Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2003, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 2003 13
H
ANN er formaður Tón-
skáldafélags Íslands, for-
maður STEFs, höfundar-
réttarsamtaka
tónlistarmanna, og formað-
ur Samtóns, hagsmuna-
félags flytjenda, höfunda
og útgefenda. Samt lítur
hann fyrst og fremst á sig sem tónskáld.
„Partur af starfsævi listamanna á Íslandi fer í
baráttu fyrir bættum hagsmunum sinnar list-
greinar. Þetta er þegnskylda íslenskra lista-
manna,“ segir Kjartan Ólafsson sem unnið
hefur ötullega að mismunandi hagsmunamál-
um íslenskrar tónlistar á síðustu árum.
Talið berst fyrst að Myrkum músíkdögum,
nútímatónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands
sem Kjartan hefur stýrt frá árinu 1998. „Há-
tíðin hefur verið haldin nær árlega frá því ég
tók við henni og fjöldi tónleika frá 1998 á
þeirri hátíð og öðrum hátíðum sem félagið hef-
ur komið að er að nálgast eitt hundrað. Fleiri
hundruð tónverk hafa verið flutt og aðsókn sí-
fellt farið vaxandi. Á þessu ári sóttu tæplega
tvö þúsund manns hátíðina sem er met. Heild-
arfjöldi tónleikagesta frá 1998 skiptir þúsund-
um og það er greinilegt að það er vaxandi
áhugi á tónlist af þessu tagi í þjóðfélaginu. Það
kemur raunar ekki á óvart, því við höfum ver-
ið að sjá þessa þróun í löndum sem tengjast
Evrópusamrunanum. Á sama tíma og sam-
starf þjóða hefur verið að aukast á síðustu ár-
um hafa þær verið að leggja meira kapp á að
hlúa að eigin menningu.“
Hér á landi hefur þessi þróun orðið til þess
að tónlistarmenn hafa farið að starfa í auknum
mæli saman að sameiginlegum hagsmunamál-
um sem aftur hefur leitt til stofnunar Sam-
tóns. Að Samtóni standa hagsmunasamtök
tónlistar á Íslandi, STEF, Samband tónskálda
og eigenda flutningsréttar og SFH, Samband
flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Kjartan
segir samtökin, sem sett voru á laggirnar á
síðasta ári, koma til með að gegna veigamiklu
hlutverki í sameiginlegri hagsmunabaráttu
tónlistarmanna í framtíðinni. „Með Samtóni
er blað brotið í íslenskri tónlistarsögu. Aldrei
fyrr hafa allir þessir hagsmunaaðilar getað
sameinast á einum vettvangi. Þetta eru sam-
tök sem ekki enn þekkjast erlendis. Hér hafa
menn tekið saman höndum um að vinna að
málefnum tónlistarinnar með faglegum og
markvissum hætti. Menn binda miklar vonir
við Samtón.“
Tónlist og Netið
Eitt af markmiðum Samtóns er að vinna
gegn ólöglegum flutningi tónlistar, meðal ann-
ars á Netinu. „Þetta er afskaplega viðkvæmt
mál en þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur
það að vera eðlileg krafa að tónlist sé dreift
með öðrum hætti en endurgjaldslaust á Net-
inu. Það er erfitt að finna jafnvægi milli kynn-
ingar og sölu á Netinu en hvort tveggja er
nauðsynlegt. Menn leggja mikla fjármuni í að
búa til tónlist og gefa hana út. Ef þeir fjár-
munir skila sér ekki verður afleiðingin sú að
framleiðsluhringurinn rofnar. Það getur orðið
til þess að framleiðsla á tónlist til útgáfu
minnkar verulega, jafnvel leggst af.“
Að sögn Kjartans er það líka eitt af mark-
miðum Samtóns að koma tónlist til neytenda
með nýjum hætti. Hann segir að geislaplatan
sé óðum að verða óþarfur milliliður. Hún verði
áfram til en í framtíðinni muni notkun gegn-
um Netið verða mun meiri. Menn muni þá
kaupa sér áskrift og þiggja sína tónlist með
þeim hætti.
