Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Side 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 2003
Í
LÍFINU er stundum tími til að segja
og líka tími til að þegja. Nú er kuldinn
kominn og fallega vetrarbirtan. Svo nú
er tími til að segja. Sestu því niður,
kæri lesandi, og gefðu þér tíma til að
lesa …
Einu sinni var eyja norður í höfum.
Ótrúlegt og ungt land sem myndaðist á
síðustu fjórum mínútum ef litið er á sögu
Jarðarinnar sem 24 klukkutíma.
Land gert af vatni, vindi, lofti og óspjallaðri
náttúru. Einstakt land í heiminum.
Þetta skildu víkingarnir sem vildu búa þar
til að njóta landsins og frelsisins sem það bauð
upp á. Á þeim tíu öldum sem liðnar eru síðan
þetta land byggðist hefur ekkert náð að út-
rýma Íslendingum eða eiginleikum þeirra.
Hvort sem um var að ræða eldgos, jarð-
skálfta, hungursneyð, kulda, sjúkdóma, eða
trúarstríð lifðu Íslendingar í landi sínu sem …
Íslendingar!
En það hefur ekki tekið nema tíu ár af pen-
ingum, alþjóðavæðingu og ferðaþjónustu til að
eyðileggja sál landsins.
Skrýtin framtíð
Hvað er í gangi hér á landi? Ætlum við að
segja …: „Bless, Ísland! Þú varst land eitt. Þú
varst hreint, ósnert. Þú varst fallegt og
óspjallað eins og fyrsti dagur heimsins. Þú
varst landið mitt. En nú er allt búið. Bless, Ís-
land …“?
Hingað og ekki lengra! Já, tími er kominn
til að opna augun og tala hreint út.
Leggjum við meira á okkur til að vernda
bíla, jeppa, ferðamenn og peninga en landið,
líf okkar og framtíð barnanna okkar? Bless,
Ísland? Verðurðu „bara“ land, bragðlaust og
litlaust, eins og hvaða land sem er í Evrópu?
Jón Sigurðsson snýr sér í gröf sinni.
Í gegnum aldirnar skópu víkingarnir sér líf
á Íslandi, aðlöguðust landinu og urðu því Ís-
lendingar. En nú er dagskipunin sú að laga
landið að fólkinu og tíðarandanum, að breyta
reglum og gildismati og skora skynsemina á
hólm. Einungis til þess að gleðjast yfir eigin
ágæti og hreykja sér hátt. Til hvers? Til að
upphefja vald mannsins og brjóst kvennanna?
Vá! Framför?
Blöðin eru fyllt með hneykslisfréttum, slys-
um og ljósmyndum af skemmtistöðunum til að
fylla póstkassana – og tóman hugann? Er Ís-
land ekki lengur öðruvísi? Er sál þjóðarinnar
sofandi? Hingað og ekki lengra!
Framhaldslíf eyjar
Hættur slíks þjóðfélags voru mikið ræddar
í Evrópu í kringum 1980.
Franski lýðfræðingurinn Alfred Sauvy, ráð-
gjafi forseta og ráðherra, talaði mikið um
„laxisme“ þ.e. þá stefnu að allt megi og engar
reglur gildi. Ekki má lengur segja „nei“ eða
„má ekki“. Er þetta það sem koma skal á Ís-
landi? Í lagi með Sálinni hans Jóns mins segir:
„Ég er bara ég, þú ert bara þú …“ Já, svona
er lífið. En lífið í dag er því miður öðruvísi:
„Ég er svo mikið ég, þú ert bara þú …“ Er í
tísku að sjá ekki, virða ekki? Má ekki segja
„má ekki“? Ég er ég. Það eitt skiptir máli. Nú
eru komin til landsins þau systkin óþolinmæði,
fyrirlitning, ofbeldi og eigingirni, þau eru orð-
in íslenskir ríkisborgarar? Hungursneyð og
drepsóttir voru hvorki verri né hættulegri.
Eigingirni getur drepið eyju. Og fólk. Ætlum
við að verða hrædd? Segjum „Nei“ öll sam-
taka.
Umferðin er gott dæmi, talað hefur verið
um að vegirnir séu of þröngir, bílarnir hættu-
legir og einnig veðrið, árnar og hálkan. Þegar
maður vill ekki sjá réttu ástæðuna er einfalt
að finna afsökun. Er líka í tísku að keyra
hraðar og hraðar án þess að hugsa? Hver
þorir að segja sannleikann? „Bara ökumenn
eru hættulegir!“ Spurningin er: „Hraðann eða
lífið? Eigingirni eða samábyrgð?“ Vissulega
vitum við að 95% af slysum er hægt að forð-
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fólksbílahimnaríki í Þórsmörk? Viljum við það?
BLESS, ÍSLAND? HING-
AÐ OG EKKI LENGRA!
E F T I R H E N R I A . P R A D I N
Er komið að því að kveðja það Ísland sem við
höfum þekkt? Hreint og fallegt og óspjallað.
Í þessari grein eru landsmenn hvattir til að
leiða hugann að verndun íslenskrar náttúru.