Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 2003 UMDEILD bók um borg- arastríðið á Spáni hefur vakið töluverðar vinsældir þar í landi, en í nýrri söguskýringu sem boðið er upp á í bókinni eru rætur stríðsins raktar til uppreisnar vinstri manna og því er haldið fram að Winston Churchill hafi í raun verið grimmari maður en Franco hershöfðingi. El derrumbe de la Segunda república y la guerra civil, eða Fall lýðveld- isins og borgarastríðið eins og bókin gæti nefnst á íslensku, er verk Pío Moa, fyrrum skæru- liða sem síðar tók að bera í bætifláka fyrir gjörðir Francos. Bókin hefur vakið töluverða reiði meðal vinstri sinnaðra Spánverja sem og fjölda sagn- fræðinga en vinsældir hennar eru engu að síður óumdeildar og virðist sem þorsti manna í nýja söguskýringu á borg- arastríðinu hafi þar sitt að segja. Moa sjálfur er hins vegar sannfærður um réttmæti eigin kenninga. „Franco taldi sig ekki vera að rísa upp gegn lýð- ræði heldur gegn mikilli upp- reisnarhættu [...] og óumdeil- anlega hafði hann á réttu að standa,“ hefur breska dag- blaðið Guardian eftir Moa. Svörtu dalíumorðin endurskoðuð TVÖ morðmál sem kennd voru við svarta dalíu vöktu mikið umtal í Los Angeles á fimmta áratugnum, en önnur kvennanna sem myrt var á grimmilegan hátt var upprenn- andi leikkona Elizabeht Short. Morðinginn fannst aldrei en ýmsar söguskýringar hafa litið dagsins ljós sl. áratugi. Sú nýj- asta kemur frá fyrrum rann- sóknarlögreglumanninum Steve Hodel sem í nýútgefinni bók sinni Black Dahlia Avenger, eða Hefnd svörtu dalíunnar, heldur því fram að faðir sinn George Hodel, virtur læknir meðal fyrirfólks Hollywood, hafi í raun verið morðinginn. Að sögn Hodel var faðir hans sadisti, fullur kvenfyrirlitn- ingar og sekur um sifjaspell með dóttur sinni Tamar, en það var þó meint ljósmynd af Short meðal muna föður hans sem kom honum á sporið. Ýmis tengsl eru dregin fram milli Hodel eldri og morðanna í bók- inni en að sögn blaðamanns Los Angeles Times sem lagðist í ít- arlega rannsókn á málinu eru sannanirnar þó aldrei nema óbeinar. Á vit fortíðar ÞRIÐJA og nýjasta skáldsaga Gordon Burn er að sögn Daily Telegraph full fortíðarhyggju og tilfinningasemi. Sagan nefn- ist The North of England Home Service, og gerist á gullald- artímum norðursins – er mikill þungaiðnaður, kolanámur og stálverksmiðjur möluðu íbúum gull. Sagan er ekki án allrar kaldhæðni, þótt fortíðarþráin sé ríkjandi og dregur höfundur fram lifandi myndir af söguper- sónunum, sem fær gagnrýn- anda Daily Telegraph til að líkja bókinni við Brideshead Revisited fátæka mannsins. ERLENDAR BÆKUR Pío Moa Franco í nýju ljósi H INN 16. apríl birtist grein í Morgunblaðinu eftir Þorvald Örn Árnason þar sem fram kom að hann hefði sagt upp áskrift sinni að blaðinu „vegna ótrúverðugs fréttaflutnings og skrifa um innrásina í Írak og aðdraganda hennar“. Greinin var skrifuð í framhaldi af tölvuskeytum sem geng- ið höfðu á milli Þorvaldar og Styrmis Gunn- arssonar ritstjóra Morgunblaðsins sem hafði ósk- að eftir að Þorvaldur gerði sér grein fyrir því hvað í fréttaflutningi blaðsins væri ótrúverðugt og hvað til marks um að blaðið hefði „ýmist fallið fyrir ein- hliða áróðri árásaraðilanna“ og „hunsað eða gert