Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 2003 11 Af hverju fá leikarar í Ameríku hærri laun en hér? SVAR: Það er rétt að kvikmyndastjörnur í Holly- wood fá margfalt hærri laun en starfssystkin þeirra á Íslandi, jafnvel meira fyrir eina kvik- mynd en bílfarmur af íslenskum leikurum fær fyrir alla starfsævina. Hins vegar er ekki þar með sagt að leikarar í Ameríku fái almennt hærri laun en hérlendis. Það eru ekki allir stjörnur í Ameríku, ekki einu sinni í Holly- wood. Langflestir bandarískir leikarar hafa ekki nema rétt mannsæmandi laun og stór hluti þeirra starfar að mestu við annað meðan þeir reyna ítrekað að fá einstaka verkefni sem leikarar. Það er hins vegar áhugaverð spurning, hvers vegna einstakir leikarar, það er kvik- myndastjörnurnar í Ameríku, fá svona him- inhá laun meðan flest starfssystkin þeirra þar- lendis eru lítt öfundsverð af kjörum sínum. Svo ójöfn tekjuskipting einkennir raunar fleiri svipaðar stéttir í Ameríku. Til dæmis hafa stjörnur í tónlistarheiminum himinháar tekjur en langflestir tónlistarmenn hafa ekkert sérstaklega háar tekjur; margir þeirra eiga meira að segja erfitt með að fram- fleyta sér. Sama má segja um íþróttamenn. Stjörn- urnar í körfuboltanum vestanhafs, leikmenn NBA-deildarinnar, eru allir hátekjumenn. Sá frægasti, Michael Jordan, fékk að sögn á sín- um tíma meira fyrir að auglýsa Nike-skó en allir starfsmenn í skóverksmiðjum fyrirtæk- isins í Suðaustur Asíu fengu samanlagt í laun. Flestir sem stunda íþróttir vestanhafs hafa hins vegar litlar sem engar tekjur af því og þurfa að framfleyta sér með öðrum hætti. Skýringin á þessu virðist einkum vera tæknileg. Það er hægt að fjölfalda hverja stjörnu, ef svo má að orði komast, þannig að hver sem er getur horft (eða eftir atvikum hlustað) á hana. Þessi fjölföldun á stjörnum kostar ekkert meira en fjölföldun á þeim sem eru minni afreksmenn. Það kostar ekkert meira að bæta við einum áhorfanda á stjörnu en það kostar að bæta við áhorfanda á einhvern sem er óþekktur. Þegar annars vegar er búið að gera kvikmynd með stórstjörnu og hins vegar kvikmynd með óþekktum leikurum þá kostar ekkert meira að sýna fyrri myndina en þá síðari. Sömuleiðis kostar ekkert meira að fjölfalda geisladiska með þekktri hljómsveit en óþekktri. Á sínum tíma kostaði litlu meira að vera með sjón- varpsútsendingu frá körfuboltaleik með Mich- ael Jordan en að senda út leik með miðlungs háskólaliðum – og ef sent var út á annað borð frá leik með Jordan kostaði lítið að gera það um allan heim. Fáir vilja sætta sig við það næstbesta ef það kostar jafnmikið að njóta þess besta sem völ er á. Þannig vilja fáir horfa á meðalmenn leika körfubolta ef þeir eiga þess kost að horfa á þá bestu í heimi fyrir sama verð. Á sama hátt virðast fáir sjá ástæðu til að horfa á kvikmynd með óþekktum leikurum ef hægt er á sama tíma og fyrir sama verð að horfa á kvikmynd með stórstjörnum. Við skulum láta það liggja á milli hluta hvort stjörnurnar eru eitthvað betri leikarar; það getur hver haft sína skoðun á því. Margar stjörnur á sínu sviði teljast ekki hæfileikaríkar á mælikvarða þeirra sem best þekkja til. Stjörnustimpillinn fæst ekkert endilega út á hæfileika, eða að minnsta kosti ekki listræna hæfileika, því að vitaskuld getur það verið hæfileiki að vera svalur, limafagur eða reiðubúinn að koma fram nakinn (eða því sem næst). Til dæmis eru ýmsar stórstjörnur í popptónlist ekkert sérstakir tónlistarmenn ef hefðbundnir mælikvarðar eru notaðir. Stjarna í popptónlist