Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.2003, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. MARS 2003
„It’s easy to see without lookin’ too far
that not much is really sacred …“
Bob Dylan
Fyrr allmörgum árum reit Þorsteinn Gylfa-
son ansi snaggaralega ádrepu sem bar heitið
„Ætti sálfræði að vera til?“ Þar gagnrýnir
hann frægar kenningar í sálarfræði og ber
brigður á „vísindaleik“ hennar. Þorsteinn fyll-
ir flokk manna sem eru efins um ágæti sál-
fræðinnar. Aðrir fræðimenn hafa vegið að fé-
lagsfræðinni, spurningin er hvort hagfræðin
eigi sömu meðferð skilið. Við getum spurt
hvort hagfræði ætti að vera til.
Einhvern tímann hlýddi ég á fyrirlestur um
kenningar frjálshyggjupáfans Friedrich Aug-
ust von Hayeks. Fyrirlesari nefndi þá stað-
hæfingu Hayeks að þegar til lengdar léti væri
öllum í óhag að ríkið greiddi atvinnulausum
bætur. Ég spurði hvort einhver tímamörk
væru á þessum langa tíma („þegar til lengdar
lætur“) og fyrirlesari svaraði neitandi. Þá gall
við í mér „ef svo er þá er kenningin óprófanleg.
Því verði atvinnuleysisbætur teknar upp á til-
teknum tíma og kjör allra batna skömmu síðar
getur Hayek alltaf sagt „samt munu kjörin
versna þegar til langs tíma er litið“. Og jafnvel
þótt kjörin bötnuðu næstu þúsund árin gætu
Hayeksinnar alltaf endurtekið sömu þuluna
„samt munu kjörin versna þegar…o.s.frv“.
„Öldungis rétt“ sagði fyrirlesarinn. Öðru sinni
átti ég orðastað við hagfræðiprófessor nokk-
urn og spurði hann hvort rétt væri að kenn-
ingar hagfræðinnar væru margar hverjar ekki
prófanlegar. Ég hafði lesið einhvers staðar að
hagfræðina vantaði þann góða samleik milli
stærðfræðilíkana og reynsluraka sem ein-
kenna eðlisfræðina. Kenningar hagfræðinnar
væru búnar skrautbúningi stærðfræðinnar
sem svo reynast vera nýju klæðin keisarans.
Þær svífa í lausu lofti, eru óprófanlegar eða
„trivíelt“ sannar. „Það er nokkuð til í þessu,“
sagði prófessorinn. „Nefna má að sænskir
hagfræðingar hafa hannað hagfræðilíkan þar
sem beitt er fágaðri stærðfræði en í eðlisfræði.
Meinið er að ekki er lifandi leið að prófa þær
kenningar sem af líkaninu má leiða.“
Meðal þeirra sem gagnrýna hagfræðina
með þessum hætti er breski heimspekingurinn
John Dupré. Hann segir að líkön hagfræð-
innar lýsi gjarnan hugsuðum heimi, ástandi
mála sem hagfræðingarnir viti mæta vel að
aldrei geti orðið að veruleika. Dupré hefði get-
að notað sem dæmi líkön af heimi þar sem allir
hafa nákvæma yfirsýn yfir alla mögulega kosti
en svo getur tæpast orðið í þeim táradal sem
við byggjum. Hann er alls ekki á móti slíkri
líkanasmíð svo fremi líkönin hafi snertifleti við
reynsluheiminn. Skotspónn Duprés er reynd-
ar yfirrabbíni frjálshyggjunnar, Milton Fried-
man. Friedman hélt því fram að kenningar
sem gera ráð fyrir fullkominni samkeppni séu
betri en aðrar kenningar. Vissulega er full-
komin samkeppni vart möguleg en kenningar
sem gera ráð fyrir slíku hafa meira for-
spárgildi en keppinautar þeirra. Að mati
bandaríska hagspekingsins er forspárgildi að-
all góðra vísindakenninga. Góð er sú kenning
hvers forspár eru staðfestar af reynslunni.
Dupré segir að það sé í himnalagi að gera ráð
fyrir þessu ef a.m.k. annað af tvennu kemur til:
Í fyrsta lagi að enginn annar góður kostur sé
til en sá sem kenningin lýsir. Í öðru lagi að
reynslan staðfesti þær forspár sem leiða má af
kenningunni. Gallinn er sá að svo er ekki. Í
einn stað eru til kenningar sem keppa við
kenningar í anda Friedmans, í annan stað
staðfestir reynslan ekki forspár hinna fried-
mönsku kenninga. Dupré bætir við að þetta
gildi almennt um hagfræðikenningar, for-
spárgildi þeirra sé lítið. Til að gera illt verra
byggist oftrú frjálshyggjunnar á hinni helgu
hnattvæðingu á óprófanlegum hagfræðikredd-
um, segir Dupré og það með nokkrum þjósti.
