Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.2003, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. MARS 2003 9 forseti árið 1968 um ákveðinn hernaðarsigur Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu: „Ég flengreið ekki bara Ho Chin Minh, ég skar einnig undan honum!“ („I didn’t just screw Ho Chin Minh, I cut his pecker off!“) Hernaðaráætlun Colins Powell, sem þá var yfirmaður bandaríska her- ráðsins, gegn íraska hernum árið 1991 fólst í því að „sker’ ann fyrst undan“ og drepa svo. Þá má nefna nauðgun á körlum sem enn eitt dæmið. Kynferðisleg misnotkun á körlum í hern- aði tíðkaðist oft fornöld, s.s. meðal Grikkja, en dæmi þess er einnig að finna í Bosníu og Kosovo. Þá má nefna að á sumar sprengjur Bandaríkja- manna í Persaflóastríðinu var skrifað „Beygðu þig fram, Saddam“ („bend over Saddam“).2 Síðast en ekki síst er það nauðgun á konum sem er skýrasta dæmið um valdníðslu og kúgun kynjanna. Nauðgun hefur gengið hönd í hönd með styrjöldum í gegnum söguna og löngum tal- in „eðlilegur“ fylgifiskur þeirra. Stjórn- málamenn og herforingjar tóku nauðgun sem gefnum hlut og þar til fyrir skömmu var hún stórlega hunsuð af sagnfræðingum, fé- lagsfræðingum og blaðamönnum. Dæmi um þetta viðhorf er tilsvar yfirmanns friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, Yasushi Akashi, um að „strákar eru og verða strákar!“ („boys will be boys!“) er hann var inntur álits á ásökunum um kynferðislega misnotkun her- manna SÞ á bosnískum konum.3 Í stríðunum á Balkanskaga var nauðgun með- vitað beitt sem þaulhugsuðu tæki til þjóðern- ishreinsana, eyðileggingar menningar og þjóð- armorðs. Serbneski mannfræðingurinn Zarana Papic heldur því fram að Bosníustríðið, sem átti sér stað í hinni svokölluðu siðmenntuðu Evrópu, hafi sýnt það og sannað að líkamar kvenna eru grundvallaratriði í herfræði karla. Konan er táknrænn og um leið raunverulegur vígvöllur í grimmilegum bardögum karla um þjóðlendur annarra karla þar sem hún er ævinlega skil- greind sem andeðli eða „hinir;“ annars vegar gagnvart hermennskunni (sem óvinurinn) og hins vegar gagnvart karlmennskunni (sem kona).4 Táknfræði vopna Táknfræði vopna hefur verið vandlega rann- sökuð af mörgum fræðimönnum og margir kann- ast eflaust við samlíkinguna milli byssu og kyn- færa karlmanna. Goldstein vitnar t.d. í hermann úr Víetnamstríðinu sem sagði að sumum hafi þótt það að ganga með byssu líkt og að vera sí- fellt með standpínu. Hermenn hafi orðið fyrir hreinni kynferðislegri upplifun í hvert sinn sem þeim gafst færi á að taka í gikkinn. Í grunnþjálfun bandarískra hermanna í dag fá þeir að kyrja: „Þetta er minn riffill“ og halda á loft riffli; „þetta er mín ör“ og benda á kynfæri sín; „annað til að drepa og hitt fyrir fjör!“ („This is my rifle, this is my gun; one’s for killing, the other’s for fun“). Svo virðist sem það séu einhver brengluð tengsl á milli þess að þrýsta kynfærum sínum djúpt inn í líkama annars og að þrýsta morð- vopninu (t.d. hníf eða byssusting) inn í líkama fórnarlambsins. Þessi samlíking typpis og vopns hefur haldist eftir því sem tækninni hefur fleygt fram frá spjótum til flugskeyta. Þannig hefur verið fjallað um þær aðferðir sem bandaríska varnarmálaráðuneytið, Penta- gon, beitti til að fá Öldungadeildina til að sam- þykkja sífellt hærri fjárútlát til hernaðarmála í Kalda stríðinu. Þá var farið með líkön af flug- skeytum á fundi Öldungadeildarinnar þar sem sovésku skeytin voru rauð og þau bandarísku