Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 2003
ÁHRIF Williams Shakespeares
á leikhús undanfarinna alda eru
óumdeilanleg, enda verk hans
reglulega sett á svið í leik-
húsum víða um lönd, og þá
gjarnan í nýjum og óvenju-
legum túlkunum. Shakespeare
virðist þó ekki síður hafa haft
áhrif á myndlistarmenn í heima-
landi sínu Bretlandi og í Dul-
wich Picture Gallery í London
stendur nú yfir sýningin Shake-
speare í myndlist. Sýningin rek-
ur túlkun myndlistarmanna á
sögupersónum Shakespears allt
frá 1730-1860. Nær sýningin yf-
ir ólíka myndlistarstrauma og
-stefnur tímabilsins - allt frá
rokkókó og ný- klassík til róm-
antíkur og verka unnin í stíl
„pre-raphaelite“ listamannanna.
Meðal þeirra 70 verka sem sjá
má á sýningunni má meðal ann-
arra nefna nornirnar þrjár úr
Macbeth í túlkun Henry Fusili,
Lér konung að syrgja dauða
Cordeliu í útfærslu James Barry
og Fallstaff að kanna lið sitt úr
Hinrik IV eftir William Hog-
arth.
Paradís með aug-
um listamanna
PARADÍS er viðfangsefni nýj-
ustu sýningar National Gallery í
London. Og líkt og sýningin
gefur til kynna þá voru hug-
myndir ólíkra listamanna um
paradís afar breytilegar. Þannig
var kornakur til að mynda
ímynd paradísar í huga breska
listamannsins John Constable, á
meðan að paradís var vetr-
arlandslag í huga Caspar David
Friedrich, Bakkanalía að mati
Nichola Poussian, garðmynd af
Arkadíu í í huga Monets og Ta-
hítí í verkum Gauguins.
Það er hins vegar listamað-
urinn Hieronymous Bosch sem
stelur senunni frá öllum öðrum
á sýningunni að mati gagnrýn-
anda breska dagblaðsins Guard-
ian sem telur ríkulega skreytta
mynd Bosch af garði hinnar
jarðnesku gleði standa öðrum
verkum framar. Hann telur
þemasýningu af þessu tagi nái
þó ekki að koma áhorfandanum
næganlega á óvart, enda verkin
flest vel þekkt og það sé helst
hugmynd um hvaða skiling
listamennirnir leggi í para-
dísarhugtakið sem sé heillandi.
Coplans látinn
John Coplans, stofnandi og fyrr-
um ritstjóri myndlistartímarits-
ins Artforum lést á dögunum,
83 ára að aldri. Coplans lét sér
þó ekki vinnuna við Artforum
nægja, heldur starfaði hann að
sögn New York Times einnig
sem listamaður, gagnrýnandi,
safnvörður og safnstjóri og að
lokum ljósmyndari þar sem
hann vann að óþægilegri mynd-
röð um öldrun líkama síns.
Shakespeare
með augum
listamanna
ERLENT
Nornirnar eftir Henry Fusili.
Garður hinna jarðnesku
dásemda.
Ég veit ekki hvort það er til neins að vera að
setja sig í einhverjar sérstakar stellingar við að
skoða verk Guðrúnar Benónýsdóttur í gallerí
Hlemmi. Styðja fingri á nefið, kinka kolli og
humma já og jamm, til skiptis. Ganga síðan að
næsta verki og endurtaka leikinn, jafnvel að
horfa til skiptis á verkið innst í salnum og hitt
hjá glugganum. Ég veit ekki hvort það er heldur
til neins að vera að reyna að setja þessi 4–5 verk
sem eru á sýningunni í eitthvað sérstakt sam-
hengi. Kannski er þetta einmitt svona sýning
sem maður á ekkert að vera að velta vöngum yf-
ir, heldur horfa stíft á hvert og eitt verk og njóta
þess sem fyrir augun ber því verkin eru sann-
arlega hvert og eitt áhugaverð í eðli sínu og
snerta við skynjuninni á mismundi hátt, þó að
líklega sé upplifunin mjög persónubundin fyrir
hvern og einn.
Á hægri hönd þegar gengið er inn er stór ljós-
mynd af listakonunni í stellingu sem margir sem
komnir eru yfir þrítugt kannast örugglega strax
við. Fyrirmyndin er plötuumslag á plötu Grace
Jones Island Life sem kom út árið 1990 og hefur
að geyma úrval laga Grace Jones. Um er að
ræða nákvæma eftirlíkingu á umslaginu þar sem
Grace Jones stendur í sömu stöðu og Guðrún, á
öðrum fæti á litlu handklæði, fáklædd, olíuborin,
heldur í hæl hægri fótar með hljóðnema í hægri
hendi, en hljóðneminn er tengdur í rafmagns-
innstungu á veggnum. Óneitanlega áhugaverð
leikfimiæfing svo ekki sé meira sagt og krefst
þónokkurs listfengis og liðugleika.
