Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 2003 I. Þ að sem fyrst verður fyrir þeim sem kemur að ritverkum Matt- híasar Johannessens eru afköst skáldsins. Þau eru með miklum ólíkindum, satt að segja, ekki síst ef haft er í huga að hér er skáld sem hefur átt allan sinn starfsdag við iðulausan eril og gríðarlega ábyrgð. Einhver kynni að álykta sem svo að unnendum Matthíasar bæri að harma að skáldið hafi sennilega aldrei getað gefið sig með öllu óskipt að sköpun fagurbók- mennta. Ályktun af þeirri sort væri að sjálf- sögðu röng. Það þarf hvorki stórbrotinn hugs- uð né óvenjuglöggan lesanda til þess að sjá, að Matthías Johannessen hefur nærst af erlinum og ekki síður þeirri upplýstu ögrun sem amst- ur á leiðandi dagblaði felur í sér, þar sem ósjaldan þarf að glíma við stórar siðferðis- spurningar ekki síður en taka afstöðu til hinna smæstu málefna hvunndagsins. Má jafnvel ætla að afköstin hefðu orðið minni, jafnvel síðri og rýrari ef þessi erill hefði ekki verið skáldinu sífellt áreiti? Spurningar af þeim toga eru næsta fánýtar í þessu samhengi og vert að muna að mörg mikil skáld hafa búið við svipað hlutskipti og Matthías Johannessen. Það gleymist gjarnan að Matthías er skáld hvunndagsmálsins, talmálsins, þrátt fyrir að vera óforbetranlegur og jafnvel upplyftur rómantíker á stundum þó svo að vettvangur skáldskapar hans sé „atómöldin“. Það er til hins hvunndagslega sem unnt er að rekja þá skapandi togstreitu sem sjá má víða í skáld- skap hans, hvunndagur mannsins í samspili við stórar spurningar um gildismat, réttlæti, hinstu rök. Ef til vill er þarna fólginn hluti skýringar á því hversu fjölbreytilegur skáld- skapur Matthíasar er að efni, aðferð og formi. Sá þáttur skáldskapar Matthíasar sem hef- ur að mestu verið vanræktur í almennri bók- menntaumfjöllun er leikritun hans og kannski ekki að undra þar sem ljóðagerðin er í senn af- bragð og fyrirferðarmikil. Samt sem áður má álykta sem svo að hann hafi lagt upp með ósvikinn metnað leikskálds í farteskinu og jafnvel ætlað sér verulegan hlut á þeim vett- vangi, en sérstakar aðstæður bæði hans sjálfs og leiklistarinnar í landinu á sínum tíma haml- að því að hann fengi fullan framgang. II. Um og upp úr 1960 verða ekki aðeins miklar áherslubreytingar í íslenskri leikritun þar sem áhrif evrópskrar eftirstríðsáraleikritunar, svo nefndrar absúrdleikritunar, verða áberandi, heldur gengur leikritun okkar í hressilega endurnýjun lífdaga eftir fjögurra áratuga lá- deyðu og ráðaleysi þar sem tilviljanir réðu meiru en meðvituð stefna í rekstri leikhúsa. Þetta gerist með nýrri kynslóð leikskálda sem flest áttu það sammerkt að hafa lesið leik- húsvísindi og/eða leikbókmenntir að einhverju marki við erlendar menntastofnanir. Það átti einnig við um Matthías Johannessen sem las leikhúsfræði við háskólann í Kaupmannahöfn upp úr miðjum sjötta áratug tuttugustu aldar. Eðlilega hljóp fádæma vöxtur í þessa grein bókmenntanna með hinum öfluga liðsauka á sjöunda áratugnum, en um þær mundir má segja að atvinnuleikhús á faglegum grunni hafi fyrst byrjað að festa sig í sessi. Leikhúslífið í Reykjavík tók þannig ofurlítinn fjörkipp laust eftir 1960 þegar Þjóðleikhúsið hafði starfað í tíu ár og að minnsta kosti þrjú leikhús kepptu um hylli áhorfenda allan sjöunda áratuginn. Stefna íslensku leikhúsanna varð smám saman markvissari í öllu því sem sneri að nýjum, ís- lenskum leikskáldskap, vexti hans og viðgangi. Að því er þetta varðaði var frumkvæðið enn hjá Leikfélagi Reykjavíkur um sinn meðan Þjóðleikhúsið virtist ekki vita hvað þyrfti að gera til eflingar innlendum leikskáldskap og hélt að sér höndum þrátt fyrir að leikskáld og bókmenntamenn hefðu lengi gagnrýnt það harðlega fyrir metnaðar- og ráðaleysi gagn- vart nýjum íslenskum leikskáldskap, en sjö- undi áratugurinn er einnig tími leikfélagsins Grímu, sem starfaði í Tjarnarbæ og síðar Lindarbæ. Fleiri og nýstárlegri höfundar en nokkru sinni sneru sér þannig að því að skrifa fyrir leikhús, leikformið var jafnvel leyst upp, hefð- bundin flétta skipti minna máli að því er virtist og hefðbundin frásögn mátti víkja, persónu- sköpunin varð fjölbreytilegri og tónninn óneit- anlega frumlegur á stundum, en siðferðisaf- staða höfunda og boðskapur varð gjarnan að einum mikilsverðasta þætti hvers leikrits. Þó að hinir evrópsku absúrd-höfundar væru býsna sundurleitur hópur, má segja að meg- instef „absúrd-skólans“ í leikritun væri spunn- ið útfrá þeirri lífssýn að guð væri ekki til, mað- urinn