blá. Bandarísku sprengjurnar voru minni en ná- kvæmari að sögn en líkönunum fylgdu þau skila- boð að stóru rauðu flugskeytin væru ógnun við „litlu bláu flugskeytin okkar“. Því má bæta við að Pentagon fékk ávallt allan þann pening sem það vildi. Kjarnorkusprengjur eru jafnframt ávallt karl- kenndar. Sprengjurnar sem féllu á Japan hétu „litli strákurinn“ og „feiti karlinn“. Sama tungu- mál tíðkast meðal kjarneðlisfræðinga sem líkja tilraunum með kjarnorkusprengjur við fæð- ingar. Ef sprengingin misheppnast er hún stelpa en strákur ef hún heppnast. Í dulkóðuðu skeyti frá Edward Teller, kjarneðlisfræðingi, til yf- irvalda í Washington eftir að tilraunasprenging vetnissprengju hafði heppnast stóð einfaldlega „þetta er strákur“. Í þessu samhengi er athygl- isvert að benda á að flugvélin sem flutti sprengj- una sem var varpað á Hiroshima var nefnd í höf- uðið á móður flugmanns vélarinnar (Enola Gay). Af hverju þetta skiptir máli Orðræðugreining á hernaði og táknfræði vopna hefur kannski mismikla skírskotun til Ís- lendinga þar sem við teljum okkur standa utan við þessi mál, herlaus þjóðin. Einhver virðast áhrifin þó vera hér ef miða má við nýlegar um- ræður í Kastljósinu þar sem rætt var um „kven- legu“, evrópsku leiðina í Íraksdeilunni í sam- anburði við „kúrekahátt“ Bandaríkjamanna. Það er einnig óumflýjanlegt fyrir Íslendinga að leiða hugann að ólíkum andlitum stríðs og átaka með aukinni þátttöku Íslendinga í alþjóðlegri frið- argæslu og uppbyggingarstarfi að stríði loknu. Orðræðugreining er ein leið til að auka skilning á þeirri hegðun sem birtist á vígvellinum. Upplýst umræða og skilningur eru leiðin til úrbóta. Ætla má að aukin hlutdeild kvenna í öryggismálum – sem stjórnmálamenn, hermenn og starfsmenn alþjóðastofnana – verði til þess að minnka þessa kynferðislegu vídd átaka; og þá vonandi til að minnka átökin sjálf. Íslensk stjórnvöld geta fyrir sitt leyti farið eftir ályktun öryggisráðsins nr. 1325 og lagt sitt af mörkum til að draga úr kyn- bundinni nálgun á friðar- og öryggismál með því að auka meðvitað aðkomu kvenna að þeim á öll- um stigum. Lítið en öruggt lóð yrði þar með lagt á vogarskálar jafnréttis í ókyrrum heimi. Heimildir: 1. War and Gender: How Gender Shapes the War System and Vice Versa. Cambridge University Press. 2001. 2. Ofangreindar tilvitnanir er að finna í bók Goldstein. 3. Tilvitnunin er fengin úr Sexism and War: The Con- struction of Gender and Ethnicity and the Origins of War Violence in War(s) in Former Yugoslavia eftir Vesna Kesic. 4. Women in Serbia: Post-Communism, War, and Nation- alist Mutations. War Report nr. 36. September 1995. INN VERÐUR „HÚN“ Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. langinn hefur þurft árásargjarnari og sterkari ímyndir til að efla baráttuþrek. Móðurímyndinni er ekki einungis ætl- að að minna karlmenn á vöxt og viðgang þjóðarinnar og kynstofnsins gagnvart er- lendri vá heldur á hún líka að minna þá á að með því að berjast eru þeir að þakka fyrir gott uppeldi og ástúð móðurinnar með því að verja hana árás. Ef móðirin er landið og þjóðin er verið að þakka landinu og þjóðinni fyrir að uppfóstra okkur líkt og sálgreinirinn J.C. Flugel bendir á: „Okkur er tamt að líta á föðurland okkar sem mikilfenglega móður sem fæðir, nær- ir, verndar og þykir vænt um syni sína og dætur og innrætir þeim ást og virðingu fyrir sér og hefðum sínum, siðum og stofnunum en í staðinn eru öll börn henn- ar tilbúin að vinna og berjast fyrir hana og framar öllu að vernda hana fyrir óvin- um hennar. Mikið af þeim hryllingi og ógeði sem vakna við hugmyndina um inn- rás óvinahers í föðurlandið er vegna þeirrar ómeðvituðu hneigðar að líta á slíka árás sem vanvirðingu og ofbeldi gagnvart móðurinni.