Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 2003 11 hverja aura. Hann átti eina ferðatösku, vinnu- föt, skyrtu og buxur en allt var það mjög snyrti- legt, straujað og fínt. Hann átti líka myndir sem hann hengdi á veggina. Hver nýr staður varð heimili hans. Herbergið var aldrei það sama en hann gerði það að sínu með þessum fáu hlutum sem hann hafði með sér. Ég skildi þetta aldrei. Bjó hjá mömmu en var samt alltaf eins og himpigimpi til fara. Ég hafði enga afsökun. Hann hafði aftur á móti sitt stolt. Þó að það væri tómur kaos og viðbjóður í kringum hann hélt hann sínu til haga og var nánast óaðfinnanlegur. Ég leit mjög upp til hans fyrir þetta. En síðan hitti ég hann fyrir tilviljun hér í borginni löngu seinna. Þá var hann sestur að í Breiðholtinu með fjölskyldu. Hann vann sem sendibílstjóri. Þessi maður var allt annar en sá sem ég hafði kynnst á verbúðinni. Hann var orð- inn ósnyrtilegur, taugaveiklaður og illa á sig kominn. Hann virtist ekki lengur hafa stjórn á neinu, skuldaði og var á kafi í hversdagsstressi. Eftir að við kvöddumst fór ég að velta því fyrir mér hvað hefði komið fyrir. Og mér virtist það liggja í augum uppi að óreiða farandlífsins hafði knúið hann til þess að pakka sér saman ofan í eina ferðatösku. Lífið var einfalt. Þegar hann stoppaði og fékk sér fasta vinnu og stofnaði heimili þá leystist hann upp, varð bara að venju- legum slúbbert eins og við hin sem erum með allt niðrum okkur. Þetta er ekki ósvipað því og þegar hermenn koma heim úr stríði; hversdags- leikinn verður yfirþyrmandi og öll þessi daglegu erindi hlaðast upp og verða að einu stóru vanda- máli.“ Við erum öll orðin að sígaunum Farandverkamaðurinn gæti verið eins konar táknmynd samtímans, upplausnarinnar, rót- leysisins, fjölhyggjunnar, flakksins. Ertu sam- mála því? „Ég trúi því að eðli farandverkamannsins sé enn til og verði til áfram í manninum. Það má taka dæmi af @-kynslóðinni sem á að hafa tekið við af x-kynslóðinni. Eitt af hennar helstu ein- kennum er rótleysið, hún tollir illa í vinnu og er alltaf tilbúin til að flytja burt, flakka milli landa – landamæri skipta ekki máli. Heimurinn er auðvitað að minnka. Ferðalög eru auðveldari og miðlarnir senda okkur upp- lýsingar hvaðanæva. Við erum því öll orðin að sí- gaunum, flökkurum og farandmönnum. Og við erum öll veiðimenn, við klæðumst bara jakka- fötum og drögtum. Eðli okkar hefur ekkert breyst þótt umhverfið sé annað.“ Að breyta samfélaginu Hvers vegna kallaðir þú söguna Ísrael? „Nafnið hefur sterka skírskotun til sögunnar í Biblíunni af Jakobi sem glímir við æðra afl. Hann stendur sig vel og fær í staðinn umbun, æðra sjálf, nýtt nafn, nýtt hlutverk, nýtt líf fyrir að hafa glímt við guð og menn og haft sigur. Og þannig er því farið með manninn í sögunni minni; hann lítur svo á að lífsganga hans sé eyði- merkurganga og hann hafi glímt við guð og menn þótt hann sé ekki viss um hvernig hún muni enda. Og hann tekur sér þetta nafn, Ísrael, og ljær lífi sínu æðri tilgang sem farandverka- maður. Hann á sér draum um að geta breytt samfélaginu fyrir sitt fólk. Nafnið vísar hins vegar ekki beinlínis til Ísr- aelsríkis þótt vafalaust megi finna ákveðnar tengingar við það.