Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 2003 5 vinna þannig úr þessum arfi fortíðar að hann ætti erindi við okkar tíma. En ég vildi um- fram allt nota sem flestar raddir úr samtíma Stephans til þess að fá lit og bragð í frá- sögnina, bæði úr hans nánasta umhverfi og úr hugmyndastraumum þessara tíma. Sögu- sviðið átti að vera fjölradda þó án þess að rödd skáldsins týndist. Stephan átti í sam- ræðum við allan heiminn í verkum sínum, yf- irsýn hans var gríðarleg, það var fátt honum óviðkomandi, hann hikaði ekki við að hjóla í guð almáttugan og hvað þá veraldleg yf- irvöld. Ég flétta skáldskap hans og hug- myndum inn í verkið til að gera þessar sam- ræður sýnilegar.“ Þú ferð þá leið að fylgja heimildum þínum náið, til dæmis í sviðsetningum. Maður finn- ur alltaf fyrir heimildunum í textanum, það er iðulega eitthvað skjal eða einhver frásögn á bak við það sem þú setur fram. Þú hefur ekki haft áhuga á að skálda í eyðurnar? „Nei, ég vil að lesandinn finni fyrir heim- ildunum. Það er á vissan hátt trúverðugra. Raddirnar verða sterkari ef lesendur hafa veður af þeim í textanum. En það á heldur ekkert sérstaklega vel við mig að skálda í eyðurnar. Ég vil heldur ekki yfirgnæfa sögusviðið algerlega með minni eigin rödd. Að hluta eru þetta líka áhrif úr þeirri dásamlegu bókmenntagrein sem nefnist sagnaþættir og til dæmis Hannes Pétursson hefur fengist við. Þar eru lesendur alltaf látnir vita hvaða heimildir eru á bak við textann. Maður finnur þannig fyrir fortíð- inni á áþreifanlegri hátt. Um leið lætur mað- ur ímyndunarafli lesandans meira eftir en ef maður tekur af honum ómakið með breiðum sviðslýsingum eða mikilli umritun. Heimild- irnar gefa svo margt í skyn og það er ágætt að leyfa lesandanum að njóta þess að ráða í þær að einhverju leyti. Mitt hlutverk er að sumu leyti eins og kórstjórans, að stilla sam- an ólíkar raddir í eina hljómkviðu. En auðvitað þurfti ég að prófa mig tals- vert áfram með það hversu langt ég ætti að fara frá heimildunum. Og í hvert sinn sem ég leyfði mér að víkja frá þeim að ráði þá fannst mér ég vera farinn að lepja upp ein- hverjar bókmenntalegar klisjur. Þá sagði bókmenntafræðingurinn í mér, hingað og ekki lengra. Ég hafði líka frábæran yfirlesara, Jón Karl Helgason hjá Bjarti. Hann hafði auga með því að frásagnarþráðurinn sjálfur héldi en maður var sjálfur oft djúpt sokkinn í smáatriði.“ Stritið var honum nautn Mikil nákvæmni einkennir söguna, þú rek- ur ættir manna og segir frá búpeningi þeirra og búskaparháttum. Þarna á bak við eru heimildir sem ekki sjást svo mikið í bókinni. Er þetta rödd norðlenska sveitastráksins? „Jú, ég segi stundum að ég sé bóndi í eðli mínu. En ættfræði og persónufróðleik var ætlað að gera myndina breiðari. Stundum vildi ég láta glitta í forvitnilegar örlagasögur sem maður gat ekki rakið í bókinni til hlítar án þess að tapa þræðinum. Það urðu ótal manns á vegi Stephans sem hefðu ef til vill hver og einn verðskuldað ævisögu. Búskapurinn var hins vegar svo sterkur hluti af sjálfsmynd Stephans að mér þótti nauðsynlegt að láta þann fróðleik fylgja með. Lesendur þurfa að skynja hina áþreif- anlegu og oft harðneskjulegu hversdagsver- öld Stephans. Hann var mjög meðvitaður um það að hann var bóndi. Frægar ljóðlínur hans um að hann sé bóndi og eigi allt