Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 2003 SJÓNARHORN er nýtt sýningarrými í Lista- safni Íslands sem er ætlað til kynningar á „ung- um“ myndlistarmönnum og er í kjallara safnsins. Sjónarhorn opnaði fyrr á árinu með einkasýningu Önnu Líndal, prófessors við Listaháskóla Ís- lands, og nú eftir nokkurra mánaða hlé á einka- sýningum hafa myndlistarmönnunum Söru Björnsdóttur og Spessa verið boðið að sýna þar ný verk. Spessi er á meðal þekktari og athyglisverðari ljósmyndurum hér á landi sem starfa á sviði myndlistar. Í listasafninu sýnir hann aftur á móti myndbandsinnsetningu undir yfirskriftinni „Ferðamannastaður“ og að mínu viti þá er þetta í fyrsta sinn sem listamaðurinn sýnir innsetningu af þessu tagi. Verkið samanstendur af þremur myndbandsupptökum sem varpað er þétt saman á endavegg rýmisins. Sú fyrsta sýnir Skógafoss, önnur sýnir Hallgrímskirkju og sú þriðja jökuls- árlón á Breiðamerkursandi. Við sjáum svo ferða- menn koma og fara, stilla sér upp og taka myndir. Að öðru leyti er myndskeiðið nokkuð kyrrt. Spessi heldur sér semsagt í hlutverki ljósmynd- ara og eins og jafnan er með ljósmyndir Spessa þá er listamaðurinn ekki að leita að flottasta augnablikinu. Hann hefur einfaldlega látið upp- tökuvélina standa kyrra á fæti og svo sér um- hverfið um afganginn, endurspeglar veruleikann í þeirri mynd sem hann birtist. Þetta eru ekki ýkja ólíkar hugleiðingar hjá Spessa og voru hjá Andy Warhol þegar hann tók upp kvikmyndina „Empire“ árið 1964, sem sýndi Empire State-bygginguna í New York frá sama sjónarhorni í 24 klst., þ.e. frá sólarupprás til næstu sólarupprásar. Reyndar sýnt á auknum hraða í 8 klst. Hugmynd Warhols var að nota bygginguna sem tákn fyrir bandaríska ímynd, „Empire“ eða „stórveldi“, þar sem allt iðar um kring en stórveldið stendur óhaggað. Fyrirmyndir Spessa hafa líka með ímynd að gera. Þær eiga við um Ísland, landið útá við, feg- urð þess o.s.frv. Framsetningin eða innsetningin skiptir svo milu máli, ekki síst þrenningin (trip- tych), í líkingu við altaristöflu, með kirkjuna í miðjunni og stórbrotin náttúruundur hvort sín- um megin við „guðshúsið“ og pílagríma sem koma og fara. Enginn hlutur Það má því með sanni segja að heilagleikinn sé í fyrirrúmi í sjónarhorni og ekki aðeins hjá Spessa, því að Sara Björnsdóttir tekur fyrir sjálft sýningarrýmið, en eins og ég hef áður sagt í skrif- um mínum þá ganga listunnendur gjarnan um sýningarsali listasafna líkt og heilög hús eða hof, aðskilin frá hversdagslegu áreiti. Listamaður þarf því ekki að keppast við að ná athygli með æsilegum áróðri heldur er það sýningargestsins að gefa sér tíma með listaverkinu, sérstaklega þegar hann stendur frammi fyrir þetta þegjandi verkum eins og verk Spessa og Söru eru, þar sem áreitið er sjálf kyrrðin, þegjandi áreiti, eða eins og Judith Nesbitt, sýningarstjóri og listfræðing- ur, sagði á síðum The Guardian fyrr á árinu, að eftir allan uslann og æsinginn þá kann blíð og lág- stemmd list að veita mesta sjokkið. Verk Söru nefnist „Rugl í rými“ og er mynd- bands- eða DVD-innsetning þar sem tómt sýn- ingarrýmið er séð frá ólíkum sjónarhornum. Myndum af rýminu er varpað á endavegg þess og blandast saman og bjagast. Sara hefur unnið áð- ur með staðbundið rými en þá í sambandi við gjörninga. Í þetta sinn vinnur listakonan með rýmið eitt og sér og er þar með komin á slóðir mínimalistanna og þá helst listamanna eins og Stanley Brouwn og Yves Klein, sem eru þekktir fyrir að vinna með tómt rýmið og sýna „ekkert“, Brouwn út frá hugmyndum um ímyndað rými og Klein út frá Zen og hugleiðslu. Mér finnst reynd- ar enska orðið „nothing“ alltaf falla betur við slík verk en orðið „ekkert“, en það er samsett úr orð- unum „no“ og „thing“ og þýðir í raun „enginn hlutur“. Sara sýnir einmitt „engan hlut“ í lista- safninu, en hún sýnir samt sem áður. Samtöl og rannsóknir