“ Að ná samtímanum á mynd Þú sagðist lítið hafa lesið framan af en hvað hefurðu lagt áherslu á síðan? Leitaðir þú í hefð- ina eða samtímabókmenntir? Hvað þykir þér best? „Bók er bara bók. Ég hef aldrei hugsað í kyn- slóðum eða stefnum og straumum. Rithöfundur er bara rithöfundur. Hann á ekki að vera öðrum háður. En síðan skrifar hann annaðhvort góða bók eða vonda. Það eru engir aðrir mælikvarð- ar. Engar aðrar stefnur. Elsta bókin sem hefur haft áhrif á mig er Gísla saga Súrssonar. Ég er mjög hrifinn af stílnum í henni, að-segja-ekki-frá-of-miklu- stílnum. Síðan er ég hrifinn af Þórbergi. Hann gerir hversdaginn að skáldskap. Hann er fynd- inn og er sjálfur mjög nálægur í bókum sínum sem er ekki algengt í íslenskum skáldskap. Fyr- ir vikið hefur hann verið kallaður ritgerðasmið- ur en það er misskilningur og bull. Ég er hrifinn af einstökum bókum eftir Laxness. En síðan varð ég fyrir miklum áhrifum af bókum Páls Kristins Pálssonar, Hallærisplaninu og Beðið eftir strætó sem komu út 1982 og 1983, sér- staklega var ég hrifinn af þeirri síðarnefndu. Þar er fjallað um ákveðið dægurfyrirbæri. Hún er eins og polaroid-mynd af fólki í ákveðnum að- stæðum, eins konar undirheimum Reykjavíkur. Það er enginn höfundur að gera þetta núna, að reyna að ná samtímanum á mynd.“ Sjálfumgleði einkennir ungu kynslóðina Hvað finnst þér um bókmenntirnar sem verið er að skrifa núna? Er þetta spennandi umhverfi fyrir ungan rithöfund? „Mér þykir satt að segja frekar lítið vera að gerast. Mér finnst sjálfumgleði fyrst og fremst einkenna þá kynslóð sem er að ryðja sér til rúms í menningarlífinu um þessar mundir. Þessu fólki finnst það vera best en segir það ekki og hugsar það jafnvel ekki heldur. Það bara er best. Það þarf ekki að sýna fram á það með því að gera eitthvað sem er erfitt eða stórt, það fæst bara við eitthvað þröngt og eitthvað einfalt sem því finnst vera svo einstakt, svo augljóst að það verður algerlega óljóst fyrir okkur hin sem stör- um tómeygð og þorum ekki að mótmæla. Þetta eru nýju fötin keisarans aftur og aftur en enginn segir neitt vegna þess að sjálfstraust þessa fólks er svo svakalegt. En sjálfstraustið er byggt á vanþekkingu eins og hjá menntaskólanemanum sem birtir ljóðið sitt og heldur að það sé stór- kostlegt en hefur aldrei lesið neitt og aldrei reynt neitt. Þetta fólk þekkir ekki söguna, það þekkir ekki vinnumarkaðinn. Þetta er kannski millistéttarlið eða ríkara. Stelpurnar í Sex and the City eru dæmigerðar. Þeim þykir líf sitt vera mikilvægt og merkingarfullt en það er bara fullt af pælingum um skókaup, kærasta og froðukaffi. Og þeim er fúlasta alvara. Það þarf engum að blandast hugur um það. Þetta er hættulegt ástand. Auðvitað geta ekki allir verið Günter Grass. Það yrði sennilega frekar leiðinleg tilvera. En innantómleikinn er líka leiðinlegur og varhugaverður. Á þessu eru höfundar ekki að taka. Þessir svokölluðu reiðu höfundar hér heima eru bara reiðir vegna þess að þeir geta ekki skrifað. American Psycho var tilraun til að fjalla um þetta ástand en fáir hafa fylgt þeirri bók eftir.“ Loftbólulistir Litar þetta ástand önnur svið samtímamenn- ingar? „Í myndlist virðist það sama vera uppi á ten- ingnum. Þetta eru loftbólulistir. Sýningar eru einkabrandarar. Þú fattar ekkert hvað er um að vera nema hafa setið á kaffihúsi með þessu liði og hlegið með. Nema þú sért innan í loftbólunni. Andrúmsloftið er eins og í menntaskóla þar sem klíkurnar hafa hver sinn húmor og svo er flissað út í eitt. Listaheimurinn er orðinn eins og lang- dreginn menntaskóli. Og ástæðan fyrir því hvað þetta er allt frábært að mati gagnrýnenda og al- mennings er sú að það er ekkert verið að hugsa út í það hvað þetta allt þýðir í raun. Hvað er ver- ið að segja? Ekki neitt! Þetta er bara frábært vegna þess að skólafélagarnir þínir standa fyrir þessu. Og þú nennir ekkert að vera að spá í þetta neitt frekar, þetta er bara enn einn tóm- stundahópurinn að bardúsa eitthvað. Þetta hlýt- ur bara að vera frábært vegna þess að þetta ER. Þetta viðhorf er óbrigðult: Ég er frábær vegna þess að ég ER. En ég er ekkert frábær. Ég veit það. En ég reyni. Ég geri mitt besta. En verð seint ánægð- ur. Ég lít á skrifin sem vinnu. Ég er enn með gúmmíhanskana og í slorgallanum. Og