En hvaða tengsl eru á milli Grace og Guð-
rúnar? Kannski er Guðrún gamall aðdáandi
Grace Jones sem hefur alla tíð dreymt um að
feta í fótspor söngkonunnar, nákvæmlega þetta
fótspor. Eða þá að ljósmyndin sé inngangur að
sýningunni, umslag sýningarinnar, tilvísun í það
að á sýningunni sé úrval verka Guðrúnar, rétt
eins og hjá Grace. Enda er það raunin. Verkin
eru gerð á þriggja ára tímabili og hafa verið
sýnd oftar en einu sinni áður á ólíkum stöðum.
Þau eru ekki gerð fyrir þessa sýningu,
þau eru kannski Best of Guðrún.
Nálægt ljósmyndinni er svo postu-
línsafsteypa af reigðum hálsi Guðrún-
ar. Í sjálfu sér er í fyrstu erfitt að sjá
að um afsteypu af hálsi sé að ræða, en
þegar manni verður á að horfa til
skiptis á ljósmyndina og styttuna sér
maður að styttan er eins og endurvarp
hins reigða háls á ljósmyndinni. Af
verkinu stafar hispursleysi og sjálfs-
öryggi.
Í aðalsal eru tvær höggmyndir.
Þetta eru ljósakrónur sem listamað-
urinn hefur átt við með ýmsum hætti,
bætt þær og breytt þeim. Önnur er í
raun samansett úr fleiri en einni ljósa-
krónu, hún er hvít og máluð í neon-
grænum lit hér og þar. Nær gluggan-
um er svo önnur ljósakróna, alsett
steinum, „náttúrugimsteinum“, og
undir er gullmotta sem hefur verið
breidd yfir steina. Vel má ímynda sér
að gullmottann tákni gullinn ljóma
sem stafar af ljósinu í ljósakrónunni
sem fellur yfir fjörusteina. Þannig býr
verkið yfir nokkurri ljóðrænu. Hvíta
krónan er þó mun áhugverðara verk
og nýtur sín vel eitt og sér.
Ef hægt er að tala um gegnumgang-
andi þema í verkunum kemur orðið
hiti, sól eða bráðnun upp í hugann. Í
texta í sýningarskrá er fjallað um sýn-
inguna út frá þeirri hlið og talað um að
ljósakrónurnar séu að bráðna, Guð-
rúnu sé heitt og húð hennar smurð sól-
arolíu.
Ég get tekið undir það með texta-
höfundi að sterkasta tilfinningin sem
sýningin miðlar sé hiti. En þar sem
verkin og rýmið ná ekki að vinna full-
komlega saman er víst nauðsynlegt að
setja sig í stellingar eins og lýst var
hér að framan, til að finna þessa hita-
bylgju.
Dauðir hundar
Í gallerí Dvergi sýnir nú danskur
listamaður, Claus Hugo Nielsen. Inn-
setning hans í galleríinu er samansett
úr ljósmyndum, krítarmyndum, mál-
verkum og kroti, auk þess sem texti
kemur við sögu. Verkin eru hvert fyrir
sig hrá, draslaraleg og nokkuð blátt
áfram.
Við sögu koma dauðir hundar,
bjálkakofar, kanína, maður að taka
upp jólapakka, auk þess sem timbur er
áberandi. Sú tenging fær mann til að
láta huga reika út í skóg, jafnvel í æv-
intýraheim, sem er í hrópandi mótsötn
við þann veruleika sem sýningin er í, í
litlum fúkkalyktandi kjallara á Íslandi.
Nielsen er lipur teiknari, innsetn-
ingin er langt því frá nýstárleg eða
óvenjuleg á nokkurn hátt. Hún er þó
hressileg með skandinavísku ívafi.
Í stell-
ingum
Þóroddur Bjarnason
MYNDLIST
Gallerí Hlemmur
Opið fimmtudag-sunnudags frá kl. 14–18.
Til 31. ágúst.
INNSETNING
GUÐRÚN BENÓNÝSDÓTTIR
Gallerí Dvergur, Grundarstíg 21
Opið fimmtudag til sunnudags frá kl.17–19
Til 31. ágúst.
INNSETNING
CLAUS HUGO NIELSEN
Morgunblaðið/Arnaldur
Fjallakofi og fleira hjá Claus Hugo Nielsen.
Morgunblaðið/Jim Smart
Gullinn bjarmi á gólfinu, eða er ljósakrónan að bráðna?