Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 2003 15 Morgunblaðið/Jim Smart Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Melkorka Þ. Huldudóttir SÝNINGU Hönnu Christel Sig- urkarlsdóttur og Melkorku Þ. Huldudóttur Old but useful (Gam- alt en gagnlegt) í Listasafni Árnes- inga og sýningu á verkum úr safn- eigninni valin af Birnu Kristjánsdóttur safnstjóra lýkur á morgun. „Birna hafði sam- band við okk- ur Hönnu og bað okkur að vinna sýningu fyrir Listasafn Árnesinga út frá verkum í safneigninni. Verkefnið er styrkt af Menningarborgarsjóði og hug- mynd Birnu var að fá unga lista- menn til að miðla sinni sýn á eldri listaverk,“ segir Melkorka. Að sögn Hönnu og Melkorku völdu þær tvö málverk úr safneigninni til að vinna út frá, annað eftir Sigurð Einarsson og hitt eftir Ruth Han- sen. Aðspurðar hvað stýrt hefði valinu segir Hanna að þær hafi að- allega hrifist af litunum í verk- unum, auk þess sem þeim þótti verkin skemmtilega dramatísk. „Verkið okkar er innsetning sem lýsir þeim tilfinningum sem kvikn- uðu hjá okkur þegar við horfðum á málverkin tvö,“ segir Hanna. Auk þess að vinna verk fyrir safnið hafa Hanna og Melkorka séð um safnfræðslu fyrir grunn- skólabörn í Hveragerði í sumar. „Eins og ég lýsti því fyrir krökk- unum þá ætluðum við að athuga hvort við gætum leyft þeim að fara inn í verkið okkar. Við erum út- skrifaðar úr fjöltækni frá Listahá- skóla Íslands og þar unnum við myndbandsverk og innsetningar einmitt út frá þessari hugmynd,“ segir Melkorka. Eins og þúsund brjóst horfi á mann Sýningin Gamalt en gagnlegt er í tveimur sölum safnsins. „Í bjartari salnum komum við fyrir þúsund bleikum blöðrum sem kallast á við bleika litinn í málverkunum,“ seg- ir Melkorka. „Blöðrurnar eru afar kvenlegar þar sem formin á þeim minna á brjóst,“ segir Hanna. „Ef maður leggst á gólfið og horfir upp á blöðrurnar þá er eins og þús- und brjóst séu að horfa á mann,“ segir Melkorka og hlær. „Þegar við uppgötvuðum það fannst okkur það alveg frábært því annað mál- verkið sem við unnum út frá heitir Við brúsapallinn og þar má sjá konu sem stendur við brúsapall umkringd mjólkurbrúsum. En sjá má augljós tengsl milli brjósta og mjólkur,“ segir Hanna. Í leiðsögn sinni um safnið með skólakrökkunum segjast Hanna og Melkorka hafa viljað sýna fram á að nútímamyndlist geti falist í fleiru en bara málningarlist. „Við reyndum t.d. að sýna þeim hvernig myndbandsverkið er eins og mál- verk, nema hvað það hreyfist og er með hljóði. Í hinum salnum sem við sýndum í og var miklu dimmari, vörpuðum við skyggnimyndum upp á stóran vegg og prufuðum að mála með ljósum í stað lita,“ segir Melkorka. „Innar í salnum á gólf- inu vorum við með tvö sjónvörp og sængur ofan á sem mynduðu eins og helli eða þoku sem kallast á við þokustemninguna í málverkunum. Í sjónvörpunum mátti sjá mynd- band af fótum að busla í mjólk- urbaði, en það sést í raun ekki hvað þetta er því þetta er mjög ab- strakt,“ segir Hanna. Kynslóðarbil brúuð „Mér finnst þetta mjög gott framtak hjá Birnu að tengja hefð- ina svona nútímalistsköpun. Því miður er fólk oft dálítið hrætt við nútímamyndlist, sem er kannski eðlilegt ef það er ekki vant henni,“ segir Hanna. „Það er auðvitað frá- bært að fá tækifæri til að vinna með verk eldri listamanna og geta um leið kynnt