tortryggilegar aðrar skoðanir í málinu“. Sjálfur taldi ritstjórinn að í fréttum af stríðinu legði blaðið áherslu á að láta sjónarmið beggja málsaðila koma fram og hefði auk þess gert rækilega grein fyrir mótmælum gegn hernaðinum. Í grein sinni nefndi Þorvaldur ýmis atriði sem hann taldi sýna að „hjarta Morgunblaðsins (öllu heldur hjarta þeirra sem ritstýra því) slær með Bandaríkjunum og fylgifiskum þeirra“ og vitnaði jöfnum höndum til frétta blaðsins, forystugreina og dálka sem skrifaðir höfðu verið af blaðamönn- um. Í leiðara daginn eftir var Þorvaldi svarað og fundið að því að hann legði að jöfnu leiðaraskrif rit- stjórnar og fréttamennsku blaðamanna. Þar á milli væru engin efnisleg tengsl. Blaðamönnum væri „á fyrsta degi kennt að í fréttum blaðsins megi ekki vera skoðanir, hvorki blaðamannsins né blaðsins sjálfs“. Gaf leiðarahöfundur í skyn að Þor- valdur hefði „gengið mjög nærri starfsheiðri þessa fólks“ með því „að halda því fram að í stað þess að skrifa fréttir sé það að skrifa áróður fyrir ákveðin sjónarmið“. Í sama blaði birti Davíð Logi Sigurðsson blaða- maður persónulegra svar undir titlinum „Vegið að blaðamönnum Morgunblaðsins“. Davíð sagðist vera meðal þeirra sem skrifað hefðu fréttir um Írak í Morgunblaðið og var hann mjög ósáttur við málflutning Þorvaldar. Hann svaraði efnislega ýmsum þeim athugasemdum sem Þorvaldur hafði gert og taldi út í hött að halda því fram að blaða- menn Morgunblaðsins væru „þátttakendur í ein- hverju samsæri um að þegja um tiltekna hluti“. Ég hef ekki í hyggju að blanda mér í þessa deilu og hefði líklega gleymt henni jafnóðum ef ekki hefði viljað svo til að sama dag og svargreinarnar birtust mátti á öðrum stað í Morgunblaðinu lesa eftirfarandi afsökunarbeiðni frá ritstjórninni undir fyrirsögninni „Óviðeigandi orðalag“: „Í Morg- unblaðinu í gær, miðvikudaginn 16. apríl, birtist grein um lífshætti Udays, sonar Saddams Huss- eins, fyrrverandi Íraksforseta. Þar segir m.a. að líf hans hafi snúist um „hraðskreiða bíla, áfengi, og lauslátar konur“. Athugasemdir hafa verið gerðar við orðalagið „lauslátar konur“. Það var með öllu óviðeigandi. Ýmislegt annað í þessari frásögn, sem unnin var á grundvelli fréttar Associated Press- fréttastofunnar, kann að orka tvímælis. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.“ Þessi stutta klausa minnti rækilega á þá stað- reynd að yfirbragð erlendra frétta í íslenskum fjöl- miðlum mótast með nokkrum hætti af þeim al- þjóðlegu fréttastofum sem viðkomandi fjölmiðill skiptir mest við. Í fæstum tilvikum eru íslenskir blaðamenn á vettvangi færir um að skoða veru- leikann með eigin augum. Drjúgur hluti af starfi þeirra felst í að þýða eða endursegja fréttir sem aðrir hafa skrifað eða endurskrifað eftir enn fjar- lægari heimildum. Enda þótt blaðamenn Morg- unblaðsins eða annarra íslenskra fjölmiðla gæti þess að láta ekki sínar skoðanir né ritstjórnarinnar koma fram í fréttum sínum getur þeim reynst erf- itt að átta sig á hvernig erlendu heimildirnar sem þeir vinna með eru mótaðar af skoðunum annarra, jafnt fréttamanna sem hagsmunaaðila. Fréttin um son Saddams er gott dæmi um þetta. Henni var i raun ritstýrt af haukunum í Pentagon. Höll Udays var valin af herstjórn Bandaríkjamanna í Bagdad sem ákjósanlegur staður til að sýna blaðamönnum í dymbilvikunni (ákjósanlegri en sjúkrahús til að mynda). Leiðsögn um húsakynnin annaðist Ed Ballanco höfuðs- maður og túlkaði hann það sem fyrir augu bar. Til dæmis um málflutning hans má taka setninguna: „Þetta er mesta safn mynda af nöktum konum sem ég hef nokkru sinni séð.