Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. MARS 2003 S TRÍÐ er marghöfða skrímsli. Sum andlit þess eru okkur vel kunn en önnur ekki. Ólíku hlut- skipti kynjanna í stríði eru sjald- an gerð viðeigandi skil og eru enn mörgum að mestu ókunn. Skelfi- legir stríðsglæpir gegn konum í Bosníu og Rúanda á tíunda ára- tug síðustu aldar og jafnréttisbarátta undanfar- inna áratuga hefur þó komið kynjavíddinni nokk- uð á kortið. Fyrir rétt um þremur árum komst kynjasjónarhornið jafnvel á borð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkti ályktun 1325 um konur og stríð þar sem m.a. er kallað eftir aukinni þátttöku þeirra í friðarumleitunum og friðargæslu. Ef marka má orðræðuna í kring- um Íraksdeiluna er þó ekki að sjá að mikil endur- skoðun hafi átt sér stað meðal ráðamanna í Bandaríkjunum og annars staðar. Kynjavídd stríða á þó erindi við Íslendinga jafnt sem er- lenda ráðamenn og ekki hvað síst á þeim óróa- tímum sem við erum að upplifa. Karlaheimur Það fer ekki á milli mála að hernaður hefur ávallt verið og er enn í verkahring karla. Forset- ar, utanríkis- og forsætisráðherrar ríkja í dag eru nánast undantekningarlaust karlmenn. Sé litið á NATO-ríkin sem dæmi kemur í ljós að af 19 aðildarríkjum eru konur utanríksráðherrar í tveimur og varnarmálaráðherrar í tveimur, eng- in kona er forseti eða forsætisráðherra NATO- ríkis. Engar konur gegna stöðu fastafulltrúa, herráðsforingja eða fulltrúa hersins. Þetta þýðir að meðal 114 valdamestu embættismanna NATO er einungis að finna fjórar konur. Af 23 milljónum hermanna í heiminum í dag eru rétt um 2% konur. Í einungis sex af hátt í 200 ríkjum heimsins eru konur yfir 5% herliðsins en þá verður að hafa í huga að flestar gegna þær hefðbundnum kvennastörfum, s.s. ritarastörfum eða hjúkrun. Sérstakar árásarsveitir herja, sem í eru nokkrar milljónir hermanna, samanstanda 99,9% af karlmönnum. Í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna voru konur innan við 2% hermanna þegar starfsemin var hvað mest undir lok síðustu aldar. Það eru karlmenn sem taka ákvarðanir um að fara í stríð, það eru þeir sem heyja orrusturnar, ákveða hvenær skuli hætta og hver eftirmál styrjaldarinnar skuli verða. Kynbundin einokun sem þessi hlýtur að hafa áhrif. Það kemur skýrt í ljós þegar litið er á orð- ræðu og aðgerðir á vígvellinum. Þegar nánar er að gáð má sjá að hugmyndir um ójafna stöðu kynjanna eru í reynd yfirfærðar á hernaðinn sjálfan og hafa sett mark sitt á hann frá örófi alda. Herinn er einskonar örheimur karlmennsk- unnar. Hann á heima utan við venjulegt sam- félag bæði í hugmyndum og rúmi. Í hernum eru karlmannleg gildi í hávegum höfð; þar verða drengir að mönnum og hver og einn „verður að standast sína manndómsraun“. Umbreytingin, þ.e. herþjálfunin, felst í því að svipta nýliðann öll- um einstaklingseinkennum og „mjúkum“ eig- inleikum, s.s. blíðu og veiklyndi, til að byggja upp sterkan, hugrakkan og harðan hermann. Ein- ungis sú hegðun er prýðir góðan hermann er leyfð með ríkri áherslu á aga, hugrekki og þrek – að ógleymdri árásargirninni. Stigveldið er mjög skýrt innan hersins og er það meginskylda hvers hermanns að hlýða yfirmanni sínum í einu og öllu. Þessi valdastaða er kynbundin og eru und- irsátarnir kvenkenndir sem kellingar, píkur eða álíka. Slík yfirfærsla á táknrænum samskiptum kynjanna birtist þó hvað skýrast í hernaðinum sjálfum. Það er nefnilega eins með hermennsk- una og karlmennskuna, til réttlætingar á eðli sínu þarfnast hvort tveggja einhvers sem skil- greina má sem „hina“, þ.e. andstæðing eða and- eðli („the other“). Um leið og hermaðurinn er byggður upp sem erkikarlmaður er andstæðing- urinn gerður óæðri með því að kvengera hann. Í nær öllum samfélögum er stöðu kynjanna mis- skipt og byggist sú skipting yfirleitt á drottnun karla yfir konum, líkama þeirra og vinnu. Hern- aður fær að láni og yfirfærir hugmyndina um ójafna stöðu kynjanna yfir á „okkur“ og „þá“, samherja