er sá sem selur marga geisla- diska, hvort sem ástæðan er tónlistarhæfi- leikar eða eitthvað annað. Allt önnur lögmál giltu um þessa hluti fyrir daga sjónvarps, kvikmyndahúsa, ódýrra hljómflutningstækja og annars búnaðar sem gerir það kleift að fjölfalda afurðir stjarnanna og dreifa þeim til fjöldans. Þá voru sumir leik- arar vissulega vinsælli en aðrir og fleiri komu til að sjá þá á sviði. En á leiksýningar var og er enn aðeins hægt að selja takmarkað magn af miðum. Þá var ekki hægt að fjölfalda leikinn og selja almenningi, líkt og nú er hægt með kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Sama gilti um tónlist. Til að heyra hana þurfti viðkom- andi að vera nálægt flytjandanum og þar með voru því takmörk sett hve margir gátu notið hvers flytjanda. Við slík skilyrði stóðu „meðalmenn“, hvort sem það voru leikarar eða tónlistarmenn, vel að vígi. Stjörnurnar gátu ekki annað nema litlum hluta þeirra sem vildu njóta afurða þeirra en aðrir áhorfendur eða áheyrendur urðu að láta sér flutning meðalmenna nægja. Nú er staða stjarnanna miklu betri og það skýrir hvers vegna þær geta haft svona miklar tekjur. Til þess að upp komi stétt stjarna með afar háar tekjur þarf einkum þrennt. Í fyrsta lagi að hægt sé með litlum tilkostnaði að fjölfalda afurðir þeirra bestu eða frægustu á tilteknu sviði. Í öðru lagi að smekkur manna sé það lík- ur að nógu margir séu sammála um það hverj- ir séu þeir bestu á hverju sviði (það er hverjir eru stjörnur og hverjir ekki) og í þriðja lagi að markaðurinn sé nógu stór. Sennilega er það einkum þriðja skilyrðið sem kemur í veg fyrir að á Íslandi séu til kvik- myndastjörnur með himinháar tekjur. Íslend- ingar eru einfaldlega ekki nógu margir til að mikið sé upp úr því að hafa að selja þeim bíó- miða, jafnvel þótt einhver væri svo mikil stjarna að allir Íslendingar vildu sjá mynd með honum og það jafnvel oft hver og einn. Þannig að eina von þeirra Íslendinga sem vilja verða forríkar kvikmynda- eða poppstjörnur virðist vera að slá í gegn í útlöndum. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ. Af hverju fá leikarar í Ameríku hærri laun en hér? HVAÐ geta margar mismunandi stöður komið upp í skák? Af hverju syngja fuglar? Hvað er kreppa? Getur einn maður ákveðið að fara í verkfall? Þessum spurn- ingum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vís- indavefnum. VÍSINDI Reuters Michael Jordan, fékk að sögn á sínum tíma meira fyrir að auglýsa Nike-skó en allir starfs- menn í skóverksmiðjum fyrirtækisins í Suð- austur-Asíu fengu samanlagt í laun. umhvörf urðu í list hans, með málverkum eins og „Gula Kristi“, „Jakobsglímunni“ og „Vetrarlandslagi í Bretagne“, en síðan lá leið hans á vit enn einfaldara og uppruna- legra lífs, til Martinique og loks til Tahiti. Eftir það óx frægð hans í öfugu hlutfalli við það sem hann sleit stigaþrepunum í Öster- vold númer 8. Þegar neyðin er stærst … Eftir að Paul Gauguin var endanlega horf- inn fjölskyldu sinni, á vit ævilangrar þrár sinnar, snilldar, en líka einmanaleika og þungbærra sjúkdóma, var orðið æði þröngt fyrir dyrum hjá Mette Sophiu, bæði í hús- næðislegum sem peningalegum efnum. Hálf íbúðin var full, nærri því frá vegg til veggjar, af málverkastöflum og stórum möppum utan um teikningar og þrykkmynd- ir. Svo virðist sem Regine Olsen hafi ein- hvern tíma vitjað fyrri íbúðar sinnar, því að skilnaði þessara tveggja yfirgefnu kvenna gaf ungfrú Olsen Mettu Sophiu öskubakka með nafnletrun Sörens Kierkegaards, sem hann hafði