Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.2003, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 2003 5
innar. En um leið bað ég Finsen að láta N.
Mogensen verkfræðing verða fyrsta sjúk-
linginn sen reynt yrði að lækna með þessum
geislum. Hann hafði gengið með lúpus í
hálfu andlitinu í mörg ár. Margar aðgerðir
höfðu verið framkvæmdar án þess að að
gagni kæmi. Finsen hafði ekkert á móti því
og ég símaði strax til Mogensens og spurði
hvort hann vildi vera „tilraunadýr“. Hann
varð strax hrifinn og sannfærður um að
þetta yrði góð lækning og um kvöldið hitti
hann Finsen.
Nú var settur upp 20 ampera bogalampi í
rannsóknarstofunni. Nokkur safngler voru
sett á hann, sívöl pípa var fyllt með vatni, og
með þessu fábreytta verkfæri sem við Fin-
sen stýrðum til skiptis með hendinni ásamt
öðrum starfsmönnum stöðvarinnar var Mog-
ensen læknaður. Eftir nokkra daga sást
árangur af áhrifum ljóssins. Mig rekur sér-
staklega minni til eins kvöldsins. Ég hafði
setið í tvo klukkutíma og með stuttum hvíld-
um beint ljósgeislunum á skemmdan stað á
kinninni. Þar var stór rauður hnútur. Eftir
tveggja stunda tilraun var hnúturinn horf-
inn, í stað hans var þar sólbrúnn blettur.
Mogensen var næstum albata í lok jan-
úarmánaðar 1896 og í febrúar hættu til-
raunir í stöðinni. Þá var dr. Finsen leigt her-
bergi við Gothersgade 28 til frekari
meðferðar á lúpussjúklingum. Herbergið til-
heyrði rafstöðinni. Hér voru margir sjúk-
lingar sem þurfti að lækna…“
Ísinn var brotinn. Niels Finsen hafði sýnt
og sannað að hægt var að nota ljós til að
lækna lúpus. Nýir tímar voru framundan.
Ljósastofa Finsens
Það voru margir vantrúaðir á tilraunir
Nielsar Finsens en hann átti líka góða sam-
starfsmenn. Ingeborg kona hans stóð með
honum og hvatti hann áfram og það er að
hennar frumkvæði að sett er upp „sólbaðs-
stofa“. Í fyrstu var þetta lítið afdrep þar
sem Niels gat stundað rannsóknir og annast
einn og einn sjúkling en þegar menn sáu ár-
angur af lækningunum í rafstöðinni opn-
uðust ýmsar leiðir. Winfeld-Hansen rafveitu-
stjóri kom Nielsi í samband við G.A.
Hagemann verkfræðing sem sat í borgarráði
Kaupmannahafnar og hafði margvísleg
tengsl við stjórnmála- og fjármálamenn. Eft-
ir nokkurra mánaða undirbúningstíma var
Ljósastofa Finsens stofnuð 23. október 1896
en tilgangur hennar var að „rannsaka áhrif
ljóssins á lifandi verur einkum í þeim til-
gangi að nota ljósgeisla til lækninga“.
Starfsemin var fyrst til húsa í skúrum við
Gammeltoftsgötu en um sumarið 1901 flutti
stofnunin í glæsilegt hús við Rósavang sem
áður hýsti Hinné sirkusforstjóra og fjöl-
skyldu hans. Rannsóknir Finsens og sam-
starfsmanna hans héldu áfram af fullum
krafti og fjöldi sjúklinga fékk fullan bata við
lúpus. Á alþjóðlegu þingi lækna í París árið
1900 má segja að aðferð Finsens hafi verið
að fullu viðurkennd sem besta og áhrifarík-
asta lækningin við lúpus. Hann komst ekki
til Parísar sökum veikinda en helsti aðstoð-
armaður hans Forchhammer hélt þar fyr-
irlestur sem byggðist á samantekt Finsens
og kynnti starf hans. Í fyrirlestrinum kom
fram sú meginregla varðandi ljósalækningar
að ljósið hefur eiginleika til að drepa sýkla
og hæfileika til að valda bólgu í vefjum.