og óvin, yfirboðara og undirsáta. Kyngerving á vígvellinum Í ítarlegri rannsókn Joshua S. Goldstein á kynjavídd stríða1 nefnir hann ótalmörg dæmi frá fornöld til okkar tíma um þessa kynbundnu yf- irskrift hernaðar sem að nokkru verða rakin hér. Orðræðuna er oft erfitt að þýða þannig að merk- ingin haldi sér og því fær hún að fylgja á upp- runalega tungumálinu. Á hernaðarmáli er óvinurinn mjög oft kven- kenndur hreint út. Þannig má nefna dæmi úr Persaflóastríðinu þegar bandarískur orrustu- flugmaður tilkynnir til höfuðstöðvanna um að hafa skotið niður íraskan (karlkyns) orrustuflug- mann, þar sem hann segist hafa „gert út af við tíkina“ („cold smoked the bitch“). Þá tók ónefnd- ur öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna upp setninguna „slam, bam, thank you ma’am“ („negla, stegla, þakka kella“) með því að skipta út ma’am fyrir Saddam í sama stríði. Sigraðar þjóðir eru kvengerðar með því að svipta þær „karlmennsku“ sinni. Þetta felst í út- rýmingu karlmanna þjóðarinnar og nauðgun og þrældómi kvenna hennar. Kvengerving þjóðar var algeng herfræði meðal Forn-Grikkja og má m.a. lesa um það í ritum sagnfræðingsins Þú- kýdídesar. Nýlegri dæmi var að finna í stríð- unum á Balkanskaga. Í Bosníu voru karlmenn valdir úr hópnum og skipulega teknir af lífi og konum nauðgað, jafnvel í sérstökum nauðg- unarbúðum. Það sama var að nokkru uppi á ten- ingnum í Kosovo þar sem menn voru skipulega teknir af lífi og konum var nauðgað. Gelding er annað dæmi um að kvengera sigr- aðan óvin. Með því að svipta óvininn karl- mennsku sinni í bókstaflegum skilningi verður hann kvenlegur og þar með óæðri. Gelding á óvinum, lífs eða liðnum, tíðkaðist í fornöld m.a. meðal Kínverja, Persa, Egypta og víkinganna. Nú á dögum má finna dæmi þessa í orðræðu. Þannig sagði Lyndon B. Johnson Bandaríkja- AF HVERJU ÓVINUR E F T I R B I R N U Þ Ó R A R I N S D Ó T T U R K VENÍMYNDIR þjóðríkja eru margar og kunnar, nefna má Marianne í Frakklandi, Germ- aníu í Þýskalandi, Brittaníu í Bretlandi, Frelsisstyttuna í Bandaríkjunum og síðast en ekki síst Fjallkonuna hér á Ís- landi. Tilgangur þessara ímynda virðist í fyrstu fjarska einfaldur, þ.e. þær eru merki lands og lýðs í umheiminum auk þess að vera tákn sameiningar heima fyrir. Stórveldi líkt og þriðja ríkið og Sovétríkin byggðu tilvist sína og lýðhylli á sýnilegum táknmyndum. Í að- draganda styrjalda, framvindu þeirra og eftir- málum, hafa öll sjónræn tákn öðlast gríðarlegt vægi á tuttugustu öldinni. Fyrst verður athugað hvernig slíkar ímyndir eru notaðar til að undirstrika stöðu þjóðar sem fórnarlambs. Þá eru dregnir fram glæpir gegn þjóðinni, eiginlegir eða ímyndaðir, í nútíð og for- tíð, og litið á þá sem svívirðu við kvenímyndina. Ekki er um eins ímyndir að ræða en algengastar eru þó meyjarímyndin og móðurímyndin. Kvenímyndir eru sömuleiðis tengdar hvers kyns kynþáttahyggju sem hefur verið stöðugt tilefni styrjalda á liðinni öld. Þar sem konur geta einar borið barn undir belti eru þær fyrir vikið útvörður „hreinleika“ kynstofnsins. Því verður að gæta þeirra sérstaklega fyrir utanaðkomandi „mengun“ sem og að undirstrika móðurhlutverk þeirra til uppbyggingar kynstofnsins heima fyr- ir. Þegar áróðurinn um tímgunarhlutverk kon- unnar hefur öðlast slíka ofuráherslu má íhuga í framhaldi hvað í stríði henti best til að brjóta nið- ur slík helg vé. Fórnarlambið Til stríðsæsinga er staða hóps, ríkis eða ríkja iðulega máluð sterkum litum. Stríðsæsingamað- urinn dregur einatt fram stöðu „okkar“ sem fórnarlambs gegn tilhæfulausum árásum „þeirra“. Ímynd ríkisins sem fórnarlambs verð- ur því oft í formi hinnar svívirtu meyjar, sem er táknmynd hins hreina og flekklausa sem verður fyrir tilhæfulausri og niðurlægjandi árás. Dæmi þessa voru frönsk veggspjöld í fyrri heimsstyrj- öldinni sem sýndu Marianne á flótta undan losta- fullum prússneskum hermanni með skotvopn í hendi. Í þessum áróðri fólst ákveðin uppgjöf því