Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 2003 11
upplýsingar í huga – ég kalla þær hlífð-
arkápuna – og þessar upplýsingar láta okk-
ur lesa með ákveðnum hætti. Þannig hef ég
alltaf hugsað mér að hægt væri að rugla
hlífðarkápunum. Í Dafne desvanecida er
tekið dæmi, skelmislegt og írónískt held ég,
um að skipta á hlífðarkápu á Biblíunni og
1001 nótt. Eins og ein söguhetjan segir
hefði fólk þá látið lífið fyrir að afneita Se-
heresade og fyrir að trúa ekki á Alladín og
töfralampann. Því um leið og sagt er að ein
bók sé orð Guðs og hin skemmtsögur kemur
lesandinn ekki að þeim með sama hætti. Og
ég er ekki að tala um hvort maður trúir eða
ekki eða hvort maður hætti að trúa. En
maður læsi ekki Biblíuna með sama hætti.
HS: Þú nefndir áðan dæmi um lesanda að
bók þinni Skuggaleikjum…
JCS: Jú, einmitt. Vinur minn lánaði
mömmu sinni bókina og þegar hún var kom-
in á blaðsíðu hundrað og eitthvað sagði hún
við hann að henni þætti hún góð en það væri
eitthvað einkennilegt við hana. Hvað þetta
einkennilega var mun ég aldrei vita. Vinur
minn sagði: En mamma, lestu ekki neð-
anmálsgreinarnar? Og hún svaraði: Hvernig
dettur þér það í hug? Ég les aldrei nokk-
urntímann neðanmálsgreinar! Og það er dá-
lítið spurning um þetta, hver lesandi hefur
sína aðferð við að lesa og nálgast bókina eft-
ir henni og tekur að skapa bókina uppá
nýtt. Og auðvitað er ekki það sama að lesa
skáldsögu og sjálfsævisögu: Fyrirframþekk-
ingin lætur okkur lesa með mismunandi
hætti, þegar skáldskaparkubburinn er
tengdur er tekið við öllu sem slíku, jafnvel
þótt raunveruleg reynsla sé að baki.
HS: Þú hefur sagt að þríleikurinn sem
Skuggaleikir tilheyrir hafi sprottið af ákveð-
inni vantrú á skáldskapnum og bókmennt-
unum, þér hafi fundist þú ófær um að setja
fram skáldaða sögu, að þér hafi virst það
vera að ljúga að lesandanum og gera höf-
undinn að lygara. Bækurnar þrjár fjalla
hver með sínu móti um skáldskap og veru-
leika: Skrifaðirðu þig í sátt við skáldskap-
inn?
JCS: Já, ég held það. Fremur en leið til
sáttar var það nokkurskonar fasta sem var
mér nauðsynleg fyrir næstu bækur, Clara y
la penumbra og La dama número trece, þar
sem ég helli mér af mikilli nautn í allmikla
fantasíu. Og ég held að þetta hafi verið fasta
eða skírlífi áður en ég sættist og frelsaðist
til fantasíunnar því mér fannst ég fullkom-
lega ófær um að skrifa „einu sinni var sögu,
fannst ég svíkja sjálfan mig ef ég skrifaði
sögu. Mig langaði að segja sögu, en ég
þurfti fyrst að leggja niður fyrir mér grunn-
inn, frá hvaða stað ég segði sögu. Því held
ég að þessar þrjár skáldsögur hafi hjálpað
mér, þær segja: Bókmenntirnar eru leikur,
leyfið mér því, herrar mínir og frúr, að leika
mér og komið og leikið ykkur með mér, ég
býð ykkur til leiks.
