Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 2003 13
B
RESKI rithöfundurinn Nicholas
Shakespeare fæddist í Worces-
ter í Englandi 1957 og er af dipl-
ómötum kominn. Æskuheimili
hans stóð því í mörgum löndum;
Marokkó, Kambódíu, Brasilíu,
Argentínu og Perú, svo nokkur
séu nefnd. Skólagöngu hans
lauk í Englandi, við Winchester College og Há-
skólann í Cambridge þar sem hann las ensku.
Hann vann hjá breska sjónvarpinu, BBC, frá
1980 til 1984 og gerði þar heimildarmyndir.
Reyndar hefur hann gert stöku mynd eftir að
hann hóf rithöfundarferilinn og 2001 fékk hann
BAFTA-verðlaunin í þeim flokki sem snýr að
listum fyrir mynd sem hann gerði um Dirk Bog-
arde. Árin 1984 til 1986 var hann aðstoðarbók-
menntaritstjóri The Times og síðar bókmennta-
ritstjóri Daily Telegraph og Sunday Telegraph,
en hefur helgað sig eigin skrifum frá 1991. Hann
prófaði þó margt fleira en sjónvarpsvinnu og rit-
stjórn, starfaði t.d. í eitt ár sem gaucho, eða kú-
reki í Argentínu og sat á hesti átta tíma á dag.
Meðan hann vann fyrir BBC gerði hann
heimildarmynd um kónga sem hrakist höfðu úr
valdastóli og aðra sem voru kóngar í eigin hug-
arheimi. Við undirbúning hennar kynntist hann
rithöfundinum Bruce Chatwin, en ævisaga hans
um þann þekkta en skammlífa höfund kom út
1999, sexhundruð blaðsíðna rit sem þykir afar
vel unnið og samið og var fljótlega þýtt á helstu
þjóðtungur: „Ég hitti hann 12. janúar 1982. Ég
gekk inn í íbúð hans í Lundúnum og sá reiðhjól
upp við vegg og bók eftir Flaubert á gólfinu.
Mér fannst hann helst líkjast pólskum flótta-
manni: í víðum buxum, mitt á milli þess að vera
ljóshærður og gráhærður, tággrannur og and-
litsdrættirnir jafn hnífskarpir og það sem hann
sagði. Ég hafði ímyndað mér að hann væri frem-
ur þögull en hann talaði og talaði, allt frá fyrstu
mínútu. Ég var að gera heimildarmynd um
kónga í útlegð og mig vantaði símanúmerið hjá
Frakkanum sem fullyrti að hann væri konungur
í Patagóníu. Hann lét mig ekki bara hafa það,
heldur bauðst líka til að koma mér í samband við
konunginn á Krít, manninn sem hefði hug á að
verða æðsti maður Azteka og gítarleikara frá
Boston sem segðist vera guð.“ Svo komst
Nicholas Shakespeare að orði um fyrsta fund
þeirra í viðtali við spænska blaðið El País fyrir
tveimur árum. Og Bruce Chatwin gerði fleira
fyrir hann, hann las yfir uppkastið að fyrstu
skáldsögu Shakespeares og bað hann um að til-
einka sér bókina í staðinn. Bruce Chatwin lést
1989, skömmu áður en bókin kom út, en það var
bókin Sýn Elenu Silves, The Vision of Elena Sil-
ves. Hún gerist í Perú, á sjöunda og níunda ára-
tug síðustu aldar, og má með hóflegri einföldun
segja að hún sé pólitísk ástarsaga. Nicholas
Shakespeare var ekki ókunnur í Perú, þar sem
hann ólst að hluta til upp í höfuðborginni, Lima.
Seint á níunda áratugnum las hann frétt í
blaði; ungur drengur með tösku í hendi hafði
gengið inn á Hótel Crillon í Lima og þegar hann
hafði tekið nokkur hikandi skref inn í ríkmann-
legan móttökusalinn sprakk hann í loft upp.
