Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. MARS 2003 NÝJASTA bók bandaríska rit- höfundarins Donnu Tartt hlaut í vikunni WH Smith-bókaverð- launin, sem valin eru af við- skiptavinum þessarar bresku verslunarkeðju, en stutt er síðan saga Tartt var tilnefnd til Or- ange-skáldsagnaverðlaunanna, sem einungis eru veitt konum. Bókin, sem nefnist The Little Friend, eða Litli vinurinn, er önnur skáldsaga Tartt sem vakti mikla athygli með sinni fyrstu sögu, The Secret History, fyrir tíu árum. Sú bók var talin sam- tíma klassík. Í The Little Friend segir Tartt sögu tólf ára Miss- issippi-stúlku sem leitar að morðingja litla bróður síns. Fæðing Venusar RITHÖFUNDURINN Sarah Dunant þykir sýna mikla frá- sagnarhæfileika í bók sinni The Birth of Venus, eða Fæðing Ven- usar. Sagan er látin gerast í Flórens á valdatíma Medici- ættarinnar og tekst Dunant að mati Guardian vel til við lýsingar á íburðarmiklum veislum, arki- tektúr, hinni tímalausu list og margvíslegu pólitísku og trúar- legu leynimakki. Dunant lætur þó ekki þar við sitja heldur nær hún einnig að draga fram dökka mynd af lífskjörum kvenna á þessum tíma. Hin hliðin á Vesturveldunum WAITING for the Wild Beasts to Vote, eða Beðið eftir að villidýr- in kjósi, er þriðja skáldaga Ahm- adou Kourouma, rithöfundar frá Fílabeinsströndinni. Bókin kom út í Frakklandi 1998 en hefur ekki verið gefin út á ensku fyrr en nú. Þykir hún þörf áminning um hina hliðina á viðhorfi hinna svo kölluðu „siðmenntuðu“ þjóða sem eru fúsar að horfa framhjá pyntingum og öðrum mannrétt- indabrotum svo framarlega sem það ógnar ekki þeirra hags- munum, en næstum hvergi hefur þetta þótt koma skýrar fram en í samskiptum Vesturlanda við Afríku. Waiting for the Wild Beasts to Vote, segir sögu Koyaga, forseta í hinu tilbúna ríki République du Golfe, er hann hefur setið 30 ár á valdastóli og þarf nú að mæta sinni stærstu áskorun á blóði drifnum ferli. Kourouma, sem hefur verið hylltur í frönsku- mælandi löndum sem hinn afr- íski Voltaire, hefur sagst byggja mynd sína af Koyaga á Eyad- ema, forseta Togo, en þar bjó rit- höfundurinn á árunum 1983– 1993. Hann leitar þó fanga víða annars staðar í þessari ljóðrænu en bitru sögu. Leitin að bin Laden BANDARÍSKI höfundurinn Rob- in Moore gerir stríðið í Afganist- an að umfjöllunarefni sínu í bók- inni The Hunt for Bin Laden, eða Leitin að bin Laden. Moore sem er mörgum kunnur fyrir sögu sína The Green Berets segir sög- una með rödd sérsveitarmanna. Hann er vel kunnur efnivið sín- um og hefur góðan aðgang að hersveitunum sem gerir sögu hans mjög ítarlega. Hún þykir þó engu að síður draga mjög svo taum Bandaríkjamanna og er fyrst og fremst hetjusaga af hernaðarsigri og hinni erfiðu leit að Osama bin Laden. ERLENDAR BÆKUR Litli vinur Tartt Ahmadou Kourouma I Í Lesbók í dag eru birtar tvær greinar um stríð ogkonur en málþing um þetta efni var haldið af Rannsóknastofu í kvennafræðum og UNIFEM á Ís- landi síðastliðinn mánudag. Á þinginu kom skýrt fram að þótt konur væru sannarlega fórnarlömb stríðs hefðu þær lítið sem ekkert um það að segja hvort efnt sé til styrjalda eða ekki. Í flestum erind- unum sem flutt voru á þinginu kom fram að nauð- synlegt væri að raddir kvenna heyrðust meira í al- þjóðasamfélaginu, með