Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 2003 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 3 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI F JÁRHAGSVANDI Borgarleik- hússins hefur vakið eftirtekt leikhúsáhugamanna og annarra að undanförnu. Ekki þar fyrir, að Þjóðleikhúsið og önnur leik- hús landsmanna hafi fullar hendur fjár, það er nú eitthvað annað. Menningarfyrirtæki landsins lifa nær öll frá hendinni til munns- ins, eins og lögreglan, og þekkja ekki annað. Hvers vegna? Hvað er til ráða? Það eru tvær leiðir til að reka leikhús. Önnur leiðin er sú, sem við Íslendingar kus- um að fara að evrópskri fyrirmynd fyrir röskum fimmtíu árum: við vígðum Þjóðleik- húsið árið 1950, og almannavaldið tók jafn- framt að sér að styðja við bakið á öðrum leik- félögum. Fyrir utan Þjóðleikhúsið hefur löngum munað mikið um stuðning Reykja- víkurborgar við Leikfélag Reykjavíkur. Um þessa rekstraraðferð hefur ríkt almenn sátt í landinu. Enginn hefur stungið upp á því, að ríki og byggðir dragi sig út úr leikhúslífinu og leyfi markaðsöflunum að leika lausum hala á þeim vettvangi. Til þessa víðtæka samkomulags liggja góðar og gildar ástæður. Úti í Evrópu rekur almannavaldið leikhús eða styður þau og aðr- ar menningarstofnanir, t.a.m. útvarp og sjónvarp, með eldföstum rökum, sem eru sömu ættar og rökin fyrir stuðningi ríkis og byggða við menntir og vísindi. Rökin eru þessi: ef einkafyrirtæki væru ein um hituna í leikhúslífinu, þá væri minni árangurs og ánægju að vænta í leikhúsinu en ella vegna þess, að einkafyrirtæki hneigjast til að van- meta félagsgildið, sem svo er nefnt: þau taka það yfirleitt ekki með í reikninginn, að leik- hús bæta mannfélagið líkt og menntun, heil- brigði, listir og vísindi, þau létta okkur lífið, enda þótt einkarekstur sé jafnan vænleg- astur til árangurs á flestum öðrum sviðum. Þetta fyrirbæri kallast úthrif á hagfræð- ingamáli. Ef atferli eins hefur áhrif á velferð annars, til góðs eða ills eftir atvikum, þá get- ur almannavaldið haft gilda ástæðu til að skipta sér af málinu. Ríkið heldur uppi lög- gæzlu, af því að allir (afsakið: næstum allir, ég var næstum búinn að gleyma glæpamönn- unum) hafa hag af lögum og rétti. Löggæzlan er því höfð á vegum ríkis og byggða, og einkalögregla tíðkast hvergi í siðuðum sam- félögum, enda þótt einn og einn kunni að kaupa sér frekari öryggisvörzlu til vonar og vara. Einn hefur með líku lagi hag af því, að það brenni ekki ofan af öðrum, svo að slökkviliðið er þá kostað af almannafé og þannig áfram. Borgarstjórn New York er nýbúin að banna reykingar á öllum sam- komustöðum borgarinnar og þá einnig á öll- um veitingahúsum, af því að reykurinn berst á milli borða: þetta er enn annað dæmi um úthrif, sem kalla á afskipti ríkisins. Hver er þá hin leiðin? Hún er sú, að mark- aðurinn sjái um leikhúslífið án nokkurra af- skipta almannavaldsins. Leikhús, sem bera sig – leikhús, sem skila eigendum sínum við- unandi arði í beinhörðum peningum – þau lifa; hin drepast eða sjá aldrei dagsins ljós. Þetta er sá háttur, sem Bandaríkjamenn hafa yfirleitt á leikhúslífi í landi sínu. Látum New York duga sem dæmi. Þar í borg eru nær öll leikhús í einkaeign og þurfa því að standa og falla með miðasölu auk smá- vægilegra tekna af veitingarekstri. Arthur Miller, helzta leikskáld Bandaríkjamanna á okkar dögum, hefur lýst ástandinu í prýði- legri ritgerð, sem hann skrifaði fyrir skömmu. Vandinn er sá, segir hann, að það kostar nú eina og hálfa til tvær milljónir doll- ara að setja upp leiksýningu í New York – sýningu, sem kostaði kannski fjörutíu þús- und dollara að setja á fjalirnar fyrir einum mannsaldri (hann ber saman kostnaðartölur á ósambærilegu verðlagi, en látum það vera). Lýsing hans þarf ekki að koma neinum á óvart. ,,Framleiðslutæknin í leikhúsinu stendur í stað, þótt henni fleygi fram í öðrum greinum. Það þarf a.m.k. 20 leikara til að flytja Hamlet eða Skugga-Svein á nútíma- sviði, ekki síður en á dögum Shakespeares og séra Matthíasar. Þess vegna verða leiksýn- ingar og aðrir listviðburðir, og einnig kennsla og heilbrigðisþjónusta, sífellt dýrari í samanburði við afurðir annarra atvinnu- vega, þar sem tækniframfarir hafa dregið mjög úr vinnuaflsþörf með tímanum. Með hækkandi framleiðslukostnaði í leikhúsinu miðað við ýmislegt annað dregur úr leikhús- sókn. Eigi að síður eykst aðsókn að leik- húsum í tímans rás, eftir því sem tekjur fólks aukast, menntun fleygir fram og tóm- stundum fjölgar, en það dugir samt hvergi til að snúa dæminu við. Þess vegna hneigist af- koma leikhúsa – og listamanna! – til að versna með árunum. Af þessu stafar þrálátur fjárhagsvandi leikhúsa og annarra listastofn- ana um heimsins breiðu byggð. Arthur Miller reynir ekki að leyna því, hvað honum finnst jafnan tilkomumest á Broadway nú orðið: það eru sýningarnar, sem leikhússtjórarnir flytja inn frá London, þar sem ríkið ýmist rekur eða styður leik- húsin. Þannig hafa brezkir skattgreiðendur sumpart staðið straum af leikhúslífi fólksins í New York mörg undangengin ár, auk lista- mannanna sjálfra, sem vinna flestir vinnu sína fyrir lúsarlaun. Miller segist efast um það, að nokkurt verka hans hefði verið sett á svið, hefði hagnaðarkrafa samtímans verið sett á oddinn, þegar hann var að hasla sér völl í leikhúsinu. Eigi að síður lifa margir söngleikir góðu lífi á lýðfrjálsum markaði. Þeir eru yfirleitt léttmeti eins og eðlilegt er, og allt gott um það að segja, og miðarnir selj- ast þá eins og heitar lummur: engin veruleg vandræði þar. Um óperur gildir enn annað: þær myndu trúlega líða undir lok á frjálsum markaði, en í Bandaríkjunum hefur það tek- izt að laða einstaklinga og einkafyrirtæki til stuðnings við óperuhúsin í stórum stíl: dýrð- arljóminn, sem stafar af óperusöng umfram söngleiki og leik á sviði, laðar menn að, fínt. Evrópumenn hafa ekki viljað taka Banda- ríkin sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Í Evrópu er það ennþá nær algild regla, að ríkið rekur þjóðleikhús og óperuhús og styð- ur við bakið á ýmsum leikhúsum öðrum. Þetta er hluti af gamalgróinni eftirsókn Evr- ópuþjóðanna eftir góðu lífi: það er auðveld- ara að lifa lífinu innan um leik og söng en upp á önnur býti. Því hvað er leikhús? Það er ekki auðvelt að lýsa því, segir Miller, og enn síður viðeigandi að orðlengja um það, en hann reynir það samt: leikhús, segir hann, er hóp- ur fólks, sem á þá ósk helzta og heitasta að búa til eitthvað fallegt. Er stuðningur almannavaldsins við leiklist vond hagfræði? – úr því að hagfræðingar eru yfirleitt mótfallnir framleiðslustyrkjum og meðfylgjandi mismunun. Svo er ekki. Máli mínu til stuðnings langar mig að vitna í Adam Smith, föður hagfræðinnar. Hann var, eins og ég, hlynntur ríkisstyrkjum handa listamönnum og andvígur framleiðslu- styrkjum handa t.a.m. bændum og útvegs- mönnum. Hann leit svo á, að hér væri ólíku saman að jafna. Smith orðar þetta svo í Auð- legð þjóðanna (1776): Mótbárur gegn framleiðslustyrkjum eiga ekki við um styrki af almannafé til lista- manna og handverksmanna, sem skara fram úr í iðju sinni. Slíkir styrkir örva afburða- handverk