HS: Þú færist sífellt meira til fantasíu,
hins yfirnáttúrulega…
JCS: Já, vel að merkja er ég þó ekki viss
um að það sé endilega átt sem ég muni
áfram stefna í. Það sem ég veit fyrir víst er
að ég mun reyna að skrifa það sem fæðist
innra með mér, þegar við skrifum það sem í
raun og veru fæðist innra með okkur breyt-
ast hlutirnir í eitthvað sem erfitt er að skilja
og erfitt að flokka. Clara y la penumbra var
skilgreind sem sem leynilögreglusaga, eró-
tísk skáldsaga, vísindaskáldsaga, fantasíu-
bókmenntir…Ég hef séð allra handa flokk-
anir á henni og þetta gleður mig
ósegjanlega því þá hef ég náð markmiði
mínu; takmark rithöfundarins er að flýja
undan hverskyns flokkun, ekki í einu stökki,
heldur vegna þess að hann leitar bóka sinna
innra með sér; og innra með okkur erum við
ekki leynilögreglur eða erótísk eða fantasía
eða hryllingur heldur mjög flókin. Og þegar
manni tekst að ná því sem býr hið innra
verða skáldsögurnar að mjög einkennilegri
blöndu bókmenntagreina.
HS: Blöndun bókmenntagreina hefur ver-
ið þinn aðall, hinn fagurfræðilega spennu-
saga, menningarleg leynilögreglusaga að
hætti Umberto Eco. Skuggaleikir er ekki al-
veg beinlínis spennutryllir og heldur ekki
alveg skáldsaga um heimspekina, hún gerist
í Grikklandi Platóns og ein aðalsögupersón-
an ber nafn sem er ekki laust við að minni á
frægasta leynilögreglumanninn í sögum
Agatha Christie…
JCS: Herakles Pontór á sér tvær hliðar,
augljóslega er með nafninu tekið ofan fyrir
Agatha Christie, leynilögreglumanninum
Hercule Poirot, en ekki bara það: Það var, á
hinn bóginn, uppi á þessum tíma söguleg
persóna, Herakúles Pontiko, sem var í Aka-
demíu Platóns, hann var stjörnufræðingur.
Mér þótti skemmtileg tilviljun að annars-
vegar væri Hercule Poirot og hinsvegar
Herakúles Pontiko og því varð söguhetjan
að heita Herakles Pontór. Eins er með Sal-
omón Rulfo (La dama número trece), auð-
vitað Rulfo eftir Juan Rulfo en einnig Sal-
omón eftir konunginum sem var mjög
tengdur yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Ég
reyni alltaf að halda opnum leiðum svo að
hver lesandi velji það sem hann helst kýs.
HS: Platón hefur mikla nærveru í
Skuggaleikjum, hann er alltumlykjandi, þó
er þetta ekki söguleg skáldsaga eða heim-
spekileg skáldsaga, þú hefur kannski meiri
áhuga á ímynd Platóns á Vesturlöndum en
beinlínis hugmyndum hans?
JCS: Orðum það sem svo að nærvera
Platóns í bókinni er afsökun. Myndlíking
Platóns um hellinn vakti mikla athygli mína
því við lifum í veröld ímynda sem ekki eru
raunverulegir hlutir: auglýsingar, stórmark-
aðir, ef Platón hefði þekkt auglýsingar væri
hann hér staddur að tala um hellismynd
sína, rétt eins og Saramago hafði það í
skáldsögu sinni…það er augljóst að við lif-
um í heimi ímynda. Og þessi spurning er
mjög aktúel og kemur því ekki við hvernig
sérfræðingar og þeir sem vit hafa á túlka
hugmyndir Platóns. Þannig er sá Platón
sem birtist í minni skáldsögu – og sem ég
vel að merkja geri mér far um að hafa
spaugilegan: hann er stöðugt hissa á öllu,
patríarki sem gefur heilræði á báða bóga,
dálítið fáránlegur – ekki á þeim slóðum,
leiðir ekki inná sérfræðilegar brautir sem
ég hvorki þekki né hef áhuga á. Þetta er…
venjulegur Platón, skáldaður og settur inn í
skáldsöguna…til að láta hann þjást dálítið.