utanveltu við heiminn og heimurinn jafnvel andsnúinn honum. Þó að verk hinna ís- lensku „absúrd-leikskálda“ hafi ef til vill þegið yfirbragð og hljómfall frá hinum tilvistarheim- spekilegu leikritum Becketts, fáránleikaförs- um Ionescos eða tungumálsfirringu Pinters, virðist hinn „absúrdi“ eiginleiki þeirra oftar en ekki einskorðaður við þessi ytri einkenni. Hann nær ekki til afstöðu höfundanna og til- gangur verkanna sýnist yfirleitt ekki sá að lýsa tilgangsleysi eða fáránleika tilverunnar í guðlausum heimi: verk þeirra eru þannig ekki metafísísk nema að nokkru og standa oft býsna nálægt því að mega kallast satírísk. III. Kringum 1970 eru þrír höfundar fremur kunnir af ljóðagerð eða prósaskáldskap áber- andi í leiklistarlífi borgarinnar með sín fyrstu sviðsettu leikrit. Þetta voru Matthías Johannessen, Nína Björk Árnadóttir og Svava Jakobsdóttir. Hvert þeirra um sig kemur í eðlilegu fram- haldi af hinum satíru-skotnu absúrdleikskáld- um, öll byggja einungis að hluta á raunsæis- hefðinni, því hjá þeim, einkum Nínu Björk og Matthíasi, má merkja ákveðna togstreitu milli raunsæis og ljóðrænu, en þær Nína Björk og Svava gera konuna auk þess að yrkisefni og er það vonum seinna nýmæli í íslenskum leik- skáldskap. Í því sambandi má þó benda á að í tveimur helstu leikritum Matthíasar, Fjaðra- foki og Sólborgu, eru ungar konur eða ráð- villtar stúlkur gjarnan í miðju hinna drama- tísku atburða sem verkin lýsa, leiksoppar örlaga sem mannanna lög spinna þeim. Fyrsta leikrit Matthíasar Johannessens var Sólmyrkvi, sem bókaforlagið Helgafell gaf út 1962. Verkið hefur ekki verið leikið, en þetta er nokkuð langur dramatískur bálkur sem segir frá vináttu vinnufélaganna Sveins og Guðmundar, tveggja blaðamanna, og ástarþrí- hyrningi þar sem Inga, eiginkona Sveins, er þriðja hornið. Þetta er forvitnilegt verk fyrir margra hluta sakir. Umhverfið er Reykjavík samtímans, leikurinn hefst á skrifstofu dag- blaðs, en berst víða og einkum þó inn á heimili Sveins og Ingu. Verkinu má lýsa sem draum- leik úr samtímanum, þar sem snjöllu bragði er beitt til þess að færa atburðarásina úr „veru- leikanum“ yfir í eins konar annan heim spá- sýnar um innsta eðli „veruleikans“ sem aðal- persónurnar lifa við, myrkvaðar sálir. Það gerist þegar ókunnur maður, Indriði, kemur á blaðið og kveðst hafa mikilvæga fregn handa þeim, en hverfur svo á braut, að því er virðist, án þess að koma erindinu frá sér. Undir lok leiksins er Indriði mættur aftur á blaðið, en þó ekki „aftur“, því hann fór aldrei og tíminn hef- ur einhvern veginn stöðvast fyrir tilstilli hans og leikritið í leikritinu, spásögnin utan við veruleikann hefur átt sér stað í huga Sveins. Loks kemur í ljós að Indriði er geðveikur sakamaður og illmögulegt reynist að ákveða hversu mikið mark sé takandi á honum. Eftir stendur þó sú sýn sem hann færði Sveini. Matthías átti þessu næst tvo einþáttunga á Litla sviði Þjóðleikhússins í Lindarbæ haustið 1967 sem heita Jón gamli og Eins og þér sáið og voru það fyrstu leikrit hans sem voru tekin til sýninga. Einþáttungunum var ágætlega tekið og er sýning þeirra eftirminnileg, eink- um Jón gamli. Eins og þér sáið galt þess kannski að mjög var dregið úr ætluðu umfangi þess á sviðinu og nokkrar persónur látnar tjá sig sem raddir á segulbandi í stað þess að lík- amnast á sviðinu. Næst á eftir einþáttungunum sendi Matt- hías frá sér heilskvöldsverk, hið réttnefnda Fjaðrafok (1970), sem Þjóðleikhúsið sýndi á stóra sviðinu, en var síðar aðlagað flutningi í sjónvarpi og nefnt Glerbrot (1988). Fjaðrafok olli miklu fjaðrafoki þegar það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu og varð einhvers konar „succés de scandale“, verkið var orðið umdeilt eða að minnsta kosti umtalað vegna efnis síns löngu áður en það var frumsýnt, en í dag er erfitt að átta sig á hvað raunverulega lá að baki við- brögðunum við leikritinu, enda kom á daginn í „RÉTTLÆTI MANN- ANNA ER SVERГ „Samt sem áður má álykta sem svo að hann hafi lagt upp með ósvik- inn metnað leikskálds í farteskinu og jafnvel ætl- að sér verulegan hlut á þeim vettvangi, en sér- stakar aðstæður bæði hans sjálfs og leiklist- arinnar í landinu á sínum tíma hamlað því að hann fengi fullan fram- gang,“ segir í þessari grein þar sem fjallað er um leikrit Matthíasar Johannessen. E F T I R Á R N A I B S E N Fjaðrafok, Þjóðleikhúsið 1969. Baldvin Halldórsson, Þóra Friðriksdóttir og Valgerður Dan. Ljósmynd/Óli Páll

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.