Þessir eiginleikar voru bundnir við kemíska
geislun og þess vegna varð að sækjast eftir
ljósi sem hafði þá eiginleika. Helstu kostir
ljósalækninga voru þeir að meðferðin var
sársaukalaus, vefir óskemmdir og oftast
fékkst fullkominn og öruggur bati. Í bréfi til
Nielsar eftir fyrirlesturinn segir Forch-
hammer m.a.: „Í dag hefur aðalstyrinn stað-
ið og sigurinn var vafalaus. … Ýmsum öðr-
um aðferðum var tekið heldur kuldalega eins
og X-aðferðinni (Röntgen). Forvígismenn
hennar taka líka of mikið upp í sig þegar
þeir segja að þeir lækni lúpus, trichophyti,
favus á nokkrum vikur. Þá hristir skynsamt
fólk höfuðið. Umræðurnar bárust alltaf að
aðferð þinni sem sveif þarna yfir vötnunum
og það var auðfundið að sigur var fenginn.“
Í kjölfarið komu þekktir læknar í heim-
sókn til Kaupmannahafnar til að kynna sér
af eigin raun lækningar á Ljósastofu Fin-
sens og fjöldi sjúklinga streymdi að úr nær
öllum heimshornum.
Viðurkenning á starfi Nielsar Finsens
kom fyrst og fremst að utan og frá almenn-
ingi sem naut lækninga hans. Fjölmörg bréf
frá þakklátum sjúklingum og skrif í blöð
vitna um hvað menn mátu lækningar hans
mikils. Virtir vísindamenn í Evrópu höfðu
samband við hann og fjársterkir og valda-
miklir einstaklingar í Danmörku styrktu vís-
indastarf hans. Helstu andstæðingar hans
komu úr röðum læknaprófessora við háskól-
ann sem reyndu hvað þeir gátu að bregða
fyrir hann fæti með ýmsum aðferðum.
Nokkrir áhrifamenn innan háskólans studdu
þó mjög vel við bakið á honum en ýmis smá-
menni sem ekki þoldu velgengni hans voru
sífellt á iði bak við tjöldin til að koma á hann
höggi. Þetta varð til þess að samband hans
við háskólann var ætíð mjög takmarkað en
þegar áhrifa hans var farið að gæta í vís-
indaheiminum, vildu smámennin innan há-
skólans eigna sér eitthvað af heiðrinum.
Niels Finsen lét sér áhuga- og afskiptaleysi
háskólans ekki miklu skipta en honum sárn-
aði óheiðarleg andstaða og vildi sem minnst
tengsl við slíkt fólk hafa.
Í reglum sem hann skrifaði niður fyrir eft-
irmenn sína á Ljósastofunni koma viðhorf
hans vel fram jafnframt því sem hann bendir
þeim á að forðast lestina sem einkenna of oft
háskólakennara.
„Forðist allt vísindalegt stærilæti og tild-
ur eins og pestina. Dálítill metnaður og leit
að viðurkenningu er hollur og góður, jafnvel
oft nauðsynlegur. En munið að viðurkenning
vinnst ekki með því að upphefja sjálfan sig
eða rífa aðra niður og hefja sjálfan sig upp á
þeirra kostnað. Viðurkenningin á aðeins að
vinnast og vinnst aðeins fyrir starf og dugn-
að. Hún kemur af sjálfu sér og verður því
meiri sem minna er gert til þess að afla sér
hennar og því lítillátari sem maður er. Þótt
merkilegt megi virðast eru margir, og það
meira að segja vitrir menn, annarrar skoð-
unar og fylgja annarri meginreglu. Reynið
að svo miklu leyti sem hægt er að starfa fyr-
ir málefnið og takið sem minnst tillit til hins
persónulega. Láti menn persónuleg við-
fangsefni hafa of mikil áhrif á sig sjá aðrir
það fljótt og árangurinn verður lakari. Þeg-
ar unnið er af óeigingirni fyrir málefni borg-
ar málefnið það mörgum sinnum.“
Hugvitssöm einfeldni
Það er athyglisvert að alla sína starfsævi
þurfti Niels Finsen að kljást við illvígan
sjúkdóm sem læknar kunnu ekki nægileg
skil á. Sjúkdómurinn lýsti sér einkum í því
að Niels var mjög þreklítill enda varð hann
að lifa á fábreyttu fæði og maginn þandist út
af vatni. Sama ár og Niels dó kom rétta
sjúkdómsgreiningin fram opinberlega og er
nefnd Pick-sjúkdómur sem er bólgur í líf-
færahimnum ásamt vatnssýki í kviði. Sjúk-
dómurinn lagði hann að lokum að velli en
hann virðist ekki hafa haft mótandi áhrif á
lífsviðhorf hans til manna eða málefna eins
og svo algengt er. Niels Ryberg Finsen lést
24. september 1904.