því væri hægt að tryggja réttindi þeirra betur og jafnvel koma í veg fyrir stríð. II Á þinginu kom fram að orðræða um stríð oghernað væri karlleg í eðli sínu. Orðræða um vopn væri til að mynda fyrst og fremst tæknileg sem geri það að verkum að afleiðingar þeirra falla í skuggann. Hin tæknilega orðræða lýsti aðeins stöðu þeirra sem beittu vopnunum en ekki hinna sem þeim væri beint gegn. Fórnarlömb stríðs séu þann- ig ekki eins algengt umfjöllunarefni fjölmiðla og hernaðurinn sjálfur. Fjallað var um nauðganir í stríði og vakin athygli á því að afskaplega fátt er vitað um þær. Til eru skriflegar heimildir í 3000 ára gömlum Hómerskviðum, í enn eldri löggjöf Hamurabis og í Gamla testamentinu um nauðg- anir á konum í stríði, en fátt er vitað um afleið- ingar þeirra. Hvað varð til dæmis um þær 250.000 til 400.000 konur sem nauðgað var í Bangladesh í átökunum milli Austur- og Vestur-Pakistan árið 1971? Svo virðist sem þær hafi borið ábyrgðina sjálfar rétt eins og konurnar í Líberíu, Afganistan, Sierra Leone, Rúanda og Úganda til að nefna nýleg dæmi, eða allt þar til árið 2002 að Alþjóðasaka- dómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu kvað upp dóm um að nauðganir í stríði séu gróf mann- réttindabrot, stríðsglæpur og glæpur gegn mann- kyni. III Skýringar á þessari grimmd eru fáar, eins ogfram kom á þinginu. Tilgangurinn er hins veg- ar yfirleitt sá að ná tökum á óvininum með því að niðurlægja og brjóta niður fjölskyldu- og samfélags- tengsl. Það gæti útskýrt hvers vegna svo algengt er að stúlkum og konum sé nauðgað í augnsýn ann- arra fjölskyldumeðlima. Ógnin um yfirvofandi nauðganir leiðir til fjöldaflótta íbúanna og þar með sjálfkrafa þjóðernishreinsana. IV Á þinginu var sagt frá nýlegri skýrslu UNI-FEM um áhrif styrjalda á líf kvenna og stúlkubarna. Eins og fyrr var nefnt kennir sagan að ofbeldi gegn konum er ekki nýtt af nálinni í styrj- öldum en það sem er nýtt í skýrslunni er hversu skipulagt ofbeldið er og ekki síst hvernig mansal, kynlífsþrælkun og misnotkun tengist átakasvæðum. Það er einnig nýtt að konum er nauðgað skipulega og hvað eftir annað til þess að geta börn. Tilgang- urinn er að leggja líf mæðranna í rúst en ekki er hugsað um hvað bíður barnanna. Ýmsar fleiri óhugnanlegar upplýsingar koma fram í skýrslunni en henni lýkur með tillögum um aðgerðir til að raddir kvenna fái að hljóma á fyrirbyggjandi hátt. NEÐANMÁLS É G átti heima á móti húsi Þjóðvilj- ans þegar ég var strákur. Ég stóð stundum uppi á stól við stofugluggann og fylgdist spenntur með þegar klunnalegur sendibíll nam þar staðar. Fyrr en varði ultu risastórar rúllur út úr bílnum; þetta var pappírinn fyrir prentvélarnar í kjallaranum. Maðurinn sem tók á móti rúllunum var í gráum vinnuslopp, ég skoðaði hann vandlega og spurði pabba hvort þetta væri ekki örugg- lega Bjarni Benediktsson. Bjarni var þá for- sætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Ég hafði hitt hann þegar ég var á göngu með afa mínum og fannst hann flottur karl – „dór en doldið duttur“. Faðir minn þvertók fyr- ir að maðurinn í gráa sloppnum væri Bjarni en það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar að ég skildi hvers vegna pabba þótti spurningin svona skemmtileg. Þá hafði ég ekki bara áttað mig