“ Fréttamaður AP skrifaði niður það sem hann sá og heyrði og vænt- anlega birtu þúsundir fjölmiðla um heim allan skrif hans án þess að velta þeim frekar fyrir sér. Þessi frétt og aðrar sambærilegar fréttir eiga frá sjónarhóli innrásarliðsins að réttlæta innrásina í Írak og má ætla að mikilvægur markhópur sé múslimar. Það kaldhæðnislegasta við fréttina er að það þyrfti ekki að breyta nema nokkrum nöfn- um (t.d. skipta út Bagdad fyrir Hollywood) til að gera hana að hversdagsefni í vestrænu slúð- urfréttablaði. „Skyggnst inn í kvennabúr, dýra- garð og lastabæli,“ sagði í undirfyrirsögn Morg- unblaðsins. Rétt er að taka fram að á sömu síðu í Morg- unblaðinu þennan dag var álíka löng frétt (frá AFP-fréttastofunni) um að Alþjóðaráð Rauða krossins hefði skorað á Bandaríkjaher að gera fleiri ráðstafanir til þess að vernda sjúkrahús í Írak og gera hjálparstofnunum kleift að sjá þeim fyrir lyfjum, lækningaáhöldum, vatni og mat- vælum. Þar kom fram að aðeins þrjú af tíu sjúkra- húsum í Bagdad gátu veitt viðunandi læknisþjón- ustu. FJÖLMIÐLAR HALLIR OG SJÚKRAHÚS Í fæstum tilvikum eru íslenskir blaðamenn á vettvangi færir um að skoða veruleikann með eigin augum. J Ó N K A R L H E L G A S O N IFátt er skemmtilegra en að velta fyrir sér skáld-sögunni. Allar safaríkustu umræðurnar nú um stundir snúast um þetta ólíkindatól. Engin nið- urstaða er innan sjónmáls. Ef við skoðum skil- greiningar á skáldsögunni í uppflettiritum um bók- menntir hljóma þær svona: Skáldsaga „er alllöng ... skálduð frásögn í lausu máli. Þessi frásögn hefur ákveðinn þráð atburðarásar sem tiltekinn fjöldi persóna er við riðinn. Lýsingar eða hugleiðingar söguhöfundar um atburðarásina skiptast oft á við samtöl sögupersóna sem bæði geta verið tjáð beint og óbeint. Skáldsöguformið er líka mjög frjálslegt að því leyti, að oft er skotið inn útúrdúrum eða efni, sem liggur utan við aðal-söguþráðinn. Yf- irleitt er s. markað ákveðið landfræðilegt sögusvið, skáldað eða raunverulegt, hún gerist á ákveðnum sögutíma, allt frá fjarlægri fortíð til óþekktrar framtíðar, og í ákveðnu þjóðfélagslegu umhverfi. Atburðarásin er oftast tengd lífi ákveðinna per- sóna, einnar eða fleiri, og frásögnin fylgir þeim mislangan tíma, brot úr ævi einnar persónu eða líf nokkurra kynslóða. Einnig getur verið um að ræða tímabil í sögu þjóðar“ (Sveinn Skorri Höskuldsson, Hugtök og heiti). II Önnur og knappari skilgreining er svona:„Skálduð frásögn í lausu máli sem er alllöng og nokkuð flókin að gerð og fæst við mannlega reynslu með fjörugu ímyndunarafli, hefur atburðarás þar sem persónur koma við sögu í tilteknu umhverfi eða sögusviði“ (enskt uppflettirit um bókmenntir.). III Það er nánast alveg sama hvað við gerumlitlar kröfur, þessar skilgreiningar ná hvergi nærri utan um skáldsöguna eins og hún hefur látið undanfarna áratugi. Þetta hljómar