var líka búin að vera gegndarlaus áð- ur en þetta kom til. Ég get nefnt sem dæmi að flugfar frá München til Los Angeles á fyrsta farrými er ansi dýrt. Á flugvellinum í Los Ang- eles bíður limmó eftir þér og þér er ekið á hótel þar sem bara eru svítur, flottur veitingastaður uppi – í bílageymslunni er bíll til þinna einkaaf- nota, allt borgað. Síminn þinn, þvotturinn, matur og allt – þetta var allt borgað af fyr- irtækjunum, hver einasta króna. Þetta var gegndarlaus eyðsla. Ef þú settir upp 1.200 dollara fyrir strengjaútsetningu, var það borg- að, og dagpeningar að auki ef þú vildir. Það sem þú settir upp, var greitt. Og ég var ekki einn, þannig að þú getur rétt ímyndað þér að þó að miklir peningar hafi komið inn í þessi fyrirtæki, þá fóru þeir miklu hraðar út þegar upp var staðið. Þetta var bara hrein óráðsía eftir allt diskóæðið. Það var sárt að lenda í þessu, en ofsalega gott að komast heim.“ Eins og að flytja aftur til útlanda Var heimkoman þá auðveld? „Ég var búinn að vera svo lengi úti, að fyrir mig var það bara eins og ég væri að flytja til út- landa aftur. Það var hreinlega eins og að byrja upp á nýtt, og við tók önnur bið eftir því að eitt- hvað færi að gerast. Ég var nú samt að spila annað slagið í hljómsveitinni Geimsteini; við vorum að setja upp stúdíó í sameiningu, en sú vinna lenti meira á Rúnari mági mínum [Júl- íussyni] og Mæju. Stúdíóið var í húsinu þeirra, og ég var ekki mikill bógur fjárhagslega. Þetta sumar fór ég í ferðalag með Geimsteini – við fórum um landið með sýningarflokki sem kall- aði sig Þórskabarett. Þar kynntist ég konunni minni, Guðrúnu Pálsdóttur. Við stofnuðum heimili á Langholtsveginum. Síðar bauðst mér svo aftur tækifæri til að vinna með pródúsent í New York, fór út aftur og var í þrjú ár við að semja, útsetja, spila og vinna í stúdíói. Það fannst mér mjög erfiður tími. Það er ólýsan- lega erfitt að vera í burtu frá fjölskyldunni, þannig að ég kvaldist af heimþrá allan tímann. Reyndar gerði ég það allan tímann sem ég var erlendis. Ég var alltaf með heimþrá. Ég er þannig Íslendingur.“ Fólk sér það gjarnan í hillingum að fá góð tækifæri erlendis, tækifæri til að skapa sér nafn. „Það er alls ekki auðvelt að skapa sér nafn. Það er svo margt sem þarf að reka á fjörur þín- ar til þess að eitthvað geti orðið úr hlutunum. Fyrsta árið mitt í München var til dæmis of- boðslega lítið að gera hjá mér, og erfitt að bíða eftir því að boltinn færi að rúlla. En það er nú þannig, að ef maður er þolinmóður, þá gerist eitthvað að lokum. Það er alveg sama hvort maður er í útlöndum eða hér heima. Ef þú ætl- ar að meika það í þessum bransa, verðurðu að halda áfram að nudda þangað til eitthvað ger- ist og fyrr eða síðar gerist það. Björk varð ekki fræg bara einn, tveir og þrír. Hún var búin að vera lengi úti, og þau krakkarnir og lifðu þar við sult og seyru áður en eitthvað fór að gerast, og fleiri geta sagt svipaðar sögur. Mínar að- stæður voru þær að ég gat verið úti, og fyrir rest kom þetta.“ En þetta hlýtur líka að vera spurning um tekjur og fleira. Klárir músíkantar hljóta að eiga möguleika á betri launum úti en hér heima. „Já, það er auðvitað svo mikið stærri mark- aður úti. Menn geta verðlagt sig hærra eftir því sem betur gengur. Hér í Reykjavík er ótrú- lega auðugt menningarlíf; – það er alveg með ólíkindum að svona lítil borg skuli geta haldið úti jafn mörgum menningarviðburðum viku- lega og raunin er. Launin eru mannsæmandi þótt víða sé pottur brotinn. En því miður er það oft tónlistarmönnunum sjálfum að kenna ef þeir fá ekki laun sín. Þeir standa ekki nógu vel saman um að láta ekki bjóða sér einhverja vitleysu. En þótt þetta sé lítið samfélag og allir þekkist, þá finnst mér það mjög sjarmerandi og skemmtilegt. Ég veit að það er ömurlegt að vera hljóðfæraleikari til dæmis á pöbbum í London, eða í Ameríku. Það er miklu verra en það verður hér og illa borgað.“ Blúsað með blökkumönnum Ég vil vita meira um það sem þú varst að gera í Ameríku þegar þú fórst þangað í annað sinn. „Ég var í borg sem heitir White Plains, og er í um 45 mínútna akstursleið norður af Man- hattan. Þarna var ég mest í R&B-músík, rhythm and blues, og bara þeldökkt fólk í kringum mig. Ég bjó í þeirra hverfi og lifði og hrærðist í þeirra tónlist. Það var óhemju yf- irlega fyrir mig að vinna í þessari tónlist. Þess- ir menn gátu alls ekki kastað höndunum til verka, og ótrúlegt nostur við allt sem spilað var. Það var mjög lærdómsríkt fyrir mig.“ Það er ekki hægt að segja annað en að þú hafir þá verið kominn með ótrúlega mikla reynslu af alls konar tónlist þegar þú komst svo heim. „Já, hægt og sígandi komst ég í gamla farið sem ég var í áður en ég fór af landinu; – út- setja, spila og taka upp. Ég er búinn að vera í stúdíóvinnu alveg frá því að Savanna-tríóið var að taka upp í Útvarpinu á mónó-græjurnar þar, með Úlfari Sveinbjörnssyni.“ Hvað þykir þér vænst um af því sem þú ger- ir – hvað stendur hjarta þínu næst? „Þú segir nokkuð. Mér finnst nú eiginlega skemmtilegast að spila live. Það er ekkert sem jafnast á við það að spila fyrir fólk. En ég hef líka yndi af því að útsetja. Það er ákveðinn arkitektúr og skipulagsvinna og mér hefur alltaf þótt gaman að smíða og gera við, eins og Morgunblaðið/Kristinn GAT TIL“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.