á að ráðherrar vinna ekki verkamanna- vinnu milli þingfunda heldur líka að sérstök tengsl væru á milli íslenskra fjölmiðla og póli- tískra fylkinga í landinu. Þetta var á þeim tímum þegar allir stjórn- málaflokkar sem vildu láta að sér kveða gáfu út opinber málgögn. Eftir því sem ég komst næst „átti“ Alþýðubandalagið Þjóðviljann, Alþýðu- flokkurinn Alþýðublaðið, Framsóknarflokkur- inn Tímann og Sjálfstæðisflokkurinn Morgun- blaðið og jafnvel Vísi. Í samfélaginu sveif andi kalda stríðsins enn yfir vötnum, fréttir og skoð- anir voru metnar með hliðsjón af því hvar þær birtust fremur en af innihaldinu. Undir niðri kraumuðu nokkurra áratuga gamlar samsær- iskenningar sem ganga til dæmis út á að „öfl- ugur og heimskur fjarstýrður flokkur vinni að því, með stuðningi áhrifamikilla rithöfunda, að liða sundur íslenskt þjóðfélag, í því skyni að setja upp ríkisharðstjórn, með einræðisklíku, að austrænni fyrirmynd“, svo vitnað sé í skrif Kristjáns Albertssonar um Atómstöðina eftir Halldór Laxness. Í þeirri bók hafði Halldór sett fram álíka mergjaðar samsæriskenningar um þá ráðamenn þjóðarinnar sem studdu flugvall- arsamninginn við Bandaríkin. Svo líða árin og veröld breytist. Dagblaðið er stofnað – „frjáls og óháður miðill“ – og sam- einað Vísi. Þjóðviljinn og Alþýðublaðið deyja lánardrottni sínum og Tíminn fer sömu leið eft- ir margvíslegar endurholdganir. Morgunblaðið heldur velli, sver af sér tengslin við Sjálfstæð- isflokkinn og fær með vissum hætti yfirbragð ríkisfjölmiðils. Um miðjan níunda áratuginn sprettur fjöldi nýrra útvarpsstöðva upp en smám saman er þeim smalað undir hatt Norð- urljósa. Stöð 2 nær með sama hætti fótfestu á sjónvarpsmarkaði; hún kæfir í fæðingu allar samkeppnistilraunir, allt þar til Skjár einn hef- ur útsendingar. Hann og Fréttablaðið kynna til sögunnar ný viðmið á íslenskum fjölmiðlamark- aði. Neytendur fá þjónustuna ókeypis, auglýs- endur einir borga brúsann. En þó að fennt hafi yfir opinber tengsl fjöl- miðla við pólitíska flokka er eignarhald á ein- stökum miðlum og meintar pólitískar skoðanir meintra eigenda og blaðamanna enn í brenni- depli. Sjálfstæðismenn hafa verið virkir í þeirri umræðu, ekki aðeins með ásökunum í garð Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á síðustu vikum heldur má einnig minnast þess að eftir und- angengnar kosningar hefur forsætisráðherra sakað fréttamenn á vissum fjölmiðlum um að dekra við pólitíska andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins. Með svipuðum hætti hafa menn úr öðrum fylkingum rætt fyrr og síðar um tengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og eigenda eða stjórnenda annarra fjölmiðla, ekki síst Morg- unblaðsins. Hvort sem okkur líkar betur eða verr virðast samsæriskenningar kalda stríðsins hafa gengið aftur, í ögn breyttri mynd. Umræð- an er sjaldnast byggð á rökstuddum dæmum enda virðist hún einkum þjóna þeim tilgangi að herða á sjálfsritskoðun blaðamanna og gefa pólitískum andstæðingum olnbogaskot. Vissulega eru fjölmiðlar, ekki síður en stjórnmálaflokkar, valdamiklar stofnanir og það er full ástæða til að ræða af skynsamlegu viti um þau áhrif sem eigendur og stjórnendur þessara miðla kunna að hafa á þá og þar með skoðanir almennings. Ég á bágt með að sjá að slíkir