Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. OKTÓBER 2003 H ELVÍTI. Helvíti með lágan og hvítan himin. Helvíti í líkkistu sem börn bera. Hér í Sidi Moumen, í út- hverfi Casablanca, hefur helvíti eitt andlit og mörg nöfn. Hér eru engin gam- almenni. Hér verður fólk ekki gamalt. Líkkistan er ekki alvöru lík- kista. Það er planki og á hann hefur líkið verið lagt og yfir það hefur verið lagt snar- götótt teppi. Grafreiturinn er hinum megin við fátækrahverfið. Hann er jafngamall borginni. Helvíti, það er líka svart ryk, ryk- mekkir sem þyrlast yfir þakhellunum, þök- um sem gerð eru úr pappaspjöldum sem greinar hafa verið lagðar ofan á, plasti og jafnvel nokkrum hellum til að standast vind- inn, vind sem er vondur því hann ber með sér óhreinindi, gerla, plasttætlur. Við erum í hreysi. Þúsundir svartra plast- poka eru festir með gamalli for á hauga af rusli sem aldrei er hirt. Rusl af fátæku fólki. Beinagrindur af hundum sem drápust í hit- unum síðastliðið sumar. Appelsínubörkur, múlasnaskítur, endalaust drasl. Asnar með samfallinn maga leita að einhverju æti. Kett- ir á stjákli allt um kring. Alls kyns viðbjóður hefur verið étinn en enn eru eftir af honum einhverjar leifar, sérstaklega ömurleg lykt sem slær fyrir vitin, daunn af rotnun og dauða. Helvíti, það er líka stórt gat, stór gígur í hundrað metra fjarlægð frá úthverfinu. Hundrað hektara stórt gat. Einmitt þarna stóð til að útbúa skemmtigarð til að gefa Casablanca grænt belti. Rétt við hliðina höfðu stjórnvöld áformað að reisa félagslegt húsnæði á áttatíu hekturum. Stjórnvöld höfðu verið rænd, þau blekkt. Ekkert var byggt. Nú man enginn lengur eftir þessum áformum um að útbúa skemmtigarð. Menn græddu á tá og fingri og leiðin að fordyri helvítis hafði verið opnuð. Það er einmitt ekkert rennandi vatn til að þvo burtu óhrein- indin sem hafði verið varpað yfir íbúa sem þurrkurinn hafði dæmt til að þrauka í út- hverfunum meðan þeir biðu betri tíma. Ein- hvers staðar er brunnur sem ætlaður er til almenningsnota. Hann þekkist á því að fólk flykkist að honum, einkum konur og börn. Hér fer fólk ekki í biðraðir. Það treður sér, olnbogar sig áfram. Þarna er hægt að fá vatn að drekka. Til að fara í bað fer fólk í bæinn og í hamam. Það er munaður. Það eru níu mánuðir frá því rafmagn var leitt í hverf- ið. Stjórnvöld létu leggja það, ekki í húsin, heldur í jaðar fátækrahverfisins. Dreifing- arstöð var sett upp. Þeir heppnustu náðu að setja í samband. Helvíti er örvandi fyrir ímyndunaraflið. Þeir sem duglegastir eru að bjarga sér hafa meira að segja komið sér upp sjónvarpi og gervihnattamóttakara með myndlykli og öllu tilheyrandi. Með fölsuðu korti, sem hægt er að kaupa fyrir fimm evr- ur, er hægt að horfa á einar fimm hundruð rásir. Hann er grimmúðlegur, þessi skjár sem veit út í afganginn á heiminum. Hann sýnir lífið og jafnvel paradís. Þó væri þessi paradís ekki svona óaðgengileg ef hægt væri að komast til Tanger og þaðan yfir Gíbralt- arsund. Það er vissulega nokkur áhætta, það er hætta á því að maður drukkni; eins getur maður lent í því að verða handtekinn og gerður afturreka. En hugmyndir kvikna í helvíti og á menn vaxa vængir sem blómstra á haug af skít og drullu. Menn verða til í tuskið. Sá sem er tvítugur, skortir allt, býr í hreysi sem er á stærð við eina og hálfa gröf, hann fer á mis við lífið. Það er eins og hann sé innan um dauða menn sem hreyfa sig ennþá, nýir líkamar bætast sífellt við, lík- amar sem aðrir líkamar smeygja sér inn í, líkamar sem eru að