Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 2003 R IGNINGARSUDDI og Banka- strætið sundurtætt. Í útlendum borgum göngum við sums staðar á fornminjunum, á Íslandi er stöðugt verið að skapa, og end- urskapa. Hér má ekkert verða of lúið, of markað af mannlífi og menningu, ekkert vera endan- legt, ekkert verða klassískt. Iss, íslensk eldfjöll eru ekkert á við eldfjöllin í einstaklingunum. Allt- af að, lúsiðnir, og þegar ekkert sérstakt liggur fyrir, er málið bara að tæta upp gamalt drasl og byrja að skapa upp á nýtt. Sigur Rós – ekki heiglum hent að ná þeimsaman í viðtal, alltaf að – lúsiðnir, alltaf aðskapa. Jú, „vilt’ ekki bara hitta okkurniðrá Kaffitári klukkan fimm,“ segir Kjartan í símann, – ég mæli mér mót við hann og Georg. Jónsi er einhvers staðar í burtu og Orri kemur ekki, „við Goggi erum vanir að vera bara tveir í viðtölum, annars verður þetta allt of flók- ið,“ segir Kjartan. Ég læt mér það auðvitað lynda, þakklát fyrir að ná þeim þó stundarkorn þessa ör- fáu daga sem þeir eru hér heima. Ég sekk mér niður í bunkann á skrifborðinu, gömul viðtöl og greinar um Sigur Rós, ýmislegt sem getur verið þarft að rifja upp og skoða áður en það verður tímabært að leggja af stað í viðtalið. Kannski að maður taki saman svolítinn hliðarpistil um það. Þannig er Sigur Rós – einu sinni ung og efni-leg – núna ein besta hljómsveit í heim-inum. Hvernig fara þeir að þessu? Hvaðankemur orkan til að skapa? Hvaðan kemur innblásturinn? Og hvaða augum lítur þessi hljóm- sveit sjálfa sig í dag, eftir nær tíu ára samfellda sigurgöngu? Ég vind mér inn úr rigningunni í Bankastræt- inu, inni situr Orri með dóttur sína, greinilega óviðbúinn komu minni. Kjartan og Georg koma stundvíslega; Orri verður auðvitað með í viðtal- inu. „Við vorum bara táningar þegar við byrjuð- um,“ segir Goggi. „Við vorum – hvað – sautján, átján og nítján, eitthvað svoleiðis.“ „Við höfum fullorðnast með Sigur Rós,“ segir Kjartan, „þetta er búið að vera lífið manns meira og minna allan þennan tíma, og meira síðustu árin, eiginlega al- gjörlega frá 1999.“ „Við höfum lært mikið af þessu, kynnst fólki og farið út um allar trissur, sem hefur verið mjög hollt,“ segir Georg. Þegar ég spyr þá um innblásturinn fer hann að flissa og nefnir náttúruna og sauðkindina – jú, með ímynd- unaraflinu má svosem hugsa sér Starálf sem ein- hvers konar villuráfandi vegalamb, en svarið er nærtækara. „Það er svo margt, ætli það sé ekki bara það sem innspírerar flest fólk, svipaðir hlutir eins og umhverfið og uppruninn, og svo fáum við líka innblástur hver af öðrum,“ „það getur þess- vegna eitthvað sprottið af því að horfa á góða bíó- mynd,“ bætir Kjartan við. Það er tómt mál að tala um það hvort Sigur Rósar-menn eyði miklum tíma saman utan vinnunnar; þeir eru einfaldlega alltaf að vinna, það eru kannski þrír dagar á ári í frí, segja þeir og þá eru þeir ekki saman. En þeir gefa sér þó tíma til að hlusta á tónlist, eða hvað? Ég sá til Kjartans og Jónsa á tónleikum á Kirkju- listahátíð á dögunum. „Ætli við hlustum ekki bara á hvað sem er,“ segir Kjartan, og Georg segist gjarnan hlusta á gott popp. „Ég hlusta annars rosalega lítið á krefjandi músík,“ segir Kjartan, „... og hef ekki gert í nokkur ár. Bara meika það ekki. Og bara það að setjast niður til að hlusta á plötu, ég hef ekki gert það mjög lengi. Ég set kannski eitthvað mellow á fóninn þegar ég vaska upp.