Á fyrirlestri í Þýskalandi tók kona til máls
og sagðist vilja þakka mér fyrir að hafa vak-
ið áhuga sinn á að lesa Platón. Ég var auð-
vitað ekki að reyna það en þetta er þó það
besta sem hægt er að gera, að vekja athygli
á Platón, sem ekki er bara mjög góður
heimspekingur heldur frábær rithöfundur;
það er frábært að einhver skuli kynnast
heimspeki Platóns í gegnum skáldsögu eins
og Skuggaleiki.
HS: Færasti vegur samtímaskáldsögunn-
ar liggur á milli Stevenson og Kafka, sagð-
irðu eitt sinn, og þetta hefur verið svolítið
þitt mottó…
JCS: Algjörlega. Ég þreytist aldrei á að
segja: Lesið Dr. Jekyll and Mr. Hyde. Hún
er fullkomin. Lesið Robert Lois Stevenson.
Hann er höfundur sem því miður hefur ver-
ið flokkaður ranglega sem barnabókahöf-
undur sem er alvarleg villa. Hann er díaból-
ískur höfundur, ótrúlega margslunginn og
djúpur. En hinsvegar skrifaði hann mjög
léttleikandi og frjálslega og náði með stíl
sínum vel til lesenda. Og svo skrifaði hann
raunar líka bækur sem gátu vel flokkast til
barnabókmennta. En Stevenson er bók-
menntir einfaldleika, skýrrar tjáningar,
ljósrar, tærrar, hann er einfaldur í sniðum
en heldur á vit myrkursins. Og það er gam-
an að ímynda sér að Höllin eftir Kafka væri
skrifuð í þessum stíl. Það væri mjög
skemmtilegt. Bókmenntir af einmitt því tagi
eru ekki bara bráðlifandi heldur bráðungar
og ég tel að þetta sé leiðin til að fara, að
segja sögur eins vel og hægt er, að segja
frá; skáldsögur fæðast af þessu. Á ákveðnu
tímabili var til tegund skáldsögu sem fædd-
ist og dó, rann til þurrðar: Ég er að tala um
tímabil formsins; upphaf 20. aldar, miðbik
hennar, fyrst með Joyce og síðan með ný-
sögunni, Nouveau roman. Svo lauk þessu
tímabili. Því möguleikarnir voru tæmdir,
form skáldsögunnar hefur svo og svo marga
möguleika og síðan ekki meir. En sögur eru
óendanlegar. Allir hafa sögu að segja og
þess vegna viljum við lesa sögur, leið skáld-
sögunnar er að segja sögu eins vel og hægt
er. Og skáldsagan mun ekki deyja, hún lifir
af vegna frásagnarþarfarinnar.
HS: Þú ert mjög afkastamikill, önnur
skáldsaga þín eftir Skuggaleiki, sem enn
heldur áfram sigurgöngu sinni, er nýkomin
út, ertu farin að leggja drög að næstu skáld-
sögu?
JCS: Já. Fremur en afkastamikill er ég
vinnusamur. Ég er mjög meðvitaður um
vinnuaga, vinn eins og skepna. Mér líkar vel
við það sem ég geri…
HS: Þótt leiðinlegt sé…
JCS: Einmitt. En í því er engin þversögn
því eitt er að lifa sig inn í málverk sem mað-
ur er að vinna við, annað er að fá stundum
hundleið á að blanda saman litum heilan
morgun til að finna réttan tón af gulum;
eitthvað getur vakið ástríðu manns en
manni leiðst það á sama tíma. En ég er
mjög vinnusamur og það sem mér líkar best
er að skrifa og ég álít mig lánsaman í því að
þegar skáldsaga er komin út hef ég nægar
hugmyndir fyrir þá næstu.
José Carlos Somoza les úr verkum sínum
í Iðnó á miðvikudag kl. 20 og tekur þátt í
pallborðsumræðum um glæpasögur í Nor-
ræna húsinu á fimmtudag kl. 15.
Höfundur er bókmenntafræðingur og þýðandi
Skuggaleikja eftir Somoza.
Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-
slyssins?
