Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 2003 9
tingis eiginkonu sinnar, Lisu Kæregaard, og
unnu þau metnaðarfullt og gjöfult starf í þágu
listdansins fram til ársins 1960 er þau hurfu aft-
ur til starfa í Kaupmannahöfn. Dæmi um nem-
endur frá þessum fyrstu árum eru Helgi Tóm-
asson, listrænn stjórnandi San Francisco--
ballettsins, Hlíf Svavarsdóttir, dansskáld og
skólastjóri listdansskólans í Arnheim, Ingibjörg
Björnsdóttir, dansskáld og fyrrverandi skóla-
stjóri Listdansskóla Þjóðleikhússins, og Nanna
Ólafsdóttir, dansskáld og fyrrverandi listdans-
stjóri Íslenska dansflokksins.
Næstu tvo áratugina voru ör skipti í röðum
ballettmeistara Þjóðleikhússins en stjórnun
Listdansskólans og kennslan var ætíð á þeirra
hendi. Allir komu þeir að utan, meðal annarrs
frá The Royal Academy í London. Allan Carter
er kannski þeirra frægastur en hann var einnig
fyrsti stjórnandi Íslenska dansflokksins. Fyrir
áhrif þessara kennara sóttu margir nemend-
anna á þessum tíma aukna menntun og þjálfun
til Bretlands að námi loknu. Má þar nefna Þór-
hildi Þorleifsdóttur, Nönnu Ólafsdóttur, Hlíf
Svavarsdóttur, Unni Guðjónsdóttur og Báru
Magnúsdóttur. Eftir stofnun Íslenska dans-
flokksins árið 1973 tók ballettmeistari Þjóðleik-
húsins, þá kallaður listdansstjóri, að auki við
stjórn flokksins. Þetta þýddi að tengslin á milli
þessara eininga voru náin og birtist það bæði í
því að meðlimir dansflokksins kenndu við skól-
ann og nemendur skólans tóku þátt í sýningum
flokksins. Reyndar höfðu nemendur skólans frá
upphafi haft hlutverki að gegna í mörgum sýn-
ingum Þjóðleikhússins.
Það urðu þáttaskil í sögu skólans þegar skóla-
stjóraembættið, sem fólst í faglegri stjórnun
skólans, óháð stjórnun flokksins, var stofnað.
Þar með var stigið fyrsta skrefið í sjálfstæði
hans sem stofnunar og aukinni áherslu á mennt-
unarhlutverk hans. Skólastjórastarfið kom í
hlut Ingibjargar Björnsdóttur sem verið hafði
aðalkennari skólans í nokkur ár. Hún hélt þó
áfram að sjá um mestan hluta kennslunnar. Árið
1990 flutti Listdansskólinn síðan úr Þjóðleik-
húsinu í nýtt húsnæði við Engjateig 1 ásamt Ís-
lenska dansflokknum. Breyttist þá nafn skólans
í Listdansskóli Íslands. Með þessum áfanga
batnaði til muna öll aðstaða til kennslu og fag-
legrar þróunarvinnu auk þess sem fastráðnum
kennurum fjölgaði. Árið 1992 voru fastráðnir
kennarar skólans María Gísladóttir, Margrét
Gísladóttir og Nanna Ólafsdóttir og sáu þær um
megnið af kennslunni auk Ingibjargar skóla-
stjóra. Skólinn og dansflokkurinn störfuðu
áfram sem ein rekstrareining með aðskilda
fagstjórnun allt til ársins 1996 þegar hvorir
tveggja voru gerðir að sjálfstæðum stofnunum í
eigu ríkisins. Ári seinna lét Ingibjörg af störfum
sem skólastjóri en Örn Guðmundsson, núver-
andi skólastjóri, tók við.
Aðsókn að Listdansskólanum var frá upphafi
góð og komust venjulega færri að en vildu.
Áhugasömustu nemendur einkaskólanna sóttu í
að komast inn enda möguleiki á að bjóða upp á
lengra nám og gera ríkari kröfur til hvers og
eins. Metnaður og gæði kennslunnar voru einn-
ig ávallt á háu stigi og bera því gleggst vitni þeir
einstaklingar sem náð hafa langt í dansi erlend-
is, til dæmis Sveinbjörg Alexanders, Einar
Sveinn Þórðarson, María Gísladóttir, Katrín
Hall, Auður Bjarnadóttir, Þóra Guðjohnsen,
Kári Björnsson, Gunnlaugur Egilsson, Erna
Ómarsdóttir og Bryndís Brynjólfsdóttir, og svo
þeir sem haldið hafa uppi vönduðum og
skemmtilegum dansflokki hér á landi síðustu 30
árin. Skipulag skólans hefur í sjálfu sér ekki
breyst svo mikið fyrr en allra síðustu ár. Líkt og
N
Ú í vor er Listdansskóli
Íslands að ljúka sínu 50.
starfsári. Af því tilefni
verður vegleg afmælis-
sýning í Þjóðleikhúsinu
miðvikudagskvöldið 21.
maí. Á efnisskránni er
nýtt dansverk fyrir
yngstu nemendurna við balletttónlist Karls O.