“ Móðurímyndinni er líka ætlað til að auka fórn- arlund hermanna og sætta þá betur við hugs- anlegan dauðdaga. Samlíking móður og fóstur- jarðar er ætlað að veita hermönnum þá huggun að þeir sem deyja á vígvellinum séu í raun að sofna í örmum elskandi móður. Á dulrænan hátt verður hermaður, sem deyr fórnardauða á víg- vellinum, að nýju einn með móðurinni en slíkt hefur ekki gerst síðan í móðurkviði. Ekki er unnt að heyja langt stríð í nafni al- góðrar, dyggðum prýddrar móður eða meyjar ef engin slík finnst í heimalandinu. Á stríðstímum er brugðist við þessu með endurtúlkun kven- hlutverksins. Endurgerða konan Í hverri styrjöld er þess ævinlega krafist að sjálfið sé lagt til hliðar fyrir hagsmuni heildar- innar og hefur því sérhver styrjöld ákveðin fas- ísk einkenni, þ.e. skilyrðislausa hlýðni við vald- boð að ofan. Sökum þess tel ég leyfilegt að nota yfirdrifna kynþáttahyggju (og þar af leiðandi skýra stefnu) nasista til þess að skýra hvernig kvenhlutverkið var endurskipulagt í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar með tilliti til aldar- innar allrar. Fasisminn vill endurheimta konuna úr „firru“ nútímans aftur í hefðbundið hlutverk sitt sem móður. Adolf Hitler sagði að konan ætti sér líka vígvöll og með hverju því barni sem hún fæddi í heiminn væri hún að berjast fyrir þjóð sína. Til þess að mótmæla nútímalegu líferni kvenna eru einatt fundnar sjónrænar táknmyndir, svo sem endurvakning notkunar fornra þjóðbúninga sem skírskotar til glæstrar fortíðar hefðbundinna fjölskyldugilda. Enn í dag eru þjóðbúningar not- aðir í undanfara styrjalda, hvort sem það á að teljast merki þjóðerniskenndar eða sem skír- skotun til ákjósanlegra fjölskyldugilda. Ungar stúlkur í þjóðbúningi geta líka verið látnar tákna glötuð landsvæði líkt og gert var í Frakklandi fyrir fyrri heimsstyrjöld en þá voru glötuð héruð Alsace og Lorraine í líki slíkra stúlkna sem voru svívirtar af þýsku ofurvaldi. Ekki er nóg að mæra einungis liðna tíð heldur verður líka að benda á fánýti nútímastöðu kon- unnar. Það gerði einn helsti hugmyndasmiður nasista, Alfred Rosenberg, í bók sinni Goðsögn tuttugustu aldarinnar: Þar segir að „[þ]átttaka kvenna í atvinnulífinu lækkaði laun karlmanna. Afleiðing þess var sú að karlmenn voru pipar- sveinar óeðlilega lengi. Það leiddi til fjölgunar ógiftra kvenna á giftingaraldri. Það leiddi svo til aukins vændis.“ Þátttaka kvenna í atvinnulífinu skarast við það „æðra“ hlutverk að fæða börn og fóstra þau. Þjóðernishyggja og kynþáttahyggja eiga fylgi sitt að þakka þeirri „vá“ sem kynstofninum staf- ar af erlendri innrás og blöndun. Slík umræða var t.d. ríkjandi þegar illa horfði fyrir Frökkum í fyrri heimsstyrjöldinni. Frakkar óttuðust ekki einungis áhrif þess að óskilgetin börn þýskra of- beldismanna döfnuðu í frönskum móðurkviði heldur líka að fólksfjölgun var mun meiri í Þýskalandi en í Frakklandi. Umræðan beindist því að sambandi kynþáttar, blóðs og landsvæðis og getuleysi Frakka gagnvart þýsku valdi. Sjálfsvorkunn og vanmáttur hermanna á vígvell- inum er þar með tengdur getuleysi þeirra kyn- ferðislega. Það er athyglisvert að þrátt fyrir alla þá orku sem fer í það að forða konum frá vinnumark- aðnum er