Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 2003 15 Morgunblaðið/Þorkell Hörður Áskelsson kórstjóri og organisti. HÖRÐUR Áskelsson, org- anisti Hallgrímskirkju, leik- ur á tvennum tónleikum í kirkjunni nú um helgina, kl. 12 í dag og kl. 20 annað kvöld. Tónleikarnir eru þeir síðustu í ár í tónleika- röðinni Sumarkvöld við orgelið. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Couperin, Wesley, Saint-Saëns og Britten, auk nýrra orgelverka eftir Þorkel Sigur- björnsson og nýtt verk eftir John Speight. Þetta er í fyrsta sinn sem John Speight semur fyrir orgel. Hvernig verk er þetta? „Þarna er um að ræða nýtt og spennandi verk sem heitir Pax (Friður), en hef- ur undirtitilinn Fyrir Hörð Áskelsson. Verkið er skrif- að að minni uppástungu í tilefni af 10 ára afmæli Klais-orgelsins sem haldið var upp á í desember. Þá skrifaði Þorkell verkið Inn- sigli, sem ég flutti þá, og flyt nú í annað sinn. Svo kom John til mín í vor með nýju smíðina. Verkið ber með sér tónsmíðastíl sem John hefur verið að þróa í kórtónlist og yfirfærir á orgelið. Það er erfitt að lýsa tónlistinni. Verkið er margslungið og byggt úr miklum andstæðum, mikil átök innan um og saman við í þessari friðarkveðju. Í seinni hluta verksins brýst í gegn sálmalag, einhvers konar friðarákall. Ég er fyrst núna þessa dagana að upplifa verkið, en það er alltaf óvissuferð að koma nýju verki saman. Það er alltaf jafngaman að glíma við eitthvað sem ekki hefur verið gert áður og vona ég að mér takist að flytja verk- ið svo verðugt sé.“ Stór partur af verkinu er hljóðfærið sem það er flutt á. Hvernig hefur tekist til? „Mér finnst ég vera búinn að finna skemmtilegar lausnir. Ekkert er fyr- irskrifað af tónskáldinu annað en styrkleikinn en það getur skipt sköpum fyr- ir orgelverk að velja rétta liti á orgelið.“ Hvernig er dagskráin samansett? „Þetta er nú svona dæmi- gerð orgeldagskrá. Orgelið er krefjandi og ekki mjög auðvelt að hlýða á lengi í einu. Þegar nútímaverk er flutt er gott að hafa að- gengileg verk með. Ég reyni að setja saman fjöl- breytt og áhugavert efni.“ Er eitthvað sem sameinar verkin? „Það er nú minn eigin leikur í byrjun tónleikanna. Ég byrja á því að flytja tvö ensk verk, á undan John Speight, eftir Samuel Wes- ley og eina orgelverk Ben- jamins Britten, Prelúdía og fúga. Með því er ég svolítið því það er biðlisti eftir að komast að. Orgeltónleikar og orgeltónlist eiga mjög undir högg að sækja. Í frægum kirkjum í stórborg- unum þykir gott að fá 50 manns á tónleika, en við er- um óánægðir ef fjöldinn fer niður fyrir 100. Það sem stendur upp úr á afmæl- isárinu er Kirkjulistahá- tíðin í vor. Við fengum al- veg gríðarlega góð viðbrögð frá gestum hátíð- arinnar, bæði innlendu og erlendu flytjendunum, og það er eftirminnileg og uppörvandi hvatning. “ Hefur tilkoma orgelsins markað þáttaskil í flutningi orgelverka hér á landi? „Algjörlega. Það verður ekki sagt nægjanlega skýrt. Ég þekki söguna fyrir og eftir. Himinn og haf er á milli.“ Nú er erilsömu ári að ljúka. Hvað tekur við? „Það er eins og ég sé bú- inn að vera í hálfgerðu tómarúmi eftir árið og hefi ekki haft orku til að hlaða inn á mig. Nú er allt að fara í gang fyrir næsta ár og það eru mörg stór verkefni með spurningarmerkjum sem ég verð að leysa í næstu viku. Fyrir mig að fá að spila á orgelið er hvíld. Að fá að loka mig af og æfa mig og undirbúa tónleika er eins og að vera í fríi. Ég var orð- inn svolítið fingrastirður eftir sumarið.“ Í hádeginu leikur Hörður þrjú verk af efnisskrá sunnudagstónleikanna, Air og Gavottu eftir breska 19. aldar tónskáldið Samuel Wesley, Offertoire úr org- elmessu eftir François Couperin og Passacagliu og fúgu í c-moll eftir Johann Sebastian Bach. að staðsetja John því mér finnst tónlist hans bera þess merki að hann á rætur sín- ar að rekja til Englands. Þá leik ég tvö frönsk verk, eitt gamalt og eitt rómantískt, eftir Couperan og Saint- Saëns. Þá koma verk eftir Þorkel og Bach. Ég er nátt- úrlega spila Passacaliu af því það er eitt af mögn- uðustu orgelverkum Bachs. Það má segja að tengsl séu milli verka Bachs og Þor- kels. En Þorkell sagði sjálf- ur, þegar hann var að setja það saman, að hann hugsaði sér það sem einhvers konar tengingu við það þegar Bach var að skrifa sínar prelúdíur með miklum tif- andi hröðum hlaup- anótum.