“ Orri hefur ekki verið hávær í þessu viðtali, eitthvað annað en kaffimaskínan sem malar stöð- sveit sem hefur selt plötur í hátt í milljón eintök- um og haldið tónleika úti um allar jarðir hljóti að vera orðin sterkefnuð á ævintýrinu. „Tja, það er nú það. Við viljum að túrarnir okkar séu mjög flottir. Við erum með visual dæmi og allar græjur sem við þurfum. Við erum ekki með neinar mála- miðlanir í svoleiðis hlutum. Þetta er rosalega dýrt. Auk þess erum við alltaf með strengjaleik- ara, og það er margt fleira í gangi. Við töpum á þessu ef eitthvað er, komumkannski út á sléttu þegar upp er staðið.Hlutirnir ganga mikið þannig fyrir sighjá okkur,“ segir Kjartan og Georg ítrekar að þeir séu þegar allt kemur til alls og búið að greiða allan kostnað, láglaunamenn. Orri nefn- ir líka stúdíóið þeirra í Mosfellsbænum, sem hann segir þá hafa lagt mikið í. Stúdíó Sigur Rósar er í gömlu sundlauginni í Álafosskvosinni, og þar er vinnustaður þeirra hér heima. „En það er líka frá- bært að hafa þannig aðstöðu til að vinna í.“ „Svo verður bara að koma í ljós hvernig við eig- um eftir að þróast í tónlistinni,“ segir Kjartan, „það er gaman núna, en gæti svosem alveg verið að maður nennti þessu ekki eftir fimm ár, og þá kannski vill maður leita eitthvert annað í mús- íkinni. Við leyfum þessu bara að þróast og erum ekki með neina sérstaka framtíðarsýn.“ „Við höf- um aldrei gert nein plön og aldrei ætlað okkur neitt sérstakt,“ segir Georg og segir að þannig muni þeir halda áfram. „Það er í rauninni ekkert flókið við þetta,“ segir Orri, „það er bara gaman fylgir annríkinu. „Það kemur fyrir að við erum að búa til lög, eða æfa okkur í sándtékkinu fyrir tón- leika.“ Kjartan segir að nýja platan endurspegli á margan hátt hvað þetta hafi verið annasamur tími fyrir Sigur Rós. „Platan er rosalega hevví á köfl- um,“ og þeir Georg spekúlera sposkir í því hvort næsta plata eigi ekki bara að vera glansandi popp. „Ég held að platan endurspegli hvernig okkur hefur liðið þennan tíma, mikil keyrsla, mikil vinna og víða farið. Við vorum nú síðast í Japan – höfum farið þangað þrisvar – þrisvar hringinn í kringum jörðina. Það væri gaman að komast einhvern tíma til Afríku, og svo á Suðurskautslandið og Ástralíu, þá er þetta komið hjá okkur.“ Þótt þeir Orri, Kjartan og Georg kunni þvíaugljóslega vel að ferðast um heiminn ogspila, er draumurinn um meira næði til aðsemja ofarlega á blaði. „Við þurfum meira rými, og það getur orðið frústrerandi,“ segir Kjartan. „Auðvitað vill maður bara vera skapandi og búa til músík. En það er líka margt annað sem fylgir þessu, eins og það að þurfa alltaf að vera á fundum, eða í símanum – og í viðtölum.“ Georg tekur undir þetta og segir að þeir muni vinna að því í framtíðinni að hafa meiri tíma fyrir sig og hljómsveitina, semja músík – semsagt – hafa það skemmtilegt. En Orri skýtur því að að það sé líka vissulega gaman að ferðast og spila. „En auðvitað fylgir þessu líka alls kyns bissness vitleysa, samn- ingagerð og svoleiðis,“ segir Kjartan. Maður gæti auðveldlega trúað því að hljóm- ugt. „Ég hlusta bara á hitt og þetta. Þessa dagana er ég að hlusta á íslenska tónlist, nýju Botnleðju- plötuna og Mínus,“ segir Orri og hallar sér fram meðan dóttirin prílar upp um hálsinn á honum. Það hefur ýmsum þótt erfitt að skilgreinatónlist Sigur Rósar. Síðrokk, lýrískt rokk,minimalískt rokk, fólk hefur verið duglegtvið að finna upp nýjar skilgreiningar, sennilega vegna þess hve tónninn í þessu eðal- bandi er nýr og öðruvísi. En hafa þessar skil- greiningar eitthvað að segja? „Mér hefur alltaf þótt þessar skilgreiningar asnalegar,“ segir Kjartan en viðurkennir þó að það geti verið gott að grípa til þeirra til að lýsa tónlist almennt. „Ég held að skilgreiningarnar séu fundnar upp af blaðamönnum fyrir blaðamenn,“ bætir Georg við. „Þetta er bara rokk. Annars er það erfiðast fyrir okkur að skilgreina eigin músík, manni getur liðið á ýmsan hátt í tónlistinni, til dæmis verið í algjör- um rokkfíling þótt viðkomandi lag sé kannski ekkert rokk,“ segir Kjartan. Georg segir að það sé ekki þeirra verk að greina eigin tónlist. „Ég held að það sé ekkert hollt fyrir okkur að analýs- era um of það sem við erum að gera. Það er ekki gott fyrir þá sem eru í skapandi starfi, þá er hætt- an á því að tilfinningin fari úr því.“ Kjartan segir það hafa verið mikla heppni hvað hljómsveitinni hafi tekist að vinna að ólíkum hlutum, og það ger- ir skilgreiningarnar enn erfiðari. „Ég nefni bara Hrafnagaldur Óðins og sándtrakkið að Hlemmi sem ólíka hluti. Það getur verið að þetta haldi okkur fyrir utan hefðbundnar skilgreiningar. Annars erum við vissulega settir á hillu með ákveðnum böndum – ætli það séu ekki um tíu hljómsveitir.“ Georg segir að það geti þó verið vandi líka, stundum lesi þeir í einhverju blaði að þeim sé líkt tónlistarlega við ákveðnar hljóm- sveitir, í einhverju öðru blaði geti það svo verið einhverjar allt aðrar. Í DJ blaðinu hafi þeir til dæmis verið kallaðir elektrónískt band. „Það virðist vera að persónulegur smekkur ráði mestu um það hvernig fólk vill skilgreina okkur. En við erum bara venjulegir íslenskir sveitastrákar og spilum okkar sveitatónlist ... neinei ... og þó, erum við ekki öll ættuð úr einhverri sveit?“ Það sem hefur einkennt umfjöllun fjölmiðlaum Sigur Rós, ekki síst erlendis, eru há-stemmd og litrík lýsingarorð um tónlisthennar, – eins og guð gráti gulltárum úr himnaríki og síðasta stórhljómsveit 20. aldarinn- ar. „Maður pælir ekkert í þessu, ég les þetta ekki einu sinni,“ segir Kjartan, „svona greinar eru bara svo leiðinlegar, þetta er mest fyndið.“ „Já, ekki síst að sjá stafsetningarvillurnar í nöfnunum okkar!“ segir Georg. „ Ægitis bryjun, Jón Bor, Karton Suzinson, – ætli ég sé ekki sá eini sem er alltaf réttur.“ Annað sem oft ber á góma í umfjöllun um hljómsveitina er það hve auðveldlega tónlistin tal- ar til ólíkra hópa fólks, og fólks sem kemur úr mjög ólíku tónlistarumhverfi, ungra og eldri. Það virðist vera einhver tilfinningaþrunginn galdur í tónlistinni sem höfðar mjög persónulega til fólks. „Þetta er eitthvað sem við getum ekki útskýrt og pælum voða lítið í,“ segir Georg. „Þegar við erum að semja er það oftast þannig að einhver byrjar á einhverju og svo hleðst utan á það smám saman,“ segir Orri. „Þannig hefur þetta alltaf verið. Við gerum þetta allir saman og erum ekkert mikið að velta því fyrir okkur hvernig það gerist, en ef það vantar einhvern okkar þá virkar þetta ekki,“ seg- ir Kjartan. Sigur Rósar-menn viðurkenna fúslega að ferðalögin og flakkið sem fylgir vinnu þeirra setji ákveðið mark á tónlistina þeirra. „Jú,“ segir Orri, og bendir á praktískustu hlið þess, tímaleysið sem „VIÐ HÖFUM ALDREI Æ OKKUR NEITT SÉRSTA Georg Hólm, Orri Páll Dýrason með dóttur sína og Kjartan S Hljómsveitin Sigur Rós hefur farið sigurför um heiminn á síðustu árum. „Mikil vinna“ segja þeir Georg, Kjartan og Orri, en „það er bara svo gaman að búa til músík.“ BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR hitti þessa þrjá á kaffihúsi til að spjalla um tónlistina og hljómsveitina sem hefur aldrei gert sér nein plön. Hljómsveitin Sigur Rós var stofnuð undir nafninu Victory Rose í desem- ber 1994. Stofnendur voru þeir Jón Þór Birgisson, gítarleikari og söngv- ari, og Ágúst Ævar Gunnarsson trommuleikari. Nafngiftina fengu þeir af Sigurrós systur Jóns Þórs, sem fæddist skömmu áður en hljómsveitin var stofnuð. Þegar þeir Jón Þór og Ágúst Ævar fóru í stúdíó með sitt fyrsta lag, Fljúgðu, bættist þriðji maðurinn í hópinn, Georg Hólm bassa- leikari. Þeir fóru fljótt að vinna að stórri plötu, en vinnan gekk hægt; – bæði þurftu þeir tíma til að móta stíl sinn og stefnu og höfðu að auki ekki mikla peninga milli handanna til að kaupa stúdíótíma. Haustið 1997 kom loks fyrsta plata Sigur Rósar út hjá Smekkleysu. Platan hét Von, fékk prýðis viðtökur. Fjórði maðurinn, Kjartan Sveinsson, bættist við, maður sem spilaði á allt mögulegt, en átti eftir að setja svip sinn á sveit- ina sem hljómborðsleikari. Strax var farið að vinna að næstu plötu, Ágætis byrjun, sem Smekkleysa gaf út sumarið 1999, en í millitíðinni var Von endurútgefin mikið endurunnin og með einu nýju lagi, undir nafninu Von-brigði. Haustið 1999 hófst samstarf Sigur Rósar við Steindór Andersen kvæðamann, eftir að sjónvarpskonan Eva María Jónsdóttir leiddi þá Jón Þór og Steindór saman í þætti sínum Stutt í spunann. Jónsi fékk mikinn áhuga á að vinna meira með kvæðamönnum og sótti um styrk til borg- arinnar til þessháttar verkefnis, en var synjað. Ágætis byrjun fékk frábæra dóma og Sigur Rós fór í tónleikaferð um landið. Þá var Ágúst hættur, en Orri Páll Dýrason tekinn til við trommu- sláttinn. Smekkleysa gekkst fyrir því að semja við enska útgáfufyr- irtækið Fat Cat um útgáfu á Sigur Rós þar í landi, og smáskífan Svefn- -g-Englar kom út þar í september 1999. Það var strax ljóst að Sigur Rós ætti erindi á enskan markað, því í vikunni áður en platan kom út, valdi tónlistartímaritið New Musical Express hana smáskífu vikunnar. Það var kominn tími til að s ferð til Danmerkur og E ur Rósar voru á einn ve mikilli velgengni. Það j hita upp fyrir bresku ro byrjun kom út ytra og h helmingurinn vestanha vorið 2001. Árið 2001 v með í för voru Steindór 2000 vann Sigur Rós tv sonar, Engla alheimsin Jóns Múla Árnasonar v þrjú lög Ágætis byrjuna Sky. Árið 2002 lögðu Si saman krafta sína að fr Hrafnagaldur Óðins, fr þá um vorið. Fyrir það Hilmar tilnefnd til Tónl hefur Sigur Rós hlotið a ingar, þar á meðal Íslen Ein af tíu bestu hljóm sveitum fyrr og síðar ... kom út í október í fyrra dag hafa á fimmta hund hefur Sigur Rós enn ve og nú síðast í Japan. Nú með tónlist við heimilda inni heitið á Hróarskeld

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.