Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Side 16
Í kvöld, sunnudag, verð- ur frumsýndur gaman- leikurinn Öfugu megin uppí eftir Derek Benfield í þýðingu Árna Ibsen á Stóra sviði Borgarleik- hússins. Eggert Þorleifs- son er í lykilhlutverki og HÁVAR SIGURJÓNS- SON ræddi við hann yfir kaffibolla í vikunni. ÖFUGU megin uppí segir frá Frið-þjófi, sem tekur að sér að gætasveitahótels systur sinnar á meðanhún bregður sér í frí. En það á ekki fyrir honum að liggja að eiga náðuga daga þar, því svo undarlega vill til að tvö pör hafa ákveðið, sitt í hvoru lagi, að gera sér glaðan dag og enn glaðari nótt á þessu sama hóteli. Þrátt fyrir vandlegan undirbúning og þá góðu trú að mak- inn sé heima að dunda sér í garðinum og gæta gullfiskanna, tekur framvindan óvænta stefnu. Friðþjófur berst hetjulega við að halda öllu í horfinu – með tvenn hjón í vitlausum rúmum! Það er Eggert Þorleifsson sem leikur hinn seinheppna Friðþjóf og Eggert er algjörlega á því að Friðþjófur sé náungi sem megi ekkert aumt sjá. „Hann vill að öllum líði vel. En hann er í þeirri stöðu að vita allt og þarf því að leika tveimur eða jafnvel þremur skjöldum gagnvart hjónakornunum og láta eins og hann viti ekkert, eða lítið, eftir atvikum svo ekki komist upp um neinn. Þetta er ein aðferð við að hafa alla góða!“ Eggert segist lítið hafa pælt í boðskap verks- ins. „Farsar eru nú yfirleitt ekki mjög boð- skapsvænir. Farsi er fremur lýsing á ástandi. Í raunveruleikanum væri ástand farsans hrein martröð, skelfileg reynsla fyrir viðkomandi og í farsanum er það hlutverk leikarans að koma þessari martröð til skila á þann hátt að áhorf- endum finnist hún fyndin. Þetta eru auðvitað fá- ránlegar forsendur fyrir gríni en svona er það samt. Í farsnaum taka persónurnar til fótanna og reyna flýja aðstæður. Farsinn er í rauninni bara hin hliðin á harmleik því ef menn tækju ekki til fótanna myndu þeir líklega flytja langa einræðu í lokin og fremja svo sjálfsmorð. “ Eggert hefur um árabil verið einn þekktasti og vinsælasti gamanleikari landsins. Hann er af þeirri tegund leikara sem vill lítið ræða um inn- viði starfsins og gerir góðlátlegt grín að því þeg- ar menn setja sig í gáfulegar stellingar yfir gamanleikjum og försum. „Leikhúsið í dag er hreinlega ekki mjög spennandi hugmynda- fræðilega og hlutskipti okkar leikaranna er fyrst og fremst fólgið í því að hafa ofan af fyrir fólki. Veita því afþreyingu eina kvöldstund. Farsar og gamanleikir eru kannski heiðarleg- asta formið á leikhúsinu í dag því þeir reyna ekki vera neitt annað en þeir eru. Mér finnst mjög gaman að leika farsa þegar fólkið hlær. Það er hins vegar hræðilegt að leika farsa sem virkar ekki. Það er eins og að bryðja grjót. En ef farsinn virkar og áhorfendur eru á þínu bandi þá er ekki til neitt skemmtilegra. Það er nærri því vímukennt ástand að leika sig í gegnum fars- ann þegar áhorfendur eru með manni. Svo renn- ur af manni í sýningarlok og leikarinn gengur hnípinn út í náttmyrkrið og veruleikann. Það held ég nú.