„Það er mjög mikilvægt fyrir okkur Íslend-
inga að taka þátt í þessari þróun og rjúfa
þannig einangrun okkar gagnvart stórum út-
gefendum og dreifingaraðilum erlendis sem
oft hafa haft einokunaraðstöðu gagnvart
smærri útgefendum. Þetta er einn stór mark-
aður, þar sem aðgengi okkar er það sama og
Bandaríkjamanna, Svía eða Kínverja.“
Kjartan segir í þessu tilliti brýnt að byggja
upp sameiginlegan grunn um íslenska tónlist,
sem hefði tengsl við alla helstu grunna tónlist-
ar á Íslandi. Hann væri þá ekki aðeins að-
gengilegur Íslendingum, heldur ekki síður út-
lendingum. „Það eru til nokkrir grunnar nú
þegar, þeirra þekktastur tonlist.is, þar sem
hægt er að kaupa tónlist beint. Síðan erum við
að vinna að endurskipulagningu Tónlistarvefs
Íslands sem opnaður verður í breyttri mynd
innan skamms. Það er gífurlega mikilvægt að
hafa eitt svæði þar sem hægt er að komast inn
á alla hugsanlega grunna og nálgast efni, bæði
til kaups og kynningar. Þetta er spurning um
þrjá veigamikla þætti fyrir tónlist, það er
kynningu, beina markaðssetningu og sölu.
Þetta er forgangsverkefni.“
Lækka þarf virðisaukaskatt
Annað mikilvægt verkefni fyrir íslenska
tónlistarstarfsemi að áliti Kjartans er að
lækka virðisaukaskatt á útgefinni tónlist.
„Hér á landi er viðhöfð mismunandi sköttun
listgreina. Þannig er greiddur fullur virðis-
aukaskattur af tónlist, 25%, en aðeins 14% af
bókum, svo sambærilegt dæmi sé tekið. Þetta
er auðvitað ekki ásættanlegt og þarf að laga.
Afleiðingin myndi verða öflugri og fjölbreytt-
ari útgáfustarfsemi.“
Kjartan segir að þroski þjóða í alþjóðlegu
samhengi sé meðal annars metinn út frá
menningarlegri stærð og í því ljósi verði kynn-
ing á íslenskri tónlist erlendis seint vanmetin.
Þar hafi Íslensk tónverkamiðstöð og Útflutn-
ingsráð unnið gott starf á umliðnum árum en
fyrst og síðast séu það þó listamennirnir sjálf-
ir sem dragi vagninn. „Fjöldi tónlistarmanna
hefur á síðustu árum leynt og ljóst unnið að
mikilli landkynningu á erlendri grundu. Nefni
ég þar Mezzoforte, Sykurmolana, Björk og
Sigur Rós sem dæmi en þessir aðilar hafa rutt
brautina og borið hróður íslenskrar menning-
ar víðar en nokkurn hefði órað fyrir. Og það
hafa fleiri en popptónlistarmenn gert. Íslensk
tónskáld njóta vaxandi vinsælda: Jón Leifs,
Atli Heimir Sveinsson, Haukur Tómasson,
Þorkell Sigurbjörnsson, Hafliði Hallgrímsson
og Áskell Másson, svo einhverjir séu nefndir.
Einnig flytjendur: Kammersveit Reykjavíkur
er nýkomin úr mikilli frægðarför til Rússlands
og Sviss með Vladimir Ashkenazy, CAPUT-
hópurinn, Blásarakvintett Reykjavíkur, Mót-
ettukór Hallgrímskirkju, Hamrahlíðarkórinn.
Allir hafa þessir aðilar vakið verðskuldaða at-
hygli í útlöndum. Fleiri mætti nefna.“
Kjartan segir þessa upptalningu til marks
um breiddina í íslensku tónlistarlífi. Hún nái
því eyrum ólíkasta fólks. „Fjölbreytnin er
besta landkynningin.“
Listahátíð og Ríkisútvarpið
Kjartan nefnir líka Listahátíð í Reykjavík.