Það er svo kaldhæðni örlaganna að Friedman
skyldi ásaka Keynesverja fyrir að trúa kenn-
ingum sem hvergi snerta jörðina. Hetja
þeirra, lávarðurinn fjölvísi, hafi ranglega talið
að ríkið ætti að auka útgjöld á krepputímum,
draga úr þeim á blómaskeiðum. En slíkar ráð-
stafanir duga aðeins í draumaheimum, ekki í
raunheimum. Hvað sem því líður mun Keynes
hafa sagt að þegar til langs tíma er litið
hrökkva allir upp af. Þannig hæddist hann að
dýrkun hagfræðinga á hinum langa og stranga
tíma. Sú dýrkun gerir kenningar óprófanlegar,
samanber dæmið um Hayek. Sá herramaður
var í miklu vinfengi við heimspekingin Karl
Popper. Samt eru ekki allir Poppersinnar jafn
hrifnir af Hayek og meistari þeirra var. Til
dæmis er þýski fræðimaðurinn og Poppersinn-
inn Hans Alberts einn helsti gagnrýnandi aka-
demískrar hagfræði í anda Hayeks. Albert
segir að hagfræðingar setji fram kenningar
sem í reynd eru fyrirfram gefnar forsendur (á
þýsku „Annahmen“), ekki eiginlegar tilgátur.
Líkön hagfræðinnar minni einna helst á frum-
myndir Platons, hreinræktaðar, fegraðar
myndir af veruleikanum sem hvergi snerta
jörðina. Albert talar um „líkanaplatonisma“
hagfræðinnar. Slíkar kenningar er ekki hægt
að afsanna og því eru þær ekki vísindalegar
segir Albert og bergmálar Popper. Ein af
ástæðunum fyrir þessu er sú staðreynd að
hagfræðingar vilja helst sértaka hagræn fyr-
irbæri frá öðrum geirum samfélagsins. Með
því móti útiloka þeir að viðburðir í hinum ekki-
hagrænu geirum skipti máli fyrir sannleiks-
gildi hagfræðinnar. Þannig dregur úr líkum
þess að kenningarnar verði afsannaðar, séu
þær á annað borð prófanlegar. Lausnin er að
tengja hagfræðina í ríkari mæli við önnur fé-
lagsvísindi. Það er ekki síst hinn svonefndi
austurríski skóli í hagfræðinni sem er skot-
spónn Alberts. Helstu forvígismenn skólans
voru menn á borð við Hayek og Ludwig von
Mises. Sá síðarnefndi var þeirrar skoðunar að
hagfræði væri ekki reynsluvísindi. Hún væri
skyld rökfræði og stærðfræði en kennisetn-
ingar þeirra fræða eru sannar eða ósannar án
tillits til reynslu, þær eru röklega (ó)sannar.
Hagfræðin er að mati Mises „rökfræði ákvarð-
ana“. Mises virðist ekki athuga að rökfræðileg
sannindi eru inntakslaus. Þau eru klifanir
(tátólógíur) á borð við „öll A eru A“. Ljóst má
þykja að ekki er mikil viska fólgin í slíkum yrð-
ingum. Svo sagði einhver spekingur að Hegel
hefði haft svipaða oftrú á rökvísinni. Hann á að
hafa sagt að það væri röklega satt að ekki
gætu verið til fleiri en sjö plánetur í sólkerfinu.
Reyndar er eins og mig minni að einhver Pop-
persinni eigni Hegel þessa kenningu og er því
ekki úr vegi að víkja aftur að lærisveini Popp-
ers, Hans Albert. Sá er vel í meðallagi hægri-
sinnaður og þess vegna ekki hægt að afgreiða
gagnrýni hans á hagfræðina sem nöldur í forn-
komma. Hitt er annað að hann skortir ekki
skoðanasystkin á vinstrikantinum. Þeirra á
meðal er norski hagfræðingurinn Rune Skar-
stein sem kemur með ýmis dæmi um skýja-
skraf hagfræðinga. Til dæmis mun hagfræð-
ingurinn frægi, Lionel Robbins, hafa talið að
finna megi sum grunnsannindi hagfræðinnar
með „intróspeksjon“, það er með því að
skyggnast í eigin sálardjúp. Menn horfa í djúp
sín og spyrja „hvað myndi ég gera ef ég ræki
fyrirtæki og sæi fram á að olíuverð færi hækk-
andi þá myndi ég halda að mér höndum í fjár-
festingum“. Og sjá! Þetta er allt í einu orðið að
vísindalegum sannleik. Sannleikurinn um val
og forgangsraðir er fólginn í sálarkytrum hag-
fræðingsins ef trúa má mönnum eins og Robb-
ins (skrítinn vísindi atarna, svona álíka gáfuleg
og „rökfræði ákvarðana“). Til að bæta gráu of-
an á svart byggir hagfræðin mestan part á
frumsetningum, segir Skarstein rétt eins og
Albert. Lausnin var (árið 1976 vel að merkja)
að mati Skarsteins kredda sú sem kennd er við
Karl Marx. Skarstein sá ekki að Marx var ekki
hagfræðingur upp á grín, hann var gefinn fyrir
kenningar sem svífa í lausu lofti.