þegar ég flaka fiskinn þá vil ég sjá hrein bein á eftir. Dugnaðurinn er á undanhaldi meðal lista- manna. Leti einkennir höfunda. Þeir hafa ekki þolinmæði. Það verður að koma verkinu út. Það verður eitthvað að gerast. Annars ertu dauður. Óttinn við gleymsku og ófrægð nagar höfunda. Gildismatið hefur brenglast. Maður sér þetta á bókastefnunum þar sem forlögin haga kaupum sínum á útgáfurétti eftir því hvernig höfund- urinn lítur út. Það er leitað að sætum stelpum. Og ég veit að mín handrit hafa verið pikkuð út á þessum stefnum vegna þess að ég myndast vel. Og ég veit ekki hvort ég á að vera glaður eða reiður út af því. Þetta er bara ömurlegt. Þetta er ástæðan fyrir því að ég kem ekki fram í spjall- þáttum og skrifa ekki greinar í blöðin um virkj- unarmál og kvótakerfi og yfirvofandi stríð. Ég er bara höfundur. Og höfundurinn er stórlega ofmetinn maður. Hann er ekki svona merkileg- ur. Hann er ekkert merkilegri en kvikmynda- leikstjóri eða hljómsveitarstjóri. Hver vill tala við þá? Hver nennir að lesa grein eftir þá? Og hvers vegna nennir fólk þá að lesa greinar eftir höfunda? Þetta er furðulegt. Höfundar eru best- ir dauðir.“ throstur@mbl.is „Þetta eru loftbólulistir. Sýn- ingar eru einkabrandarar. Þú fattar ekkert hvað er um að vera nema hafa setið á kaffihúsi með þessu liði og hlegið með. Nema þú sért innan í loftbólunni. And- rúmsloftið er eins og í menntaskóla þar sem klík- urnar hafa hver sinn húmor og svo er flissað út í eitt. Listaheimurinn er orðinn eins og langdreginn menntaskóli.“ Af hverju er sungið í kirkjum? SVAR: Eitt sinn heyrði ég bandarískan tón- listarprófessor svara spurningunni „til hvers er tónlist?“ á þessa leið: „Tónlist er alls stað- ar, það er ekki einu sinni hægt að selja sápu án hennar.“ Það er heilmikið til í þessu ein- falda svari, því að tónlist hefur frá örófi alda verið samofin flestu því sem maðurinn tekur sér fyrir hendur. Tónlist er leikin á íþrótta- kappleikjum og við hátíðlegustu stundir í lífi einstaklinga og þjóða, auglýsingar, leikrit og kvikmyndir eru varla framleidd án tónlistar og eftir því sem kirkjuathafnir eru stærri og hátíðlegri þeim mun veglegri sess skipar tónlist í þeim. Þannig má segja að eðlislæg þörf manns- ins fyrir að tjá sig með tónum hafi verið upp- haflega ástæðan fyrir því að tónlist varð hluti af kirkjulegum athöfnum, en þegar kirkjunni óx ásmegin settu fræðimenn kirkj- unnar kirkjulegar athafnir í kerfi og færðu fræðileg rök fyrir tilvist og gerð kirkju- tónlistarinnar. Í musterinu og í sýnagógum gyðinga var tónlist hluti af daglegri iðkun trúarinnar. Þar voru biblíutextar tónaðir og sálmar sungnir. Fyrstu kristnu kirkjusöfnuðirnir byggðu trúarathafnir sínar á gyðingdómi, enda ber samanburður á gamalli gyðinglegri og kristinni trúartónlist vott um greinilegan skyldleika. Tónlist var álitin hið rétta tungu- mál til að tala við Guð. Í Gamla testamentinu er víða talað um tónlistariðkun, til dæmis spilaði Davíð konungur á hörpu og í Síðari Kroníkubók (5:11–14) er að finna lýsingu á musterisvígslu Salómons þar sem menn láta lúðra, skálabumbur og önnur hljóðfæri kveða þakkargjörð til Drottins. Á miðöldum skipaði tónlist stóran sess í starfi kaþólsku kirkjunnar, bæði sem hluti af almennum lærdómi og einnig til daglegs brúks við messur og tíðasöng. Grísk og róm- versk heimspeki mótaði kirkjulegar kenn- ingar; guðfræði, heimspeki og tónlistarfræði voru samofin. Snemma á 6. öld e. Kr. setti rómverski fræðimaðurinn og stjórnmálaskörungurinn Boethius (um 470–524) fram kenningar sínar um tónlist í miklu riti sem nefnist De Musica (Um tónlistina). Kenningar hans voru meðal annars byggðar á speki Pýþagórasar, Plat- ons og Aristótelesar. Tónlist var hluti af lær- dómslistunum