Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 2003
FJÖLMIÐLAR
NEÐANMÁLS
PAUL Coelho, höfundur Alkem-
istans, sendi nýlega frá sér bók-
ina Ellefu mínútur, eða Eleven
minutes eins og heiti hennar hef-
ur verið þýtt á ensku. Í formála
bókarinnar
biður höfund-
urinn lesendur
sína afsökunar
á að takast að
þessu sinni á
við hið ljóta og
alvarlega mál-
efni sem
mannsal er.
Sagan segir
frá Maríu, fallegri mey úr inn-
sveitum Brasilíu er hleypst á
brott til Ríó þar sem hún er plöt-
uð til þess að fara til Genfar sem
„dansari“ og er þangað er komið
leiðist hún út í vændi. Saga Mar-
íu er þó ekki eingöngu glæpaaf-
hjúpun heldur býr hún að hætti
Coelhos yfir sama ríka frásagn-
armátanum og fyrri verk. Þann-
ig má t.d. um margt líkja kynn-
um Maríu af Sviss við
fjársjóðsleit Santiagos í Alkem-
istanum, en í gegnum kynlífsiðn-
aðinn uppgötvar María hið
sanna mannlega eðli og nær að
bjarga sálu sinni.
Andað í vatni
SMÁSAGNASAFN JULIE Orr-
inger How to Breath Underwat-
er, eða Hvernig á að anda í vatni,
þykir sérlega áhugaverð frum-
raun sem erfitt er að leggja frá
sér. Ólíkt þeim fjölda kvenna-
bókmennta í dag sem skrifaðar
eru í stíl Beðmála í borginni þá
kýs Orringer að kafa dýpra.
Þannig fjalla sögur hennar um
jafn ólík mál og litla stúlku sem
verður vitni að óhugnanlegu
slysi á þakkargjörðardag og of
feita listakonu sem berst við að
skilgreina sjálfa sig í skugga
fegurðar ungrar frænku sinni.
Sögur Orringer þykja búa yfir
tilfinningalegri dýpt er hæfir
viðfangsefninu ásamt ríkulegri
lýsingu smáatriða.
Siðferði ofbeldis
RITHÖFUNDURINN William T.
Vollmann leitast við að veita
kerfisbundna skýringu á notkun
ofbeldis í nýjasta verki sínu Ris-
ing Up and Rising Down, sem er
eins konar hugleiðing um sið-
ferði ofbeldis. Verkið verður
gefið út í sjö bindum, en þar má
finna sögu ofbeldisviðburða,
samtímarannsóknir, ritgerðir,
gröf, ljósmyndir og teikningar í
leit höfundarins að svari við
spurningu sem leitað hefur á
marga í gegnum aldirnar: Undir
hvaða kringumstæðum er of-
beldi réttlætanlegt? Vollmann,
sem er byssuáhugamaður, segist
sjálfur hafa ætlað sér að búa til
einfaldan siðferðisreikni þar
sem skýrt væri hvenær dráp
væri réttlætanlegt.
Said látinn
EDWARD W. Said, prófessor í
ensku og bókmenntum við Col-
umbia háskólann, lést nýlega.
Said var meðal helstu sérfræð-
inga í mál-
efnum Mið-
austurlanda
og birtust
skrif hans í
dagblöðum
víða um heim.
Hann var auk
þess höfundur
tíu ritverka
m.a. Blaming
the Victims, Power, Politics and
Culture og The World, the Text
and the Critic, sem hann var til-
nefndur til verðlauna banda-
rískra bókmenntagagnrýnenda
fyrir.
ERLENDAR
BÆKUR
Ellefu mínútur
Coelhos
Paul Coelho
Edward W. Said
M
EÐ raflýsingu sveitanna
upp úr miðri síðustu öld
var flestum draugum
úthýst og stökkt á
brott. Sumum tókst að
dyljast í skúmaskotum
og hrella landsmenn
áfram með dularfullum
hljóðum um miðjar nætur, skrölti og hringli,
og mæla fleygar setningar í myrkrinu sem
urðu efni í sögur og ljóð. Aðrir eru endanlega
komnir yfir móðuna miklu og eina jarðsam-
band þeirra er í gegnum Lífsaugað, fyrrver-
andi útvarpsþátt en núverandi sjónvarpsefni á
Stöð tvö.