Önnur óhugnanleg atvik höfðu átt sér stað;
dauðir hundar höfðu hangið niður úr ljósastaur-
um í Lima og asni hafði verið sprengdur í tætlur
á markaði í Andesfjöllum. En það var atvikið
með drenginn sem kveikti áhuga Shakespeares;
hver hafði sent hann? Og hann gerðist rann-
sóknarblaðamaður og flakkaði um Perú með
það í huga að afla sér efnis í skáldsögu og leita
að manninum sem talinn var leiðtogi maóista-
samtakanna Skínandi stígs, sem hófu vopnaða
baráttu 1980, og var af fylgismönnum sínum
nefndur Forseti Gonzalo. Sá var meðal annars
þekktur fyrir að veita aldrei viðtöl og koma aldr-
ei fram opinberlega. Ýmsir aðrir blaðamenn
höfðu reynt að hafa uppi á honum og goldið fyrir
það með lífi sínu; Skínandi stígur var búinn að
drepa yfir fjörutíu blaðamenn þegar Forseti
Gonzalo, öðru nafni Abimael Guzmán, var hand-
tekinn 1992. Nicholas Shakespeare slapp lifandi
frá leitinni og skrifaði að flakki loknu greinina
Leitað að Guzmán, sem birtist í tímaritinu
Granta 1988 og hlaut mikið lof. En hann hafði
líka áttað sig á því að hann yrði að skálda meira
en minna í sögunni sem hann vann að því heim-
ildir um Skínandi stíg voru ekki auðfengnar.
Margir þeir drættir sem hann gaf Guzmán í
skáldsögunni Sýn Elenu Silves (1989), reyndust
þó fara furðu nærri ýmsu sem í ljós kom þegar
hann var handtekinn 1992. Fyrir þessa fyrstu
skáldsögu sína vann hann bókmenntaverðlaun-
in sem kennd eru við Somerset Maugham.
Næsta skáldsaga hans, Sá er flýgur hátt, The
High Flyer, kom út 1993, en hún gerist að
stærstum hluta í ímyndaðri borg nyrst í Afríku,
gegnt Gíbraltar. Aðalpersónan er breskur
sendiherra sem hefur verið lækkaður í tign í ut-
anríkisþjónustunni eftir ástarævintýri með sér
yngri konu og er sendur á þennan útnára í stað
Lissabon eins og hann hafði dreymt um. Á leið-
inni til þessarar ímynduðu borgar, Abyla, er
vegabréfinu hans stolið af apa á Gíbraltar og
fleiri hremmingar bíða.
Dansarinn á efri hæðinni, The Dancer Up-
stairs, sem nýverið kom út á íslensku, var fyrst
gefin út 1995. Hún gerist aðallega í Perú og leit-
in að leiðtoga maóistanna, Abimael Guzmán, er
leiðarþráður bókarinnar, en samt fjallar hún
þegar grannt er skoðað um ýmislegt annað
fremur. Hún getur staðið undir ýmsum nöfnum;
ástarsaga, pólitísk saga, leynilögreglusaga og
saga af sálarlífi lögreglumanns. John Malkovich
ákvað að gera kvikmynd eftir þessari skáldsögu
og var hún frumsýnd í upphafi þessa árs. Mynd-
in hefur fengið góðar viðtökur og ekki spillir fyr-
ir að þar er einn fremsti leikari Spánverja, Jav-
ier Bardem, í aðalhlutverki. Þess má geta að
þekktasti rithöfundur Perúmanna, Mario Varg-
as Llosa, sagði um höfund Dansarans á efri
hæðinni: „Ég get ekki ímyndað mér annan er-
lendan samtímahöfund sem þorir að takast á við
stjórnmálaflækjuna í landi mínu af jafnmiklu
hugrekki og greind. Og sem stendur sig jafnvel
og raun ber vitni.“
Næsta skáldsaga Nicholasar Shakespeare,
Snowleg, verður gefin út í Englandi í janúar á
næsta ári. Höfundur segir hana vera einhvers
konar ástarsögu og hún gerist í Leipzig á tímum
kalda stríðsins. Nafnið Snowleg er reyndar
sprottið af íslenska kvenmannsnafninu Snjó-
laug, því þannig stafsetur enska aðalpersónan
nafn stúlku sem hann kynnist. Nicholas Shake-
speare er ekki með öllu ókunnur Íslandi því kan-
adísk eiginkona hans er af vestur-íslenskum
ættum og Ísland var meðal viðkomustaða á
brúðkaupsferðalaginu...
