Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 2003
L
JÓSMYNDIRNAR á sýningunni
eru í eigu Ljósmyndasafns
Moskvuborgar. Sýningin er fram-
lag Rússa í samstarfsverkefni með
Listasafni Reykjavíkur, en í vetur
sem leið var umfangsmikil sýning á
íslenskri ljósmyndun í Moskvu.
Allt frá upphafsárum ljósmynd-
unar, fyrir miðja nítjándu öld, hefur miðillinn
verið mikilvægur þáttur í rússneskri listsköp-
un. Myndirnar á sýningunni birta því í senn
sögu þjóðarinnar á þessum tíma og listrænar
áherslubreytingar í ljósmyndun. Fyrstu ljós-
myndararnir í Rússlandi reyndu að gera þetta
listform skiljanlegt og ná á því traustum tök-
um. Allt frá fyrstu tíð kusu ljósmyndarar frek-
ar að mynda viðfangsefni sín utandyra en inni
á ljósmyndastofum. Þegar í upphafi þróaðist
ljósmyndun í Rússlandi eftir tveimur leiðum;
annars vegar frétta- eða frásagnaljósmyndun,
hins vegar með listrænum áherslum.
Löngunin til að ljósmyndun fengi viður-
kenningu sem listgrein sem stæði jafnhliða
málverki og teikningu hafði mikil áhrif á þró-
un ljósmyndalistarinnar á fyrstu áratugunum.
Helstu viðfangsefnin voru þá þekktar konur
og landslag. Á sama tíma lagði fjöldi hæfi-
leikaríkra ljósmyndara kapp á að fanga allar
hliðar rússnesks mannlífs á filmur sínar,
næstum eins og þeir hafi haft veður af þeim
sviptingum sem voru framundan í þjóðfélag-
inu og myndu útrýma ríkjandi þjóðlífsmynstri.
Í grein í sýningarskrá eftir Olgu Sviblovu,
forstöðukonu Ljósmyndasafns Moskvuborgar,
sem á öll verkin á sýningunni, kemur fram að
byltingin árið 1917 hafi ekki einungis breytt
gangi sögunnar í Rússlandi; hún breytti einnig
þróun ljósmyndalistarinnar. Fram að því hafði
rússnesk ljósmyndun fylgt alþjóðlegum
straumum og stefnum og tilheyrt hinni evr-
ópsku ljósmyndahefð. Ein fyrsta tilskipun
Leníns var um að ljósmyndun ætti að starfa í
þágu byltingarinnar. Hann hugleiddi jafnvel
að búa hvern einasta hermann Rauða hersins
með myndavél auk riffils. Lenín leit á ljós-
myndun sem öflugt vopn í hugsjónabarátt-
unni. Í landi þar sem ólæsi nálgaðist 70% náði
áróðursljósmynd betur til fólksins en róttæk
greinaskrif. Fréttaljósmyndun var aðeins á
mótunarstigi í Rússlandi fyrir 1917, en hin
nýju stjórnvöld studdu greinina af krafti.
Í fyrstu efldu sovésk yfirvöld einfaldlega
ljósmyndun í heild án þess að blanda sér í um-
ræður og deilur ljósmyndara þess tíma um
stíla og stefnur. En rómantískar hugmyndir
byltingarinnar ýttu undir framúrstefnu í
Rússlandi; konstrúktívisma og ljósmyndun.
Hópur konstrúktívista-ljósmyndara skutu upp
kollinum, þar á meðal voru Alexander Rodtsj-
enko og El Lisitskíj. Þeir létu mikið til sín
taka, tóku að sér yfirumsjón tímarita um listir
og ljósmyndun, tóku þátt í öllum stærstu sýn-
ingunum auk þess að halda sínar eigin sýn-
ingar, og höfðu jafnframt mikil áhrif á yngri
kynslóð fréttaljósmyndara.
Á fjórða áratugnum var ekki lengur hægt
að líta fram hjá þeirri gjá sem hafði myndast á
milli útópískra hugmynda listamannanna og
hins félagslega raunveruleika. Hugmynda-
fræðimaskínan hafði þegar brotið einstakling-
inn undir sig og nú lagði hún undir sig lista-
heiminn og þar með ljósmyndun, og bannaði
allar stefnur nema sósíal-realisma.
Síðasta stóra sýningin á rússneskri ljós-
myndalist var haldin árið 1935 og hét „Meist-
arar sovéskrar ljósmyndunar“. Þetta var í síð-
asta sinn sem meistarar mismunandi stefna
sýndu saman, en þarna sýndu konstrúktívist-
ar, piktoríalistar og fréttaljósmyndarar verk
sín hlið við hlið.
Á tímum Khrústsjov-„þíðunnar“ á sjöunda
áratugnum losaði nokkuð um tak sovétkerf-
isins á þjóðlífinu og þar með á listaheiminum.
Ný nöfn og ný viðfangsefni skutu upp koll-
inum í sovéskri ljósmyndun.
Róttækar breytingar áttu sér stað í landinu
í lok níunda áratugarins og í byrjun þess tí-
unda, þegar Sovétríkin liðuðust í sundur og
nýtt stjórnafar, hagkerfi og þjóðfélag tók að
myndast. Ljósmyndarar fengu tækifæri til að
kynnast erlendri ljósmyndun og að sýna er-
lendis.
Upp úr miðjum tíunda áratugnum var rúss-
nesk ljósmyndun aftur orðin hluti af hinu al-
þjóðlega landslagi eftir áralanga einangrun,
og á vinna og kynningarstarf Ljósmyndasafns
Moskvu þar stóran hlut að máli, en það er
fyrsta ljósmyndasafnið í Rússlandi.
Góð verk, sem sýna ljóslega öll þessi ólíku
efnistök og áherslur í rússneskri ljósmyndun í
gegnum tíðina, gefur að líta á sýningunni á
Kjarvalsstöðum.
Kornaxinu raðað einhvern tíma á þriðja áratug liðinnar aldar. Ljósmynd eftir Leonid Shokin.
Áveita. Akrar á floti. Ljósmynd eftir Max
Penson frá 1937.
Einvígi. Úr seríunni Moskvuháskóli 1964, eftir
Vsevelov Tarassevítsj.
LJÓSMYNDIR Í ÞJÓN-
USTU BYLTINGARINNAR
Rússnesk ljósmyndun hefur í tímans rás gengið
gegnum miklar breytingar, rétt eins og rússneskt sam-
félag. Í dag verður opnuð á Kjarvalsstöðum umfangs-
mikil yfirlitssýning á rússneskri ljósmyndun, með á
þriðja hundrað ljósmynda frá árinu 1840 til dagsins
í dag. Í myndunum má lesa sögu þjóðar og átök
milli ólíkra hugmynda um lífið og listina.