Lífsaugað hóf göngu sína í sjónvarpi sl. mið-
vikudag. Hafði þáttarins verið beðið með nokk-
urri óþreyju enda búið að byggja upp mikla
auglýsingaspennu fyrir frumsýningarkvöldið.
Þetta var ekki bein útsending eins og ég hafði
vænst, heldur mjög mikið unninn og klipptur
þáttur sem samanstóð af skyggnilýsingu og
viðtölum að henni lokinni ásamt auglýsingum.
Í upphafi birtist miðillinn, hinn frægi Þórhall-
ur Guðmundsson, og lýsti uppbyggingu þátt-
arins. Sagðist hann vona að áhorfendur hefðu
gaman af tiltækinu enda þátturinn kynntur og
efnisflokkaður sem skemmtun hjá Stöð 2. Til-
gangur þáttarins var sá, að sögn miðilsins, að
sanna að líf sé eftir þetta líf. Hófst nú sýn-
ingin; miðillinn stóð á upphækkuðum palli, átt-
hyrndum og blálýstum. Áhorfendur sátu hring-
inn í kringum hann og á bak við þá voru
bláleitir veggir með dularfullum ljósbrigðum.
Skyggnilýsingin hófst og fljótlega komst mið-
illinn í samband við ömmu og afa sem voru
bæði farin á hinar eilífu veiðilendur. Gömlu
hjónin höfðu nokkrar áhyggjur af einum gesti í
salnum, myndarlegri konu á besta aldri, og
vildu að ráðagerðum varðandi sumarbústað í
Borgarfirði yrði frestað um hríð. Einnig vildu
þau að konan reyndi að hugsa aðeins minna
um aðra og meira um sjálfa sig. Þá kom Nonni
í gegn, miðillinn flutti þau skilaboð að hann
væri sáttur og liði vel. Þriðji og síðasti gest-
urinn að handan var Anna, lágvaxin, gömul
kona með fallegt hár. Skilaboð hennar voru
þau að eitthvað ætti eftir að ganga vel, við-
komandi ætti að hlusta á rödd hjartans, slaka
á, gæta að mataræðinu og ekki narta milli
mála heldur fara frekar út að ganga. Gestir í
sal tóku þessum jarðbundnu og hverdagslegu
skilaboðum fagnandi og í viðtölunum á eftir
voru orð miðilsins túlkuð betur og tengd við
raunverulega atburði og jafnvel ljósmyndir.
Ekki náðu fleiri sambandi umrætt kvöld og
hafa eflaust margir farið vonsviknir heim úr
sjónvarpssal.
Í samtíma þar sem efnishyggja og trúleysi
eru ráðandi grípur fólk oft ýmis hálmstrá. Vís-
indin afgreiða dauðann sem endanlegan en
trúarbrögðin reyna að sefa óttann við dauðann
með von um framhaldslíf og endurfæðingu, og
raddir að handan sanna þann góða boðskap. Á
útvarpsstöðinni Bylgjunni hljómaði djúp, hlý
og dularfull rödd Þórhalls eins og véfrétt og
honum tókst að vefja viðmælendum um fingur
sér. Í sjónvarpinu er hann langt frá því að vera
aðlaðandi, hvað þá sannfærandi. Þáttagerðin
sjálf bætti ekki úr skák enda hálfgerð hráka-
smíð; grafíkin, settið, klippingarnar, kynning-
arstefið, lógóið, tónlistin; allt var þetta ótrú-
lega púkalegt. Í lokin sátu Þórhallur og
Guðrún Möller á átthyrndu og upplýstu gólfinu
með bláa skjámynd í baksýn og ræddu hvað
þessi fyrsti þáttur hefði verið magnaður og sal-
urinn frábær. Þórhallur endaði þáttinn á fleyg-
um orðum myrkfælnasta Íslendingsins frá því
Grettir glímdi við drauginn Glám: Aðgát skal
höfð í nærveru sálar. Mér er hins vegar alveg
stórlega til efs að þarna hafi nokkrar „sálir“
verið viðstaddar og sennilega hefur verið hleg-
ið að þessu brölti okkar í handanheimum.
