Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 2003 7 hefur starfað mikið undanfarin ár, sé orðið slæmt, standa Gunnari þó ýmsir möguleikar opnir. Honum bjóðast æ fleiri tækifæri í Suður- Evrópu og einnig á Norðurlöndunum. „Ég hef verið að syngja talsvert af konsertum í Skand- inavíu að undanförnu, og langar gjarnan að komast í óperusöng þar. Ég er að vinna að því að byggja upp sambönd þar og hef fengið til- boð, en ekkert hefur verið staðfest ennþá.“ Óhagstætt að búa í Berlín Bágt ástand í þýska söngheiminum þýðir það að Gunnar er ekki lengur bundinn því að vera þar, og það á sinn þátt í ákvörðun fjölskyld- unnar að flytja heim. Hann hefur þó enn næg verkefni úti til að framfleyta fjölskyldunni, þótt hlutur Þýskalands minnki. „Ef ég hefði búið í Þýskalandi áfram, hefði ég vissulega átt auð- veldara með að stökkva inn í hluti með litlum fyrirvara, og að því leyti hefði það kannski ver- ið praktískt. En það er þó stærri ástæða fyrir því að flytja heim, að mér finnst það blóðugt að borga milljón á ári í almannatryggingar og eft- irlaunasjóði í landi þar sem sífellt er verið að skera niður það sem tryggingarnar eiga að greiða. Í Þýskalandi borgum við háa skatta, skattprósentan er há, þrátt fyrir þær háu upp- hæðir sem við greiðum til almannatrygging- anna. Þær standa utan við skattkerfið og fólk greiðir til þeirra sérstaklega. Í Þýskalandi er stöðugt verið að draga úr tryggingunum, þótt iðgjöldin lækki ekki. Ég er með fimm manna fjölskyldu, og tveir strákanna minna þurfa gleraugu. Nú eru tryggingarnar hættar að nið- urgreiða þau. Ég spyr mig því auðvitað til hvers ég sé að greiða þessi háu gjöld, þegar það sem ég fæ til baka er ekki neitt. Eftirlaunasjóð- urinn er ennþá svæsnara dæmi. Unga fólkið er í raun að greiða með lífeyrisþegum dagsins í dag, í stað þess að byggja upp eigin lífeyrisrétt til nota þegar þar að kemur. Í samfélagi þar sem þróunin er að verða sú, að vísitölufjöl- skyldan er að verða að hjónum, með bíl og hund, þá sé ég ekki hvernig þetta dæmi á að ganga upp. Nær væri að ég sæi sjálfur um að safna upp mínum lífeyri í stað þess að þurfa að reiða mig á að börn framtíðarinnar geri það. Í Þýskalandi þykir það mikið að eiga þrjú börn. Mín börn kæmu þá til með að greiða einnig líf- eyri þeirra sem engin börn eiga. Þetta kerfi er bara ekki rétt hugsað í samfélagi þar sem fólk vill ekki eiga börn. Byrði barnanna, sem eru grundvöllur framtíðarinnar, vex jafnt og þétt, og því ekki vænlegur kostur fyrir börnin mín að lifa í þannig þjóðfélagi. Mér sýnist kerfið á Ís- landi byggt upp af meiri skynsemi.“ Enn ein ástæðan fyrir heimflutningi fjöl- skyldunnar eru börnin. Ragnar Númi er þriggja ára, Jökull Sindri fimm ára og Ívar Glói ellefu ára. „Glói er orðinn það gamall, að það eru síðustu forvöð að flytja heim. Hann er kom- inn með sterk tengsl við sína vini, og eftir því sem árin líða verður enn erfiðara að flytja. Eft- ir því sem strákarnir eldast verður líka erfiðara fyrir þá að skapa tengsl við krakka hér heima. Tungumálið skiptir líka máli og íslenskan gæti orðið þeim erfiðari glíma því lengur sem þeir eru úti.