menn séu almennt í hlutverki Baldurs búktalara með einstaka blaðamenn, jafnvel heilu og hálfu fréttastofurnar, sitjandi í kjöltu sinni. Spánnýjar fréttir af baráttu Egils Helga- sonar fyrir að halda fullri ritstjórn yfir þætti sínum, Silfri Egils á Skjá einum, minna hins vegar á að eigendur og/eða stjórnendur fjöl- miðla hafa vald til að taka menn eða málefni af dagskrá. Hvað manninum í gráa sloppnum viðkemur þá fannst mér ég sjá honum bregða fyrir um daginn við ávaxtaborðið í Bónus. Hann hefur lítið breyst; er ennþá stór en svolítið stuttur. FJÖLMIÐLAR MAÐURINN Í GRÁA SLOPPNUM J Ó N K A R L H E L G A S O N En þó að fennt hafi yfir opinber tengsl fjölmiðla við pólitíska flokka er eignarhald á ein- stökum miðlum og meintar pólitískar skoðanir meintra eig- enda og blaðamanna enn í brennidepli. ÞARNA hafa aðallega konur staðið upp á hvern einasta virkan dag síðan í ágúst í fyrra, hvernig sem viðrar. Kjarninn sam- anstendur af konum á öllum aldri. Þó munar hvað mest um tuttugu konur á áttræðis- og níræðisaldri. Án þeirra væru mótmælin löngu, löngu hætt því þær hafa sýnt ótrú- lega seiglu og úthald og er leit að öðru eins í íslenskri mótmælasögu. Það er afar merkilegt að það eru konur sem hafa borið uppi þessa mótmælahreyf- ingu og þar með lagt grunn að nýrri hreyf- ingu umhverfissinna á Íslandi. Þessi mót- mæli eiga eftir að skila sér til lengri tíma litið í fleiri málum en umhverfismálum. Umhverf- ismálin snúast um miklu fleira en náttúru og umhverfi eins og Kárahnjúkamálið sýnir. Þau fela í sér ákall um betra lýðræði (enda hafa mótmælin sýnt lýðræðisbrestina í af- greiðslu þessa máls) og þau afhjúpa kynja- misréttið í atvinnuþróunar- og menntastefnu stjórnvalda svo eitthvað sé nefnt (– og það með samþykki Samfylkingarinnar!) Konur eins og Ásgerður Jónsdóttir, Ásta Arn- ardóttir, Elísabet dóttir Jökulsins, Guðrún Eva Mínervudóttir, Hildur Rúna Hauksdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Margrét Guðnadóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir, svo aðeins fáeinar þeirra sem hafa leitt þessa baráttu séu nefndar, eiga því seinna meir eftir að verða í minnum hafðar. Sumar voru í hópi þeirra sem björguðu Eyjabökkum. Þær eru Sigríð- ur í Brattholti okkar tíma. Og kannski eitt- hvað miklu meira en það líka. Sigríður Þorgeirsdóttir Kistan www.visir.is/kistan Ljóðið á slysadeild Ljóðaumræðan – ef umræðu skyldi kalla – er föst í myndhverfingum dauða, slysa, gjörgæslu og rabbs við yfirlækni slysadeild- ar listarinnar. Einn hópurinn telur sig vera búinn að barkaþræða hinn slasaða og geymi hann nú í öndunarvélinni þar sem nýir og nýir læknar hlúi að honum og „fylla þar með í skörðin“. Annar hópurinn lætur eins og hann viti ekkert um módernískar for- sendur ljóðlistar á tuttugustu öld og krefur ljóðskáldin um fremur óígrundaða fag- urfræðilega U-beygju inn í frumstætt póst- módernískt og ósögulegt stílsukk. Hér horfa báðir aðilar framhjá einfaldri staðreynd: Fólk er að yrkja, það koma út ljóðabækur og ljóð eru birt í fjölmiðlum og á Netinu. Hvað fer þar fram? Við spyrjum ekki því við erum of upptekin af því að horfa um öxl. Kristján B. Jónasson tmm Morgunblaðið/Golli Myndin af heiminum. KONUR MÓTMÆLA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.