Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 2003
hugmyndir sem áhorfandinn ber með sér inn í
verkin sem ég skapa. Í vitund mannsins er án
efa eitthvað sem leiðir til þess að við erum stöð-
ugt að velta fyrir okkur ólíkum möguleikum.
Og ímyndunaraflið er undirstaða alls þess,
enda togar það mann í burtu frá því snertan-
lega. Í svigrúmi hins ósnertanlega má segja að
maður standi frammi fyrir reynslu sem er ann-
ars vegar komin frá manni sjálfum og hins veg-
ar frá andstæðunni við mann sjálfan, þ.e.a.s
umhverfinu.“
Tengist það ekki að einhverju leyti því
hvernig listamaðurinn er stöðugt að sviðsetja
verk sín frammi fyrir áhorfendum sínum?
„Vissulega. Ég tek tillit til áhorfandans við
sköpun verksins og markmiðið er að stýra
áhorfandanum þannig að hann bregðist við
með ákveðnum hætti. Ég vil velja hvar í ferlinu
ég skil við hann. Þessu má líkja við kóreógrafíu,
því listamaðurinn verður að taka skipulagn-
ingu tiltekins rýmis og ákveðins tíma inn í
myndina auk þeirrar sjónrænu hliðar sem
hann er að vinna með. Ljósmyndin, skúlptúr-
inn eða hvað svo sem listaverkið er, er í þeim
skilningi einungis vísbending eða stikkorð til
þess að færa áhorfandann í gegnum ákveðna
reynslu.“
Ég velti því stundum fyrir mér hvernig þú
myndir skilgreina skilin á milli sjónrænnar
endursköpunar og sjónrænnar túlkunar. Þá er
ég ekki að vísa til þessarar langþreyttu um-
ræðu um eftirmyndina og hlutverk hennar í
listum, heldur til þess sem ég hef heyrt þig
segja að myndhverfing bjóði einungis upp á
takmarkandi reynslu?
„Ein leið til að nálgast hið sjónræna er fyrir
tilstilli endursköpunar. Slík endurgerð felur þó
nánast alltaf í sér lýsandi eða skýrandi reynslu
sem ég hef hreint engan áhuga á. En eins og þú
segir finnst mér myndhverfingin sem slík í
rauninni takmarkandi reynsla, ekki síst vegna
þess að í henni felast oft vanabundin viðbrögð
við því óþekkta – tilraun til að nálgast hið
óþekkta í gegnum það sem maður þekkir. Það
leiðir til þess að hið óþekkta er smækkað niður
í það að virðast kunnuglegt. Af þessum sökum
er ég mjög gagnrýnin á þá tilhneigingu í mynd-
list er lætur áhorfandann nálgast verkið fyrir
tilstilli myndhverfingarinnar. Slík nálgun leiðir
oft til þess að áhorfandinn hafnar verkinu í stað
þess að nálgast það, einungis vegna þess að ef
hann áttar sig ekki á myndmálinu strax þá
standa honum engir aðrir möguleikar opnir til
að komast að kjarna þess.
Það má geta þess í þessu samhengi að marg-
ir saka mig um að skapa verk sem eru ekki
nægilega aðgengileg. Ég hafna því alfarið
vegna þess að mér finnst verkin mín ekki hafa
neinn tilgang nema áhorfandinn geti staðsett
sig í þeim. Til þess að komast framhjá þessum
vanda með mynhverfinguna – eða til þess að
maður geti unnið handan við myndhverfinguna
– þarf áhorfandinn sjálfur að finna sig í þeirri
reynslu sem verkið býður upp á. Myndhverf-
ingin er því í rauninni einungis ein þeirra leiða
sem hægt er að nota til þess að komast inn í
reynsluheim verks. Áhorfandinn er í rauninni
virkjaður með mjög afgerandi hætti í gegnum
myndhverfinguna til þess að mynda þann
reynsluheim sem fólginn er í verkinu, en ef
hann vill ekki vera þátttakandi í þeim leik þá
verður ekkert úr verkinu sem slíku. Svo einfalt
er það. Og þess vegna hef ég leitað annarra
leiða“
Nú hefur þú notað bókverk töluvert í list-
sköpun þinni, en auk hins sjónræna og skyn-
ræna þáttar koma textar þar nokkuð við sögu.