“ Með tónleikunum lýkur tónlistar- og afmælisári Hallgrímskirkju. Hvernig hefur tekist til? „Við byrjuðum með þessa tónleikaröðina Sumarkvöld við orgelið árið 1993. Á þessum níu vikum í júlí og ágúst eru þrennir tónleikar á viku. Svo við höfum verið töluvert áberandi. Það er mjög auðvelt fyrir okkur að skipuleggja þessa tónleika Friðarákall í átakaverki STIKLA Orgeltón- leikar í Hallgríms- kirkju Næsta v ika Laugardagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar kl. 15 Högg- myndasýningin Meistarar formsins – Úr högg- myndasögu 20. aldar. Listasafn Akureyrar kl. 15 Þjóð í mótun: Ísland og Íslendingar fyrri alda. Í vest- ursal: Abbast uppá Ak- ureyri. Erla S. Haraldsdóttir og Bo Melin sýna hvernig Akureyrarbær gæti litið út í óræðri framtíð ef þar byggju í kringum 700 þús- und manns. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Erna Hafnes sýn- ir olíu- og vatnslitaverk. Yf- irskrift sýningarinnar er „Ýmyndávegg“ og er þetta hennar fyrsta sýning. Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 15–18. Gallerí Undir- heimar, Álafoss- kvos kl. 16 Andri Páll Pálsson og Brynja Guðnadóttir sýna ljós- myndir og innsetningu. Sýn- ingin nefnist Fenjavík. Opið fim.- og föstudaga kl. 15- 17, lau.-og sunnudaga kl. 13-17. Verslunin Te og kaffi, Laugavegi 27 Charlotta Sverrisdóttir sýnir olíu- málverk til 30. september. Litasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi Smekkleysu- bíó í fjölnotasal Hafnarhúss- ins. Fjórar sýningar verða um helgina. Kl. 14 verður sýnd mynd- in Björk at The Royal Opera House og kl. 16 Björk – Livebox sem eru nýútgefn- ar upptökur frá tónleikum söngkonunnar. Á morgun kl. 14 Rokk í Reykjavík og kl. 16 Björk – Livebox og með því lýkur Smekkleysusýningunni. Sunnudagur Smábýlið Krókur á Garðaholti Opið hús kl. 13 og 17. Krókur er lítill bárujárnsklæddur bursta- bær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Bær- inn er gott dæmi um húsa- kost og lifnaðarhætti al- þýðufólks á þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar. Aðgangur er ókeypis. Sjá www.gardabaer.is. Miðvikudagur Hafnarborg kl. 20 Bent- ína Sigrún Tryggvadóttir heldur námsstyrktartónleika. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Maxim Vengerov fiðluleikari. Hljómsveit- arstjóri: Rumon Gamba. Efnisskrá: Gamanfor- leikur Emm- anuel Chabrier eftir Victor Urbancic, Siesta eftir Esp- ana William Walton, Cap- riccio Espagnole eftir Niko- laj Rimskíj-Korsakov, Symphonie espagnole eftir Edouard Lalo og Tzigane eftir Maurice Ravel. Hótel Borg kl. 21 Tríó Guðlaugar Ólafsdóttur söngkonu. Tríóið skipa, auk hennar, Róbert Þórhallsson á kontrabassa og Ásgeir Ás- geirsson á gítar. Tilkynningar sem birtast eiga á þessari síðu þurfa að berast í síðasta lagi kl. 11 árdegis á fimmtudag. Net- fang: menning@mbl.is. Sjá einnig www.mbl.is/staður og stund. Björk í Palladium London Maxim Vengerov Olíuverk eftir Ernu Hafnes. MYNDLIST Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík – sjötti áratugurinn. Ljósmyndir eftir Hans Malm- berg frá 1951. Til 1.9. Galleri@hlemmur.is: Guð- rún Benónýsdóttir. Til 31.8. Gallerí Álfur, Bankastræti 5: Ljósmyndasýning Ljósálfa og félaga. Til 31.8. Gallerí Undirheimar, Ála- fosskvos: Andri Páll Pálsso og Brynja Guðnadóttir.Til 14.sept. Gallerí Dvergur, Grund- arstíg 21: Danski myndlist- armaðurinn Claus Hugo Niel- sen. Til 31.8. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Rauða stofan: Jónas Bragi Jón- asson. Til 31.8. Baksalur: Helga Kristmundsdóttir Ljósafold: Sig- ríður Bachmann. Til 14.9. Gallerí Skuggi: Valgarður Gunnarsson. Til 31.8. Gerðarsafn: Sýning á mál- verkum Jóhannesar Kjarvals úr einkasafni. Til 6.9. Gerðuberg: Breiðholt fyrr og nú. Til 21.9. Hafnarborg: Guðbjörg Lind og Anna Jóelsdóttir. Til 8.9. Handverk og hönnun, Að- alstræti 12: Sumarsýning. Til 31.8. Hús málaranna, Eiðistorgi: Óli G. Jóhannsson – ný málverk og teikningar. Til 31.8. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Úr eigu safnsins – Sýnishorn íslenskrar hönn- unar 1952–2002. Til 1.9. i8, Klapparstíg 33: Ljós- myndir Roni Horn. Undir stig- anum: Hlynur Hallsson. Til 13.9. Íslensk grafík, Hafnarhús- inu: Grafíksýningin Homo Graficus V. Til 31.8. Kling & Bang, Laugavegi 23: Ljósmyndasýning Peters Funch. Til 31.8. Listasafn Akureyrar: Þjóð í mótun: Ísland og Íslendingar fyrri alda. Vestursalur: Erla S. Haraldsdóttir og Bo Melin. Til 2. nóv. Listasafn Árnesinga: Safn- eignin og samtíminn. Til 21. sept. Safnið er opið um helgar, kl. 14-18, í vetur. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu- daga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Úrval verka úr eigu safnsins. Til 31.8. Listasafn Reykjanesbæjar: Sossa Björnsdóttir. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Ás- mundarsafn: Ásmundur Sveinsson – Nútímamaðurinn. Til 20.5. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Innsýn í al- þjóðlega myndlist á Íslandi. Til 7.9. Erró – stríð. Til 3.1. Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Hringekjur lífsins – málverk eftir Eyjólf Ein- arsson. Til 12. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Meistarar formsins – Úr höggmyndasögu 20. aldar. Til 28.9. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi: Erna Hafnes. Til 7.9. Listhús Ófeigs, Skóla- vörðustíg: Norskir textílhönn- uðir. Til 17.9. Ljósmyndasafn Reykjavík- ur, Grófarhúsi.: Claire Xuan. Til 1.9. Norræna húsið: Ljósmyndir Ragnars Th. Sigurðssonar við texta Ara Trausta Guðmunds- sonar. Til 31.8. Skartgripir Liv Blåvarp. Til 19. okt. Safnasafnið, Alþýðu- listasafn Íslands, Eyjafirði: Tíu úti- og innisýningar. Til 14.9. Safn – Laugavegi 37: Opið mið–sun, kl. 14–18. Þar eru til sýnis á þremur hæðum íslensk og alþjóðleg samtímalistaverk. Sjóminjasafn Íslands, Vest- urgötu 8, Hafnarf.: Gripir úr Þjóðfræðisafni Þjóðminjasafns Íslands. Til 15.9. Skaftfell, menningar- miðstöð: Sólveig Alda Hall- dórsdóttir. Til 5.9. Skálholtsskóli: Björg Þor- steinsdóttir er staðarlistamaður í Skálholti. Til 12.9. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Íslend- ingasögur á erlendum málum. Fundargerðabók Þjóðfund- arins. Upplýsingamiðstöð mynd- listar: www.umm.is undir Frétt- ir. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Kvetch, mið., fim., fös. Rómeó og Júlía, lau. Grease, lau., sun., fös. Sumaróperan: Poppea, lau., sun. Iðnó: Sellofon, fim. Á LOKATÓNLEIKUM sum- artónleikaraðar veitingahúss- ins Jómfrúarinnar við Lækj- argötu, í dag kl. 16, kemur fram kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Auk Sig- urðar skipa hljómsveitina þeir Jón Páll Bjarnason á gítar, Tómas R. Einarsson á kontra- bassa og Erik Qvick á tromm- ur. Sérstakur gestur í hluta efn- isskrárinnar verður söngkonan Andrea Gylfa- dóttir. Með þessum tólftu tónleikum sumarsins lýkur sum- artónleikaröð Jómfrúarinnar að þessu sinni. Leikið verður utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Kvartett Sigurðar Flosa og Andrea Gylfa Morgunblaðið/Jim Smart Andrea GylfadóttirSigurður Flosason NÚTÍMADANSHÁTÍÐ – Reykjavík dancefestival 2003 verður haldin í ann- að sinn dagana 6.–7. og 13.–14. september á nýja sviði Borgarleikhússins. Markmið hátíðarinnar er að skapa vettvang þar sem sjálfstætt starfandi dansarar og danshöf- undar kynna verk sín. Þeir sem standa að hátíð- inni í ár eru meðal fremstu dansara og danshöfunda á Íslandi, þau Ástrós Gunnarsdóttir, Cameron Corbett, Jóhann Freyr, Nadia Banine, Ólöf Ing- ólfsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Stefnt er að því að hátíðin verði árviss menningarviðburður í Reykjavík. Upplýsingar um hátíðina má sjá á www.dancefest- ival.is. Nútíma- danshátíð í Reykjavík

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.