Runólfssonar Ég bið að heilsa en Erik Bidsted
gerði dans við þessa tónlist fyrir fyrstu sýningu
skólans vorið 1953. Sýnt verður brot úr ballett-
inum Don Quixote, frumsýnt nútímadansverk
eftir Hlíf Svavarsdóttur og sýnd styttri djass-
og nútímadansverk eftir kennara skólans. Hægt
er að segja að Listdansskólinn hafi þjónað lyk-
ilhlutverki í þróun og eflingu listdansins þau 50
ár sem hann hefur verið starfandi án þess að
hallað sé á gríðarlega mikilvægt starf einkaskól-
anna í þágu listarinnar. Markmið hans hefur frá
upphafi verið að þjálfa og mennta dansara og
undirbúa þá til þátttöku í atvinnumennsku í
dansi, og nú, á seinni árum, til framhaldsnáms í
dansi. Ótrúlegur fjöldi nemenda hefur lagt leið
sína í skólann og þó að færri hafi gert dansinn að
ævistarfi hefur ballettnámið verið þeim dýr-
mætt veganesti út í lífið.
Listdansinn er ung listgrein hér á landi miðað
við aðrar listir og ekki síst miðað við aldur hans
og ævi víða erlendis. Listdansinn hefur þó að
einhverju leyti verið sýnilegur hér frá byrjun 20.
aldar, bæði í Leikfélagi Reykjavíkur fyrir at-
beina kvenna á borð við Guðrúnu Indriðadóttur
og Stefaníu Guðmundsdóttur og í formi sjálf-
stæðra sýninga og danskennslu á vegum
kvenna eins og Ástu Norðmann, Ruth, Ásu og
Rigmor Hansen og Ellen Kid sem lært höfðu
listdans erlendis. Það var þó varla fyrr en árið
1948 að listgreinin fékk formlega viðurkenningu
sem sjálfstætt listform hér á landi en það ár
fékk nýstofnað Félag íslenskra listdansara inn-
göngu í Bandalag íslenskra listamanna.
Stofnendur FÍLD, þær Ásta Norðmann, Rig-
mor Hanson, Ellý Þorláksson, Sigríður Ármann
og Sif Þórz, gerðu sér strax ljósa grein fyrir því
að góð menntun dansara væri grundvöllur efl-
ingar listdanslífs á Íslandi. Þær unnu því að því
hörðum höndum að innan þjóðarleikhúss sem
opna átti um miðja öldina fengi dansinn inni
bæði með dansflokk og skóla. Við öll stærri
þjóðarleikhús í löndunum í kring var starfandi
klassískur dansflokkur samanber Konunglega
ballettinn í Kaupmannahöfn og Ballettinn við
Stokkhólmsóperuna. Listdansskólar voru einn-
ig starfandi innan þessara leikhúsa. Hugmyndin
var því ekki ný heldur nátengd hefð sem skap-
ast hafði í nágrannalöndunum og mátti rekja
allt aftur til stjórnartíðar Lúðvíks XIV í Frakk-
landi á 17. öld en hann stofnaði Parísaróperuna
árið 1672 og var dansflokkur starfandi við hana
frá upphafi. Auk þess setti hann á laggirnar list-
dansskóla við Óperuna árið 1713 og tryggði
þannig veg og vanda listdansins.
Draumurinn um listdansmenntun innan
Þjóðleikhússins rættist árið 1952 en þá var List-
dansskóli Þjóðleikhússins, síðar Listdansskóli
Íslands, stofnaður. Árið 1949 hafði Listdans-
skóli FÍLD aðstöðu til kennslu innan hálfkaraðs
leikhússins og keyptu FÍLD-konurnar sjálfar
timburgólf á eina vistarveruna til að geta kennt.
Við stofnun Listdansskólans var danski ballett-
meistarinn Erik Bidsted ráðinn sem ballett-
meistari við Þjóðleikhúsið, en starf hans fólst í
að semja og sjá um dansa og hreyfingar í hinum
ýmsu leiksýningum, óperum og söngleikjum
innan leikhússins auk þess að stjórna og kenna
við listdansskólann. Í kennslunni naut hann full-
í grunnskóladeild skólans í dag voru nemendur
tekir inn í skólann 9–10 ára og luku prófum 15–
16 ára. Þá lá leiðin í atvinnumennsku og þjálfun
erlendis eða í Íslenska dansflokkinn. Þótt próf-
unum lyki við 16 ára aldur var boðið upp á
áframhaldandi þjálfun innan skólans og nýttu
margir sér það. Nemendum var skipt í flokka
eftir aldri og á tímabili var flokkunum einnig
skipt eftir getu. Aðaláherslan í kennslunni allt
frá upphafi var á klassíka listdansinn (ballett) –
táskór og tútúpils var það sem draumurinn
snerist um. Þó má ekki gleyma karlkyns nem-
endum skólans en þeir hafa alltaf verið brot af
heildarfjöldanum. Nemendur fengu einnig
nasasjón af öðrum greinum danslistarinnar,
djassdansi og síðar nútímadansi. Nútímadans-
inn, sem orðinn var vinsælt og virt þjálfunar-
form bæði í Bandaríkjunum og mörgum löndum
Evrópu strax eftir heimsstyrjöldina síðari, náði
ekki fótfestu hér á landi fyrir en á tíunda ára-
tugnum. Það sama má segja um djassdans, sem
orðinn var vinsæll hér á landi á áttunda ára-
tugnum. Hann fór þó ekki að leika neitt hlutverk
í kennslu Listdansskólans fyrr en nýlega.