Hvað er það varðandi bækur sem höfðar svo til
þín?
Að mínu mati eru engin skil á milli þesssjónræna í bókunum mínum og text-anna sjálfra. Textinn er alltaf hluti afforminu sjálfu. Ef litið er til bókarað-
arinnar „To Place“, til dæmis, þá langaði mig til
að finna form fyrir verk þar sem hægt væri að
láta eitthvað gerast á löngum tíma. Mig langaði
til að þróa verkið áfram, jafnvel í áratugi, án
þess að það væri háð tíma markaðarins eða við-
skiptalífsins. Ég þarfnaðist verkefnis sem ég
gæti gengið að aftur og aftur á fastmótuðum
forsendum. Í því er einskonar vísun í minn-
isvarða eða stórfengleika sem er þó hógvær og
hefur ekkert með stærðargráðu að gera,“ út-
skýrir Roni.
„Stórfengleiki sem hefur ekkert með stærð
að gera er að sjálfsögðu tengdur hugmyndum
okkar um kynferði. Fólk spyr mig oft um kven-
leikann og hvort ég álíti rödd mína vera kven-
rödd. Nú, til að byrja með hafa allar konur að
sjálfsögðu kvenrödd,“ segir hún og hlær, „og
óþarft að rökræða um það. En að mínu mati
skipta litlir hlutir frekar máli í þessu sambandi,
svo sem ólík tilfinning fyrir stærð og stórfeng-
leika. Það væri auðvelt að færa rök fyrir því að
konur hugsi öðruvísi en menn í því sambandi.
Öll sú tjáning á stórfengleika sem mér er kunn-
ugt um í gegnum söguna er í fullkominni and-
stöðu við það sem ég er að vísa til hér, enda
auðvitað allt saman tjáningarform sem karlar
hafa tileinkað sér. En kannski er það sem fólk
verður vart við í þessu sambandi í mínum verk-
um bara sú staða sem ég er í – Roni Horn,
hvorki maður né kona. Fólk hefur sterka til-
heigingu til að álíta að þegar allt kemur til alls
séu einungis til tvær skilgreiningar á innsta
eðli fólks; karlkyns og kvenkyns. Við komum
alltaf aftur að þeim, sem mér finnst óskaplega
grunnfærnislegt.
En þær bækur sem ég geri lít ég á í sam-
hengi við innsetningarnar mínar eða jafnvel
teikningarnar. Þær mynda sterka tengingu við
þau verk. Þar að auki hef ég allt mitt líf verið
mjög hrifin af bókum sem slíkum og formi
þeirra. Að mínu mati gera þær fólki kleift að
fara út í heiminn, og þá er ég ekki að tala um
andlega eða vitsmunalega æfingu. Það sem ég
á við er að hinn efnislegi veruleiki bókar er svo
takmarkaður miðað við það innihald sem hún
hefur upp á að bjóða. Við vorum að tala um
lykla og stikkorð í tengslum við Emily Dick-
inson áðan og fyrir mér eru bækur af sama
toga. Það sem höfðar til mín er að maður held-
ur á bókinni og les hana, en þessi efnislegi rétt-
hyrnti hlutur sem maður hefur í höndunum vís-
ar einvörðungu til mjög yfirborðskennds
skilnings á bókinni sem einnig felur í sér efni-
við sem að einhverju leyti er algjörlega óskyld-
ur þessum efnislega veruleika.
Ég veit ekki hvort þú kærir þig um að ræða
um landslag sem slíkt, þótt við höfum reyndar
talað mikið um það á þessu ferðalagi okkar um
nesið. En mér finnst ætíð forvitnilegt að heyra
þig tala um viðhorf þitt til umhverfisins
almennt – ekki bara til landslags. Og í
verkunum þínum kemur fram mikill næmleiki
gagnvart umhverfinu.