Í málverki er gjarnan talað um tvívíðan flöt og sem slíkt hefur málverk ekki rými nema þá það sem kalla má „huglægt“. En það er eins með mál- verk og aðra tjáningarmiðla að mörk þess hafa verið teygð út fyrir þessi gefnu hugmyndarlegu mörk tvívíddar og þrívíddar, myndar og hlutar og í sumum tilfellum fellst myndsköpunin í því að byggja upp eða móta flötinn með massífu efni líkt og lágmynd eða skúlptúr. Guðrún Einarsdóttir, sem um þessar mundir sýnir í Galleríi i8, er lista- kona sem hefur lengi nálgast málverkið með þessum hætti og notar olíulitinn sem áþreifanlegt efni, efnismassa, og notar misjafna virkni í blönd- un olíunnar til að skapa ólík lög á flötinn. Í fyrstu, þ.e. um og eftir 1990, voru verk hennar einungis „máluð“ með svörtum og hvítum lit, og má segja að þá hafi rannsóknarvinnan á efninu verið í al- gerri forgöngu. Um miðjan síðasta áratug fór svo að bera á tilvitnunum í landslag þar sem mynd- flöturinn varð sem samlíking fyrir land í mótun, þá áferð jökuls, yfirborð vatns, hvera eða eld- fjalla. Borið saman við listamenn eins og Jurgen Meyer, Scott Richter og Dennis Hollingsworth sem þekktir eru fyrir að nota olíuna sem efn- ismassa, þá má segja að landslagstengingin veiti Guðrúnu sína sérstöðu. Málverkin eru samt sem áður óhlutbundin, sbr. „Gullfjöll“ Svavars Guðna- sonar og „Gos“ Nínu Tryggvadóttur“, og eru í sjálfu sér „land“ í mótun, þ.e. mynsturkennt, brotið, bólgið og sprungið yfirborð málverks. Guðrún á einnig fjögur verk af sambærilegum toga á sýningu í SÍM-húsinu (Samband íslenskra myndlistarmanna) þar sem tveimur meðlimum í FÍM (Félag íslenskra myndlistarmanna) er teflt saman og ásamt verkum Guðrúnar eru sýnd fimm málverk eftir Braga Ásgeirsson. Þetta eru nýleg verk, elsta verk Guðrúnar er frá 1998 og elsta verk Braga er frá 2001, önnur frá 2003. Það er alls ekki úr samhengi að tala um rannsóknir í myndlist Braga og hefur hann snert allmarga þætti á því sviði á myndlistarferli sínum, allt frá efnistilraunum með tilbúna hluti (ready made) til mjög akademískrar efnismeðferðar. Verk Braga í SÍM-húsinu eru unnin á masonítt og má sjá þrjár ólíkar áherslur í myndefninu, þ.e. konu- mynd, sem er algengt mótíf hjá listamanninum allt síðan á sjötta áratugnum, formrannsóknir sem eiga sér hliðstæðu í geometrískum teikn- ingum Vassily Kandinsky sem dæmi og svo þrjár myndir sem kalla má ljóðræna abstraktsjón og þar eru einlit verk sem byggja á áferð efnisins. Ekki veit ég hvort sýningin hafi verið hugsuð sem samtal á milli listamannanna tveggja, en hún virkar þannig á mig. Verk Guðrúnar eru þung til móts við frekar léttar myndir Braga og nokkuð heil en lágstemmd mynd skapast þeirra á milli. Hrópað á hjálp Áreitið í verki Tómasar Lemarquis, nýbakaðs Edduverðlaunahafa, í verki sínu „Undir stigan- um“, undir stiganum í i8, er bókstaflega þögult. Um er að ræða myndbandsverk sem sýnir lista- manninn unga á bak við hljóðeinangrað gler und- ir stiganum þar sem hann fremur hin ýmsu lát- brögð til að gera sig skiljanlegan. Sýningargestur horfir niður á listamanninn sem er í smækkaðri mynd. Það liggur ljóst fyrir hverjar óskir hans eru. Hann langar auðvitað ekkert til að vera geymdur undir stiga. Hann vill vera uppi þar sem hann er sjáanlegur og sýna verk sín í aðalsalnum þar sem „stóru“ listamennirnir sýna. Hann biður, reiðist og hótar, en allt kemur fyrir ekki, hann þarf að sanna sig eins og aðrir. Þetta er kómískt verk og deilir á sjálft sýning- arrýmið sem er heldur aumkunarverð hola undir stiga sem ætluð er til að kynna unga myndlist- armenn. Þeir eru þó talsvert yngri en þeir „ungu“ sem kynntir eru í Sjónarhorni Listasafns Íslands, aðallega nýlega útskrifaðir úr myndlistarnámi, eins og raunin er með Tómas sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands nú í vor. Verkið snertir líka umræðu á meðal myndlist- armanna undanfarin misseri