Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 2003 S JÖUNDI áratugurinn var merki- legur og skemmtilegur tími. Hinn vestræni heimur hafði um 1960 verið í fimmtán ár að jafna sig eftir síðari heimsstyrjöldina; það var vissulega tímabil vöru- skorts, skömmtunar og hafta. Mig minnir þó að við, sem vorum þá ung, létum það ekki á okkur fá. Um og eftir 1960 var eins og veröldin væri loks búin að jafna sig eftir verstu áföllin; fólk þurfti ekki lengur að standa næturlangt í biðröð ef fréttist að bomsur væru komnar í skóbúð eða ný karlmannaföt í Últíma. En um leið magnaðist kalda stríðið og teygði anga sína á síður blaðanna. Pólitískur lit- ur skipti þá miklu meira máli en nú og rithöf- undar gátu átt erfitt uppdráttar ef grunur var um að litur þeirra væri ekki „réttur“. Þetta var leiðinlegt og átti því miður eftir að standa lengi. Um 1960 bjuggum við áreiðanlega við versta vegakerfi í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Eiginlega sætir undrum að venjulegir fólksbílar skyldu ekki hrynja tiltölulega fljótt. Það gerðu þeir ekki, en eldri kynslóðin man vel eftir skröltinu, glamrinu og tístinu á ferðalögum. Al- faraleiðir, til að mynda á Suðurlandi, voru alveg ófærar tímunum saman á vorin og mátti þakka fyrir að komast yfir hvörfin. Menn kviðu jafnvel fyrir því að aka fyrir Hvalfjörð. Flestir munu telja að tölvutæknin, sem nú er yfir og undir og allt um kring, sé veigamesta framfaraskrefið á síðustu fjörutíu árum, en margir þeirra, sem lengra muna aftur í tímann, munu segja að það séu alvöru vegir með bundnu slitlagi. Öll önnur framfaraskref eru smærri, en við vildum samt ekki án þeirra vera. Væri okkur kippt fjóra áratugi aftur í tímann mundu margir sakna þess að geta ekki talað í bílsíma eða gemsa, ekki fengið spólu á vídéóleigu og þá væri heldur ekkert sjónvarp, margfalt færri veit- ingahús, enginn bjór nema smyglaður. Þá voru kaupfélögin enn við lýði og kepptu við kaupmanninn á horninu, sem er að deyja út á þessum stórmarkaðatímum. Vitaskuld er ekki annað en gott hvað vöruúrval hefur aukizt; einnig það að komast í búð um helgar og fram eftir kvöldi. Meira máli skiptir þó að flestum er leiðin greiðari til náms, en þá var landsprófið sá þröskuldur sem notaður var til að draga ungt fólk í dilka. Öll framtíðaráform gátu brostið við það eitt að fá ekki nema 5,99 á landsprófi. Fjöldi frábærra listamanna Eftirtektarvert er hvað þjóðin átti marga góða listamenn fyrir fjörutíu árum. Í starfi mínu á blöðunum átti ég þess kost að kynnast mörgum þeirra sem hæst ber; einkum skáldum og rithöfundum, sem ég minnist með þakklæti og virðingu. Þar á meðal eru Gunnar Gunn- arsson, Jón Helgason, Halldór Laxness, Tómas Guðmundsson, Guðmundur Daníelsson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Stefán Hörður Grímsson, Jóhannes úr Kötlum og Jón úr Vör. Úr hópi myndlistarmanna um 1960 eru mér minnisstæð- ust samskipti við Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving, Svavar Guðnason, Finn Jónsson, Jón Engilberts, Þorvald Skúlason, Barböru Árna- son, Jóhann Briem og myndhöggvarana Ás- mund Sveinsson og Sigurjón Ólafsson. Þetta var eldri kynslóð listamanna fyrir fjörutíu árum og allir eru þeir látnir. Þá eins og nú var misjafnt hversu „sýnilegir“ eða áberandi beztu listamenn okkar voru. Miklu minna bar á andúð á Halldóri Laxness eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin 1955; hann var þá orðinn ofurstirni, en Jón Leifs var ekki oft í sviðsljósinu og helzt að á hann væri minnst í tengslum við STEF. Miklu meira bar á Páli Ís- ólfssyni og útvarpið átti mestan þátt í því. Allt menningarlíf naut góðs af mönnum eins og Sig- urði Nordal prófessor, Ragnari Jónssyni útgef- anda „í Smára“ og Sveini Einarssyni leikhús- stjóra sem stýrði bæði Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu á löngu, farsælu skeiði. Á sama tíma höfðu leikhúsin á að skipa úr- valsleikurum og mér eru sumar leiksýningar í Iðnó frá þessum árum minnisstæðari en allt annað frá síðari áratugum. Í einstökum list- greinum hygg ég að mest aukning hafi orðið í tónlist. Við áttum frábæra tónlistarmenn þá eins og nú, en á síðari árum hefur fjöldi hvers- kyns tónleika margfaldast. Um 1960 urðu kynslóðaskipti í listum; ekki aðeins vegna aldurs heldur vegna nýrra við- horfa. Ungir myndlistarmenn höfðu nokkrum árum áður boðað fagnaðarerindi abstraktlistar, en hópur skálda sagði á sama tíma skilið við rím og stuðla og kynnti það sem kallað var at- ómkveðskapur. Um þetta leyti var ný kynslóð skálda og rithöfunda komin á fljúgandi ferð til vegs og virðingar og samskiptin við þann hóp hjá okkur, sem þá voru jafnaldra á blöðunum, urðu náin. Þar voru systkinin Svava og Jökull Jakobsbörn, Thor Vilhjálmsson, Hannes Pét- ursson, Matthías Johannessen, Guðbergur Bergsson, Indriði G. Þorsteinsson, Jóhann Hjálmarsson, Sigurður A. Magnúson, Einar Bragi og Þorsteinn frá Hamri, svo einhverjir séu nefndir. Nokkrir myndlistarmenn, sem þá voru farnir að láta að sér kveða, eru lifandi og sumir starfandi; menn eins og Erró, Kristján Davíðsson, Baltasar, Hjörleifur Sigurðsson, Bragi Ásgeirsson, Benedikt Gunnarsson, Eirík- ur Smith og Kjartan Guðjónsson. Hörður Ágústsson hefur líka verið starfandi til þessa; síðustu áratugina sem fræðimaður um forna, ís- lenzka byggingarlist. Aðrir úr þessum hópi hafa fallið frá; til að mynda Valtýr Pétursson, Sverr- ir Haraldsson, Alfreð Flóki og Sveinn Björns- son. Með þetta lið var staða listmenningar á Ís- land sterk. Því nefni ég þessa þjóðkunnu listamenn, að þeir voru um leið styrkur blaðanna. Hvort- tveggja var, að þá eins og nú birtu skáld og rit- höfundar verk sín í blöðum, og eins hitt, að lista- menn og verk þeirra voru æði oft viðfangsefni okkar sem störfuðum á blöðum á síðari hluta blýaldar. Síðan hefur alveg ný tegund listar og listamanna komið til sögu og orðið drjúgt um- fjöllunarefni; Kvikmyndir, kvikmyndahöfundar og kvikmyndaleikarar. Þá var að byrja fyrir al- vöru að bjarma fyrir kvikmyndaöldinni og þótti flestum takast vel þegar 79 af stöðinnni var kvikmynduð 1962. Maður er manns gaman Sú áherzla í blaðamennsku hefur ekki breytzt að hafa fólk í fyrirrúmi. Fyrir utan hin hvim- leiðu staglviðtöl við fræga fólkið er ævinlega hægt að grafa uppi fólk sem kemur á óvart. Óm- ari Ragnarssyni tókst að gera Gísla á Uppsölum þjóðfrægan enda þótt nafni minn hefði ekki neitt stórmerkilegt að segja. Þarna var kostur að geta unnið með kvikmynd; þetta hefði ekki tekizt neitt svipað í rituðu máli. Það þekkja