sitt undir sól og regni segja svo margt um hann. Þær koma fyrir í ljóðabréfi þar sem hann svarar ein- hverjum sem hafði spurt hann hvort hann þyrði að láta eitthvað sjást á prenti. Hann segist þora það vegna þess að hann eigi ekk- ert undir veraldlegu valdi, hann sé bóndi og eigi allt sitt undir sól og regni. Stephan misti reyndar þetta sjálfstæði bóndans að nokkru leyti á efri árum. Fyrst eftir að hann flutti til Alberta var íslenska landnámið fremur afskekkt og frumstætt og menn stunduðu sjálfsþurftarbúskap. Þá gat hann enn litið á sig sem þennan sjálfstæða bónda sem átti ekkert undir neinum. En upp úr aldamótunum hellist veröldin og mark- aðskerfið yfir þetta svæði. Búið stækkar hjá Stephani og veltan eykst og hann verður sí- fellt háðari markaðskerfinu og dutlungum þess. Í seinni hluta sögunnar lendir Stephan því í mótsögn við sjálfstæðishugsjón sína því hann ræður ekki við aðstæður markaðarins. Eftir að hann varð sextugur 1913 langaði hann til að létta af sér einhverjum birðum en efni hans leyfðu það ekki. Hugmynd Emersons um að æðstu laun hins vinnandi manns væru að ljúka verki höfðaði mjög til hans. Hann sagðist unna vinnu verulega en lá samt stundum í bælinu þjakaður af ein- hverjum skrokkskjóðum. Stritið var honum nautn. En búskapurinn varð honum samt sem áður of þungur baggi undir lokinn.“ Fjósakarl og heimsmaður Viðar dregur sterkt upp andstæðurnar sem rúmast í Stephani, að hann er í senn helber fjósakarl og heimsmaður, ómennt- aður örbirgðarmaður og stórskáld sem fræðimenn vestra hafa jafnvel talið jafnast á við Whitman og Poe. Skyldi vera eitthvað eitt fremur en annað sem skýrir þessar víddir í lífi Stephans, í að- stæðum hans eða lyndiseinkunn? „Ég held reyndar að Stephan hljóti að vera einsdæmi í heimsbókmenntunum,“ seg- ir Viðar, „bæði vegna þess að hann er bóndi sem nær þessum afköstum og því hugs- unarstigi sem bæði skáldskapur hans og önnur skrif bera vitni. Sennilega hefur allt lagst á eitt um að gera Stephan að því sem hann var. Annars þekki ég svona sjálfmenntaða íslenska bændur fyrir norðan sem eru heimsmenn í eðli sínu eins og hann var. Þeir eru til enn þá, vel lesnir og fróðir og geta spjallað við hvaða höfðingja heimsins sem vera vill sem jafningja. Þetta er sérkennileg heims- mennska sem ég held að sé ekki til víða. Skapgerð Stephans hafði líka sitt að segja. Hann hafði léttlyndið og framhleypn- ina úr móðurættinni en það var hins vegar ansi þung þykkjan í föðurættinni. Þessir þættir togast á í honum en vega líka hvor annan upp. Það sést enn fremur fljótt að hann hefur alltaf verið tilbúinn til þess að takast á við heiminn. Hann er ekki fyrr kominn vestur en hann stekkur inn á einhverja krá og snuðar barþjón. Og hann var ekki búinn að vera nema viku í sinni fyrstu vist að hann gekk úr henni, sennilega vegna þess að hon- um líkaði hún ekki. Hann vildi aldrei láta vaða yfir sig. Á hinn bóginn var hann hvers manns hugljúfi við persónuleg kynni og gat spjallað við hvern sem er.