Ekki veit ég hvort Dupré hefur nokkurn
tímann blótað Karli þessum Marx. Hitt veit ég
að hann gefur engin dæmi um mislukkaðar
spásagnir hagfræðinga og hefði kannski getað
notað dæmi frá Marx. Skoski heimspeking-
urinn Alasdair MacIntyre tekur ómakið af
Dupré: Enginn hagfræðingur sá fyrir þá
blöndu af verðbólgu og stöðnun („stagflasjon“)
sem einkenndi hagkerfi Vesturlanda á árunum
upp úr 1970. Auk þess hafi forspár OECD-
stofnunarinnar, sem byggðu á fágaðri stærð-
fræði, ræst síður en spásagnir manna sem
beittu bara heilbrigðri skynsemi. Benjamin
Ward tekur í sama streng og bætir við að hag-
fræðingar hagræði oft staðreyndum þegar
þeir prófa kenningar sínar. Hann gefur í skyn
að hagfræðikenningar séu illprófanlegar, ef
ekki óprófanlegar. Máli sínu til stuðnings vitn-
ar hann í heimsfrægan hagfræðing Wasili
Leontief sem sagði að ójafnvægi væri í hag-
fræði milli reynslu og líkana.
Förum út í aðra sálma og veltum því fyrir
okkur hvort hagfræðin sé eitthvað verri en
aðrar vísindagreinar. Hagfræðingurinn Don-
ald McCloskey telur að svo sé ekki. Hagfræðin
er hvorki verri né betri en gengur og gerist um
fræðigreinar. Hún á það sammerkt með öðr-
um vísindum að vera grein á meiði mælsku-
listar. Stundum er lagt fagurfræðilegt mat á
kenningar í eðlisfræði, segir McCloskey. Til
dæmis þótti ein af kenningum nóbelshafans
Steven Weinberg svo ljót að engin nennti að
prófa hana um árabil! „Hvað höfðingjarnir
hafast að hinir ætla sér leyfist það“, hagfræð-
ingar beita estetískum rökum eins og þeim sé
borgað fyrir það. Symmetría í rökfærslu þykir
mjög til fyrirmyndar, fátt er fegurra en jafn-
vægiskerfi og illa skrifaðar greinar hljóta
meinleg örlög. Meðal þeirra mælskubragða
sem hagfræðingar (og aðrir mælskumenn)
beita er hliðstæðan (hliðstæðan er er eitt af
helstu tækjum mælskulistarinnar). Enginn
myndi neita því að eftirspurnalögmál gilti um
rjómaís og þá hlýtur hið sama að gilda um hlið-
stæðuna olíu. Olían er svo aftur hliðstæð ýmsu
öðru o.s.frv., o.s.frv. Annað gott mælskubragð
er að vísa til „intróspeksjóna“ eins og Robbins
gerði forðum. Svo er líka þjóðráð að siga tík-
inni Statis (statis-tík) á viðmælendur sína.
Hundspott þetta er nefnilega fylgispakt
„retorikkinni“. Ástæðan fyrir þessari fylgi-
spekt er meðal annars sú að allar staðtölur eru
háðar túlkunum. Það er túlkunaratriði hvað
geti kallast mikið eða lítið frávik frá meðaltali
og allt tal um meðaltal er retorískt. Það fylgir
svo sögunni að Donald McCloskey er ekki
lengur til, hann skipti um kyn á gamals aldri
og kallar sig nú „Deirdre“. Karlmennska hans
var sjónarspil og hið sama gildir kannski um
vísinda-leik hagfræðinnar.
Hvað sem því líður virðist erfitt að finna al-
gild efnahagsleg lögmál og kunna að vera
a.m.k. þrjár skýringar á því: Í fyrsta lagi gæti
hugsast að til væru efnahagsleg lögmál en þau
væru ekki algild, heldur bundin stað og stund.
Þennnan boðskap flytja hugsuðir á borð við
Karl Marx og Benjamin Ward. Ward stað-
hæfir að svo mikill munur sé á bandarísku
efnahagslífi nútímans og þess á millistríðs-
árunum að segja megi að önnur lögmál gildi í
dag.