kafna, slokknaðar sálir, sálir sem standa á öndinni, verða að notast við agnarlitla ljóstýru. Þá forðast maður að koma heim í hreysið. Er sem minnst þar. Hatrið er við völd. Það er á sveimi í kring- um hvert einasta handtak, hvert einasta orð. Þetta er reiði sem ekkert fær sefað. Hún er fólgin í hverju einasta augnaráði. Hræðslan er alfarið horfin. Hún er ekki á ferli á götum sem þaktar eru sprungum og steinvölum. Jafnvel lögreglan lætur ekki sjá sig þar. Þetta er í miðju þess bölvaða hluta sem kall- aður er „lunga Marokkó“. Casablanca er við- skiptahöfuðborg landsins, borgin þar sem ríkar stéttir, forríkar stéttir, búa í næsta ná- grenni við aðrar stéttir sem eru alveg á mörkum fátæktar. Þarna býr fólk ekki í sátt og samlyndi, það lætur sem aðrir séu ekki til, gleymir þar til þeir fátæku taka sig til einn góðan veðurdag, fara niður í bæ og brjóta allt og bramla. Allt þar til þess dags að einhver treður inn á sig sprengiefni og sprengir sig í loft upp á veitingastað eða í anddyri lúxushótels. Þá átta menn sig skyndilega á því hvað um er að vera, fá áfall; menn eru forviða og skelfingu lostnir. Telja þá dauðu og fara að mótmæla. Þessi hryðjuverk eru þolraun fyrir kon- unginn unga. Það er ljóst að þeir sem upp- hugsuðu og skipulögðu drápin hinn 16. maí ætluðu sér að raska því jafnvægi í stjórnun landsins sem ríkt hefur, einangra landið, brjóta niður efnahag þess með því að vekja ótta í brjósti ferðamanna og fjárfesta. Þingið setti lög um baráttu gegn hryðjuverkum. Sú staðreynd að sjálfsmorðshryðjuverka- mennirnir voru allir frá frátækrahverfinu Sidi Moumen þýðir þó alls ekki að fátækt leiði fólk beinlínins út í hryðjuverkastarf- semi. En sá sem býr í helvíti miðju er til alls vís. Áður en ég fór til þessa svarta beltis, sem nær um fjörutíu kílómetra milli Dar Bouazza í austri og til Mohammadia í suðri, fór ég á staðinn þar sem hryðjuverkin höfðu verið framin. Á Avenue des Forces Armés Royal- es er umferðin eins og venjulega, þétt og jafnvel frekar öguð. Það má sjá nokkurs konar sársauka á andlitum manna. Það er færra fólk á kaffihúsunum en áður. Það er ströng gæsla fyrir framan dýru hótelin. Fyr- ir framan innganginn í hótel Farah eru járn- grindur, þarna sem vörður að nafni Hassan Quarib fórnaði lífi sínu til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamaður með sprengju færi þar inn til að sprengja sjálfan sig í loft upp. Þarna er spjald og á því stendur: „meðan framkvæmdir standa yfir er gengið inn hér til hliðar“. Nokkrir lögreglumenn eru þarna á vakt. Þeir eru fleiri í Khalifagötu (áður Lafayette), þar sem veitingastaðurinn og klúbburinn Casa Espania er til húsa þar sem sjálfsmorðshryðjuverkamönnunum hafði tekist að slasa og drepa fleiri. Hundrað metrum þaðan, á Karachitorgi, heldur lífið áfram sinn vanagang. Lafayette-kaffihúsið er troðfullt. Leiðin til Sidi Moumen liggur um Hay Mohammadi, fátækrahverfi, það er farið yfir Moulay Hichham- breiðgötuna og síðan ytri hraðbraut- ina, Lalla Asma. Þetta er hverfi sem hefur verið vanrækt. Það er skyndilega farið frá blokkahverfi yfir í byggð sem hefur verið hróflað einhvern veginn upp og er ekki viðurkennd af stjórnvöldum. Þegar komið er inn í Sidi Moumen er graf- reiturinn til hægri, gígur í miðjunni og for- smíðaður skóli á mörkum fátækrahverfisins og breiðgötunnar. Börnin eru glöð, þau leika sér, tuskast. Þetta finnst þeim vera lífið sjálft. Þau þekkja ekki aðra hlið á því. Mér er sagt að þau séu eitthvað um fimmtíu sam- an í hverjum bekk. Ég hef rölt um þessa