“ Stephan sagði samt um sjálfan sig að hon- um hefði ekki verið gefin sú list að stofna til friðar á jörðu. Hann var andófsmaður og iðulega upp á kant við umhverfi sitt. Hann var alinn upp í guðsótta en kastar trúnni fyrir vestan og verður fyrir vikið svolítill jaðarmaður. Hann var líka róttækur í skoð- unum. Var hann ekki bara frekar erfiður þverhaus? „Jú, það er rétt svo langt sem það nær og að því leyti svipar honum nokkuð til manna eins og Jóns lærða og Bólu-Hjálmars sem voru afurðir íslenskrar bókmenningar sem virðist hafa átt þennan uppreisnagjarna og pólitíska þráð. Stephan smíðaði sér húm- aníska lífssýn úr öllu því sem hann viðaði að sér. Mér þykir hann vera einn af allra merkilegustu mannúðarsinnum sem Íslend- ingar hafa alið. Hann hélt sig mjög stað- fastlega við þá lífssýn og gat orðið mjög hat- rammur í ádeilu á það sem honum þótti brjóta gegn þeirri helgi lífsins sem hann setti kannski ofar öllu. Hann sagðist til dæmis hafa orðið að taka til máls um stríðið. Hann gagnrýndi mjög þátttöku Kanada- manna í því og fyrir það voru þeir komnir á fremsta hlunn með að kæra hann fyrir land- ráð.“ Róttæklingur og fríþenkjari Stephani var alla tíð uppsigað við hina þröngsýnu fulltrúa opinberrar hugmynda- fræði, segir Viðar, en þá sá hann ekki síst innan kirkjunnar. Lögberg var líka boðberi afturhaldssamra hugmynda og iðulega á öndverðu máli við Stephan. Honum var iðulega brugðið um kaldlyndi og tilfinningaleysi en honum sveið sárt hve margir áttuðu sig aldrei almenni- lega á mannúðarboðskap hans. „Við verðum að hafa í huga að það voru mikil hugmyndafræðileg átök á meðal Vest- ur-Íslendinga,“ segir Viðar, „ekki síst um kirkjuleg málefni en kirkjan var nánast eins og vígvöllur valdabaráttu meðal þessa fólks. Það var deilt um bókstafstrú og frjálslyndi. Annars vegar var kirkjufélagið, sem var íhaldssamt og bókstafstrúar, og hins vegar býsna sundurleitur hópur fríþenkjara eins og únítara, sem voru skynsemistrúar, og manna sem aðhylltust nýju guðfræðina sem stóð nær kirkjufélaginu en var þó frjálslynd- ari. Stephan var á meðal fríþenkjara enda hafði hann kastað trúnni. Hann vildi að hin frjálslyndu öfl sameinuðust en það gekk ekki eftir. Kannski var staðan svipuð og í pólitík- inni í dag, íhaldið sameinað á meðan vinstri- hreyfingin er sundruð. Og kannski er það alltaf þannig þegar róttækni í samfélags og menningarmálum er annars vegar. Um leið og sjónarhornið er orðið gagnrýnið þá sjá menn svo margar hliðar að það er erfitt að finna einhvern einn samnefnara. Auðveldara er að sameinast um föst og niðurnegld gildi, einhvers konar opinbera hugmyndafræði.“ En Stephan var með ansi byltingarkennd- ar hugmyndir um hluti sem síðar áttu eftir að verða að veruleika. Hann talar til dæmis um kvenréttindi og náttúruvernd og fjöl- menningarstefnu og fleira. „Já, hann var að sumu leyti á undan sinni samtíð. Hann rótaði sennilega af stað fyrstu kvenréttindaumræðunni í handskrifuðu blaði sem hann gaf út árið 1882 og nefndist Fjalla-Eyvindur. Um svipað leyti hélt hann fram umhverfissjónarmiðum og taldi að mannanna verk lýttu oft nátturuna. Hann setti sig þó ekki upp á móti virkjunum sem slíkum, hann vildi virkja til þess að hvíla of- takslúnar hendur, til að létta stritandi verkamönnum baráttuna. En hann hafði ill- an bifur á stóriðjudraumum sem honum þótti bara peningabrask. Að því leyti hafði hann kannski annað sjónarhorn en flestir Ís- lendingar vegna þess að hann þekkti amer- ískan stórkapítalisma úr meira návígi en þeir. Um aldamótin setti Stephan svo fram fjöl- menningarhugmyndir gegn kynþáttahyggju sem var ríkjandi um það