“ Í Þýskalandi með Barenboim Gunnar segir að starfshlutfall hans í Þýska- landi sé ekki nema 15–20%, mest í Ríkisóper- unni í Berlín. En eins og hann segir, hefur hann ekki lengur neina ástæðu til að búa þar. Hann nefnir annað í þessu sambandi sem Íslendingar geta glaðst yfir, og hafa einmitt átt kost á að gleðjast yfir síðustu daga, þar sem Gunnar hef- ur verið á ferð um landið með þeim Kristni Sig- mundssyni, Diddú og Jónasi Ingimundarsyni. „Ef ég bý hér heima, þá get ég farið út á land og sungið fyrir fólk sem vill heyra í mér, haldið ljóðatónleika, og gert alla þá hluti sem mig sjálfan langar til. Það er til dæmis gaman að syngja Bach, og ég vona að ég geti gert það hér heima. Í Þýskalandi sérstaklega, er maður oft að syngja eitthvað sem er mjög óspennandi. Þjóðverjar eru meistarar í að sviðsetja verk á þann máta, að mann langar hreint ekkert að vera með í því.“ Gunnar vinnur að því að efla tengsl sín við Ríkisóperuna í Berlín, eftir mannabreytingar meðal stjórnenda. Gunnar er þó þegar vel kynntur við húsið, enda búinn að vera þar fastráðinn. Hann er með umboðsmenn ytra, sem alltaf eru með eitthvað í gangi, en margir eru um hituna. „Þetta eru góðu djobbin. Það þykir mjög gott að fara í fimm daga vinnu- ferð til Berlínar og taka inn góðan pening, fara svo heim með tekjur sem duga allan mánuðinn. Þetta vil ég auðvitað gjarnan gera áfram, en fastráðning er ófreistandi kostur. Það eru margir söngvarar sem hafa misst fastar stöður og aðrir, eins og ég, vilja ekki vera fastráðnir. Þar er farið illa með fólk, og það sett í allt of mikið og jafnvel hlutverk sem ofbjóða röddinni. Það er þó mín lukka núna að vera kominn með reynslu af því að vera fastráðinn í Ríkisóper- unni, þar voru miklar kröfur gerðar og álagið mikið. Verkefnum mínum þar gæti fjölgað í framtíðinni.“ Unga fólkið sem er að hefja sinn feril í óp- eruheiminum kýs enn að fastráða sig, að sögn Gunnars. Það gerði hann sjálfur nýkominn úr námi, og þá til Wiesbaden. Fastráðnir söngv- arar kynnast fleiri óperuhlutverkum og syngja allt mögulegt. Lausamennskunni fylgir sá kost- ur að geta valið úr verkefnum. Til eru dæmi um söngvara sem gera út á eitt eða örfá óperuhlut- verk, og leggja sig ekki eftir öðru. Það voru sumir hissa þegar Gunnar fastréð sig á sínum tíma til Ríkisóperunnar í Berlín, eftir að hafa verið í lausamennsku um tíma, töldu hann bú- inn með „fastráðningarkaflann“ á ferlinum. „Ég þurfti á fastráðningunum í Wiesbaden og Lyon að halda, en ekki fastráðningunni í Ríkisóperunni í Berlín, ekki nema af fjöl- skylduástæðum. Að sumu leyti sé ég pínulítið eftir að hafa látið til leiðast, sérstaklega út frá listrænu sjónarmiði. Fastráðningin lét þó það gott af sér leiða að við eignuðumst okkar þriðja barn, og það eitt er næg ástæða til þess að ég sé sáttur. Uppfærslurnar þar eru oft óspennandi. Það var gaman að vinna þar með Daniel Bar- enboim – til að byrja með. Þá var hann vinaleg- ur við mig og allt lék í lyndi. Hann er þannig karakter að hann snýst gegn fólki, og hann gerði það gagnvart mér. Það kom sá tími að hann var eiginlega farinn að leggja mig í einelti, og ég fékk nóg. Þá hætti að vera gaman að vinna með honum og ég fann þegar sá tími kom að þetta gengi ekki lengur, og ákvað að hætta. Eftir það fannst mér ég ekki hafa neinn áhuga á því að fara neitt. Ég hafði áhuga á því að fá tuttugu sýninga samning í Berlín, sem hefði dugað mér, en þeir vildu ekki veita mér slíkan samning nema að lækka mig verulega í launum um leið. Það var þeirra feill, því þeir lentu í því að þurfa að kaupa mun dýrari gestasöngvara. Nú heyri ég að þeir eru búnir að ráða korn- ungan og reynslulausan söngvara í mína stöðu, og viti menn, síminn er nú þegar farinn að hringja. Þeir eru farnir að grípa í þá skamm- tímalausn að biðja mig um að koma til að hlaupa í hans skarð. Mér bauðst reyndar hluta- samningur í Köln, en fyrir lægri laun en í Berl- ín. Það reyndist líka óhagstæð lausn vegna annarra verkefna, auk þess sem ég hefði orðið að dvelja oft lengi þar í borg við æfingar.