Anker Aggebo læknir sem skrifaði ævi-
sögu hans segir að Niels Finsen hafi ekki
verið „sérlega margfróður maður. Hann
starfaði að viðfangsefnum ljósfræðinnar en
var ekki ýkja fróður í eðlisfræði, lífeðlisfræði
eða líffræði. Rit hans tylla sér ekki á tá með
miklum búnaði eða lærdómi. En hann gerir
skarpviturlega uppgötvun í hversdagsleik-
anum umhverfis sig og hann gerir tilraunir
með hugvitssamri einfeldni. Tilgátur hans
eru frumlegar, þanþol orkunnar er mikið og
bjartsýni hans er óviðjafnanleg“.
Það eru verkin sem bera merkin og þótt
sólarljósið sé ekki nýtt til lækninga á þann
hátt sem Niels Finsen gerði fyrir einni öld,
opnuðu rannsóknir hans nýjar víddir á sín-
um tíma. Fjöldi manns fékk lækningu fyrir
hans tilstilli og menn gerðu sér betur grein
fyrir mikilvægi heilbrigðrar útiveru og birtu
í hýbýlum fólks. Um áratuga skeið fór fjöldi
ungmenna víða í heiminum í ljósaböð til að
efla heilsuna en nú sækist fólk einkum í sól-
bekki fyrir hégómann. Það er ankannalegt
að helsta hættan við ljósaböð nútímans skuli
vera húðsjúkdómur, húðkrabbamein, en
Niels Ryberg Finsen fékk Nóbelsverðlaunin
fyrir að lækna húðsjúkdóm, húðberkla, með
ljósaböðum fyrir 100 árum.
Höfundur er sagnfræðingur.
Viðurkenning á
starfi Nielsar Finsens
kom fyrst og fremst
að utan og frá al-
menningi sem naut
lækninga hans.
Fjölmörg bréf frá
þakklátum sjúkling-
um og skrif í blöð
vitna um hvað menn
mátu lækningar
hans mikils. Í
EFTIRMINNILEGU upphafsatriði An-
nie Hall (1977) lýsir Woody Allen sam-
böndum sínum við konur. Hann vitnar í
Groucho Marx og segist ekki vilja til-
heyra félagi sem samþykki mann eins og
sig sem meðlim. Allen hefur aldrei getað
tollað lengi í sambandi. Í Hannah and
Her Sisters (1986) segir hann raunar, í
hlutverki Mickeys, að hann hafi aldrei verið í
sambandi sem hafi varað lengur en sambandið
milli Hitlers og Evu Braun (12 ár). Og þau orð
standa enn. Allen hefur aldrei tollað í meira en
tólf ár. En hann þreytist ekki á því að tala um
sambönd sín, rannsaka þau, gera myndir um
þau. Og niðurstaðan er iðulega sú sama, að sam-
bönd séu vonlaus en samt á einhvern hátt óum-
flýjanlega dásamleg. Í Annie Hall segir Allen í
hlutverki Alvy Singer:
„Það rifjaðist upp fyrir mér þessi gamli
brandari um, eh, gaurinn sem fer til geðlæknis
og segir: „heyrðu, læknir, bróðir minn er brjál-
aður. Hann heldur að hann sé eldhús.“ Og, eh,
læknirinn segir: „Nú jæja, af hverju leggurðu
hann þá ekki inn?“ Og maðurinn segir: „Ég
myndi gera það, en ég þarfnast eggjanna.“ Ég
býst við að þetta lýsi nokkurn veginn viðhorfi
mínu til ástarsambanda. Þú veist, þau eru full-
komlega óskynsamleg og brjálæðisleg og fárán-
leg, en, eh, ég geri ráð fyrir að við látum það yfir
okkur ganga, eh, flest okkar þarfnast
eggjanna.“
Í mörgum bestu mynda Allens er umfjöllun-
arefnið ástarsambönd. Og oftast er hann að
fjalla um eigin sambönd með einum eða öðrum