leyti. Þessar hug- myndir áttu rætur í fríþenkjarastefnunni og hugsanlega í hugmyndum sem tengdust þrælastríðinu frá því fyrr á nítjándu öldinni. Stephan vildi að Kanada yrði heimaland sér- hverrar þjóðar og tungu. Það sagði hann í mögnuðu kvæði til Kanada sjötíu árum áður en fjölmenningarstefnan varð opinber hug- myndafræði í landinu. Stephan varð samt með tímanum sveit- arómantískt íhald eins og vill brenna við. Hann fór að vegsama sveitirnar gegn spill- ingunni í borginni. Hann var samt meðvit- aður um að hann mætti ekki forpokast í íhaldsseminni. Hann vildi forðast að verða fordómafullur sem er í sjálfu sér merkilegt. Hann las til dæmis Eyðiland T.S. Eliots og þótti ekki mikið til koma og sagðist lítið skilja í djassi sem hann kallaði hjass. En hann sagði um leið að hann væri bara að verða gamall og íhaldssamur.“ Viðar telur að Stephan hafi ort kvæði á móti Eyðilandi Eliots. Um er að ræða eft- irmæli eftir André Courmont sem var franskur ræðismaður á Íslandi. Eyðilandið er eftirmæli heims sem hrundi með stríðinu, segir Viðar, en kvæði Stephans var tilraun til að gæða veröldina varanleika. „Það var held ég gríðarlegt átak fyrir Stephan að byggja upp trú á lífið og framtíð- ina eftir það skipbrot sem stríðið var. En það gerir hann í kvæðinu eftir Courmont þar sem hann segir að framtíðarlandið sé draumur manna um betri heim og þar geti allir góðir menn sameinast. Hann heldur í þessa hugsun um betri heim alveg fram í andlátið. Í síðasta kvæði hans Þiðrandakviðu birtist þessi sýn hans með skýrum hætti. Hann orti það kvæði eftir að hafa fengið heilablóðfall og hlýtur að teljast mikið afrek. Hann getur rétt skjögrað í kringum rúmið sitt en böglar samt saman þessu fína kvæði.“ Stendur út af fyrir sig Viðar telur Stephan hafa verið eitt allra víðfeðmasta skáld sem ort hefur á íslensku. Yrkisefni hans voru fjölbreytt og lífssýnin víð. „Hann var náttúrurómantíker að eðlisfari og sú taug var sterk í honum alla tíð. Þótt honum hafi löngum verið legið á hálsi fyrir að kvæði hans væru samanbarin og torskilin má finna eftir hann ótal ljóðræn gullkorn. Hann varð snemma fyrir áhrifum af hinni gagnrýnu samfélagsskoðun raunsæismanna. Það verða augljóslega sprengingar í hausn- um á honum þegar hann kynnist skáldskap Hannesar Hafstein og pælingum Gests Páls- sonar. Fyrst og fremst finnst mér hann samt standa út af fyrir sig. Hann var kannski rómantískur raunsæismaður. Glíma hans við form var líka afar for- vitnileg. Hann var nýjungamaður. Hann orti órímað kvæði strax upp úr 1880 og líkist þar einna helst Walt Whitman. Hann brýtur upp erindaskiptingu og lætur oft átökin við efni- viðinn koma fram í forminu.“ Fólk dýrkaði Stephan Stephan naut gríðarlega vinsælda heima á Íslandi sem var ekki síst að þakka góðri dreifingu á ljóðasafni hans, Andvökum, sem velvildarmenn og aðdáendur skáldsins í vesturheimi höfðu gefið út. Vinsældir Steph- ans á Íslandi mátti glöggt sjá á því að hon- um var boðið hingað í heimsókn árið 1917 og hlaut konunglegar móttökur eins og Viðar rekur í síðara bindi ævisögunnar. „Maður verður auðvitað að hafa í huga að skáldin á þessum tíma voru í svipaðri stöðu meðal almennings og poppstjörnur nú til dags en eigi að síður voru móttökurnar höfð- inglegar. Það er ljóst að fólk dýrkaði Steph- an og skáldskap hans.