Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Page 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 2003
L
EIKRITIÐ Tenórinn eftir Guð-
mund Ólafsson leikara og rithöfund
var frumsýnt við góðar viðtökur á
Berjadögum á Ólafsfirði um miðjan
ágúst. Annað kvöld er komið að
Reykjavíkurfrumsýningu verksins
og fer hún fram í Iðnó kl. 20:30.
„Mér þykir auðvitað mjög gaman
að vera kominn hingað í Iðnó aftur. Ég starf-
aði hérna með Leikfélagi Reykjavíkur á ár-
unum 1985–89 eða þar til við fluttum í Borg-
arleikhúsið. Og þótt ýmislegt hafi vissulega
breyst hér í áranna rás, ríkir hér ennþá sami
góði andinn,“ segir Guðmundur og bætir við
að hann hafi í raun haft Iðnó í huga þegar
hann skrifaði verkið.
Í Tenórnum fá áhorfendur að fylgjast með
tenórsöngvara sem kominn er heim til Íslands
vegna andláts föður síns og hefur ákveðið að
halda tónleika heima á skerinu í leiðinni. Verk-
ið gerist á einum og hálfum klukkutíma í bún-
ingsherbergi tónlistarhúss þar sem söngvar-
inn og undirleikari hans eru að undirbúa sig
fyrir tónleikana.
Spurður um verkið segist Guðmundur hafa
skrifað það fyrir um það bil þremur árum þeg-
ar hann vegna veikinda og annarra atvika var
nær alveg dottinn út úr leikhúsunum. „Ég
ákvað að reyna að koma mér aftur á framfæri
og skrifaði því verk fyrir sjálfan mig þar sem
ég gæti sýnt hvað í mér byggi. Þannig var
verkið hugsað sem nokkurs konar sýning á
sjálfum mér. En svo rættist úr atvinnumálum
og það var ekki fyrr en Örn Magnússon fór
þess á leit við mig að ég skrifaði eitthvað fyrir
Berjadaga í sumar að ég dró verkið aftur
fram,“ segir Guðmundur.
Öllu fórnað fyrir heimsfrægð
Er mikill munur á því að leika texta eftir
sjálfan sig?
„Það er náttúrlega alveg ný reynsla að
vinna með einhvern texta, sem maður hefur
skrifað sjálfur og kunni samt ekkert allt of vel.
Þannig var ég sífellt að hlusta eftir því hvort
hlutirnir væru að virka og því þurfti svolítið
langan aðdraganda áður en ég gat farið að
treysta textanum,“ segir Guðmundur. „Ég
man einmitt vel eftir æfingunni þegar höfund-
urinn loksins kvaddi sviðið og leikarinn fékk
100% yfirráð, þegar þú fórst endanlega að
treysta textanum algjörlega,“ segir Oddur
Bjarni Þorkelsson, leikstjóri sýningarinnar.
Hvers konar persóna er tenórinn?
„Þetta er maður sem hefur gengið sæmilega
í lífinu, þótt honum hafi kannski ekki vegnað
eins og vel og hann hefði langað. Hann á það
sameiginlegt með mörgu öðru listafólk, hvort
sem það eru leikarar eða söngvarar, að hafa
snert af ofsóknarbrjálæði. Hann hefur það á
tilfinningunni að öllum öðrum sé hyglað á hans
kostnað, en listaheimurinn er harður heimur
og menn þurfa að vera dálítið eigingjarnir og
láta eigin þarfir ganga fyrir,“ segir Guðmund-
ur. „Svo er auðvitað alltaf spurning hvort allar
fórnirnar hafi verið þess virði þegar upp er
staðið,“ segir Oddur Bjarni. „Og þótt ásetn-
ingurinn sé góður og markmiðin háleit þá er
ekki víst að þeir hafi það til að bera sem þarf
til þess að slá í gegn og verða heimsfrægur,“
bætir Guðmundur við.
En hvernig mynduð þið lýsa undirleikaran-
um?
„Hann er heimamaður og hann þekkir ekki
óperuhús með prívatsturtum fyrir hvern og
einn. Ég veit ekki hvort hann er stoltur af
þessu æfingaherbergi sem við sjáum á sviðinu,
en hann verður að gera sér það að góðu. Hann
er eiginlega í eilífri undrun yfir hverri hol-
skeflunni sem dynur á fætur annarri í verkinu,
því að þessi sefjun tenórsins ætlar engan endi
að taka,“ segir Sigursveinn Kr. Magnússon
tónlistarmaður sem bregður sér í hlutverk
undirleikarans. „Þetta er lygilegt langlundar-
geð sem undirleikararnum hefur verið gefið,“
segir Oddur Bjarni. „En píanistar eru nátt-
úrlega vanir að stilla sig. Þegar allt ætlar um
koll að keyra þá verða þeir samt alltaf að
standa klárir á sínu. Þannig að hann reynir að
leiða þetta hjá sér eins vel og hann getur,“
segir Sigursveinn
Undirleikarinn vélaður í hlutverk
Að sögn Guðmundar á samstarf þeirra Sig-
ursveins sér langa sögu. „Undanfarin ár hef ég
verið í söngnámi hjá John Speight í Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar og þar hefur Sig-
ursveinn, sem reyndar er skólastjóri Tónskól-
ans, einmitt spilað undir hjá mér þannig að
það var eiginlega eðlilegt framhald að véla
hann í þetta hlutverk hér,“ segir Guðmundur
og bætir kíminn við: „Og hann hefur svo sann-
arlega ekki brugðist væntingum mínum og
vonum, frekar en fyrri daginn. Oddi Bjarna
kynntist ég hins vegar í síðastliðinn vetur þeg-
ar hann var aðstoðarleikstjóri uppi í Borg-
arleikhúsi á Sól og mána.“
Hvernig leist þér á Tenórinn, Oddur Bjarni?