ágætlega hjá Bretanum þar til hann fer að tala um atburðarás og persónur og tiltekið sögusvið. „... alllöng skálduð frásögn í lausu máli“ hljómar líka ágætlega hjá Sveini Skorra. En síðan talar hann líka um þráð atburðarásar, tiltekinn fjölda persóna, land- fræðilegt sögusvið, yfirleitt að minnsta kosti, ákveð- ið þjóðfélagslegt umhverfi og hann talar um at- burðarás sem oftast tengist lífi ákveðinna persóna. IV Hvernig ætti til dæmis að koma Bréfi tilLáru undir þennan hatt? Er atburðarás þar? Er aðalpersóna þar? Jú, kannski höfundarsjálfið, en heldur það ekki öllum textum saman? Og hvar stendur Fljótt fljótt sagði fuglinn gagnvart þessum skilgreiningum svo annað og erfiðara dæmi sé tek- ið? Hafið þið fundið söguþráð þar? Kannski hafið þið fundið persónu eða jafnvel persónur eða ein- hver brotasjálf en hafið þið orðið vör við „ákveðið þjóðfélagslegt umhverfi“ eins og Sveinn Skorri seg- ir, tiltekið sögusvið, eða sögutíma sem negla má niður? Og hvað verður um skáldskapinn ef hann byggist á reynslu eða ævi höfundarins eins og í uppvaxtarsögu Sigurðar A. Magnússonar? Þarf skáldsaga þá ekki að vera skálduð? En bíðið við, er ekki öll umorðun á mannlegri reynslu skáld- skapur? Og hvaða texti er þá ekki skáldsaga? Við bíðum enn frekari umræðna, eftirvæntingarfull. NEÐANMÁLS EN hver var þessi Elín Thorarensen? Ég hafði aldrei heyrt á hana minnst og fór því með bókina til hennar ömmu og spurði út í hana. Og aldr- ei gleymi ég viðbrögðum ömmu: „Þessi bók er merkileg,“ sagði hún, „svo merkileg, að merkir menn lögðu mikið á sig til þess að koma henni fyrir kattarnef.“ Þegar hún sá spurnarsvipinn á mér bætti hún við: „Hann Kristinn Andrésson sá eintak af þessari bók hérna í hillunum hjá okkur einu sinni þegar hann var hér í heimsókn og ætlaði æfur að verða af bræði. Þegar hann var farinn fann ég hana hvergi, hún hvarf með honum.“ Vafalaust hefur spurnarsvipurinn á mér eflst um allan helming við þessi orð; var hún amma mín að halda því fram að hann Kristinn í Máli og menningu (bróðir hans Einars sem var giftur Fríðu ömmusystur og hafði gefið mér stóru bókina, fyrsta bindið af 1001 nótt, þegar ég lá veik) hefði stolið bókinni? Þegar ég innti hana nánar eftir þessu sagðist hún ekki þjófkenna nokkurn mann, en bókina fann hún aldrei aftur og keypti sér því annað eintak næst þegar hún var svo heppin að rekast á það á fornbóksölu, sem var fátítt. Síðar komst ég að því að ætt- ingjar Elínar Thorarensen hefðu sjálfir staðið fyrir því að innkalla bókina úr bókabúðum og eyða henni, þ.e.a.s. markvisst hafði verið unnið að því að hylma yfir tilvist þessarar litlu rauðu bókar með bleiku síðunum. En hvers vegna? Hvað var svona hættulegt við bók- arkrílið Angantý? [ …] Angantýr hefur í huga mínum öðl- ast gildi sem táknmynd fyrir þá til- hneigingu, meðvitaða og ómeðvit- aða, að þagga niður í konum – að leyfa þeirra rödd ekki að heyrast. Enda er bókin skrifuð í þeim tilgangi að segja sögu þeirra Jóhanns og Elínar „eins og hún var“, því „hálf- sögð er sagan, ef einn segir“ – eins og Elín orðar það. Soffía Auður Birgisdóttir Kistan www.visir.is/kistan ÞÖGGUN KVENNA Morgunblaðið/Golli Hver man eftir honum?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.