“ Listræn gæði í þýsku óperuhúsunum eru líka á niðurleið á mörgum sviðum, að sögn Gunnars. „Það fer þó talsvert eftir því hvernig litið er á hlutina. Í sumum fögum innan söngs- ins verður fólk aldrei fastráðið. Söngvarar sem syngja stór hlutverk eins og Ísold, Cavaradossi eða Radames verða aldrei annað en lausráðnir. Þetta er þá fólk sem syngur bara þannig hlut- verk. Það eru svo fáir söngvarar sem syngja þessi hlutverk að þeir verða ekki fastráðnir. Hins vegar má segja að með söngvara sem syngja hlutverk eins og Tamino í Töfraflaut- unni, hlutverk sem ég hef oft sungið, Zerlinu eða Paminu, þá eru fáir í þeim hópi sem geta leyft sér að vera alveg í lausamennskunni. Ég telst forréttindamaður að hafa verið í lausa- mennsku áður, og aftur núna, með því að syngja hlutverk eins og Tamino, Ferrando, Don Ottavio og fleiri slík. Það eru margir söngvarar sem geta sungið þessi hlutverk og húsin hafa innan sinna vébanda fastráðið fólk sem ræður við þau. Það þarft því talsvert til, að geta lifað af með þessi hlutverk, í lausa- mennsku. Með því að fastráða mig í Ríkisóper- unni Berlín spillti ég þó mörgum samböndum sem ég var búinn að koma mér upp í lausa- mennskunni, einfaldlega vegna þess að Ríkis- óperan vildi ekki gefa mér tíma til að sinna öðru, jafnvel þótt ég væri á sama tíma ekki að sinna neinu hjá þeim. Meðan ég var þar, þurfti ég því að hafna alls konar spennandi hlutum, til dæmis að syngja hlutverk Don Ottavios í Don Giovanni á Glyndebourne-óperuhátíðinni á Englandi. Mér var ekki hleypt burt frá Berlín. Það kom svo í ljós að ég átti ekkert að syngja í Berlín á sama tíma, þannig að þess vegna hefði ég vel getað þegið þetta spennandi tilboð. Þetta fannst mér óþolandi, og einn af verstu ókost- unum við að vera fastráðinn. Ef mér voru boðin stór verkefni annars staðar frá, sem ég hefði tímans vegna alveg getað sinnt, var alltaf sagt: nei.“ Í stjörnufans í Lyon Í Frakklandi leið Gunnari vel, en þar söng hann við óperuna í Lyon, í tvö ár, eftir fjögurra ára dvöl í Wiesbaden. „Það var stundum ætlast til að maður syngi sérkennileg hlutverk saman á sama tíma, en þar fékk ég þó mörg mjög góð og skemmtileg hlutverk, meðal annars mitt fyrsta stóra Pucc- ini-hlutverk. Í Lyon var ég líka í miklum stjör- nufans, söng til dæmis í Ástardrykknum á móti Roberto Alagna. Hann mætti þó ekki á æfing- arnar fyrr en tíu dögum fyrir frumsýningu, þannig að ég þurfti að æfa með hans sýning- arhóp líka og syngja jafnframt fyrir hann á einni af þremur hljómsveitaræfingum sem við fengum fyrir sýninguna. Hann söng þá fyrstu, en ég þá aðra morguninn eftir, en líka þá þriðju, sama kvöld, sem hann hafði átt að syngja. Þá gerðist það að Dani nokkur í hljóm- sveitinni kom að máli við Jónu Dóru Óskars- dóttur víóluleikara sem býr í Lyon og þekkir marga í óperuhljómsveitinni, og segir við hana: „Hann er greinilega eitthvað að rétta úr kútn- um tenórinn, hann er miklu betri í kvöld en í gærkvöldi!“ Jóna Dóra sagði bara: „Jæja, fannst þér það? Þetta var líka Íslendingurinn – ekki Alagna.“ Það voru yfirleitt stór nöfn í hverri uppfærslu, og það fannst manni auðvitað gaman. Í Frakklandi hafði ég nóg að gera, söng líka tónleika, en allt var það þó mjög temmilegt. Á þeim tíma söng ég líka mitt fyrsta hlutverk í Bastilluóperunni í París og í fleiri óperuhúsum líka. Ég hafði miklu meira frelsi en í Berlín, og ef ég átti frí, var mér leyft að syngja annars staðar á meðan.