SVAR:
26. apríl 1986 leiddi röð mistaka við stjórnun
og prófun í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu til
sprengingar í einum ofninum og síðar íkveikju í
grafítskildi hans með þeim afleiðingum að gríð-
armikið magn geislavirkra efna gaus út í and-
rúmsloftið og dreifðist víða um lönd. Nokkurn
tíma tók að slökkva í ofninum og kæfa út-
streymið og rýma þurfti stór svæði umhverfis
orkuverið. Mikið starf við ýmiss konar hreins-
un fylgdi einnig í kjölfarið og komu að því þús-
undir manna.
Mannkynið sem og annað líf, verður fyrir
stöðugri geislun, einkum vegna áhrifa frá
geislavirkum efnum í berggrunninum og einnig
ná geimgeislar að vissu marki gegnum lofthjúp
jarðar. Náttúruleg geislun er misjöfn eftir
löndum, hæð yfir sjó og ýmsum landsháttum.
Geislaáverki er mældur í einingu sem nefnd er
Sievert, skammstafað Sv.
Hér á landi verða menn að jafnaði fyrir um 1
mSv (millisievert, 1/1000 úr Sv) geislun á ári af
náttúrulegum ástæðum. Þá má nefna að í Nor-
egi og Svíþjóð, þar sem berggrunnurinn er
mjög frábrugðinn þeim íslenska, er náttúruleg
geislun að jafnaði um 4 mSv á ári. Reglur um
geislavarnir gera ráð fyrir að geislun undir 5
mSv á ári sé látin afskiptalaus, en þegar unnið
er eða dvalið við aðstæður þar sem geislun er á
bilinu 5–50 mSv á ári, er skylt að hafa viðeig-
andi eftirlit.
En snúum okkur aftur að Tsjernobyl. Strax
fyrstu nóttina fórust 5 slökkviliðsmenn við að
hemja eldana. Fyrstu dagana urðu 134 björg-
unarmenn fyrir mikilli geislun eða ígildi meira
en 1000 mSv. Þar af urðu 43 þeirra fyrir meiri
geislun en 4.000 mSv og af þeim létust 28 innan
nokkurra vikna. Að auki hafa 11 látist síðan
(fram til 1998) úr þessum hópi, þar af einn úr
hvítblæði.
Fyrstu dagana dreifðist mikið magn geisla-
virkra efna einkum til norðurs og vesturs frá
kjarnorkuverinu með ríkjandi vindátt. Fljót-
lega eftir slysið var því tekið til við að rýma þau
landsvæði sem verst urðu úti. Rýmdir voru 187
bæir og þorp í Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og
Rússlandi með alls um 116 þúsund íbúum. Þar
á meðal var bærinn Pripyat sem taldi um 50
þúsund íbúa. Þetta svæði er alls um 10 þúsund
ferkílómetrar eða á stærð við Reykjanesskag-
ann. Að auki jókst grunngeislun um 5–10 mSv
fyrstu árin á um 20 þúsund ferkílómetra svæði.
Þá jókst grunngeislum um 1–5 mSv á ári á um
150 þúsund ferkílómetra svæði, þar af liggja 30
þúsund utan gömlu Sovétríkjanna.
Í kjölfar slyssins (1986–87) komu alls um 290
þúsund manns að ýmiss konar hreinsun og er
metið að þau hafi orðið fyrir geislun á bilinu
100–200 mSv meðan á þessu starfi stóð.
Þegar meta skal áhrif þessa slyss er ljóst að
hér er um að ræða flókið samspil mannskaða,
heilsufars (andlegs og líkamlegs) og röskunar á
búsetu og lífsháttum. Sennilega verða áhrifin
aldrei metin til fullnustu.
Beinn mannskaði í sjálfu verinu hefur þegar
verið nefndur, en hvað með önnur áhrif af
geisluninni? Þegar menn verða fyrir miklum
geislaáverka og skammtímageislun fer yfir
1000–2000 mSv eru einkennin oftast augljós og
lífslíkur minnka hratt með aukinni geislun.
Þegar geislunaráverki er minni en 500 mSv er
öllu flóknara að meta áhrifin, „meðgöngutím-
inn“ getur orðið æði langur og þá blandast oft
saman aðrir þættir og sjúkdómar ótengdir
geislaáverkanum.
