Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 2003 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 4 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI Gunnar Guðbjörnsson hefur skoðanir á flestu en er auk þess einn af bestu söngvurum þjóðarinnar. Bergþóra Jónsdóttir ræðir við hann um söng, pólitík og fleira. Kjartan Ragnarsson hefur verið eitt af afkastamestu leik- skáldum landsins í langan tíma. Árni Ibsen fjallar um leikrit Kjartans sem beitir óvenju fjölbreytilegum meðölum að því er varðar stíl og framsetningu. Stephan G. Stephansson er einsdæmi í heims- bókmenntunum, að mati Viðars Hreinssonar sem nú hefur sent frá sér síð- ara bindi ævi- sögu Kletta- fjallaskáldsins. Þröstur Helga- son ræðir við Viðar um sögu- ritunina og skáldið. Einar Már Guðmundsson segist ekki vita meira um sam- göngur en hver annar jeppi en í grein sinni Gatnamála- stjóri í fyrra lífi lætur hann eigi að síður móðan mása um götur og bíla og strætóa og – jú, reyndar orð líka sem hann telur merkileg farartæki. FORSÍÐUMYNDIN er af Stephani G. Stephanssyni, um 1920. GERÐUR KRISTNÝ TRÓJA Borgarmúra ber við blindan himin guðirnir hafa snúið við mér baki þeir æsa gegn mér ógnarher hamstola múg úr myrkri Strengd um hælinn húð yfir heitu blóði brýni sverð mitt á beinum óvina svo hegg ég hælinn af Tek fram hnífinn er sólin sest sofið bara, nú tálga ég hest Gerður Kristný (f. 1970) hefur gefið út ljóð, smásögur og skáldsögur. Þ Á er Idi Amin allur. Hann lést seinni hluta ágústmánaðar 2003. Enn einn einræðisherr- ann heyrir sögunni til. Ugandaforsetinn Idi Amin var yfirgefinn af foreldrum sínum á barnsaldri en vann fyrir sér með því að selja kleinuhringi á torgum úti uns hann gekk í herinn. Þar fékk hann frama og foringja- tign auk þess að verða Úgandameistari í hnefaleikum enda tæpir tveir metrar á hæð. Árið 1971 nýtti hann sér færið og steypti forseta landsins. Það fer hljótt að Bretar vissu um þessa byltingu og samþykktu með þögninni vegna þess að Obutu, forveri Am- in, var ekki nógu vinveittur fyrrverandi ný- lenduherrum sínum. Amin var talinn verða góðvinur þeirra en annað kom í ljós. Á átta árum fór Amin hamförum í landinu og var sífellt að fara í taugarnar á Bretum og ná- grönnum sínum. Uganda var eitt af ríkari löndum álfunnar um 1970. Hann beitti kyn- þáttahatri til að ryðja burtu óæskilegum fyrirtækjum og asískum viðskiptamönnum. Með því hrundi efnahagslífið og Úganda var rjúkandi rústir þegar hann kvaddi 1979. Til að undirstrika afstöðu sem var fyrsta flokks svört kynþáttahyggja í anda þess sem þeldökkir höfðu mætt um aldir mætti hann á ráðstefnu og lét hvíta menn bera sig inn á fundinn. Í valdatíð hans lét- ust 300 þúsund manna af hans völdum og blöskraði flestum þegar líkin sum hver flutu niður Nílarfljót. Honum var steypt í innrás frá Tansaníu en meðal innrásarmanna voru herir ná- granna hans og uppreisnarmenn frá Úg- anda. Amin er ekkert einsdæmi meðal ill- menna sögunnar. Mörgum var komið til valda af vinveittum stórveldum. Koma þar mörg við sögu. Það segir mönnum vita- skuld einungis það hversu hættulegt er að skipta sér af innanríkismálum annarra landa. Sem dæmi má taka flóttamanninn Sadd- am Hussein. Hann komst ekki síst til valda fyrir tilstilli stórveldanna, sem síðar steyptu honum. Á sínum tíma lögðu þau honum til vopn og tæki til að ráðast m.a. gegn nágrönnunum í Íran. Það var eftir að Ayatollah Khomeini (enn einn einræðis- herrann) steypti Resa Palavi keisara lands- ins. Palavi hafði setið lengi í skjóli Banda- ríkjanna, en Khomeini var ekki vinur þeirra. Þegar maður hugsar um alla einræðis- herrana sem tröllriðið hafa löndum sínum þá finnst manni einkennilegast að sumir þeirra hafi náð völdum. Og fæstir gerðu það án vináttu einhvers stórveldis eða ný- lenduveldis. Bokassa, sjálfkrýndur keisari Mið- Afríkulýðveldisins, eyddi margföldum árs- tekjum lands síns í páfuglshásæti og her- væðingu. Ceausescu í Rúmeníu. Þeir feðg- ar frá Norður-Kóreu. Batista, forveri Kastrós, á Kúbu. Sumir raunar byrjuðu vel. Auk þeirra má nefna þá Talíbana í Afg- anistan eða Noriega í Panama en sá síðar- nefndi var þjálfaður