„Listahátíð hefur verið að flytja inn erlenda
tónlistarmenn sem hafa svo kynnt íslenska
tónlist erlendis. Gott dæmi um það er Kronos-
kvartettinn sem lék á síðustu hátíð en hann
hafði á brott með sér bunka af íslenskum
strengjakvartettum. Þannig hefur Listahátíð
stuðlað með markvissum hætti að kynningu á
íslenskri tónlist erlendis sem er ómetanlegt.“
Að sögn Kjartans er Ríkisútvarpið heldur
engin liðleskja þegar kemur að kynningu á ís-
lenskri tónlist hér heima og erlendis. „Rík-
isútvarpið hefur á undanförnum árum stuðlað
að mikilvægri kynningu og flutningi á ís-
lenskri tónlist með þátttöku í fjölþjóðlegum
kynningarráðstefnum og útsendingum.“
Kjartan nefnir ennfremur verkefnið
Loftbrú Reykjavík sem nú er í undirbúningi í
því skyni að aðstoða tónlistarmenn við að
komast utan og kynna sína list. Að þessu verk-
efni koma höfundar og flytjendur ásamt
Reykjavíkurborg og Höfuðborgarstofu. „Von-
andi verður þetta að veruleika sem fyrst.“
Kjartan segir ríkisvaldið einnig hafa sýnt
kynningu á tónlist áhuga. Þar hafi málið verið
inni í hinum ýmsu ráðuneytum. „Það þyrfti að
samræma til að kynningin yrði markvissari.
Æskilegt væri að búa hreinlega til tónlist-
arlög. Vinna málið í botn. Það er allra hagur.“
Sex áratuga barátta
Allt eru þetta stór hagsmunamál tónlistar.
Um fátt er þó meira rætt í röðum tónlistar-
manna og áhugamanna um tónlist en bygg-
ingu tónlistarhúss í Reykjavík. Svo hefur ver-
ið lengi.
„Baráttan fyrir byggingu tónlistarhúss hef-
ur staðið áratugum saman, eins og fram hefur
komið í fjölmiðlum. Í ljósi þessarar löngu bar-
áttu er í raun óskiljanlegt að þetta hús hafi
ekki enn risið. Það gerist reglulega á fjögurra
ára fresti að stjórnmálamenn taka þetta mál
upp og sýna því mikinn áhuga. Áhugi kemur
hins vegar að litlu gagni þegar viljann vant-
ar.“
Kjartan tekur þó fram að ýmsir aðilar hafi
látið til sín taka í þessu máli, bæði innan vé-
banda ríkis og borgar. Nefnir hann þar meðal
annars tvo síðustu menntamálaráðherra og
ýmsa háttsetta menn innan borgarkerfisins.
„En betur má ef duga skal.“
Að sögn Kjartans fela ráðamenn sig oft bak
við það að ekki sé einhugur meðal tónlistar-
manna um framkvæmdina. „Það er misskiln-
ingur. Auðvitað sýnist sitt hverjum en menn
eru sammála um alla grunnþætti, stærð, að-
gengi, hljómburð og fleira. Hafa verið það í
sextíu ár.“
Kjartan segir tónlistarmenn síst af öllu vilja
hnýta í aðrar listgreinar en staðreyndin sé
eigi að síður sú að þetta er eina listgreinin sem
er nær húsnæðislaus á Íslandi. „Hvernig má
það vera? Það er ekki eins og áhugi þjóð-
arinnar á tónlist sé af skornum skammti.“
Að sögn Kjartans furða menn sig á því að
lagt sé upp með að tónlistarhús verði arðbært.
Reki sig sjálft. Kröfur af því tagi séu ekki
gerðar til annarra opinberra listhúsa.
Þá harmar hann að framkvæmdum hafi
ekki verið hraðað á síðustu tíu árum eða svo,
þegar íslenskur efnahagur hefur staðið styrk-
um fótum. „Menn vanmeta gildi þess að eiga
öfluga menningu. Annars væri búið að jafna
þennan mismun sem íslensk tónlist býr við.
Fyrir fáeinum misserum var talað um að vígja
tónlistarhús árið 2006. Það er ekki öruggt að
framkvæmdir verði hafnar þá. Hvað þá
meira.“
AÐ GEFA TÓNINN
Fáir menn hafa á umliðnum árum verið meira áberandi í ýmsum störfum sem snúa að hagsmunum
tónlistar á Íslandi en Kjartan Ólafsson tónskáld. ORRI PÁLL ORMARSSON ræddi við hann um hagsmuna-
gæslu, framleiðsluhring tónlistar, útflutning og kynningu á tónlist, tónlistarhús og sitthvað fleira.
Morgunblaðið/Sverrir
Kjartan Ólafsson: „Fjölbreytnin er besta landkynningin.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björk hefur borið hróður íslenskrar menningar um víðan völl.
Heimilisblaðið Vikan 1944. Baráttan fyrir
byggingu tónlistarhúss hófst ekki í gær.
orri@mbl.is