hætti. Auk þeirra tveggja mynda sem þegar
hafa verið nefndar má benda á Manhattan
(1979), Crimes and Misdemeanors (1989) og
Husbands and Wives (1992), sem eru meðal
meistaraverka Allens, en einnig má nefna
myndir sem hafa ekki fengið jafnmikið lof eins
og Interiors (1978), September (1987), Another
Woman (1988), Mighty Aphrodite (1995) og De-
constructing Harry (1997) en í þeirri síðast-
nefndu, sem eldist betur en marga grunaði, má
segja að Allen geri að nokkru leyti upp þá erf-
iðleika sem hann gekk í gegnum eftir skilnað
sinn við Miu Farrow og umdeildan samdrátt
sinn og fósturdóttur hennar, Soon-Yi, sem hann
er enn kvæntur (eftir ellefu ára samband!).
Deconstructing Harry segir frá skáldsagna-
höfundinum Harry Block, sem Allen leikur.
Harry á velgengni að fagna í starfi en einkalífið
er í rúst. Hann hefur haldið fram hjá öllum kon-
um sínum, þar á meðal með systur einnar þeirra
og sjúklingi annarrar. Og hann á í sífelldum deil-
um um umgengnisrétt við eina þeirra. Flestir
myndu væntanlega skammast sín fyrir þessa
hegðun og reyna að hafa ekki hátt um hana en
Harry skrifar þvert á móti skáldsögur um sam-
bönd sín sem fara svo nærri raunveruleikanum
að nöfnum er varla breytt.
Gagnrýnendur voru ekki lengi að draga þá
ályktun að þarna væri Allen en að fjalla um
sjálfan sig enda ætti hann langa sögu misheppn-
aðra sambanda að baki, ekki aðeins við þrjár
eiginkonur og fjölda ástkvenna heldur og fjöl-
skylduna sína, sex sálgreinendur, vini og sam-
verkamenn. Skammt var liðið frá skilnaði hans
við Miu Farrow sem sakaði hann um að hafa
misnotað ættleidda dóttur þeirra, Dyllan, og
halda fram hjá sér með annarri ættleiddri dótt-
ur hennar, Soon-Yi. Allen neitaði staðfastlega
fyrrnefndu sökinni. Gríðarlegt fjölmiðlafár var í
kringum skilnaðinn og lögsókn Miu á hendur
Allen, sem hafði ekki almenningsálitið með sér.
Rifjuð voru upp atriði úr eldri myndum hans
sem þóttu leiða í ljós að hann væri ekki bara
klámhundur heldur öfuguggi. Sadomasokismi,
kynlíf með dýrum, gróft framhjáhald – allt
höfðu þetta verið umfjöllunarefni Allens. Og
hann hafði auðvitað gefið í skyn að hann hefði
áhuga á barnungum konum í myndum sínum,
meðal annars í Manhattan þar sem persóna
hans, Isaac Davis (42 ára), er í tygjum við
sautján ára menntaskólastúlku, leikna af Mariel
Hemingway. Þá mynd gerði Allen raunar
skömmu eftir að hann hafði verið í sambandi við
unga stúlku.
Þegar Harry Block veltir því fyrir sér hvort
hann sé „versti maður í heimi“ (en þetta átti
upphaflega að vera titill myndarinnar) þá litu
gagnrýnendur svo á að Allen sjálfur væri að
gangast við því auma hlutskipti. Og þeim þótti
ekki þurfa frekari vitnanna við þegar Harry
segir að aðalpersónan í nýjustu skáldsögunni
sinni sé hann sjálfur í lélegu dulargervi og hann
ætli sér ekki að leyna því lengur. Allen var
greinilega að viðurkenna að hann væri ekkert
annað en „gamall klámhundur“.