„Ætli það megi ekki segja að það sé á þessu
sviði sem Ísland hefur haft svo gríðarleg áhrif á
mig persónulega,“ svarar Roni og horfir í
kringum sig á fjallið fyrir aftan okkur og fjör-
una framundan. „Að mínu mati hafa þau áhrif
ekki einungis náð til vinnu minnar sem lista-
manns, heldur einnig til sjálfsmyndar minnar
með djúpstæðum hætti. Ísland býður upp á
mjög áþreifanlega reynslu, maður ferðast í
gegnum þetta landslag og beinlínis étur það –
finnur í það minnsta bragðið af því! Upplifunin
er mjög skynræn hvað það varðar. Auðvitað er
hið sjónræna einnig mikilvægur þáttur í þess-
ari upplifun, en Ísland er þó svo miklu meira en
það.
Á vissan hátt er upplifun manns af Íslandi þó
tiltölulega lítið myndræn og ein ástæða þess
hve ég dregst að landinu er sú að það er ekki til
sýnis á jafnafgerandi hátt og svo margir aðrir
staðir í heiminum. Mér finnst ég einungis fá að
upplifa lítil brot af Íslandi í einu hverju sinni.
Eins og þú veist hef ég komið hingað reglulega
nánast allt mitt líf, og trú mín er sú að ég sé að
safna saman mörgum brotum.
Ég hef þó ekki enn fengið skýra hugmynd
um heild hvað Ísland varðar, en á auðvitað mín-
ar óskir um hvað í þeirri heild geti falist. Ég
ætla þó ekki að láta þær uppi hér og nú. Enda
eru þær hluti af því lifandi, gagnvirka sam-
bandi sem ég á við þennan stað. Mér finnst eins
og landið hafi boðið mér upp á slíkt samband og
það má líkja því við samtal sem enn er í fullum
gangi.“
Nú hefur þú talað mikið um skynrænt eðli
Íslands og jafnframt hversu viðkvæmt það er,
geturðu skýrt það nánar í tengslum við þína
eigin upplifun af landinu?
„Það sem gerir Ísland svo stórkostlegt er
hversu óskaddað það er,“ segir Roni og leggur
þunga áherslu á orð sín. „Ég tek því mjög
nærri mér hvaða leið Íslendingar hafa ákveðið
að fara í virkjanaframkvæmdum. Á Íslandi
finnur maður án nokkurrar truflunar stöðugt
flæði á milli veðurs og landslags – það er ekkert
sem skilur þar á milli. Í staðinn fyrir að horfa á
tré eða dýr, þá upplifir maður samansafn
tengsla sem stöðugt skarast án ytri inngripa.
Áhrifin á það sem ég er að gera í minni vinnu,
eins og ég minntist á áðan, eru einmitt upp-
runnin í slíkri reynslu. Ef mér leyfist að tala á
mjög sjálfhverfan hátt, þá finnst mér eins og sú
menning er þrífst í íslenskum samtíma sé farin
að brjóta þessi tengsl á bak aftur. Íslendingar
eru að færa umhverfið í átt sem er andstæð eðli
landsins eins og það hefur verið hingað til.
Fólk verður augljóslega að geta búið hérna
og haft það gott – það verður að geta fundið
uppsprettu ánægju sem og friðar á þessum
stað. En að mínu mati hafa Íslendingar ekki lit-
ið neitt sérstaklega til Íslands í leit að svörum
við þessum þörfum sínum og mér finnst sárs-
aukafullt að fylgjast með því. Þeir líta til út-
landa eftir slíkum svörum – í rauninni ákaflega
langt yfir skammt – til staða sem eiga ekkert
sameiginlegt með því landslagi sem hér fyr-
irfinnst og þeim stórkostlega og viðkvæma
raunveruleika sem hér blasir við.
Þetta er hreinn harmleikur, sem vissulega
hefur áhrif á þá nánd sem ég hef fundið fyrir í
gegnum árin gagnvart þessu umhverfi. Ég veit
að Íslendingar líta landið öðrum augum en ég,
en að mínu mati er íslenskt landslag gjöfult á
mjög djúpstæðan máta. Ég hef þó aldrei þurft
að lifa af í þessu landi, eins og kynslóðir eldri
Íslendinga hafa þurft að gera, svo það má segja
að samband mitt við landið sé dálítið upphafið.
Ég hef fullan skilning á því og geri mér grein
fyrir að það er ekki hægt að nota minn mæli-
kvarða á alla hluti hér.
