Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.2003, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 2003
M
ÉR þótti vænt um að fá
þessi verðlaun – sér-
staklega vegna þess að
það eru grasrótarsam-
tök íslenskra leikhús-
manna sem veittu mér
þau. Mér hlýnaði um
hjartarætur,“ segir
Sveinn Einarsson sem fyrr í sumar hlaut heið-
ursverðlaun Grímunnar á verðlaunahátíð Ís-
lensku leiklistarverðlaunanna í Þjóðleikhúsinu
fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar.
Íslensku leiklistarverðlaunin voru nú veitt í
fyrsta sinn og var það mál manna að Sveinn
Einarsson væri virkilega vel að heiðursverð-
laununum kominn. Varla er til sú tegund leik-
húss á Íslandi sem hann hefur ekki unnið við.
Fyrir utan að vera mjög virkur leikstjóri frá því
á þrítugsaldri, hefur Sveinn verið leikhússtjóri
bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleik-
húsinu, yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar
hjá sjónvarpinu, unnið með sjálfstæðum leik-
hópum, unnið að óperuuppfærslum – og ferðast
með sinn eigin leikhóp um heiminn í tíu ár.
Fyrir utan störf innan leikhússins, hefur
Sveinn gegnt ótal ábyrgðarstöðum í menning-
argeiranum á vegum bæði ríkis og borgar og
líklega er andlit hans sem embættismaður mun
þekktara en andlit hans sem listamaður. Fram-
lag hans sem listamaður hafði þó ekki gleymst,
eða farið framhjá kollegum hans í leikhúsinu –
sem betur fer, og við hin vorum minnt á þetta
framlag.
Það var þó ekki heiglum hent að fá Svein til
að líta yfir farinn veg, sinn listamannsferil eftir
verðlaunaafhendinguna, vegna þess að hann
gegnir ekki aðeins ábyrgðarstöðum hér á landi,
heldur víða um heim; er stöðugt á faraldsfæti,
dvelur hér heima í dag og dag á milli ferða…
En að lokum tókst að ná í skottið á Sveini og
fyrsta spurningin var auðvitað: Hvað fór í gegn-
um huga þér kvöldið sem þú tókst við Grím-
unni? „Það er athyglisvert hvað ýmislegt
gleymist fljótt hér á landi.
Í leikhúshléi nýlega stóðu hjá okkur hjónun-
um, hjón sem ég hélt að allir þekktu, Róbert
Arnfinnsson og hans kona, Stella, en Róbert
hefur verið einn af máttarstólpunum í íslensku
leikhúsi í hálfa öld. Engu að síður þurfti ég að
kynna hann fyrir ljósmyndaranum. Ég tók
þetta dálítið nærri mér af kynslóðarástæðum.
Ég held að það verði að viðurkennast að þótt
fólk haldi í æskugáska sínum að það sé að búa til
betri heim, þá byggir maður ansi mikið á því
sem aðrir hafa gert. Það er að vísu sagt að eng-
inn sé eins dauður og dauður leikari, en sem
leiklistarfræðingur harðneita ég því…
Þegar maður fer að eldast, sem hét nú einu
sinni að þroskast, fer maður að velta fyrir sér
hvað mótaði mann; til dæmis þegar lagt var út á
listabrautina og hvað olli því. Var það tilviljun?
Var það val? Og hvað af því situr? Hverju hafn-
ar maður strax og hvers vegna? Hverju hafnar
maður seinna? Svarið við því er að annaðhvort
hafi maður sjálfur breyst, eða þá að aðferðir í
leikhúsi breytast – nema hvort tveggja sé.“
Ekki hægt að bjóða upp á
mig á leiksviði
Sveinn hóf nám í leiklistarskóla fyrir tvítugt.
Þegar hann er spurður hvort hann hafi ætlað
sér að verða leikari, segir hann það af og frá.
„Ég hafði ekki hæfni til þess og leit auk þess
þannig út að það var ekki hægt að bjóða upp á
mig á leiksviði. Hins vegar vildi ég geta sett mig
í spor leikarans og upplifað hans hlið málsins.