Í öðru lagi er vel mögulegt að allir viðburðir
í mannheimum séu einstakir og sérstakir með
þeim hætti að ekki sé frjótt að fella þá undir
lögmál. Alltént segir Ward að reiknings-
kúnstir hjálpi okkur ekki til að skilja hið ein-
staka og sérstaka í efnahagslífinu. Þar komi
frásögur til skjalanna sem handhægt tæki.
Reyndar leika frásögur miklu stærra hlutverk
í hagfræðinni en hagfræðingar vilji við-
urkenna, segir Ward.
Í þriðja lagi getum við ekki útilokað að mað-
urinn hafi eitthvað sem líkist frjálsum vilja.
Því sé breytni hans óháð lögmálum. Ýmsir
heimspekingar telja að breytni okkar sé frjáls
í þeim skilningi að hún byggist fremur á til-
efnum og rökum en orsökum. Einn þessara
spekinga er Finninn Georg Henrik von
Wright. Hann segir að lögmálsskýringar
gegni ekki sama lykilhlutverki í hagfræði og í
náttúruvísindum. Við getum bara skýrt hvers
vegna vatnið á Tjörninni er orðið að ís með til-
vísun til náttúrulögmáls sem kveður á um að
vatn frjósi þegar hitinn er undir frostmarki.
Gagnstætt þessu getum við hæglega skýrt
hvers vegna fólk felur verðmæti á vandræða-
tímum án þess að þekkja Greshamslögmálið.
Samkvæmt þessu hagfræðilögmáli „hrekja“
„vond“ verðmæti „góð“ verðmæti úr umferð
undir vissum kringumstæðum. Menn fela t.d.
gull á stríðstímum, þetta vita allir nema
kannski hagfræðingar. Að gamni slepptu þá
segir von Wright að lögmálsskýringar geti
verið þægileg hjálpartæki en skipti ekki sköp-
um fyrir þann sem vill skilja mannlega
breytni.
Ég held að það sé töluvert til í kenningum
von Wrights. Mér sýnist líka margt benda til
þess að hagfræðikenningar séu illprófanlegar,
jafnvel óprófanlegar. Hagfræðin lömuð haltr-
ar út. Verði greyið að hunskast út þýðir lítið
fyrir frjálshyggjumenn að segja frjálshyggj-
una vísindalega í eðli sínu. Hagfræðikenningar
hennar virðast byggjast á sandi, vera ópróf-
anlegar rétt eins og kenningar Karls Marx.
Því er hin vísindalegi kapítalismi villuljós al-
veg eins og hin vísindalegi sósíalismi forðum
tíð. Athugið að kenningar Keynesverja kunna
að vera undir sömu sökina seldar. Vel má vera
að þær séu jafn óprófanlegar og aðrar hag-
fræðikenningar. Hnoðan fylgir engri átt, hin
eina, sanna efnahagsstefna er tæpast til.
„En óttist ekki, ég boða yður mikinn fögn-
uð.“ Í einn stað kunna einhverjar kenningar
hagfræðinnar að vera sannar þótt þær séu
ekki prófanlegar. Ef til vill er okkur vesölum
mönnum ekki gefið að höndla þennan sannleik.
Kannski eru hagfræðikenningar frjálshyggj-
unnar sannar þegar allt kemur til alls. Í annan
stað er prófanleiki skrítin skepna. Út í hött er
að tala um prófanleik einstakra kenninga, að-
eins kennikerfa. Aðeins nokkur hluti kerfisins
er prófanlegur og oft erfitt að sjá nákvæmlega
hver sá hluti er. Auk þess getur kenning sem
virðist óprófanleg í dag orðið prófanleg á
morgun. Breyta má ljóta andarunganum í
fagran svan. Samt er best að treysta sem fæst-
um fuglum, síst af öllu mannfuglum. Vesaling-
ur minn sem ekkert veit um hagfræði er ekki
undanskilinn. Þó má treysta Bob Dylan sem
veit hvað hann syngur: „Though the masters
make the rules for the wise man and the fools,
I’ve got nothin’, ma, to live up to“. Er nokkru
við þetta að bæta? Jú, stuttu svari við spurn-
ingunni „ætti hagfræði að vera til?“ Auðvitað
má hún tóra en þyrfti líklega að heimsækja
jörðina við og við, láta sér ekki nægja plat-
ónska töfraheima.
ÆTTI HAGFRÆÐI AÐ VERA TIL?
Eru hagfræðikenningar
illprófanlegar? Jafnvel
óprófanlegar? Og ef svo
er, ætti hún þá að vera til?
Gerir hún þá meira
ógagn en gagn?
Leikmannsspjall um
hagfræði
Höfundur er dósent (1-amanuensis) í heimspeki við
háskólann í Lillehammer.
E F T I R S T E FÁ N S N Æ VA R R
Milton Friedman, Friedrich von Hayek og John Maynard Keynes. Eru þetta tómir skýjaglópar?