um útþrána og nauðsyn þess að rjúfa einangrun íslenskrar myndlistar og þá jafnframt að skapa einhverja glufu svo að íslenskir myndlistarmenn séu ekki endalaust á byrjunarreit hér á eyjunni hvað sýn- ingarhald varðar. Gott ef hægt væri að brjóta þann vegg með einu hamarshöggi eins og Tómas gefur til kynna að hægt sé með glervegginn undir stiganum, því að öllu óbreyttu þá getum við allt eins vænst þess að Tómas verði kynntur í Sjón- arhorni að 20 árum liðnum, ennþá sem ungur og upprennandi myndlistarmaður, og því engin furða að hann standi og hrópi á hjálp. Þögult áreiti MYNDLIST Listasafn Íslands Opið alla daga frá 11–17. Sýningu lýkur 26. október. SJÓNARHORN MYNDBANDSINNSETNINGAR SPESSI SARA BJÖRNSDÓTTIR Gallerí i8 Opið fimmtudaga og föstudaga frá 11–18 og laug- ardaga frá 13–17. Sýningu lýkur 1. nóvember. MÁLVERK OG MYNDBANDSINNSETNING GUÐRÚN EINARSDÓTTIR TÓMAS LEMARQUIS SÍM-húsið Opið á skrifstofutíma. Sýningu lokið 15. október. MÁLVERK BRAGI ÁSGEIRSSON GUÐRÚN EINARSDÓTTIR Verk eftir Guðrúnu Einarsdóttur í i8. „Rugl í rými“ eftir Söru Björnsdóttur. Morgunblaðið/Sverrir „Ferðamannastaður“, myndbandsinnsetning eftir Spessa Jón B. K. Ransu Eitt af verkum Braga Ásgeirssonar. AÐ þekkja ekki verk Monet frá Manet mættu teljast algeng mistök, en samkvæmt nýlegri könnun En- cyclopedia Britannica er sá rugl- ingur þó aðeins toppurinn á ísjak- anum. Þannig sýndi könn- unin að um helmingur að- spurðra Breta gat ekki nefnt listamanninn sem málaði Monu Lisu á nafn og nefndi einn af hverjum tíu Vincent van Gogh í stað Leonardo Da Vinci. Um 82% gátu þá ekki tilgreint Edvard Munch sem höfund Ópsins og ekki stóðu Bretar sig betur er kom að eigin listamönnum, en meira en helmingur gat ekki tengt John Constable, einn af merkari lista- mönnum Breta, stórvirki hans Hey- vagninum. Þá eignaði einn af hverj- um tíu ítalska endurreisnarlistamanninum Sandro Botticelli verk Davids Hockneys og einn af hverjum fjór- tán taldi sjónvarpsmanninn Rolf Harris höfund Vatnalilja Monets! Að sögn forsvarsmanna könnunar- innar er það fólk á aldrinum 18–24 ára sem sýnir hvað mesta vanþekk- ingu, þrátt fyrir að fjöldi ungmenn- anna ætti einhvers konar listnám að baki og mörg verkanna skreyttu jafnvel veggi herbergja þeirra. Sýning á safni Lloyds-Webbers SÝNING á verkum Pre- Raphaelite-listamanna og annarra meistara, sem nú stendur yfir í Royal Academy of Art í London, er nokkuð sem listunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara að mati breska dag- blaðsins Daily Telegraph. Verkin eru öll í eigu tónskálds- ins Andrews Lloyds- Webbers, en einkasafn hans á myndlist þyk- ir með þeim betri sem finna má í Bretlandi og er sýningin því kærkomið tækifæri til að virða fyrir sér meist- araverk sem sjaldan koma almenn- ingi fyrir sjónir. Auk verka eftir þá Edward Burne-Jones, Dante Gabr- iel Rossetti og John William Water- house, þá má einnig finna á sýning- unni verk eftir listamenn á borð við Joshua Reynolds og Canaletto. Írskir dansar í Kína ÍRSKIR þjóðdansar, í útsetningu Riverdance-flokksins, njóta nú mik- illa vinsælda í Peking í Kína. Sýn- ingin er stærsta vestræna sýningin sem sett hefur verið upp í Kína, en um hundrað dansarar, tónlist- armenn og aðstoðarfólk taka þátt í uppfærslunni. Viðbrögðin hafa heldur ekki látið á sér standa því uppselt hefur verið á sýningu eftir sýningu þrátt fyrir að miðaverð, sem er á bilinu 3.800–12.700 krón- ur, sé stór biti að kyngja fyrir allan þorra Kínverja, sem hafa að með- altali um 570.000 krónur í árslaun. Val á sýningarstað sýnir þá að margt hefur breyst frá tímum Maós því sýningarnar eru settar upp í Sal alþýðunnar, er hefur til þessa frek- ar verið notaður fyrir ræðuhöld leiðtoga kommúnistaflokksins en afþreyingu. ERLENT Van Gogh eða DaVinci? Ófelía eftir John William Waterhouse.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.