Beinar ályktanir út frá sjúkrasögu einstakra
manna eru vandmeðfarnar og í raun er nauð-
synlegt að fylgjast með heilsufari stórra hópa
áratugum saman til að greina raunveruleg
áhrif slyss á borð við það sem hér um ræðir.
Mikið starf hefur verið unnið á þessu sviði og
1998 náði alhliða gagnagrunnur tengdur þess-
um atburðum til alls um 650 þúsund manna.
Hér er alltof flókið að rekja þessa vinnu en rétt
er að draga fram nokkra þætti sem þar má
greina.
Vitað er að geislun getur valdið krabbameini
og hér skulu fyrst nefndir tveir þættir, krabba-
mein í skjaldkirtli og hvítblæði. Við slysið losn-
aði mikið magn af geislavirku joði sem er
skammlíft (helmingunartíminn er um 8 dagar).
Joð sest í skjaldkirtilinn og ef það er geisla-
virkt getur það valdið krabbameini þar. Mik-
ilvægt er að gefa joðtöflur í nokkrar vikur eftir
atburði eins og Tsjernobyl-slysið til að metta
kirtilinn og draga þannig úr upptöku á geisla-
virku joði. Verulegur misbrestur varð á þessu í
ringlureiðinni sem varð eftir slysið og skýrslur
sýna að veruleg aukning var á fjölda þeirra
sem greindust með þetta mein. Alls hafa um
1.800 manns fengið krabbamein í skjaldkirt-
ilinn fyrstu árin eftir slysið og þar af hafa 10
látist. Enn (árið 1999) er tíðni þessa krabba-
meins hærri en annars staðar þó að ástandið sé
núna miklu betra en þegar meginbylgjan reis
sem hæst 1987–91.
Hvítblæði er vel þekkt sem fylgifiskur mik-
illar geislunar (meira en 1000 mSv) og áhrifin
talin koma fram fljótlega eftir geislaáaverkann
(1–5 ár). Rannsóknir á þessu hafa einkum
beinst að því að meta áhrif á þær 270 þúsundir
sem tóku þátt í hreinsunarstarfinu sem og á
íbúa þeirra svæða sem rýmd voru. Þá liggja
einnig fyrir víðtækar rannsóknir í nokkrum
nærliggjandi löndum. Hvergi hefur orðið
marktæk breyting á fjölda tilvika hvítblæðis
borið saman við það sem gerist utan þessara
svæða.
Sama máli gildir í raun um aðrar tegundir
krabbameins en langur meðgöngutími margra
þeirra gerir það að verkum að fullfljótt er að af-
skrifa hugsanleg áhrif slyssins hvað þetta varð-
ar.
Miklu erfiðara er að meta ýmiss konar önnur
áhrif á heilsufar fólks sem geislun og atburður
sem þessi veldur. Ekki bætir úr skák að við
hrun Sovétríkjanna varð mikil röskun á öllu
heilbrigðiskerfinu og margs konar óreiða
komst á heilbrigðisþjónustu sem og skjalasöfn
og önnur gögn og því allur samanburður við
ástandið fyrir atburðinn flókinn og oft ómögu-
legur.
Þá verður seint metin sú sálarangist og
óvissa sem fylgir því að verða að rýma heimili
og vinnustað árum saman og að auki búa við
ótta um áhrif geislunar á heilsu sína og sinna,
ótta sem því miður er oft magnaður upp með
gáleysislegu tali og ýkjum um afleiðingarnar.
Örn Helgason, prófessor í eðlisfræði við HÍ.
HVER URÐU EFT-
IRKÖST TSJERNO-
BYL-SLYSSINS?
Hverjir ákveða götunöfnin og eftir hverju fara
þau, hvaða áhrif hefur minkur á íslenskt vist-
kerfi og eru skoffín til í alvörunni? Þessum spurningum og fjölmörgum
öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er
að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
VÍSINDI
Reuters
Geislavirkni mæld í Tsjernobyl.