SKILABOÐ AÐ HANDAN
Í lokin sátu Þórhallur og Guð-
rún Möller á átthyrndu og upp-
lýstu gólfinu með bláa skjá-
mynd í baksýn og ræddu hvað
þessi fyrsti þáttur hefði verið
magnaður og salurinn frábær
S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R
BÓK Vicente Verdú, Stíll heimsins.
Lífið í skáldskaparkapítalismanum (El
estilo del mundo. La vida en el capi-
talismo de ficción, Anagrama,
Barcelona, 2003), er rannsókn á til-
verunni í skálduðum veruleika, veru-
leika sem keðjur og stórfyrirtæki
framleiða stöðugt og endur-
framleiða, þau dikta upp tilveru-
grundvöll og lífssýn sem lagar sig að
því sem fyrir er. Bókin er uppfull af
staðreyndum og tölfræði sem sum
hver er sláandi.
„Fjölbreytnin er ekki það sem ein-
kennir heim okkar,“ segir höfundur í
upphafi bókar, „fjölbreytni hefur allt-
af verið fyrir hendi. Það sem setur
mark sitt á heiminn er tilhneiging til
útjöfnunar …“ Verdú nefnir að
mannkynið drekkur á hverri klukku-
stund milljón lítra af kóki um allan
heim; þúsund milljónir manna eru á
enskunámskeiði á þessari stundu á
meðan einungis níu Bandaríkjamenn
leggja stund á arabískunám; þrjátíu
þúsund McDonaldsstaðir í 120 lönd-
um afgreiða 45 milljónir við-
skiptavina á dag, gjarnan um Big
Mac, sem á Indlandi nefnist Mah-
araja Mac, í Frakklandi má fá niç-
oise-salat með honum, fetaostur
fylgir í Grikklandi, steiktan kjúkling
má fá í Singapúr, karrýkjúkling í
Bretlandi og kosher-máltíð á McDon-
alds í Ísrael. Og í Japan, þar sem eru
3.500 McDonaldsstaðir, stendur
meirihluti barna í þeirri trú að Big
Mac sé uppfinning japanskrar
matargerðarlistar. […]
Því kapítalisminn hefur ekki lengur
aðeins áhuga á að selja og græða
peninga heldur leitast hann við að
skáldgera sjálfan sig, þýða veru-
leikann yfir í léttari veruleika; varan –
hver sem hún er – er ekki aðeins vara
heldur lífsviðhorf eða fulltrúi þess. Líf-
ið sjálft (hvað er það? Lífið er fast
orðasamband, skrifaði rithöfund-
urinn Juan José Millás) er orðið
æðsta viðfang, trúin, ættjörðin eða
byltingin fylla það ekki lengur, það
má fylla af myndskeiðum og skáld-
skap kapítalismans. Vicente Verdú
vitnar: „Eftir því sem áhorfandinn
virðir meira fyrir sér … ríkjandi
myndskeið, því minna skilur hann í
eigin tilvist og eigin þrám. Frá þess-
ari stundu verður hann aðskilinn frá
lífi sínu.“ (Guy Dobord, 2000.)
