Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 2003 Á SMUNDARSALUR er eitt þekktasta og glæsilegasta sýningarrými landsins en býr þó líkt og önnur listhús við ákveðna einangrun. Á sýningu Óskar Vilhjálms- dóttur og Önnu Hallin sem opnuð verður í dag kl. 17, fer salurinn í ferðalag og er kynntur fyrir landi og þjóð. Einnig er gestum boðið að taka þátt í samfélagslegu gæsaspili, að setja sig í fótspor gæsarinnar sem kynnist ýmsum hættum en líka happaköstum á lífsferð sinni. Gæsaspilið er „alvöru“ og rúmlega það, og sá sem er til í leikinn á langa ferð fyrir hönd- um, framhjá Alþingishúsinu, rjúpunni, Keikó, geimfari og ýmsum öðrum reitum, þar til kom- ið er í höfn á flugvellinum. „Það eru nokkrir flokkar í spilinu,“ segir Ósk Vilhjálmsdóttir, „það er alltaf dálítið hættulegt að lenda á há- spennu, lífshættu; húsin eru annar flokkur, Al- þingishúsið og Listasafnið; svo eru það táknin, riddarakrossinn, kórónan og hjartað – svo eru dýrin alveg sérflokkur, en þetta eru góðir reit- ir og vondir reitir.“ Á nokkrum reitum er myndarleg kona, og af myndinni má ráða að hún hefur verið upp á sitt besta á fyrri hluta síðustu aldar. „Þetta er Gunnfríður. Hún var kona Ásmundar, og þessi salur var hannaður fyrir hana. Hún var sjálf listamaður og frum- kvöðull í skúlptúr. Ásmundur var með stóra salinn uppi, og þá var þar helmingi hærra til lofts. Gunnfríður fékk þetta rými. Hún vann fyrir þeim með saumi úti í París og víðar, og búið að skrifa margar greinar um hvað þjóðin á henni mikið að þakka fyrir að styðja svo vel við bakið á Ásmundi. Það hefur aldrei verið fjallað mikið um hana sjálfa, þannig að við ákváðum að koma henni inn í spilið. Þegar Gunnfríður ákvað að helga sig listinni, þá skildu þau Ás- mundur og ákváðu að skipta húsinu í tvennt. Þetta er kemur inn á hugmynd okkar um að vinna með húsið, og litirnir í gæsaspilinu, eru litirnir sem voru í gangi þegar húsið var byggt.“ Anna Hallin segir að spilið sé hugsað sem ferðalag, þar eru ýmis farartæki, geim- skip og flugvél, en leikurinn sjálfur er eins kon- ar ferð gegnum lífið. „Þetta gæti vel verið mannsævin, stundum fær maður að stytta sér leið, fleytir rjómann ofan af lífinu, en lendir svo kannski í miklum vandræðum.“ Ósk segir að spilið sé ævagamalt, jafnvel 4000 ára og hafi verið endurvakið reglulega í ýmsum myndum æ síðan. Unaður, töfrar og hætta eru lykilorð sem oft skjóta upp kollinum á reitum þess í þeim ólíku myndum sem spilið hefur tekið á sig. „Ég las um það í spilabók, að þetta spil hafi oft verið tengt við samtímann hverju sinni. Það var til dæmis tengt við Dreyfus-málið í Frakk- landi og hefur oft haft meiri samfélagslegri merkingu en í dag, þegar það er eiginlega bara krakkaspil. Við vildum hafa þetta samfélags- legra. Á sýningunni erum við líka með fleiri tengingar út úr listrýminu sjálfu, – listrýmið fer í ferðalag. Hugmyndin um að lífið sé leikur er líka skemmtileg, – og við erum að leika okk- ur með stærðir, hlutföll og leikreglur. Við vilj- um líka að listrýmið fái að leika sér, fara út í líf- ið og kynnast landi og þjóð, og öfugt.“ Listrýmið fær hlutverk á barnum Í litla salnum á neðri hæðinni eru ljósmyndir af ferðalagið listrýmisins, en viti menn, list- rýmið fær líka heimsóknir, og þær sumar ærið óvenjulegar. „Jú, salurinn fer á bráðamót- tökuna, í Bónus, í húsdýragarðinn, í bygging- arvinnu og upp í sveit,“ segir Anna. „Það var mjög gaman að fara með listrýmið á barinn,“ segir Ósk, „og þar spunnust alls konar skemmtilegar tillögur um það hvað ætti að vera í svona sal.“ „Við fengum líka að heyra hverjir ættu að eiga heima í svona sal og heyrðum ýmsar ævisögur af því tilefni, – fólk var mjög tilbúið að finna listrýminu hlutverk að fyrra bragði,“ bætir Anna við. Í tilefni sýningarinnar kemur út bók sem forlagið Salka gefur út bæði á íslensku og ensku, í þýðingu Bernards Scudders. Þetta er hliðarverkefni við sýninguna: heimild um ferðalag listrýmisins. Bókin er unnin í sam- vinnu við Kristínu Ómarsdóttur rithöfund, og segja þær Anna og Ósk samvinnuna við Krist- ínu hafa verið ákaflega ánægjulega. Kristín skrifar út frá ljósmyndunum, en skrif hennar urðu jafnvel hvati að því að fleiri myndir voru teknar. Ragna Sigurðardóttir ritar inngang að bókinni og einnig kynningartexta um lista- mennina. Á efri hæðinni verður enn brugðið á leik og hægt að fylgjast frekar með ferðalögum list- rýmisins á fjarlægari slóðir. „Þar byggjum við annað listrými ekki mjög stórt og sýnum vídeó. Þar komum við aftur inn í þetta litla rými, sem er þá orðið mjög stórt. Þar hittir listrýmið lambið, fer á sjóinn – þar er listrýmið meira á hreyfingu.“ Á efri hæðinni verður líka róla, þar sem hægt verður að róla sér og sjá (ef rólað er nógu hátt) börnin á Grænuborg að róla sér. Þar bregður gæsaspilinu aftur fyrir á vegg. Eftir skoðun á sýningu Önnu og Óskar stendur ein spurnin eftir: Hvað er listrými? „Það er nákvæmlega það sem við erum að velta fyrir okkur og „problematisera“,“ segir Ósk. „Listrýmið býr við ákveðna einangrun, sem mann langar oft til að brjóta. Með bókinni er- um við líka að gera það á ákveðinn hátt. Þar er rithöfundur kominn til sögunnar og bók fer í almenna dreifingu. Þetta er ekki eins og venju- leg sýningarskrá sem er bara tengd sýning- unni og enginn les nema þeir sem sækja hana. Við viljum fara svolítið út úr skápnum með myndlistina og vera örlátari á listrýmið. List- rýmið er frábært í sjálfu sér, Ásmundarsalur er draumasalur allra myndlistarmanna og þykir mjög fallegur – en hér er hann tákn hvaða listrýmis sem er, eða staðgengill.“ Sýninguna kalla þær Anna og Ósk Inn og út um gluggann, og henni lýkur 2. nóvember. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá 13–17 og aðgangur er ókeypis. Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir bjóða upp á óvenjulegan leik á sýningu í Ásmundarsal Viljum að listrýmið kynnist landi og þjóð begga@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir: „Hugmyndin um að lífið sé leikur er skemmtileg.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.