Miklar breytingar hafa orðið á þróun vest-
ræns listdans síðustu áratugina. Nútímadans-
inn sem þróaðist á millistríðsárunum í Banda-
ríkjunum og Þýskalandi náði eins og áður segir
vinsældum og virðingu á áratugunum eftir stríð
og æ fleiri dansarar höfuð hlotið þjálfun og
menntun innan beggja greinanna. Á sjöunda
áratugnum fara að koma fram dansflokkar sem
byggja efnisskrá sína bæði á klassískum verk-
umog nútímadansverkum og byrja dansskáld
smám saman að blanda þessum dansformum
saman í einu og sama verkinu. Hámark blönd-
unarinnar má kannski segja að hafi verið þegar
sum nútímadansskáld hófu að nota táskó í verk-
um sínum. Nýjar hugmyndir dansskáldanna um
leiðir í sköpun leiddu af sér breyttar kröfur um
þjálfun og menntun dansara. Hefðbundin klass-
ísk menntun naut og nýtur áfram virðingar sem
undirstaða allrar dansþjálfunar og klassískar
uppfærslur laða áfram til sín fjölda áhorfenda.
Þekking og færni í nútímadanstækni er jafn-
framt orðin hverjum dansara mikilvæg og í
sumum tilfellum nauðsynleg í starfinu.
Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla, sem gef-
in var út af menntamálaráðuneytinu árið 1999,
var gert ráð fyrir þriggja ára listnámsbrautum á
framhaldsskólastigi og var listdansbraut þar á
meðal. Vísað er í námskrá Listdansskóla Ís-
lands hvað nám í listdansi varðar og er einungis
nám við hann viðurkennt til eininga. Árið 2000
var formlega stofnuð framhaldssdeild við List-
dansskólann en um nokkurra ára skeið hafði
verið í gildi samningur við Fjölbrautaskólann
við Ármúla og Menntaskólann í Hamrahlíð um
að nemendur Listdansskólans fengju dansnám-
ið metið til náms til stúdentsprófs í þessum skól-
um. Fyrstu nemendur framhaldsdeildarinnar
hófu nám haustið 2000 og munu nokkrir þeirra
útskrifast nú í vor.
Framhaldsnámið við Listdansskólann er
skipulagt sem þriggja ára nám, alls 45 einingar.
Deildin skiptist í tvær brautir, klassíska braut
og nútímadansbraut. Nemendur á báðum
brautum læra bæði klassískan listdans og nú-
tímadans, mismunandi mikið eftir á hvorri
brautinni þeir eru. Allir nemendur skólans
leggja síðan stund á djassdans, danssköpun og
listdanssögu. Markmið námsins er sem fyrr að
mennta dansara og búa þá undir atvinnu-
mennsku í dansi eða frekara nám í viðurkennd-
um háskólum. Hversu vel þessum markmiðum
verður náð leiðir tíminn einn í ljós. Mikilvæg
viðurkenning á gæðum framhaldsnámsins hefur
þó fengist því Listdansskólinn hefur fengið inn-
göngu í ELIA, European League of Institutes
of the Arts, og námið við hann verið viðurkennt
af samtökunum sem fullnægjandi undirbúning-
ur fyrir listdansnám á háskólastigi.
LISTDANSSKÓLI
ÍSLANDS 50 ÁRA
Frá vorsýningunni 2002. Fremst á myndinni eru frá vinstri Ásgeir Magnússon, Emilía Gísla-
dóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Rúdólf Árnason.
Frá fyrstu vorsýningu Listdansskólans árið 1953. Verkið sem sýnt var hét Ég bið að heilsa.
Höfundur er dansfræðingur og kennir listdanssögu
við Listdansskóla Íslands.
Listdansskóli Íslands var stofnaður árið 1952 og er
því að ljúka fimmtugasta starfsári sínu nú. Hér er
rifjuð upp saga skólans og sagt frá starfsemi hans nú.
E F T I R S E S S E L J U G U Ð M U N D U
M A G N Ú S D Ó T T U R