En að mati Mary P. Nichols er ekki allt sem
sýnist. Í bók sinni Reconstructing Woody (1998)
heldur hún því fram að í myndinni snúi Allen á
gagnrýnendur sína; hann sýni fram á að það sé
ekki aðeins rangt heldur og hættulegt að rugla
honum saman við persónur sínar. Í myndinni
gerir Harry þessi mistök sem eru herfilega
vond af myndinni að dæma. Þegar ástkona
hans, Lucy, kemst að því að hann hefur haldið
fram hjá henni með yngri konu þá líður yfir
hana en þegar hún kemst að því að hann hefur
skrifað skáldsögu um samband þeirra þá hótar
hún að skjóta hann. Gagnrýnendur bera Allen
því sömu sökum og Lucy Harry, segir Nichols,
að skrifa skáldverk sem er lífið í lélegu dular-
gervi. Og það eru mistök, eins og myndin leiðir í
ljós, mistök sem geta fengið ástvin til að fremja
morð. Deconstructing Harry er því ekki játn-
ingar syndasels heldur saga um það að menn
skyldu varast að kasta fyrsta steininum. Enn er
þó deilt um samband lífs og listar í myndum All-
ens en segja má að það hafi verið meginþema
mynda hans á tíunda áratugnum, til dæmis í
Celebrity þar sem Kenneth Branagh leikur All-
en eða eins og Allen í aðalhlutverkinu.
En Allen hefur ekki aðeins fjallað um sam-
bönd sín í myndunum heldur hafa unnustur
hans og eiginkonur iðulega leikið í myndum
hans. Undantekningarnar á þessu eru fyrsta
eiginkona hans Harlene Rosen og Soon-Yi sem
aldrei hefur leikið í mynd eftir Allen og ekki séð
nema fáeinar þeirra. Hún hefur til dæmis aldrei
séð Annie Hall. Að mati Allens er það gott.
Allen kvæntist Harlene Rosen þegar hann
var tvítugur og hún nítján. Hún var Brooklyn-
búi eins og hann en að öðru leyti með ólíkan bak-
grunn, komin af vel stæðum verslunarrekend-
um með áhuga á tónlist og bókmenntum. Allen
var ekki byrjaður að vinna að kvikmyndum þeg-
ar þau voru saman en hann var að vinna sér gott
orðspor sem uppistandari. Það starf þótti Har-
lene honum ekki samboðið. Eftir að sjö ára
hjónabandi þeirra lauk tók Allen að segja sögur
af því í uppistandsdagskrá sinni. Þetta var auð-
vitað sárasaklaust grín um hluti eins og þá að
hann hefði átt nokkra sök á skilnaðinum vegna
þess að honum hefði hætt til að setja konu sína
„undir stall“. En Harlene þótti nóg um og fór í
mál við Allen sem var bannað að segja slíka
brandara um tíma. Allen lét sér vitanlega ekki
segjast. Einkalífið hefur orðið honum ótæmandi
uppspretta yrkisefna. Og þó að Bandaríkja-
menn hafi orðið æ fráhverfari myndum hans í
seinni tíð þá hefur hann notið sífellt meiri vin-
sælda í Evrópu, ekki síst í Frakklandi. Þar
kippa menn sér ekki upp við hvað sem er. Þegar
ein fyrrverandi eiginkvenna Harrys Blocks seg-
ir að líf hans snúist ekki um annað en „tóm-
hyggju, tortryggni, kaldhæðni og fullnægingar“
þá svarar hann um hæl: „Heyrðu, í Frakklandi
gæti ég boðið mig fram til þings með þetta slag-
orð, og unnið.“
WOODY ALLEN
OG KONURNAR
Í mörgum bestu mynda Woodys Allens er umfjöll-
unarefnið ástarsambönd, segir ÞRÖSTUR HELGA-
SON. Og oftast er hann að fjalla um eigin sambönd.
throstur@mbl.is
REUTERS
Allen ásamt Soon-Yi á kvikmyndahátíðinni í
Feneyjum þar sem nýjasta mynd hans Any-
thing Else er sýnd.