blaðamenn frá umliðnum áratug- um að misvel gengur að fá fólk til að tjá sig í viðtölum. Einn þeirra sem hafði munninn fyrir neðan nefið var Björn alþingismaður á Löngu- mýri og fengist hann í viðtal mátti oft eiga von á einni og einni mergjaðri yfirlýsingu. Á síðari hluta blýaldar átti ég samtal við Björn og ég man það eitt úr því, að hann taldi að við Sunn- lendingar værum frekar heimskir og sífelldar rigningar ættu sök á því. Óvenjulegt var, að Björn setti að skilyrði fyrir viðtalinu að hann fengi greidda þóknun, sem ég man að var 1.500 krónur. Hann leysti ávísunina ekki út, en við fréttum seinna að hann sýndi hana í kjördæm- inu fyrir kosningar og sagði: „Þetta borga þeir fyrir sunnan fyrir það eitt að fá að tala við mig.“ Af öðru fólki sem ég skrifaði samtöl við fyrir um fjörutíu árum og er mér minnisstætt vil ég nefna Þórð á Mófellsstöðum í Skorradal, blind- an þjóðhaga smið, sem smíðaði sjálfur bandsög- ina sína eftir að hafa fengið að þreifa á verkfær- um í Völundi. Það var áhrifamikið að hitta þennan stórgáfaða mann og ræða við hann, rúmlega áttræðan. Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn er einnig í röðum hinna minn- isstæðu. Ég hitti hann að máli sumarið 1960 í Árnastofnun og hann tók mér illa í fyrstu; leit með fyrirlitningu á eintak af Vikunni sem ég sýndi honum og sagðist eitt sinn hafa þekkt íhaldskall sem las svona blöð. En þegar hann komst að því að ég væri ekki af mölinni, heldur úr Biskupstungum, léttist mjög á honum brúnin og hann fór á kostum í skemmtilegheitum. Í sömu ferð hitti ég og skrifaði samtal við einn kynlegasta kvist sem ég hef fyrir hitt, Karl Einarsson Dunganon, skáld, myndlistarmann og hertoga af Sánkti Kildu. Hann bjó í sam- býlishúsi einhverstaðar við Vesterbrogade og hafði sankað saman í íbúðina þvílíkum kynstr- um af hverskyns drasli að þar var aðeins gengt meðfram veggjum. Í hópi þeirra minnisstæðu frá þessum tíma er tvímælalaust Guðný Jónsdóttir frá Galtafelli, systir Einars myndhöggvara. Ég kynntist henni fyrir milligöngu Sigurðar Nordal sem benti mér á að þarna væri kona sem komin væri yfir ní- rætt að gefa út sína fyrstu bók og hún væri at- hyglisverð. Stórgáfuð kona þessi frænka mín og mikill fengur að kynnast henni. Séra Sigurður Einarsson í Holti, áður dósent í guðfræðideild Háskólans og fréttaþulur á rík- isútvarpinu, var ógleymanlegur karakter. Í ald- arspegli um séra Sigurð árið 1963 segir svo í út- drætti: „Víðförull gáfumaður, málskarpur svo af ber, skáld í hefðbundnum stíl, umburðarlyndur með aldrinum, samkvæmismaður á landsvísu og stærstur og skemmtlegastur í breiskleika sín- um.“ Séra Sigurður var einn þessara frábæru út- varpsmanna sem hafa á liðnum áratugum talað móðurmálið svo unun er á að hlýða. Raunaleg- asta breyting í nútímaljósvakamiðlum frá því BLÖÐ OG FÓLK Á BLÝÖLD II Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Horfin tækni. Hér standa setjaravélar í röð í prentsmiðju Morgunblaðsins. Með blýinu hurfu þær og setjarar heyrðu þá til liðinni tíð. HVER ÁRATUGUR HEFUR SÍNA SÉRSTÖÐU Listamenn voru vinsælt umfjöllunarefni í blöðum fyrir 40 árum og er að- dáunarvert hversu magn- aður sá hópur var. E F T I R G Í S L A S I G U R Ð S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.