Nicholas Shakespeare tekur þátt í pallborðs-
umræðum um enskar heimsbókmenntir í Nor-
ræna húsinu á mánudag kl. 15 og les úr verk-
um sínum í Iðnó á miðvikudag kl. 20.
Rithöfundur með æv-
intýralegan bakgrunn
Höfundur er tónlistarmaður og þýðandi Dansarans
á efri hæðinni eftir Nicholas Shakespeare.
Dansarinn á efri hæðinni nefnist nýjasta
skáldsaga Nicholas Shakespeares sem kom-
in er út í íslenskri þýðingu.
Breski rithöfundurinn Nicholas
Shakespeare hefur starfað sem
bókmenntaritstjóri, þáttagerð-
armaður í sjónvarpi, rannsókn-
arblaðamaður og ævisöguritari.
Hér er greint frá ferli hans.
E f t i r Tó m a s R . E i n a r s s o n
JUDITH Hermann er þýskt bókmenntaund-
ur, eða svo má skilja á allri umfjölluninni og
hástemmdu lofinu sem hún hefur fengið frá því
hún sendi frá sér sína fyrstu bók árið 1998.
Bókin heitir Sumarhús, seinna og kom út í ís-
lenskri þýðingu árið 2001. Hinn alræmdi þýski
bókmenntagagnrýnandi Marcel Reich-Ranicki
komst svo að orði í umfjöllun um bókina í sjón-
varpsþætti sínum að „þýski bókaheimurinn
hefur eignast nýtt íkon“ með Hermann. Þar
sem Reich-Ranicki lætur sjaldan jákvætt orð
falla um þýska höfunda þá var eftir þessu tek-
ið. Bókin tók að seljast í bílförmum og Her-
mann hafði varla undan að fara í viðtöl og sitja
fyrir á forsíðum tímarita.
Djarfari og óheftari
Fljótlega var farið að tala um Judith Her-
mann sem eins konar táknmynd nýrrar kyn-
slóðar rithöfunda í Þýskalandi. Henni til-
heyrðu höfundar sem voru flestir innan við
þrítugt og komu fram á tíunda áratugnum. Rit-
háttur þeirra var annar en flaggskipanna
gömlu, Günter Grass, Peter Handke, Christu
Wolf og Patrick Süskind – djarfari og óheftari,
hversdagslegri, samfélagslegri og samtíma-
legri, fortíðin og söguúrvinnslan hafði horfið í
bakgrunninn, eins og Hermann komst að orði í
viðtali við Lesbók á síðasta ári. Þau fjalla um
það hvernig er að vera ungur í Þýskalandi
samtímans sem er auðvitað markaðsdrifið,
hnattvætt, fjölþjóðlegt og poppmenningar-
legra en margir vilja viðurkenna. Bókmenntir
hinnar ungu kynslóðar hafa raunar verið
kenndar við popp sem vísar ef til vill til þess að
hún vílar ekki fyrir sér að segja sögu, ólíkt
eldri kynslóðum þýskra höfunda sem hafa ver-
ið uppteknar af ómöguleika frásagnarinnar og
fagurfræðilegum spurningum nútímans.
Ekki austur-þýsk
Judith Hermann er fædd árið 1970 í Vestur-
Berlín þar sem hún ólst upp og bjó allt fram að
falli múrsins árið 1989 að hún flutti í eystri
hluta borgarinnar. Eins og hún rakti í fyrr-
nefndu viðtali hafa margir gagnrýnendur
fjallað um hana sem austur-þýskan rithöfund
og þóst sjá einkenni á sögum hennar sem
tengdust þeim uppruna hennar. Fyrst í stað
segist Hermann ekki hafa gert neitt til þess að
leiðrétta þennan misskilning enda hefði henni
þótt hann skemmtilegur og varpa skýru ljósi á
að það væri hreint ekki mikill munur á því
hvernig fólk frá Vestur- og Austur-Þýskalandi
skrifar. Og þótt hún sé farin að vekja athygli á
því að hún sé alls ekki fædd og uppalin í Aust-
ur-Berlín þá eru bókmenntafræðingar enn að
lesa hana sem slíkan höfund eins og sjá mátti í
viðtali við Martin Hielscher hér í Lesbók á síð-
asta ári. Hielscher sagði – og hafði vitanlega
rétt fyrir sér í lýsingu sinni á ólíkum dráttum í
þýskum bókmenntum þótt hann gæti sér ekki
endilega rétt til um ástæðu þeirra:
„Hjá þessum höfundum kveður við allt ann-
an tón, þeir höfðu alist upp í Austur-Evrópu,
og komu úr allt öðru umhverfi en hin markaðs-
væddu ungmenni Vestur-Þýskalands. Þessir
höfundar skrifa út frá annarri pólitískri og
samfélagslegri reynslu og hafa jafnvel gagn-
rýnt höfunda á borð við Kracht fyrir að vera
léttvægir og spilltir. Í verkum austur-þýskra
höfunda er enn að finna sterka tilhneigingu til
að glíma við fagurfræðileg vandamál í anda
hefðarinnar, en þau færð inn í pólitískt og and-
ófskenndara samhengi. Margir þessara höf-
unda á borð við Judith Hermann, Ingo Schulze
og Thomas Brussig eru að mínu mati með
sterkustu samtímahöfundum Þýskalands.