Ég var svo sem ekkert heldur að velta því fyrir
mér að verða leikstjóri; hafði ekki hugmynd um
hvort ég hefði einhverja hæfileika í þá átt. En ég
vissi að ég myndi koma við í leikhúsinu með ein-
hverjum hætti. Það yrði óhjákvæmilegt.“
Í háskóla lagði Sveinn stund á leikhúsfræði,
bókmenntir og heimspeki og segist jafnframt
hafa verið svo heppinn að þjálfast í leikhúsvinnu
á sama tíma. „Ég var grár köttur í Óperunni í
Stokkhólmi, dró tjöldin fyrir og frá og kom af
stað leikhljóðum í Drottningarhólmsleikhúsinu.
Ég vann í Stúdentaleikhúsinu og var þar að-
stoðarleikstjóri. Einnig í Riksteatern, þar sem
ég vann með einum þekktasta leikstjóra Svía,
Sandro Malmquist, sem hafði verið leikhús-
stjóri í Malmö þegar það var opnað og þótti ný-
stárlegasta leikhús í Evrópu.
Nú, okkur samdi ekki alveg fyllilega, einkum
eftir að hann hafði veður af því að leikararnir
væru að koma til mín á laun og biðja mig að
hjálpa sér.
En ég fékk gott veganesti í Svíþjóð. Meðal
kennara minna voru frægustu leikstjórar Svía,
sem var ómetanlegt. Þeir fóru í uppsetningar
sínar, útskýrðu hvers vegna þeir hefðu gert hitt
eða þetta, hvers vegna þeir hefðu valið tiltekna
leið, hvað þeim hefði fundist heppnast og hvað
ekki. Þarna voru Olof Molander, Alf Sjöberg,
Ingmar Bergman og síðan var ég við útvarps-
leikrit hjá Bengt Ekerot. En það var í rauninni
ekki fyrr en löngu seinna sem ég gerði mér ljóst
hvað ég lærði gríðarlega mikið af þessum mönn-
um.
Sama máli gegndi um leikstjórana í París
sem ég kynntist sumum persónulega eftir að ég
var kominn þangað; leikstjórar eins og Jean-
Louis Barrault og Jean Vilar, auk þess sem
Roger Planchon sló í gegn fyrsta árið mitt í Par-
ís. Vilar var mér mikil opinberun, því hjá honum
var ákveðinn hreinleiki sem ég hef reynt að ná í
skottið á á leiksviði. Hjá honum var, eins og hjá
Wieland Wagner í Bayreuth, leikarinn eða
söngvarinn í sviðsrýminu í forgrunni.
Í hinn fótinn lærði ég ýmis fræði og átti einn-
ig afburðakennara, til dæmis Agne Beijer og
Gösta M. Bergman í Stokkhólmi og Jacques
Scherer og Etiamble í París.
Planchon kom eitt sinn til Íslands og það var
haldið námskeið fyrir unga leikstjóra á Norð-
urlöndum. Svíar höfðu þá þegar dottið í þá
gryfju að allt var vandamál hjá þeim. Einn ung-
ur, sænskur leikstkjóri spurði Planchon: Hvað
gerið þér, herra Planchon, með vandamálið að
fá fólk í leikhúsið? Planchon svaraði: Vandamál?
Það er ekki til vandamál. Það er bara spurning
um lausnir.“ Ég held að þetta sé ágæt regla í
leikhúsi – og í lífinu.“
Jökull ýtti mér út í leikstjórnina
„En hvað með það, smám saman varð ég svo
leikstjóri. Það var Jökull Jakobsson sem stakk
upp á því fyrstur. Ég var þá farinn að leikstýra
hjá Þorsteini Ö. Stephensen í útvarpinu – og
fyrst ég er nú farinn að nefna íslenska lista-
menn, held ég að heiðarlegt sé að viðurkenna að
ég hafi líka lært heilmikið af Lárusi Pálssyni og
Indriða Waage, sem og mínum eigin samverka-
mönnum þegar ég byrjaði að vinna í Iðnó, þeim
Gísla Halldórssyni og Helga Skúlasyni.
Ég nefndi áðan Bengt Ekerot. Hann var einu
sinni að leikstýra útvarpsleikriti, Draumleik
Strindbergs, sem er ákaflega vandasamt við-
fangsefni og satt að segja voru taugarnar komn-
ar á suðupunkt í upptökusalnum. Þá stöðvaði
hann æfingar og sendi Jarl Kulle, sem var einn
frægasti leikara Svía og mikill sögumaður eins
og Gunnar Eyjólfsson, inn í salinn og hann fór
að segja sögur þangað til við veltumst öll um af
hlátri.