En það má heldur ekki gleyma því aðmargir Íslendingar hafa lítið ferðast ogþekkja lítið af eigin raun þá hörmulegufátækt sem fólk þarf að búa við annars
staðar; þeir þekkja ekki óhreint vatn, skort á
náttúrulegum auðlindum, offjölgun fólks,
óhreinindi, mengun og sjúkdóma er fylgja í
kjölfarið. Ekkert af þessu fyrirfinnst hér á
landi og því finnst mér Íslendingar oft ekki
gera sér grein fyrir því hversu lífsgæðin sem
þeir njóta eru ótrúlega mikil. Fólk vísar iðulega
til þess hversu dýrt það er að búa hérna – sem
er alveg rétt – en þið fáið líka mikið fyrir það
verð sem þið greiðið; hreint umhverfi sem er
tiltölulega heilsusamlegt og jafnframt þrungið
takmarkalausu ímyndunarafli sem þið getið
nýtt ykkur sem innblástur.“
Roni þagnar í smástund og hugsar sig um
áður en hún heldur áfram. „Ég lít ekki á mig
sem rómantíker að eðlisfari, ég hef miklu frek-
ar tilhneigingu til að vera kaldhæðin og jafnvel
tortryggin. Ég dreg meira að segja iðulega úr
gæðum þess sem ég laðast að á hátt sem gæti
borið vitni um sjálfseyðingarhvöt. Svo það má
segja að ég velti því annars vegar fyrir mér
hvað ég sé að setja mig á háan hest gagnvart
Íslendingum, en á hinn bóginn finnst mér ég
hafa hæfileika til að sjá með augum þess er
kemur utan frá hvernig íslensk menning þrífst
í samhengi við landslagið. Og sú sýn er allt
öðruvísi heldur en það sem blasir við Íslend-
ingum innan úr sínu eigin samfélagi. Allt þetta
breytir auðvitað sambandi mínu við þessa eyju
og um leið sambandinu við vinnu mína, því hún
byggist mjög náið á samverkan á milli mín og
Íslands. Það má því vel vera að mér finnist ég
heldur berskjölduð þegar ég fylgist með fram-
vindu mála hér.
En þeir textar sem ég hef skrifað um um-
hverfismál hér eru sprottnir af löngun minni til
að miðla gæðum þess reynsluheims sem Ísland
hefur upp á að bjóða – og jafnframt því hversu
brothættur sá heimur er. En því miður grunar
mig að Íslendingar beri ekkert meiri virðingu
fyrir landslaginu og náttúrunni en aðrar þjóðir.
Ég velti því jafnvel fyrir mér hvort ekki megi
hreinlega kenna mannlegu eðli um. Maðurinn
reynir alltaf að hagnast á umhverfi sínu.“
Það er erfitt að bera á móti þessum rökum
Roni Horn, enda engin teikn á lofti til vitnis um
það að Íslendingar hafi þroskast umfram aðrar
þjóðir hvað viðhorf til umhverfisins varðar. Við
finnum báðar að við erum komnar á þann stað í
þessu samtali að tími virðist kominn til að halda
ferð okkar um Snæfellsnesið áfram. Fyrirheit
um fiskisúpu á Hellnum er farið að gerast áleit-
ið og þar sem talið er farið að berast út um víð-
an völl – að þeim óvænta spuna sem fólginn er í
hverju ferðalagi, verður það ekki rakið frekar
að sinni.
„Ég hugsa á nótum setningarfræði, ef ekki málfræði;
um hendingar, leiðarminni, stef – um þau tæki sem
tilheyra uppbyggingu tungumálsins – sem síðan taka
á sig sjónræna mynd í verkunum.“
(Roni Horn í samtali við Lynn Cooke, Phaidon-bók um listamanninn.)
fbi@mbl.is
Án titils (Flannery); 1997. Gler.
„Í skúlptúrum Roni Horn er fólgið hugsanaferli, eins
og í uppbyggingu ljóðs. Ljósmyndir hennar má lesa
eins og texta. Hún notar litinn eins og skúlptúr í
teikningum sínum. Textar hennar eru heldur ekki
lýsingar á öðrum verkum hennar; þeir eru á hugsæis-
legum nótum, fjalla um rými sem landslag sálar-
innar.“
(Thomas Kellein og Carl Haenlein í bók Roni Horn, Making being there enough.)