Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 2003 11 Hvenær er talið að siðmenning eins og við þekkjum hana hafi byrjað? SVAR: Spurningin snýst í raun ekki síst um skilgreiningu á hugtakinu siðmenning. Mann- fræðingar fást við kanna menningu. Menning er hér notað um hugtakið „culture“ sem al- gengt er í mörgum tungumálum af indóevr- ópskum uppruna. Innan mannfræðinnar er hugtakið menning notað þegar þekkingu er miðlað milli kynslóða og þá um allt það mann- legt atferli sem lært er innan eigin menning- arhóps, til dæmis reglur um ættartengsl, kyn- hegðun, mataræði, samskipti við annað fólk, venjur og daglegar athafnir, trú og trúar- athafnir og síðast en ekki síst tungumálið. Menning verður því til um leið og menn fara að búa til verkfæri og geyma þau til seinni nota og miðla þekkingu til kom- andi kynslóða með orðum og at- höfnum. (Hér er því miður ekki rúm til að ræða hið skemmtilega viðfangsefni hvort dýr búi við eitthvað sem kalla mætti menn- ingu). Ekkert er með vissu vitað um hvenær raunverulegt tungu- mál varð til en líklega hefur mannkynið snemma á ferli sín- um farið að nota hljóð til að tjá annað og meira en ótta, undrun eða ánægju með viðeigandi hljóðum. Annað hugtak er svo sið- menning sem notað er um það sem á mörgum málum kallast „civilization“. Það orð er dregið af civis á latínu sem þýðir eig- inlega borgari, samfélagsþegn. Stundum er „civilization“ þýtt sem borgmenning. Venja er telja að siðmenning einkennist af því að farið er að skrásetja alls konar upplýsingar og af því að veruleg verkaskipting eigi sér stað. Þetta er vissulega samfara myndun borga þar sem íbúarnir eru háðir því að bænd- ur í nágrenninu sjái þeim fyrir mat. Fyrstu borgirnar eru þó allmiklu eldri en ritmál. Í Írak og Íran og í Suðaustur-Tyrk- landi (svo miðað sé við ríkjaskipan á okkar tímum) voru þorp þar sem fólk bjó í húsum sem byggð voru í þyrpingum. Væntanlega voru þetta bændur sem sameinuðust um að verja akra sína og búfénað fyrir ásókn fram- andi fólks. Raunverulegar borgir voru orðnar til fyrir allt að níu þúsund árum, til dæmis Jeríkó. Það er næsta öruggt að siðmenning hafi ver- ið komin til sögunnar fyrir um fimm þúsund árum, eða um þrjú þúsund árum fyrir upphaf tímatals okkar. Tvö svæði koma þar við sögu. Annars vegar Nílardalurinn, það er að segja Egyptaland, og hins vegar „Landið milli fljót- anna“, Mesópótamía. Á báðum þessum svæð- um hafa fundist elstu minjar um ritmál svo að óyggjandi sé. Þó mun ritun hafa hafist nokkru fyrr í Mesópótamíu en í Egyptalandi, og reyndar telja sumir fornfræðingar að Egyptar hafi upphaflega þegið ritmál sitt þaðan. Í landinu milli stórfljótanna tveggja, Efrat og Tígris, var ríki Súmera. Þar var ritað með fleygrún- um á leirtöflur og eru hinar elstu frá því fyrir rúmlega fimm þúsund árum. Fleygrúnir voru ritaðar með þeim hætti að táknum var þrýst á rakar leirtöflur með tré- fleyg. Aðrar þjóðir sem settust að í Mesópót- amíu, Hittítar og Akkadíar, löguðu skriftina að sínum tungumálum, og meðal annars notuðu Hittítar nokkurs konar myndletur. Egyptar tóku upp skrift sem var sambland af samstöfu- táknum og myndletri. Í Mesópótamíu og Egyptalandi stóð margs konar menning með miklum blóma um þús- undir ára og áhrif þaðan bárust vítt um lönd. Nokkrir mikils háttar fornfræðingar héldu því fram á liðinni öld að öll svokölluð æðri menn- ing heimsins ætti sér upphaf í Egyptalandi og hefði borist þaðan um víða veröld. Ekki er ör- grannt um að svipaðra hugmynda gæti enn. Þó mun það mála sannast að siðmenning hefur sprottið upp víðar en á þessum tveimur svæðum sem hér hafa verið nefnd og án sann- anlegra áhrifa þaðan. Í Indusdalnum var sið- menning risin fyrir allt að fjögur þúsund og fimm hundruð árum og í Gulárdalnum í Kína um svipað leyti. Þá reis einnig siðmenning í Mið-Ameríku án sannanlegra áhrifa frá Evr- ópu og Asíu, en að vísu allmiklu síðar en þar. Enn er margt á huldu um hin merkilegu menningarsvæði í Indusdalnum og Kína, en flest bendir til að á báðum þeim stöðum hafi ríkt sjálfstæð og harla merkileg menning, and- leg sem verkleg. Í Kína hafa fundist tákn á beinum sem gætu verið einhvers konar rit- tákn. Þau bein eru frá rúmlega fjögur þúsund árum fyrir upphaf tímatals okkar. Þó er vara- samt að ætla að þar sé um raunverulegt ritmál að ræða. Fyrir tugþúsundum ára fóru menn að skreyta bein og steina með táknum, punktum og strikum, hringum og ferhyrningum og hafa mannfræðingar talið að ekki sé útilokað að það séu tákn sem ætluð hafi verið til að varðveita þekkingu eða einhvers konar skilaboð, jafnvel tímatal. Þó að þeir sálmar séu býsna forvitni- legir verður ekki farið nánar út í þá hér. Einfalt svar er því: Siðmenning hófst fyrir um fimm þúsund árum í Mesópótamíu og um svipað leyti í Egyptalandi. Haraldur Ólafsson, fyrrverandi prófessor í mannfræði við HÍ. HVENÆR BYRJAÐI SIÐMENNINGIN? Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans, geta heilafrumur fjölgað sér, hvers vegna hlær fólk þegar það er kitlað, hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann, hvaða nöfnum má skíra börn og hvers vegna drekkum við mjólk úr kúm en ekki til dæmis hestum? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI Morgunblaðið/Ómar „Siðmenning hófst fyrir um fimm þúsund árum í Mesópótamíu og um svipað leyti í Egyptalandi.“ FÉRÚNIN nefndist fehu að fornu og vísar á auðlegð og búsmala, ársæld og verald-lega gnægð. Hún kann að hafa lotið þremur goðmögnum sem öll heita nöfnum erhefjast á F, það er Frigg, Frey og Freyju, en eðli þeirra tengist að einhverju leytiþessari rún. Áletrun sem klöppuð var á stein um 600 í Gummarp í Blekinge við suðurströnd Svíþjóðar, en hvarf í brunanum mikla í Kaupmannahöfn árið 1728, styður slíka túlkun, en á honum var þessi texti: „Haduwolf setti stafi þrjá [f f f].“ Eins og menn gátu magnað sverð sitt með því að nefna tvisvar Tý, samanber Sigurdrífumál, þá gátu þeir aukið auðlegð sína með því að rista Fé þrisvar sinnum á stein sem síðan var lagður í jörð. Við það átti jarðargróðinn að vaxa og margfaldast. Í rúnakvæðum miðalda kemur skýrt fram að Férúnin felur í sér leyndardóm gullsins. Hún er skýrð með gullskenningum, „fé veldur frænda rógi“ og „fé er frænda róg“. Í seinni hluta kvæðanna er uppruna gullsins lýst á táknrænan hátt, fé er „grafseiðs gata“ og „fæðist úlfur í skógi“. Tengslin við goðsögn Fáfnismála eru því aug- ljós, en með „grafseiðs götu“ er átt við veg snáks eða grafarfisks. Í Snorra-Eddu og fornum hetjukvæðum er sagt frá upphafi gullsins mikla, ofríki Loka í heimi dverga, en saga þess var vörðuð bölbænum, svikum og drápum. Fáfnir mun hafa drepið föður sinn til gullsins og hélt eftir það upp á Gnitaheiði, gerði sér þar ból, brást í ormslíki og lagðist á gullið. Sigurður fól sig svo í götu ormsins, lagði í gegnum hann sverði og tók sjóðinn. Þetta gull varð bölvaldur Völsunga og Niflunga, en var um síðir falið í Rín og hefir aldrei síðan fundist. Kraftur gullsins kemur með öðrum orðum innan úr djúpi skógarins þar sem úlfurinn/ jötunninn hefst við, í dýpstu fylgsnum sjálfs og heims, en hefur í senn jákvæðar og neikvæðar hliðar. Férúnin kann að mynda andhverfu við rún dauðans, Ísrúnina, – útþenslu og vexti er stefnt gegn þéttun og samdrætti, – en við ákveðnar aðstæður getur hún leitt til tortímingar. Férúnin hefur tengst lífrænni náttúru en Jörð var goðvera að mati heiðinna manna; „Heil sjá in fjölnýta fold,“ stendur í Sigurdrífumálum. Njörður sem var sögulegur arftaki þessa goðmagns er nefndur „fégjafi“ í Snorra-Eddu, enda skóp hann mönnum allsnægtir; hann var „fégjafa guð“, „gefjanda guð“. Freyr kallaðist einnig „fégjafi“ og eitt af við- urnefnum Freyju var „Gefn“. Af þessum sökum má hugsa sér að Férúnin hafi tengst jarðneskum goðmögnum, Vönum, er veittu vinum sínum auð og gnótt, enda var ætt Fé- rúnar kölluð Freysætt á síðari tímum. Tengslin við töframagn Fáfnis eru eftir sem áður augljós, en er hjartablóð hans kom á tungu Sigurðar þá kunni hann fuglsrödd og skildi hvað fuglar sögðu. RÚNAMESSA LESBÓKAR Ljósmynd/Ólafur Eggertsson „... þá gátu þeir aukið auðlegð sína með því að rista Fé þrisvar sinnum á stein sem síð- an var lagður í jörð. Við það átti jarðargróðinn að vaxa og margfaldast.“ FÉ RÚNALÝSING 1 M AT T H Í A S V I Ð A R S Æ M U N D S S O N Mundu með mér: himinninn yfir París, þessi volduga haustlilja… Við keyptum hjörtu af blómasölustúlkunni þau voru blá og sprungu út í vatninu. Það byrjaði að rigna í stofunni okkar, og nágranni okkar, herra Le Songe*, kom inn; lítill, mjósleginn maður. Við gripum í spil, ég tapaði augasteinunum, þú lánaðir mér hárið þitt, ég tapaði því, hann sló okkur í gólfið. Hann hvarf út um dyrnar, regnið fylgdi honum Við vorum dáin og gátum andað. * Franska: merkir draumur PAUL CELAN JÓN KALMAN STEFÁNSSON ÞÝDDI Paul Celan (1920-1970) var þýskumælandi skáld af rúmenskum gyðingaættum. Hann bjó í París frá 1948. MINNING UM FRAKKLAND

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.