skilið eftir hjá henni, og er sá „helgigripur“ að sögn ennþá til. „Þegar neyðin er stærst …“ því svo sann- arlega bjó Mette Sophie við nakta neyðina með börnum sínum uppi á fimmtu hæðinni í húsinu. En þá gerist það, að einn daginn keifar vel klæddur tignarmaður framhjá íbúð Jóns Sigurðssonar, og enn ofar, þar sem hann drepur á dyr. Þegar lagleg en fölleit kona vitjaði dyra hneigði hann sig og spurði hvort hann talaði við Madame Gauguin. Henni brá nokkuð við ávarpið og óraði ekki fyrir að nafnið væri orðið heimsþekkt. Maðurinn kynnti sig sem Edvard Brandes, fyrrum rit- stjóra Politiken og bróður fagurfræðingsins Georgs Brandesar. Erindi sitt, sagði hann, væri að spyrja heiðraða frúna hvort hún væri ekki með eitthvað af fyrri málverkum eiginmanns síns. Hún sýndi honum staflana um alla íbúðina, en sagði að allt þetta væri ekki eftir hann sjálfan, heldur margt eftir málaravini hans í París, Degas, Pissarro, Renoir og Lautrec. Þá setti Edvard Bran- des frúna niður hjá sér og bauð henni 10.000-, tíu þúsund krónur í reiðufé fyrir þessa stafla. Tíu þúsund krónur var feikn- arleg upphæð á þessum árum, þegar árs- leiga hennar fyrir íbúðina var tæpar 80 krónur. Hún tók boðinu umsvifalaust, og brátt komu menn frá Edvard Brandes til þess að flytja allt þetta dót frá henni. Nú þurfti sú langþreytta kona „villimannsins frá Tahiti“ ekki lengur að kvíða næsta degi um mat eða eitthvað á fæturna á börnunum. Edvard Brandes var ekki þess háttar mað- ur, að hann færi strax að falbjóða listaverk- in úr þessu dýrmæta safni, heldur léði hann þau söfnum og sýningarstöðum til kynn- ingar á þessari nýstárlegu list handa al- menningi, bæði heima, í Osló og Lundúnum. Listsalinn frægi, Durand-Ruel, efndi um þetta leyti til stórsýningar á Tahiti-mál- verkum Gauguins, sem kom af því tilefni aftur heim til Frakklands. Þar sem hann saknaði mjög elsta sonar síns og vildi hafa hann með sér í París skrapp hann til Kaup- mannahafnar. Þegar hann spurði hvar kom- ið væri um málverkin sem hann skildi eftir bauð hann Brandes að endurkaupa þau fyrir sama verð, en Edvard Brandes gaf engan kost á því. Eftir það fór Paul Gauguin aftur til Parísar með son sinn, og sáust þau Mette aldrei upp frá því. Margt átti eftir að ganga á í sögu þessa húss eftir að þau Jón Sigurðsson og frú Ingibjörg létust þar, á heimili sínu, í desem- bermánuði 1879, og voru bæði flutt heim til fósturjarðarinnar til greftrunar. Talsverð málaferli áttu sér stað milli eig- andans, víxlara Sv. Ellehammer, og íbúa, herra Salomon og frú Egelund, sem enduðu sum með fangelsisdómum og verða ekki rak- in hér. Friður komst ekki á fyrr en íslenski stórkaupmaðurinn Carl Sæmundsen varð einkaeigandi að húsinu í janúar 1959. Síðan gerðist það sem alkunna er, að þau Carl Sæ- mundsen og Jóhanna kona hans gáfu ís- lensku þjóðinni húsið árið 1964 til minningar um sjálfstæðishetjuna Jón Sigurðsson og til íslensks menningarseturs í Kaupmannahöfn. Þjóðin, þ.e. íslenska ríkið, hefur þó ekki endurgoldið rausn þeirra hjóna sem skyld- ugt væri. Húsið hefur drabbast niður ár frá ári, svo að syrgilegt er gestkomandi manni að ganga um þau þjóðhelgu vé. Á skilti utan á Jónshúsi stendur: Jón Sigurðsson átti hér heimili frá haustinu 1852 og dó hér 1879. „Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur.“ Fyrra ártalið er rangt að mati grein- arhöfundar en Jón og Ingibjörg kona hans fluttu ekki inn í húsið fyrr en 1861. Höfundur er listfræðingur og rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.