byggð sem sögð er „neðanjarðar og spunnin af fingrum fram“. Ég hef séð unglinga hanga í þessu rykmett- aða umhverfi í leit að hverju sem er. Líflaust augnaráð, ofbeldi í höfðinu, þeir hafa ekkert að gera. Sumir þeirra dæla í sig eiturlyfjum í pilluformi sem valda þeim ofskynjunum, kosta eina evru stykkið. Hvar fá þeir þessa peninga? Fyrir ýmiskonar smáviðvik, jafnvel léttavinnu niðri í bæ. En lögreglan vill helst ekki hætta sér inn í þessi fátækrahverfi sem bera nöfn sem segja sína sögu: Chichane (Tsétsénía); Tqualia (innyflin); Douhar Lah- ar (steinþorp); Jamaía (fundur); Toma (nafn á franskri konu sem á að hafa rekið kaffihús á þessum stað), nýverið var farið að kalla staðinn Tommahawk með tilvísun í banda- ríska flugskeytið sem sprakk í loft upp á flugi. Það var talað um Sidi Moumen vegna þess að mennirnir sem gerðu sjálfsmorðs- árásina voru þaðan. Í Lalla Merieme-hverf- inu, þar sem erfitt er að búa, fann lögreglan sprengiefni í 10. mars-breiðgötunni. Hvernig fara ráðningamenn dauðans að? Hvaða töfraaðferðum beita þeir til að fá ung- linga til að fremja sjálfsmorð og drepa sak- laust fólk? Hvernig fer maður að því að fjar- lægjast sjálfan sig svona mikið, fara út úr eigin líkama og fleygja honum í blóðbað og í vísan dauða í vímu og taka með sér sem flesta á stað sem tilnefndur hefur verið af grímuklæddum mönnum? Hvernig stendur á því að lífsþráin víkur fyrir dauðaástríðunni? Hvernig stendur á því að ungir Brasilíubúar í fátækrahverfum þar í landi verða ekki að sjálfsmorðingjum? Ástæðan er sú að þeir eru ekki aldir upp við múslímska menningu, en þeir fremja samt sem áður hryllileg of- beldisverk. Þeir sem ráða menn til illvirkja leggja allt upp úr hugtakinu „djihad“, vopnaðri baráttu gegn óvinum islam með því að fórna sjálfum sér í því skyni að verða píslarvottur og verð- skulda það að eignast stað í paradís. Þetta er barnaleg rök- semdafærsla, en hún beinist að ungu SÁ SEM BÝR Í HELVÍTI MIÐJU ER TIL ALLS VÍS Hvernig fara ráðningamenn dauðans að? Hvaða töfraaðferðum beita þeir til að fá unglinga til að fremja sjálfsmorð og drepa saklaust fólk? Í þessari grein er reynt að svara þessum spurningum og ýmsum öðrum um sjálfsmorðssprengingar. Höfundur telur svörin felast í múslímskri menningu. E F T I R TA H A R B E N J E L L O U N strjúpanum hugsum við ekki um dauða eða tortímingu, ómannlegt ofbeldi eða dýrslegt fráhvarf í mannlegu samfélagi, heldur um sturtuhaus sprautandi á röngum stað – hlægilegt, í versta falli óþægilegt. Og það væri beinlínis rangt að halda því fram að myndin lýsti eðlilegu ástandi. Hvað á maður þá eiginlega að halda um þessa mögnuðu K VIKMYNDIN Kill Bill eftir Quentin Tarantínó setur alla gagnrýni í uppnám. Sé óskap- ast yfir ofbeldinu hlær hún kuldalega og afhjúpandi. Sé ofbeldið lofað sveiflar hún samúrajasverðinu og maður má heita heppinn að missa ekki ¼ af toppstykkinu eins og kínversk- japansk-ameríski blendingurinn og maf- íuforingi Tókýóa, O-Ren Ishii. Það er ekki hægt að saka myndina um siðferðislega úrkynjun sem leyfir allt, af- sakar allt, því að hún gengur svo langt að hún yfirstígur mörk góðs og ills, öll viðmið eru gerð ógild; þegar blóðið spýtist úr KILL BILL OG DOGVILLE: KULDALEGT OG AFHJÚPANDI VIÐBRAGÐ Brúðurintilbúin að látahöfuðin fjúka.Uma Thurman í Kill Bill. Kill Bill eftir Tarantínó er annað og meira en sturtuhaus sprautandi á röngum stað. ÞRÖSTUR HELGASON segir hana viðbragð við vondum heimi eins og Dogville Lars Von Triers.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.