þau fyrir ungum krökkum. Með þessu er í raun ver- ið að brúa bilið milli nokkurra kyn- slóða,“ segir Melkorka. „Það var líka afar gaman að tala við krakk- ana um nútímamyndlist sökum þess hvað þau eru móttækileg fyr- ir henni og áhugasöm,“ segir Hanna. Listasafn Árnesinga er opið í dag og á morgun milli kl. 13.30 og 18 og er aðgangur að sýningunum ókeypis. Þess má geta að á morgun verður Melkorka með leiðsögn um safnið kl. 15. Hefðin tengd nútímalistsköpun STIKLA Sýning í Lista- safni Árnesinga Næsta v ika Laugardagur Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 16 Þrjár sýningar: Húsateikningar og líkön. Sýningin er í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá stofnun bygging- arlist- ardeildar við Listasafn Reykjavíkur. Í safni deild- arinnar eru varðveitt söfn teikninga eftir ýmsa af merk- ustu frumherjum íslenskar byggingarlistar á 20. öld. - Tuttugu og fimm listamenn sem ýmist kenna sig við al- þýðulist eða samtímalist leiða saman hesta sína. í samstarfi við Safnasafnið á Svalbarðsströnd við Eyja- fjörð. – Innsetning hjónanna Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilsons. Saman hafa þau unnið verk þar sem byggt er á samkennd einstaklingsins við umhverfi sitt, menningu og sögu. Í tengslum við sýningarnar verður fyrirlestra- og fræðsludagskrá sem sjá má m.a. á slóðinni www.lista- safnreykjavikur.is. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl. 17 Lista- mannaspjall Bryndísar Snæ- björnsdóttur og Mark Wilson um sýninguna Vögguvísur. Nýlistasafnið kl. 17 Grasrót 2003. Grasrótarsýn- ingar hafi verið haldnar allt frá upphafi Nýlistasafnsins sem hóf starfsemi sína fyrir réttum 25 árum. Á Grasrót 2003 sýna listamenn sem hafa lokið BA-námi í mynd- list. Arndís Gísladóttir, Bald- ur G. Bragason, Birgir Örn Thoroddsen, Birta Guðjóns- dóttir, Bryndís E. Hjálm- arsdóttir, Bryndís Ragn- arsdóttir, Elín Helena Evertsdóttir, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Hrund Jó- hannesdóttir, Huginn Þór Arason, Hugleikur Dagsson, Magnús Árnason og Re- bekka Ragnarsdóttir. Handverk og hönnun kl. 15 Opnun sýningar sem kölluð er: Box – ílát – öskjur. Sýningin er haldin í kjölfar samkeppi sem fjölmargir tóku þátt í. Dómnefnd valdi Marinósdóttir og Mona Sandström. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl. 14 Sýning- arstjóraspjall Níels Hafsteins um sýninguna Yfir bjartsýnisbrúna - sam- sýning alþýðulistar og sam- tímalistar. Listsafn Reykjavíkur -Kjarvalsstaðir kl. 15 Leiðsögn um sýningar Eyjólfs Einarssonar og Sæmundar Valdimarssonar. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl. 14 Lab Loki sýnir „Baulaðu nú...“ Dagur í lífi Kristínar Jósefínu Páls. Þriðjudagur Salurinn kl. 20 Tríó Nord- ica 10 ára – Brahms veisla: Píanótríó í c-moll op. 101 og tríó í H-dúr op. 8, Píanó- tríó eftir Þórð Magnússon, (frumflutningur á Íslandi) og verk eftir Piazzolla.Tríóð er skipað Auði Hafsteinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Monu Sandström. Ýmir kl. 20 Jón Svavar Jósefsson bassbaríton heldur styrktartónleika. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson pí- anó. Hljóm- sveitarstjóri Olari Elts. Flutt verður verk eftir Magnus Lindberg: Feria; Píanókonsert eftir Jón Nordal og Sergej Prokofíev nr. 1 og Sinfónía nr. 3 eftir Erkki-Sven Tüür. Föstudagur Salurinn kl. 20 Íslensk sönglög og óperuaríur. Sig- rún Hjálm- týsdóttir, sópran, Gunnar Guðbjörns- son, tenór, Kristinn Sigmunds- son, bassi og Jónas Ingimundarson, píanó. Efnisskráin er mjög fjöl- breytt. Þar má finna vinsæl kvartettlög fyrri ára í útsetn- ingum Carls Billich, Magn- úsar Ingimarssonar o.fl., og svo nýrri útsetningar fyrir kvartettinn eftir Bjarna Þór Jónatansson. M.a. verða fluttar nokkrar nýjar útsetn- ingar á lögum Jóns Múla Árnasonar. Söngkvartettinn Út í vorið var stofnaður haustið 1992 af þeim Ásgeiri Böðvarssyni, Einari Clausen, Halldóri Torfasyni og Þorvaldi Frið- rikssyni. Snemma árs 1993 kom píanóleikarinn Bjarni Þór Jónatansson til liðs við kvartettinn. Daníel Þor- steinsson píanóleikari og harmonikuleikari kemur einnig fram með kvart- ettinum á þessum tónleikum. Sunnudagur Bústaðakirkja kl. 20 Kammermúsíkklúbburinn. Eþos-kvartettinn flytur Strengjakvartett nr. 2 eftir Jón Ás- geirsson, Strengja- kvartett í c-moll eftir Mozart og Kvintett fyrir í A-dúr op. 81 eftir Antonín Dvorák. Eþos-kvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir, Greta Guðnadóttir, Guð- mundur Kristmundsson og Bryndís Halla Gylfadóttir. Auk þess leika Þórunn Ósk úr innsendum munum. Valdir voru hlutir fá tuttugu og sjö aðilum. Á sýningunni eru verk úr: leir, postulíni, tré, tágum, pappír, flóka, roði og ýmsu öðru. Sýningin stendur frá 20. september til 12. október 2003 í Aðalstræti 12. Opið alla daga frá kl. 13.00 til 17.00 nema mánudaga. Kaffi Sólon kl. 16 Að þessu sinni er það mynd- listakonan Claudia Mru- golski,sem mun opna sýn- ingu. Claudia, sem málar undir nafninu Mobile, mun sýna olíuverk, sem eru blanda af ævintýraheimi og litaskrúð - svolítið í anda Klee. Sýningunni lýkur17. október.Þetta er 7. sýning Mobile. Gallerí Tukt, Hinu húsinu kl 16Sara Elísa Þórðardóttir myndlistarnemi opnar mál- verkasýningu. Þetta mun vera fyrsta sýning Söru Elísu sem stundað hefur myndlist- arnám við Fjölbrautarskól- ann í Breiðholti síðastliðið ár. Sara Elísa flutti heim til Íslands frá Edinborg í Skot- landi fyrir ári. Þar bjó hún í þrjú ár og stundaði meðal annars efnafræðinám við háskóla þar í borg. Sara mun sýna málverk tengd vél- um og orku með örfáum undantekningum. Yfirskrift sýningarinnar er Afl og Orka. Sýningin jafnfram sölusýning. Borgarhólsskóli kl. 17 Söngkvartettinn Út í vorið heldur tónleika. MYNDLIST Gallerí Dvergur, Grund- arstíg: Elín Hansdóttir. Til 4.10. Gallerí Hlemmur: Val- gerður Guðlaugsdóttir: Inn- setning. Til 28.9. Gallerí Kambur, Rang- árvallasýslu: Hulda Vil- hjálmsdóttir. Til 5.10. Gallerí Skuggi: Kristinn Pálmason. Til 21.9. Galleríi Sævars Karls: Svanborg Matthíasdóttir. Til 27.9. Gerðarsafn: Þrjár einka- sýningar. Helgi Hjaltalín Eyj- ólfsson, Katrín Þorvaldsdóttir og Olga Bergmann. Til 5.10. Gerðuberg: Breiðholt fyrr og nú. Ljósmyndasýningin Brýr á þjóðvegi 1. Til 21.9. Hafnarborg: Bernd og Jutta Lohmann. Kristbergur Pétursson. Ingiríður Óðins- dóttir. Teikningar hafnfirskra barna. Til 13.10. Hallgrímskirkja: Gunnar Örn. Til 1.12. Ketilhús, Akureyri: Einar Hákonarson. Til 5. okt. Kling og bang gallerí, Laugavegi 23: Nína Magnúsdóttir. Til 28.9. i8, Klapparstíg 33: Roni Horn. Undir stiganum: Hlyn- ur Hallsson. Til 13.9. Íslensk grafík: Berglind Björnsdóttir. Til 28. sept. Listasafni ASÍ: Ásmund- arsalur og Gryfja, Inga Jóns- dóttir. Til 21.9. Arinstofa, Kristin Pétursson. Til 12.10. Listasafn Akureyrar: Þjóð í mótun: Ísland og Íslend- ingar fyrri alda. Vestursalur: Erla S. Haraldsdóttir og Bo Melin. Til 2.11. Listasafn Borgarness: Snjólaug Guðmundsdóttir. Til 8.10. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Júlíana Sveinsdóttir. 26.10. Listasafn Reykjanes- bæjar: Stefán Geir Karls- son. Til 19.10. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Ásmundur Sveinsson – Nútímamað- urinn. Til 20.5. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró – stríð. Til 3.1. Samsýning alþýðulistar og samtímalistar. Í samstarfi við Safnasafnið. Úr bygging- arlistarsafni. Innsetning Bryn- dísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson. Til 2.11. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Eyjólfur Einarsson. Sæmundur Valdi- marsson myndhöggvari. Til 12.10. List án landamæra: Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Þórey Rut Jóhannesdóttir. Til 28.9. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Meistarar formsins – Úr högg- myndasögu 20 aldar. Til 28.9. Mokkakaffi: Bjarni Bern- harður. Til 15. okt. Norræna húsið: Skart- gripir norsku listakonunnar Liv Blåvarp. Til 19. okt. And- dyri: Sari Maarit Cedergren. Til 12.10. Nýlistasafnið: Grasrót 2003. Til 12.10. Safn – Laugavegi 37: Op- ið mið-sun, kl. 14–18. Til sýnis á þremur hæðum ís- lensk og alþjóðleg samtíma- listaverk. Skaftfell, Seyðisfirði: Ein- ar Valur. Til 26. september. Slunkaríki, Ísafirði: Hjört- ur Hjartarson. Til 28.9. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Skáld mánaðarins - Jón Helgason. Upplýsingamiðstöð mynd- listar: www.umm.is undir Fréttir. LEIKHÚS Þjóðleikhúsið: Dýrin í Hálsaskógi, sun., sun. Með fulla vasa af grjóti lau. Allir á svið, fös. Litla svið: Pabbastrákur, frums. föstudag, lau. fim. Smíðaverkstæði: Veislan, fös. fim. Borgarleikhúsið: Lína Langsokkur, lau. sun. Öfugu megin upp í, fös. fim. Grease, sun. mán. Iðnó: Sellofon, fim. sun.fim. Loftkastalinn: Erling, lau. Tjarnarbíó: Ráðalausir menn, fim. fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vinur minn Heimsendir, lau. fim. SUNNUDAGINN 21. september kl. 14.00 verður dagskrá í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem ljóð Jóns Helgasonar verða sungin og lesin, auk þess sem lesið verður úr nokkrum bréfum hans. Fram koma m.a. Þórunn Björnsdóttir og Skólakór Kárs- ness, Kór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar og Bergþór Pálsson söngvari. Jón Helgason er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Skáld mánaðarins er samvinnuverkefni Þjómenningarhúss, Skólavefjarins ehf. og Landsbókasafns Íslands – háskóla- bókasafns sem setur upp sýninguna í bókasal Þjóðmenning- arhúss. Þar eru til sýnis nokkur verk með ljóðum Jóns og þýð- ingum, og sýnishorn af störfum hans sem fræðimanns. Ljósmyndir frá lífi hans og starfi prýða sýninguna. Á Skóla- vefnum er kynning á verkum Jóns og útskýringar á ljóðum hans. www.skolavefurinn.is/ljodskald Sýningar í Þjóðmenningarhúsi eru opnar milli 11 og 17 alla daga. Ókeypis aðgangur er á sunnudögum. Þjóðmenningarhús Jón Helgason skáld mánaðarins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.