“ Nýju miðin og Ísland Gunnar er búinn að nefna Suður-Evrópu nokkrum sinnum í samtali okkar án þess að hafa verið spurður nánar um tækifærin þar. Ítalía, Frakkland og Spánn eru komin á landa- kortið, og þar eru landvinningar í augsýn. „Ég get sungið tvö til þrjú verkefni á ári í þessum löndum, fyrir sömu laun og ég hafði fyrir 25 sýningar í Ríkisóperunni í Berlín. Þessum verkefnum fjölgar og í þeim felst engu að síður skemmri vinnutími en í Þýskalandi. Það finnst mér mjög gott. Þetta verða kannski þrjú, fjög- ur verkefni á ári, og þá er ég kominn með um 35 sýningar og get sagt: mér finnst komið nóg, og gert það sem ég vil það sem eftir er af tíma mín- um, verið til dæmis hér heima þar sem ég bý nú. Ég er þegar kominn með um 26–7 bókanir í þessum löndum í vetur, og þær munu að lík- indum fara uppí um 35, og það er mjög fínt. Líf- ið er jú ekki bara saltfiskur. Að undanförnu hef ég verið að syngja á tón- leikum í Feneyjum og í Tórínó, og í fyrravetur debúteraði ég í óperunni í Bologna, sem er eitt af virtustu óperuhúsunum á Ítalíu. Í framhaldi af því fékk ég hlutverkið í Hollendingnum nú í vetur. Ég fékk annað tilboð þar í vetur, en gat ekki þegið það vegna þess að ég var búinn að bóka mig í annað. Ég er kominn með ágætis umboðsskrifstofu á Norður-Ítalíu, fólk sem hefur sérhæft sig í „þýska faginu“ eins og við köllum það, en þýska fagið er mitt sterka svið, Mozart, lýrísk Wagner-hlutverk og þessháttar. Nú til dags koma flestir bestu söngvararnir í ítalska faginu frá Suður-Ameríku.“ Í Frakklandi er ég líka kominn með góð tengsl, og einnig á Spáni – hef verið að syngja bæði í Madríd og í Santiago di Compostela.“ Gunnar er kominn heim. Umskiptin eru góð, hann hefur nóg að gera, þótt hann rói nú á önn- ur mið en áður. Ólöf kona hans er í eldhúsinu að laga ilmandi gott kaffi, og strákarnir skottast inn og út, og kunna augljóslega vel við sig á Ís- landi. Þeir segjast þekkja strákana í hverfinu, enda hafa þeir oft dvalið hjá ömmu og afa á neðri hæðinni á sumrin. Sá yngsti er hændur að pabba sínum, og finnst best að kúra í fangi hans meðan við spjöllum. Bubbi byggir heitir ennþá Bob der Meister hjá honum – það gerir ekkert til – krakkar skilja krakka. Andrúmsloftið er hlýlegt og sérstaklega heimilislegt – gott hvað þau eru fljót að skjóta rótum hér heima. Gott að við skulum geta átt von á því að heyra oftar í „gullbarkanum“. begga@mbl.is „.Daniel Barenboim er þannig karakter að hann snýst gegn fólki, og hann gerði það gagnvart mér. Hann var farinn að leggja mig í einelti, og ég fékk nóg.“ Kaffivélin erfiðar. Það er stritsamt að breyta gegnsæju vatni í kolsvartan drykk. Kaffivél er á við heilt félagsheimili, kaffið eins og jarðgöng og styttir fjarlægðir á milli manna. Kaffið fær fólk til að segja jæja, það er afsökun fyrir því að setjast niður. Lykla-Pétur sötrar Braga kaffi meðan hann fylgist með von- glöðum náunga nálgast. Djöfullinn þambar mørkristet Merrild og gleymir þá um stund vægum en stöðugum sársaukanum í brenndu vængstúfunum. Kaffivélin erfiðar, hún sinnir göfugu starfi. JÓN KALMAN STEFÁNSSON Höfundur er rithöfundur. UM KAFFI Hingað kemst ekkert, héðan getur enginn farið: hér býr hjarta mitt. Undir forna linditrénu í fjárhirslu minninganna; á hæð við kirkjuturn í heiðbláum söng lævirkjans: tónum er hrynja sem dropar líkt og tindrandi gull. Og kvöldið lofar kyrrð og allt er þegar þögult: hér býr hjarta mitt. ELMER DIKTONIUS NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK ÍSLENSKAÐI Elmer Diktonius (1896–1961) var finnlandssænskt ljóðskáld. HÉR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.