sjö, hinar voru málfræði, mælskulist, rökfræði, reikningur, flat- armálsfræði og stjörnufræði. Samkvæmt kenningum Boethiusar byggð- ist allt á himni og jörðu á tölum og hlut- föllum. Sömu hlutföll voru undirstaða tón- listar og hlutföllin sem réðu samsetningu mannslíkamans, líkama og sálar, ennfremur hlutföll stjarnanna, himinhvolfsins og himna- ríkis. Fallegast af öllu var Guð almáttugur og allt annað endurspeglaði aðeins þá feg- urð. Þar sem tónlistin er byggð á sömu hlut- föllunum endurspeglar hún fegurð himn- anna, eða Guðs, og gerir hana þar með heyranlega mannlegu eyra. Segja má að öll vestræn tónlist eigi rætur að rekja til kirkjunnar, þar var bæði þekking og vilji til að þróa hana áfram. Tónlistarsaga miðalda og endurreisnartímabilsins er marg- breytileg og fjölmargar tilraunir voru gerðar með form og tónsmíðaaðferðir. Fljótlega komst skipulag á tónlist kirkjuársins og við- eigandi tónlist var raðað á hvern dag, bæði í messum og tíðasöng. Upphaflega var kirkju- tónlistin einraddaður söngur, en á sjöundu og áttundu öld fóru menn að syngja í fleiri röddum og fjölröddun (pólýfónía) varð til. Tóntegundir þróuðust smám saman og um 1600 var dúr- og mollkerfið orðið fullmótað eins og við þekkjum það í dag. Nótnaskrift þróaðist einnig innan kirkj- unnar. Mikilvæg tónlistarform voru messan og mótettan. Hljóðfæri fóru smám saman að heyrast jafnhliða sönglistinni. Sjálfstæðar hljóðfæratónsmíðar urðu til og orgelið var mikilvægt kirkjuhljóðfæri þegar um 1500. Með tilkomu lútersku kirkjunnar þróaðist sérstök lútersk kirkjutónlist og lúterska sálmalagið átti mikinn þátt í áframhaldandi þróun kirkjutónlistar. Þessi þróun náði há- punkti í kirkjulegum stórvirkjum Bachs og Händels; kantötum, óratoríum (Messías eftir Händel, Jólaóratóría eftir Bach) og passíum (Mattheusarpassía og Jóhannesarpassía eft- ir Bach). Þetta eru tilkomumiklar tónsmíðar fyrir einsöngvara, stóra kóra og hljómsveit og því komnar býsna langt frá einradda kirkjusöng miðalda. Öll helstu tónskáld sem þekkt eru frá upp- hafi skráðrar tónlistarsögu og fram á bar- okktímabilið létu til sín taka á sviði kirkju- tónlistar og má segja að um samfellda þróum hafi verið að ræða í 17 aldir. Mörg tónskáld komu úr prestastétt, enda var tónmennt samofin námi presta og munka. Frá og með 18. öldinni varð vægi veraldlegrar tónlistar meira og megnið af tónlist klassísku og róm- antísku tónskáldanna var veraldleg hljóð- færatónlist. Þó hafa flest tónskáld skrifað kirkjuleg stórvirki inn á milli, Verdi og Moz- art skrifuðu til dæmis báðir frægar sálu- messur, Beethoven skrifaði Missa solemnis, Brahms skrifaði Þýska sálumessu og Stra- vinsky Sálmasinfóníu. Uppistaðan í íslenskri kirkjutónlist eru sálmar sem oftast eru sungnir af kór með orgelundirleik. Sálmarnir eru að mestu danskættaðir, en til Danmerkur bárust þeir frá Þýskalandi og eru því byggðir á þýsk- lútersku tónlistarhefðinni. Mikil gróska er um þessar mundir í ís- lenskri kirkjutónlist og mikið er samið af stórum og smáum verkum til flutnings í ís- lenskum kirkjum, auk þess sem metn- aðarfullir kirkjutónlistarmenn flytja erlend stórvirki. Af íslenskum verkum nægir að nefna fjölmargar kirkjulegar tónsmíðar Þor- kels Sigurbjörnssonar, nýlega Jólaóratoríu eftir John Speight og Passíu eftir Hafliða Hallgrímsson. Karólína Eiríksdóttir tónskáld. AF HVERJU ER SUNGIÐ Í KIRKJUM? Hvernig verka baksýnisspeglar í bílum, af hverju eru sjö dagar í viku, hefur hundur farið til tungls- ins og hvað er hlutbundin forritun? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum. VÍSINDI Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kirkjukór Húsavíkur syngur hástöfum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.