samtímis mikill áróður í stríði fyrir því að konur starfi við hergagnaframleiðslu. Sá áróður var yfirleitt á neikvæðum nótum þar sem gefið var í skyn að konur væru annaðhvort latar eða að þær gerðu sér ekki fulla grein fyrir þeim fórnum sem synir þjóðarinnar færðu í þágu kvenna. Ekki var heldur alltaf svo að hermenn hug- leiddu eigið getuleysi og teldu sig bera alla sök á því þegar illa fór. Dæmi um þetta má finna í stríðsáróðri í Króatíu þegar sigurvíma breyttist í reiði yfir ósigrum. Móðurímynd Kró- atíu varð í einu vetfangi að „fallinni konu“ eins og kom fram í króatísku dagblaði árið 1992: „Króatía upplifði siðferðislegt hrun, sem einungis kona getur upplifað þar sem það eru ekki til neinir lauslátir karlmenn. Einungis lauslát kona gefst upp án þess að veita mótspyrnu og tekur þessu sem óum- flýjanlegu hlutskipti eða örlögum. Hins vegar verjast karlmenn.“ Á þennan hátt breyttist hin háleita mær/ móðir/fóstra í fallna, auðunna konu og hóru og ábyrgðin færðist til hennar af óförum í stríðinu. Svipaðar ímyndir má finna í Frakk- landi fyrri heimsstyrjaldarinnar þar sem Frakkland var tákngert sem vændiskona. Þessi mynd siðferðis- skorts og lauslætis átti að sýna hversu Frakkland var hrjáð af hneykslismál- um og flokkadráttum. Hún sýndi hversu rýrir líkamlegir burðir og kvenlegt siðferði Frakklands máttu sín lítils gagnvart karlmannlegu valdi Þýskalands. Konur, sem er svo mikilvægt að verja í stríði, eru samtímis uppfullar af allskyns löstum. Þær eru gjarnan sýndar sem þær séu þess ekki verð- ar að fyrir þær sé barist, að þeim sé ekki treyst- andi og jafnvel sýndar sem óvinurinn sjálfur. Á áróðursveggspjöldum er konum lýst sem blað- urskjóðum sem missa út úr sér mikilvæg hern- aðarleyndamál með blaðri sínu, svo sem slag- orðin „Lausmælgi sökkvir skipum“ eða frægt breskt veggspjald úr síðari heimsstyrjöldinni sem sýnir tvær konur ræðast við í almennings- vagni en Hitler og Göring sitja fyrir aftan þær og á því stendur „Þú veist aldrei hver er að hlusta! VANHUGSAÐ TAL KOSTAR MANNSLÍF.“ Slíkur áróður sem svertir eigin konur, einkum þegar illa gengur, miðar að því að búa sig undir það versta. Þegar ósigur er fyrirsjáanlegur eða mögulegur þjónar ófrægingaráróður gagnvart eigin konum þeim tilgangi, að fría karlmenn und- an þeirri ábyrgð að verja þær. Þrátt fyrir slíkan áróður er hermönnum uppá- lagt að virða sumar konur en bera enga virðingu fyrir öðrum. Þrátt fyrir meinta siðferðisbresti kvenna er stríð engu að síður háð til að vernda mæður, dætur og eiginkonur gegn þeim sem vilja nauðga þeim og drepa. Þegar styrjaldará- róður hefur öðlast svo kynferðislegan undirtón – konur heima í héraði hafa verið upphafnar sam- tímis því sem andstæðingurinn hefur verið svertur – er nauðsynlegt að íhuga hverjar afleið- ingar slíks málflutnings eru í eiginlegum bar- daga. tu lasta. Þeim er lýst sem blaðurskjóðum sem kjafta frá hernaðarleyndarmálum. er er tilgangurinn? Reynt er að leita svara í þessum tveimur greinum. RÍÐI Höfundur er nemi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Móðurímyndin minnir hermenn á að í stríði eru þeir að þakka henni fyrir ástúð og gott uppeldi með því að verja hana árás. Sovésk herhvatning úr seinni heimsstyrjöldinni. Adolf Hitler sagði að konan ætti sér líka vígvöll og með hverju því barni sem hún fæddi í heiminn væri hún að berjast fyrir þjóð sína. Veggspjald frá flokki þjóðern- issósíalista í Þýskalandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.