og hugvit og stuðla með því móti að heilbrigðri samkeppni í þessum starfs- stéttum, og þeir eru ekki svo miklir, að þeir … raski atvinnuskiptingunni. … Kostn- aður vegna slíkra styrkja er þar að auki smá- vægilegur, en kostnaður vegna framleiðslu- styrkja er mjög mikill. Smith gerði sér sem vonlegt er ekki grein fyrir því misgengi lista og annarra atvinnu- vega, sem lýst var að ofan: hann sá það ekki fyrir, að kostnaður í leikhúsi og listum yf- irleitt myndi hækka svo miklu örar en í öðr- um greinum, þar sem vélar leysa vinnandi hendur af hólmi í ríkari mæli en hægt er á leiksviði. Hver er þá lausnin? Blandaður búskapur, segir Miller. Þessi skoðun hans er í góðu samræmi við hugsunarhátt flestra hagfræð- inga. Því hvað er markaðsbúskapur? Mark- aðsbúskapur er hagskipulag, þar sem al- mannavaldið, heimili og einkafyrirtæki skipta svo með sér verkum, að hagur, frelsi og velferð almennings megi blómgast sem allra mest. Þetta er kallað blandað hagkerfi – af þeirri einföldu ástæðu, að stundum bregzt markaðurinn og stundum ríkið. Við hjálp- umst að. SAMKOMULAG UM LEIKHÚS RABB Þ O R V A L D U R G Y L F A S O N Rúrí er fulltrúi Ís- lands á mynd- listartvíær- ingnum í Feneyjum. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræðir við Rúrí um framlag hennar til tvíæringsins og hugmynd- irnar sem þar liggja að baki. Hús Jóns Sigurðssonar saga þess og íbúar er viðfangsefni Björns Th. Björnssonar í grein er hann nefnir Þrjár fínar pip- armeyjar og aft- urgenginn greifi. Í tíð Jóns Sigurðssonar bjó þar franski málarinn Paul Gauguin og heim- spekingurinn Sören Kierkegaard átti þar heitkonu um hríð. Sigur Rós er virt hljómsveit og af ýmsum talin ein allra besta hljómsveit í heiminum í dag. Sig- urganga Sigur Rósar hefur nú staðið í tæp- an áratug. Bergþóra Jónsdóttir spjallaði við hljómsveitarmenn yfir kaffibolla á dög- unum. Kjartan Ólafsson tónskáld hefur á umliðnum árum ver- ið áberandi í ýmsum störfum sem snúa að hagsmunum tónlist- ar á Íslandi. Rætt er við hann um hags- munagæslu, fram- leiðsluhring tónlist- ar, útflutning og kynningu á tónlist, tónlistarhús og sitt- hvað fleira. FORSÍÐUMYNDIN sýnir einn þeirra fossa sem hægt er að skoða og hlusta á í verkinu „Archive – endangered waters“ sem Rúrí sýnir sem fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringn- um. Verkið er einskonar gagnasafn um fossa í útrýmingarhættu. WILLIAM SHAKESPEARE Ó RÓMEÓ, Ó RÓMEÓ! Þú sérð ei fyrir svartri grímu nætur að meyjarroði nú málar vanga minn vegna þess sem ég sagði og þú heyrðir. Fegin fylgdi ég reglum, fegin tæki ég aftur öll mín orð, en hvað um það. Elskarðu mig? Ég veit þú segir „já“ og ég mun trúa þér, en þótt þú sverjir þú gætir svikið. Þeir segja að ástareiður veki hlátur á himnum. Ó Rómeó segðu mér í einlægni ef þú elskar en ef þér finnst ég vera of auðveld bráð þá skal ég gerast þér erfið og þurr á manninn ef þú vilt fá að biðla, en annars ekki. Í raun þá er ég of ör, min kæri Montag, og þú gætir af því talið mig lausadrós, en treystu mér, ungi herra, ég reynist trúrri en þær sem kunna fálætinu að flagga. Sjálfsagt hefði ég betur sýnt þér kulda en þar sem þú heyrðir, án þess að ég vissi, mig játa mína ást, ég bið þig bara að túlka ei skjóta uppgjöf sem skyndiskot sem ljómar örskotsstund á næturhimni. Úr 1. atriði 2. þáttar leikritsins Rómeós og Júlíu eftir William Shakespeare í þýðingu Hallgríms Helgasonar sem hefur verið á fjölum Borgarleikhússins í all- an vetur í uppsetningu leikhópsins Vesturports.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.