Hermann Stefánsson
Kistan
www.visir.is/kistan
Morgunblaðið/Ásdís
„... heitt eins og helvíti, sætt eins og syndin og svart eins og nóttin.“
SKÁLDSKAPAR-
KAPÍTALISMI
I Í ævisögu Viðars um Stephan G. Stephansson erdregin upp mynd af stórbrotnum manni sem var
allt í senn örbirgðarmaður, fjósakarl, virkur róttækl-
ingur, andófsmaður, mannúðarsinni, hugsuður og
stórskáld. Stephani var fátt óviðkomandi. Hann var
óþreytandi við að stinga á kýlum samfélagsins og
virðist að mörgu leyti hafa verið óvenjulega fram-
sýnn. Í óprentuðum hugleiðingum um tungumál og
þjóðerni sem varðveittar eru í Landsbókasafni Ís-
lands - Háskólabókasafni mælir Stephan gegn hug-
myndum sem honum hafa þótt lýsa misskilningi.
Þetta eru punktar á litlum blöðum fyrir fund um
þjóðernismál í Markerville þar sem Stephan bjó síð-
ustu æviár sín.
IIFyrsta bábiljan sem hann mælir gegn er þessi:„Kanada verður aldrei þjóðarheild, nema ein ein-
asta tunga sé töluð í landinu.“ Hugmyndin hljómar
kunnuglega og má reyndar telja eina af grunn-
hugmyndum íslenskrar sjálfstæðishugsjónar síðustu
alda. En Stephan er ekki sammála og segir: „Þjóð-
ræknin föðurlandsástin, tekur ekki á þeim þolinmóð
einum saman. Þær eiga sterkari rót, þá, að í landinu
er heimili manns, hans sjálfs og als sem honum er
annast um. Það er hans land, fyrst og fremst, af því
hagur hans og framtíð, er öll við það bundin. Hér
verður hann og hans að komast af. Þjóðrækni hvílir
á heimiliseigninni, ekki tungutakinu.“ Og Stephan
nefnir dæmi máli sínu til stuðnings um að þrjár til
fjórar tungur séu talaðar í Sviss og tvær í Belgíu og
mállýskur séu fjölmargar í sumum löndum.
III Eftirfarandi bábilja þykir Stephani þó einna al-heimskust. „Íslenzku kenslan stendur fyrir ensk-
unni og gerir börnin útúrskotin.“ Og ádrepa hans
gæti að sumu leyti átt við í dag: „Sá maður verður út-
úrskotnastur sem ekki hefir kynnst nema einu heim-
ili, ekki lesið nema eina bók og þekkir ekki til nema
eins máls. Að öðru jöfnu, er sá maður nokkru færari,
sem komið hefir í tvær sveitir, lesið tvö hefti úr mann-
kynssögunni, og getur mælt með sínum málefnum, á
tveimur tungum, hann getur ögn víðar verið heima
en hinn, og það er nú þessi mentun, sem allir stæra,
að útibyggja einræningshættinum, að eiga sem fæsta
tóma kofana, að vera fær um sem flest. Sú þjóð, sem
ekki vill vita af nema einni tungu, gerir sig útúr-
skotna, tæpir sér á tvær öfgar, hrokann sem heldur
að sín þjóð sé allur heimurinn, sem nokkurs er verð-
ur, eða vesaldóminn, sem telur sér trú um, að alt hjá
sér sé bágast og bjálfalegast. Bezti vegurinn til læra
og skilja sína eigin tungu og sína þjóð, er að hafa eitt-
hvað til samanburðar. Skorturinn á því, er það að
vera útúrskotinn. Kunnátta í íslenzku skerpir skiln-
ing manns á enskunni. Eg hefi tekið eftir því, að þau
börn á skólum, sem verst gengur við enskt mál, eru
ekki þau, sem koma frá heimilum þar sem íslenzka,
eður önnur mál en enska, eru töluð daglega í heima-
húsum. Það eru hin, sem lengst vefst tunga um tönn,
og skólarnir eiga erfiðast með að leiðrétta, sem koma
úr þeim heimahögum þar sem enskan ein er töluð,
en illa, hvort sem heldur er af erlendu fólki, eða því
sem sjálft er enskt, en mælir þó á mállýzku, það
stendur fyrir enskunni.“