“ Sigurður Nordal spáði því samt að þó að Stephan hafi verið gott skáld að þá myndi „hinni tröllauknu baráttu þessa bókmennta mikilmennis, við kjör landnema og einyrkja verða meiri gaumur gefin“ en skáldskap hans þegar fram liðu stundir. Telurðu að þetta hafi ræst? Er skáldskapur hans gleymdur? „Skáldskapur hans er enn í fullu gildi og á brýnt erindi við okkur. En ég er að mörgu leyti sammála þessu. Kveðskapurinn var stórbrotinn en ævin kannski enn þá stór- brotnari. Eins og ég sagði áður þá efast ég um að það sé til svona saga annarsstaðar um mann sem þrátt fyrir óblíð ævikjör glímir á þennan hátt við hugmyndir og kveðskap og heiminn allan og nær þessu vænghafi, en ég þekki auðvitað ekki allar bókmenntir heims.“ throstur@mbl.is Sennilega hefur allt lagst á eitt um að gera Stephan að því sem hann var. Annars þekki ég svona sjálfmenntaða íslenska bændur fyrir norðan sem eru heimsmenn í eðli sínu eins og hann var. Þeir eru til enn þá, vel lesnir og fróðir og geta spjallað við hvaða höfð- ingja heimsins sem vera vill sem jafningja. Þetta er sér- kennileg heimsmennska sem ég held að sé ekki til víða. GULLFOSS sigldi inn sundin í köldum næð- ingi á norðvestan. Stephan skáld stóð einn á þilfarinu, með frakkann hnepptan upp í háls, hendur djúpt í vösum og horfði í land með glampa í augum. Blaðamaður kom um borð milli Engeyjar og Örfiriseyjar og tók viðtal við skáldið. Hann kvaðst glaður yfir að vera kominn en bjóst varla við að verða duglegur til útreiða því hann væri orðinn 63 ára gamall. Blaðamaður sagði að fólk þekkti kvæðin hans. „Ja, þá þekkir það líka mig. Ég er eins og kvæðin mín, kannske dá- lítið verri þó,“ svaraði skáldið og sagðist bera ótal kveðjur að vestan. Þegar Gullfoss lagðist að bryggju utan á skipið Ísland við nýja Batterís-garðinn gengu höfðingjar og heimspekingar úr heimboðsnefndinni um borð og slógu hring um lágvaxna fjósakarlinn undan Klettafjöll- um. Mannfjöldi á bryggjunni hrópaði húrra að hvatningu Benedikts Sveinssonar alþing- ismanns, Benedikt var bróðir Baldurs Sveinssonar sem Stephan hafði kynnst í Winnipeg í upplestrarferðinni og skrifast á víð síðan. Baldur var þarna líka, lét lítið á sér bera en gat þó heilsað skáldi sínu. Það var búið að fjarlægja hræin sem flutu á Tjörninni – af ketti, rottu, lambi og hænu – þegar virðuleg nefndin fylgdi Stephani að Vonarstræti 12 sem stóð á uppfyllingu norð- an við Tjörnina. Þar bjó Theodóra Thorodd- sen skáldkona. Nefndin hafði verið í vand- ræðurn með að fmna skáldinu boðlegan samastað þangað til Theodóra tók af skarið og sagði að hann gæti búið í húsi sínu. Reykjavík var óðum að stækka, þar bjuggu um fimmtán þúsund manns og mannlíf orðið fjölskrúðugt. Nokkur stórhýsi voru risin í Kvosinni, fáeinir götustubbar „makademiseraðir“ og verið að malbika Bankastræti. Bærinn náði lítið austur fyrir Rauðará en vestur frá Kvosinni var allstórt hverfi upp frá sjónum. Tún teygðu sig í suð- ur og vestur frá Hólavallakirkjugarði. Sveitafólk hafði flust í bæinn í stórum stíl síðustu árin og voru þrengsli mikil, barna- mergð á götum og sumir strákar bæði óhrjálegir og ófyrirleitnir. Hestar vour farnir að venjast bílunum sem fjölgaði ört á götunum og þótti mörgum nóg um ökuhrað- ann. ÚR ANDVÖKUSKÁLDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.