að í honum fólst viðurkenning á hernaðarlegum yfirburðum Þjóðverja. Hins vegar með því að kvenkenna fórnarlambið átti að sýna hvernig andlegir yfirburðir Frakka (sbr. að listagyðjurn- ar eru konur) urðu fórnarlamb óheflaðs þýsks vopnavalds. Fyrrnefnt dæmi um áróður Frakka í fyrri heimsstyrjöldinni var að einhverju leyti byggt á hroðalegum sögum um meðferð þá er franskar konur máttu sæta af hendi Þjóðverja. Sannar eða ósannar sögur um kviðristur á vanfærum konum, boltaleikjum með kvenmannsbrjóst, auk annarra limlestinga, hafa án efa eflt hefndar- þorsta og stælt baráttuhug franskra hermanna. Fórnarlambið er fullkomnað á klámfenginn og hryllilegan hátt og það í formi konu. Þannig get- ur hin svívirta kona orðið ástæða enn meiri föð- urlandsástar líkt og kemur fram í orðum rúss- neska rithöfundarins og þjóðernissinnans Vasilii Rozanov (1856–1919): „Það er ekkert afrek að elska gifturíka og víðfeðma fósturmold [móður- land]. Það er þegar hún er aum, lítil, auðmýkt, jafnvel heimsk og jafnvel siðspillt að við eigum að elska hana. Einmitt nákvæmlega þegar ,,móð- ir“ okkar er ölvuð, þegar hún lýgur, þegar hún flækist í lastalíf, sem við eigum ekki að yfirgefa hana.“ Áður hefur verið nefnd söguleg skírskotun til liðins óréttar sem oft og einatt er notuð í áróðri fyrir stríði. Þá er oft ekki endilega vísað í neinn einn ákveðinn liðinn atburð heldur hið eilífa fórn- arlambshlutverk líkt og gert var í Serbíu á tí- unda áratugnum. Þannig er saga landsins öll skrifuð að nýju með það að augnamiði að fórn- arlambshlutverkið komist glögglega til skila. Í áróðri er því lagt að jöfnu það óhæfuverk sem gerðist í gær og það sem framið var fyrir mörg- um öldum. Ekki er hægt að svívirða fórnarlamb- ið nema það hafi einu sinni verið stolt, frekar en hægt er að svívirða fósturmoldina nema hún megi muna glæstari daga. Því er mikilvægt að skoða hlutverk hinnar upphöfnu konu, tákn fóst- urmoldarinnar. Hin upphafna kona Kvenímynd ríkja er dyggðum prýdd kona, annaðhvort í líkingu við ástríka móður eða óflekkaða mey. Tengsl móður við jörðina eru ótvíræð og kemur þetta meðal annars fram í riti um áróðurslist þriðja ríkisins: „Ef karlmaðurinn var sýndur sem drottnari náttúrunnar þá var konan sýnd sem náttúran sjálf … Konan var hlutur, hlutverk hennar auðmjúkt og á hana átti að líta sem hana ætti að frjóvga.“ Svipuð tákn voru notuð meðal þjóðernissinna í Króatíu í sjálf- stæðisbaráttu þeirra þar sem myndlíkingar svo sem „móðir ættjörð“, „móðir uppalandi“ og „móðir jörð“ voru notaðar um Króatíu og lögðu þjóðina að jöfnu við líffræðilega tímgunarvirkni kvenna sem og dulræn tákn foldarinnar. Forn- um gyðjum frjósemi og akuryrkju (Demeter/- Ceres) hefur verið fengið móðurhlutverkið, sök- um frjósemishlutverks beggja og loks fengið það hlutverk að vera táknmynd þjóðar. Meyjarímyndir líkt og Marianne, Frelsisstytt- an og Jóhanna af Örk eru táknmyndir háleitari hugsjóna, fórnfýsi og fráhvarfs frá flokkadrátt- um. Slíkum ímyndum var einnig ætlað að höfða til kvenna svo þær legðu sitt af mörkum til her- gagnavinnslunnar. Konur eru spurðar hvort framlag þeirra til styrjaldarinnar sé nægt auk þess sem þær eru minntar á til hvers er barist. Það er þó athyglisvert að meyjarímyndin, sér- staklega hin svívirta, virðist eiga sér takmark- aðan tíma í styrjöld. Sú virðist að minnsta kosti hafa verið raunin í Frakklandi í fyrri heimsstyrj- öldinni en slíkar ímyndir voru einkum notaðar í upphafi styrjaldarinnar þegar Frakkar voru nær sigraðir. Eftir því sem styrjöldin dróst á Stríð eru háð til að verja konur og börn. En í stríði verða konur líka oft tákn verst Þeim er jafnvel lýst sem óvininum sjálfum. Hver er skýringin? Og hve KVENÍ YNDIR Í STR Meyjarímyndir líkt og Marianne tákna háleitar hugsanir þjóðarinnar, fórnfýsi og fráhverfu frá flokkadráttum. Eugène Delacroix: „Frelsið leiðir lýðinn.“ E F T I R Þ O R L Á K E I N A R S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.