“ Höfundurinn Derek Benfield fæddist 1926 á Bretlandi. Hann er menntaður leikari frá RADA í London og hefur starfað sem leikari og leikritaskáld í heimalandinu. Mörg verka hans hafa farið sigurför um leikhúsheiminn. Benfield er einn afkastamesti gamanleikjahöfundur Bretlands. Aðrir leikendur í Öfugu megin uppí eru Jó- hanna Vigdís Arnardóttir, Björn Ingi Hilmars- son, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ellert A. Ingimundarson. Leikstjóri er María Sigurðar- dóttir. Leikmynd og búningar: Steinþór Sig- urðsson. Lýsing: Lárus Björnsson. LEIKIÐ ÞREMUR SKJÖLDUM Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Björn Ingi Hilmarsson. Eggert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ellert Ingimundarson. Morgunblaðið/Golli havar@mbl.is ANNA Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari kemur fram á einleikstónleikum í Tíbrárröð Salarins kl. 20 á sunnudag. Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Hjálmar H. Ragnarsson, Janácek og Chopin. Þetta eru fyrstu einleikstónleikar Önnu á höfuðborgarsvæðinu í hálfan annan ára- tug. „Ég dró mig í hlé fyrir rúmum tíu árum og hélt eiginlega að þetta væri búið. Fyrir tveimur árum var ég síðan beðin um að spila á ný og eft- ir svolítið hik sló ég til og hef ekki hætt aftur. Ég hef bæði komið fram í kammertónlist og sem meðleikari með ljóðasöng en þetta eru fyrstu einleikstónleikarnir eftir endurkomuna,“ segir Anna sem flutti raunar efnisskrána á Ísa- firði um síðustu helgi. „Það gekk vonum fram- ar.“ Anna segir ómetanlegt að geta flutt efnisskrá oftar en einu sinni enda liggi mikil vinna jafnan að baki. Þannig vonast hún til að halda tónleika á Ítalíu og jafnvel í Þýskalandi á næstunni. En hvað er á efnisskránni? „Ég byrja á Mozart. Sónötu í B-dúr, KV 333. Mozart er alltaf það erfiðasta af öllu. Hann samdi þrjár sónötur í B-dúr og þessi er sú viða- mesta og glæsilegasta en jafnframt tæknilega erfiðust. Síðan leik ég fimm prelúdíur sem bróðir minn, Hjálmar H. Ragnarsson, skrifaði fyrir mig á árunum 1983–85. Prelúdíurnar eru mikl- ar andstæður en mynda afskaplega fallega heild. Hjálmar nýtir möguleika slaghörpunnar til hins ýtrasta. Ég lék þetta verk á sínum tíma inn á hljómplötu sem Íslensk tónverkamiðstöð gaf út. Því næst er röðin komin að Leos Janácek. Eft- ir hann flyt ég lagaflokkinn Á grónum stíg. Þetta er lagaflokkur með tíu lögum, þar sem tónskáld- ið rifjar upp minningar tengdar sér og dóttur sinni sem lést um tvítugt. Mjög fallegt verk. Að lokum er á efnisskránni Fantasía Chopins í f-moll sem er síðasta stóra verk höfundarins. Fallegt verk og dramatískt.“ Breyting til batnaðar Anna segir margt hafa breyst í íslensku tón- listarlífi á síðustu fimmtán árum. Allt til batn- aðar. „Íslendingar eiga orðið mikinn fjölda tón- listarmanna í háum gæðaflokki. Hér eru haldnir tónleikar á svo til hverju einasta kvöldi á mjög háu plani. Það er mun meiri atvinnu- bragur á þessu en fyrir fimmtán árum. Aðstæð- ur eru líka miklu betri, nægir þar að nefna Sal- inn sem er mjög gott tónleikahús. Sinfóníu- hljómsveit Íslands hefur líka dafnað vel á þessum tíma og tónleikum hennar fjölgað. Þá er kominn hér listaháskóli sem ýtir undir frjó- semi. Þá sé ég á heimsókn minni á Ísafjörð að tónlistarlíf er ekki síður í blóma úti á landi.“ Anna hefur um langt árabil búið í München. Er hún nokkuð á heimleið? „Já og nei. Ég ætla að búa áfram ytra. Hins vegar hef ég í hyggju að vera meira á Íslandi á komandi misserum, hreiðra hér um mig hluta úr ári.“ Og leika með íslensku tónlistarfólki? „Vonandi. Það væri gaman.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari. ENDUR- HEIMTUR EINLEIK- ARI 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 2003

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.