Þannig er það ekki síst áhugavert við þróunina
í þýskum bókmenntum undanfarinna ára, að
þar birtast andstæðar nálganir við samfélag
samtímans, vegna gífurlega ólíks bakgrunns
höfundanna.“
Ekkert nema draugar
Í Sumarhús, seinna fjallar Hermann meðal
annars um líf ungs fólks í Berlín á tíunda ára-
tugnum en sögupersónur hennar fara víðar.
Það skiptir hins vegar ekki máli hvert enda
fjalla sögurnar meira um ákveðna upplifun á
lífinu og tillfinningu fyrir því hvernig persónur
lifa því, eins og Hermann orðaði það í fyrr-
nefndu viðtali.
Hermann lætur sögupersónurnar í sinni
nýjustu bók Nichts als Gespenster, eða Ekkert
nema draugar, flakka víða um heim og meðal
annars til Íslands. Bókin er smásagnasafn,
eins og Sumarhús, seinna, og í sögunni Kald-
blár segir frá þeim Írenu, Jónínu, Jónasi og
Magnúsi og lífi þeirra í Reykjavík.
Judith Hermann tekur þátt í pallborðsum-
ræðum um innblásturinn í Norræna húsinu á
þriðjudag kl. 15 og les úr verkum sínum í Iðnó
á miðvikudag kl. 20.
Þýskt bókmenntaundur
E f t i r Þ r ö s t H e l g a s o n
throstur@mbl.is
„Þýski bókaheimurinn hefur eignast nýtt
íkon,“ sagði Reich-Ranicki um Hermann.
Þýski rithöfundurinn Judith Her-
mann tilheyrir kynslóð ungra höf-
unda sem hafa endurnýjað sagna-
hefð Þýskalands á síðustu árum
að margra mati. Hin nýja kynslóð
er djarfari, samfélagslegri og
samtímalegri en fyrri kynslóðir.
Úr Sumarhús, seinna
LISTAMAÐURINN er raunverulega mjög lítill. Áreiðanlega þrem höfðum lægri en Marie.
Hann er frægur, í Berlín þekkja hann að minnsta kosti allir, hann gerir listaverk í tölvu,
hann hefur skrifað tvær bækur, á nóttunni talar hann stundum í útvarpið. Listamaðurinn
er ljótur í ofanálag. Hann er með mjög lítinn lágstéttarhaus, hann er afar dökkur, ýmsir
segja að hann hafi spænskt blóð í æðum. Varirnar á honum eru ótrúlega þunnar. Ekki fyr-
ir hendi. Augun í honum eru hins vegar falleg, bleksvört og stór, yfirleitt heldur hann
höndinni þannig fyrir andlitinu þegar hann talar að þessi augu eru það eina sem sést.
Listamaðurinn er skelfilega til fara. Hann gengur í rifnum gallabuxum – barnastærð,
heldur Marie – alltaf í grænum jakka, alltaf í íþróttaskóm. Um vinstri úlnliðinn er bundið
svart leðurband. Ýmsir segja að listamaðurinn sé þrátt fyrir allt ótrúlega gáfaður.
(Úr sögunni Camera Obscura)