Það slaknaði á taugunum og síðan var farið í
að taka upp þetta viðkvæma atriði – sem auðvit-
að tókst. Þegar ég kom í Iðnó, áttaði ég mig á
því að Gísli Halldórsson átti það til að nota ná-
kvæmlega sömu aðferð.
Ég nefndi að Jökull hefði ýtt mér út í leik-
stjórnina. Það var í Sjóleiðinni til Bagdad 1965.
Helgi Skúlason aðstoðaði mig við undirbúning-
inn, það er að segja, það sem kallað er stöður á
sviðinu. Þannig var nefnilega mál með vexti hjá
leikstjórum á þessum tíma að þeir skrifuðu nið-
ur hverja einustu hreyfingu nákvæmlega inn á
tilsvörin. Á þeim tíma sem ég starfaði í leikhúsi,
átti þetta eftir að gerbreytast. Mörgum þótti
sem þetta væri hemjandi fyrir hugmyndaauðgi
leikarans, því þótt leikstjórinn sé sá eini sem sér
sýninguna úr sal, er æfingaferlið mjög flókið.
Því er hægt að haga á marga vegu.
Á síðasta hluta 7. áratugarins vorum við farin
að gera tilraunir með annars konar aðferðir, til
dæmis að spinna. Í fyrsta sinn sem ég notaði
þessa aðferð var í leikriti Gombrowicz, Yvonne,
árið 1967 og síðan aftur í Iðnórevíunni 1969. Þá
sagði einn leikari af eldri kynslóðinni: „Segðu
mér bara nákvæmlega hvað ég á að gera. Ég
skal gera það hundrað prósent – en ekki láta
mig vera svona í lausu lofti.“ Ég er á því að
margt hafi unnist við að hafa frjálsari aðferð við
æfingar.
Það örvar frumkvæði leikaranna. En það er
samt viss hætta sem verður að vera á verði
gagnvart. Í leikhúsinu erum við alltaf að segja
sögu og hún verður að flytjast frá einum
áherslupunkti yfir á annan, þannig að það er
alltaf nauðsynlegt að hafa hugsunarlega bygg-
ingu á sviðsetningunni. Í hverju felst, til dæmis,
sálfræðileg afstaða frá einni persónu til ann-
arrar, hverjar eru félagslegar aðstæður þeirra
eða annað sem einkennir verkið.“
Alæta á stíltegundir
„Auðvitað hefur leikhúsið breyst mjög mikið
á þessum tíma og ég býst við að ýmislegt þætti
gamaldags sem við vorum að gera þá. En, nota
bene, bara sumt, vegna þess að það sem er gott
blívur. Ég er svo einkennilegur að halda því
fram að þótt breytingar eigi sér stað, þá sé leik-
listin ekkert betri í dag en hún var hjá Grikkjum
þremur til fjórum öldum fyrir Krist, eða hjá
Moliere fyrir þrjú til fjögur hundruð árum. Ég
trúi ekki á svokallaða framþróun í listum, sem á
þá að þýða að allt sem er nýjast sé merkilegast.
Ég held að þetta sé fyrst og fremst spurning um
breytingar – og þá nauðsynlegar breytingar,
vegna þess að leikhúsið á að endurspegla sinn
tíma hverju sinni.
Það er, til dæmis, engin tilviljun hversu hið
myndræna leikhús hefur verið haft í miklum há-
vegum undanfarið. Sú kynslóð sem er þarna að
verki er miklu meira mótuð af myndinni en af
Sveinn Einarsson: „Frumsköpun finnst mér vera góður grunnur fyrir blómlegt listalíf.“
Í LEIKHÚSINU ER ALLTAF
VERIÐ AÐ SEGJA SÖGU
Sveinn Einarsson, leikstjóri og leikhúsfræðingur, hefur verið mikilvirkur í íslensku menningarlífi frá því að
hann kom heim frá námi á 7. áratugnum. Hann hefur gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum á vegum ríkis og
borgar en á sér einnig óslitinn feril sem listamaður. Á dögunum tók hann fyrstur manna við heiðursverðlaun-
um Grímunnar fyrir æviframlag sitt til leiklistar. Sveinn ræðir hér við SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR um störf
sín sem leikhúslistamaður, áhrifavaldana í lífi sínu og þróun leikhússins síðustu þrjá til fjóra áratugina.
Morgunblaðið/Arnaldur