„Mjög vel. Mér fannst mjög spennandi að fá
að vinna einleik, en verkið er í grunninum ein-
leikur þótt þetta séu tvær rullur. En verkið
heillaði ekki síst sökum þess hve leikrænt það
er. Margir einleikir eru í raun bara illa dulbúið
uppistand og ekki leikrit í sjálfu sér, en það er
sitt hvað uppistand eða leikrit,“ segir Oddur
Bjarni. „Svo er náttúrlega ómetanlegt að hafa
svona hláturmildan mann eins og Odd á æfing-
um, sem gefur manni auðvitað aukinn kjark“
bætir Guðmundur sposkur við.
Nú gegnir tónlistin veigamiklu hlutverki í
sýningunni, hvernig var valið á henni hugsað?
„Ég skrifaði ákveðin lög inn í textann á sín-
um tíma og yfirleitt spretta lögin upp í
tengslum við atburði í textanum,“ segir Guð-
mundur. „Viðkomandi lag á bara að vera á til-
teknum stað, því það kallast á við tilfinninga-
legt ástand persónunnar. Lögin hafa
algjörlega sína sögn og gefa meiri dýpt á kar-
akterinn,“ segir Oddur Bjarni. „Þegar við
byrjuðum að æfa bentu Sigursveinn og Oddur
mér á hvernig fara mætti áreynslulaust inn í
lögin, þannig að þau yrðu eðlilegur hluti af
framvindunni. Og það er víða farið tónlistar-
lega, allt frá klassískri tónlist til rapps,“ segir
Guðmundur. „En það var einmitt afar
skemmtilegt hve verkið féll í góðan jarðveg
hjá tónlistarunnendum á Berjadögum og af-
skaplega ánægjulegt að sjá hve áhorfendur
könnuðust greinilega við margt í fari tenórs-
ins, enda er hann persóna sem við þekkjum
öll,“ segir Oddur Bjarni.
eftir Guðmund Ólafsson.
Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson.
Leikarar: Guðmundur Ólafsson og Sig-
ursveinn Kr. Magnússon.
Rödd af bandi: Sigrún Edda Björns-
dóttir.
Tenórinn
„PERSÓNA SEM VIÐ
ÞEKKJUM ÖLL“
Nýtt íslenskt leikrit, Ten-
órinn eftir Guðmund
Ólafsson, verður frumsýnt
í Iðnó annað kvöld kl.
20:30. SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR brá sér á
æfingu og ræddi við að-
standendur sýningarinnar.
silja@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Guðmundur Ólafsson í hlutverki tenórsins og Sigursveinn Kr. Magnússon í hlutverki undirleikarans.
SÆNSKI listamaðurinn Jon Brunberg opnar
sýningu sína í Galleríi Hlemmi í dag, laug-
ardag, kl. 17. Þar fjallar hann um gereyðingu
hernaðar og afleiðingar stríðs síðustu aldar
og byggir á opinberum rannsóknum. Hann
þjappar saman sögu allra stríða í 20 sek-
úndna hreyfimynd. Með þessu vill Jon meðal
annars vekja spurningar um hvort heimurinn
hafi nokkuð breyst eftir 11. september en
hann gefur líka ákveðin svör við þeim spurn-
ingum með verkum sínum.
Jon mun einnig sýna verkefnið „The Ut-
opian World Championship“ (Hin útópíska
heimsmeistarakeppni) sem unnin er í sam-
vinnu við sænsku listamannasamtökin SOC.
Keppnin er tilraun til að finna út stöðu nú-
tíma útópískra hugmynda og Ísland er einn
margra áfangastaða þangað sem keppnin
ferðast en tilgangur hennar er að láta hátt-
settum embættismönnum í viðkomandi lönd-
um gögn í té.
Nánari upplýsingar á vefslóðinni
www.soc.nu/utopian og um Jon Brunberg á
slóðinni http://brunberg.x-i.net.
Gallerí Hlemmur er opið fimmtudaga til
sunnudaga frá 14-18 . Aðgangur er ókeypis.Verk hins sænska Jons Brunberg.
SAGA ALLRA STRÍÐA Á
TUTTUGU SEKÚNDUM