CIA-njósnari. Þegar hann gekk of langt í að fjármagna ríki sitt með dópsölu urðu fyrrum vinnuveitendur hans að stöðva hann með góðu eða illu. Í Ghana sat einræðisherrann Jerry Rawlings lengi vel og þótti bara mælast vel um þjóð sína og hennar hag enda hefur Ghana ekki talist til stríðshrjáðra ríkja eins og t.d. nágrannarnir í Nígeríu eða nú síðast í Líberíu. Í Líberíu sat reyndar einræðisherra sem missti allt niður um sig í sumar sem leið og var settur á eftirlaun. Það var Charles Taylor sem kvaddi þjóð sína í viðurvist ým- issa stórmenna Afríku, t.d. Mugabe frá Zimbabve. Taylor flutti sig til Nígeríu þar sem hann býr nú í reisulegu húsi og lifir af fjármagni sem hann hefur komið undan. Raunar nokkuð laglega gert. Að misþyrma og myrða um langt skeið og fara svo í frið- sæla eftirlaunavist á kostnað þegnanna þrautpíndu. Einskonar starfslokasamn- ingar? Sama gerði fyrrnefndur Bokassa, en hann flúði til Frakklands þegar mannát og ofbeldi gengu endanlega fram af þegnum hans og nágrönnum. Hann bjó við friðsam- legar og glæsilegar aðstæður í nokkur ár og þótti bjóða af sér góðan þokka meðal franskra ríkmenna sem sum virtust ekki kunna við félagsskap hans að sögn. Annar eftirlaunaþegi var Marcos sem flúði ásamt frú sinni Imeldu og skildu eftir glæsihallir og skóhauga en höfðu þó haft vit á að koma fyrir fjármagni í erlendum bönk- um. Enn einn slíkur eftirlaunaþeginn var Resa Palavi, fyrrnefndur Íransforseti. Ég hef þó alltaf borið virðingu fyrir Gorbatsjof, sem í sjálfu sér var kosinn af einræðisöflum, en hann hefur þó að mestu búið í Rússlandi eftir að hann fór á eftirlaun og aflað sér tekna með bókarskrifum og þotuliðsfyrirlestrum síðasta áratuginn eða svo. Kannski bera menn virðingu fyrir þess- um körlum. Þeir eru eins og pörupiltar sem komast upp með allskonar hluti. Þeir njóta ómældrar eftirspurnar fjölmiðlanna. Idi Amin, sem fór hýddur og hundeltur í útlegð 1979, hefur verið í fréttum reglulega síðan þar sem hann hefur haldið sig í útlegðinni meðal annars meðal vina Vesturlanda í Sádi-Arabíu. Og þar býr nú eitt safnið af einræðis- herrum. Þeim hefur tekist að setja sádi- arabíska ríkið nánast á höfuðið þrátt fyrir að geta lifað vel á því að vera miðstöð olíu- auðs og trúarbragða. Kannski ættu þessir geðslegu einræðis- herrar að mynda einskonar bandalag eða vinasamtök. Eins og helstu leiðtogar iðn- ríkjanna gera. Svona spjallklúbb til að halda utan um erfiði þess að vera stjórn- andi við blóðugar aðstæður. Þannig virðist til dæmis að alltaf hafi verið hlýtt á milli Mugabe í Zimbabve og Taylors í Líberíu svo nokkuð sé nefnt. Mugabe hefur haldið góðu sambandi við Gaddafi Líbýuforseta og vinir hans í Norður-Kóreu hafa lánað hon- um hermenn og verkamenn þegar mikið hefur legið við. Þá býr Mengistu, landflótta einræðis- herra frá Eþíópíu, í Zimbabve hjá Mugabe vini sínum. Við nokkra velsæld og góða vernd að sögn bresku pressunnar. Nokkrir til viðbótar eru í felum en óvíst hvar eða hvort þeir eru við góða heilsu. Ég á við þá Mullah Omar, Saddam Hussein og mér finnst rétt að hafa Osama bin Laden með í hópnum. Þessi friðsæld í kringum suma þessa fugla er frekar vafasöm að mínu mati. Það er satt að segja fáránlegt að vestræn ríki sem þykjast halda uppi merkjum mann- réttinda verji þessa karla. En þetta er kannski lausnin til að losna við þá og líklega tryggara, ódýrara og heilsusamlegra en að senda inn fjölmennt herlið með mikið af vopnum sem hvorki þekkir né skilur aðstæður þjóðanna sem þeir vilja hjálpa, – hvort sem það er góð- vildin eða annað sem rekur þjóðhöfðingja hermannanna áfram. Sagan geymir upplýsingar um fjölmarga einræðisherra og óvíst hvort sumir þeirra hafi verið nokkuð betri. Kannski falla Alex- ander mikli, Ghengis khan, Sesar og Atli Húnakonungur í sama hóp svo ekki sé talað um foringja frönsku byltingarinnar og Napóleon. Líklega er það eina sem getur bjargað okkur að búa til upplýst þægilega velmeg- andi samfélög. En það dugir ekki alltaf til eins og sagan segir okkur líka. AF TVÍRÆÐU EINRÆÐI RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N magnusth.hi.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.