Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. OKTÓBER 2003
MORI-safnið, nýtt samtíma-
listasafn sem ætlað er að auka
áhuga japansks almennings á
japanskri samtímalist, var opnað
í Tókýo í vikunni. Japanir hafa
til þessa flestir hverjir sýnt vest-
rænum meisturum á borð við
Monet, Manet, Renoir og Picasso
meiri áhuga en japönskum sam-
tímalistamönnum og hefur borg-
ina til þessa skort öflugt lista-
safn sem tileinkað væri sérstak-
lega nútímalist.
Engu að síður hafa listamenn
eins og Takashi Murakami, Ya-
yoi Kusama og Mariko Mori und-
anfarin ár aukið hróður jap-
anskrar samtímalistar á alþjóða-
vettvangi og ætla stjórnendur
Mori-safnsins að reyna að vekja
japanskan almenning til vit-
undar um gæði samtímalistar
þjóðarinnar. Til að hrinda verk-
efninu af stað var fenginn bresk-
ur safnstjóri, David Elliott, og
segir hann fjarlægð sína frá jap-
anskri menningu vera kost í
þessu tilfelli. „Fjarlægðin setur
hlutina í rétt samhengi. Ég vil
færa nútímalist, sérstaklega jap-
anska og asíska, til jafnstórs
hóps áhorfenda og mögulegt er.
Það er gagnslaust að flytja inn
bandarísk verk í miklu magni.
Asíumarkaðurinn er tilbúinn
fyrir frekari þróun og við verð-
um hluti af henni,“ sagði Elliott.
Elliott hefur engu að síður
kosið að fara rólega í sakirnar
og fyrsta sýning hans, Happiness
eða Hamingja, ber þess merki,
en þar má finna sambland nú-
tímaverka eftir listamenn á borð
við Tracey Emin og eldri verka
þekktra meistara eins og Bret-
ans Johns Constables.
Gotnesk list í V&A
ÞAÐ er drungalegt um að litast
á sýningu Victoria & Albert-
safnsins á gotneskri list að mati
breska dagblaðsins Daily Tele-
graph, sem telur skipuleggj-
endur sýningarinnar hafa lagt
lítið á sig til að gera viðfangs-
efnið lifandi fyrir sýningargesti.
Sýningin, sem er mjög yfir-
gripsmikil og ítarleg, geymir
m.a. bronseftirmynd jarlsins af
Warwick, Richards Beau-
champs, er sameinar ríkulega
sýningu auðæfa og auðmjúkan
guðsótta er einkennir marga
munanna á sýningunni. Skraut-
leg kóróna Margrétar af Jórvík,
systur Játvarðs IV er einnig í
hópi þeirra fjölmörgu dýrgripa
sem sýningin geymir og nær
ekki, frekar en bronsmyndin, að
njóta sín til hins ýtrasta. Sama
má segja um íburð, litadýrð og
fínlegt og munúðarfullt hand-
verk gotneska tímans, sem svo
auðveldlega hefðu að mati gagn-
rýnandans geta vakið tímabilið
til lífs á ný í augum áhorfenda.
Léleg skipulagning eyðileggur
hins vegar hér, að mati Daily
Telegraph, frábært tækifæri til
að brúa bilið milli gotneskrar
listar og nútímans.
ERLENT
Samtímalist
efld í Japan
Mori-safnið.
Hinrik VI á sýningunni í V&A.
Á NEÐRI hæð Gerðarsafns hefur Hulda Stef-
ánsdóttir sett upp sýninguna Leiftur. Hún sam-
anstendur af ljósmyndum og málverkum, allt
unnið á ferhyrndar álplötur af svipaðri stærð.
Litirnir eru frekar dempaðir og stórborgarlegir,
jafnvel iðnaðarlegir. Áferð málverkanna er
frjálsleg og gróf, en mætti ekki vera öðruvísi.
Við fyrstu sýn ímyndar maður sér að á sýning-
unni sé í rauninni um eitt stórt verk að ræða sem
liðast eftir veggjunum eins og ljóðræn kvikmynd
með dramatískum undirtóni, en hið rétta er að
Hulda raðar jafnan einni ljósmynd og tveimur til
þremur málverkum saman í alls 11 aðskilin verk
og gefur þeim titla eins og Lygn sjór, Nágrannar
og Dregið fyrir.
Ljósmyndirnar eru gjarnan teknar út um
glugga, eða af einhverjum mjög hversdagslegum
andartökum í umhverfi hins daglega lífs.
Sýningin hefur sterkan þráð sem helst allt í
gegn, ef undan er skilið verk númer 10, Nesja-
vellir Washington. Einhvern veginn passar það
ekki inn í það ferli sem sett var af stað í mynd
númer eitt.
Sýning Huldu er vel hugsuð með ríkri tilfinn-
ingu fyrir efni og umhverfi, og krefst þess af
áhorfandanum að hann gefi sér tíma til að njóta
þeirra.
Þræðir
Listamenn sem hafa sérhæft sig í vinnu í
ákveðið efni eiga stundum erfitt með að losna frá
því í listsköpun sinni og hleypa utanaðkomandi
hugmyndum inn. Titill sýningar textíllistakon-
unnar Guðrúnar Gunnarsdóttur í Gerðarsafni,
Þræðir, gefur til kynna að einmitt efnið sé hér í
öndvegi, en listakonan hefur reyndar sagt í við-
tölum að umfjöllunarefni hennar sé hið smæsta í
náttúrunni.
Þegar inn á sýninguna er komið er sem betur
fer meira í sýninguna spunnið en yfirskriftin ein
gefur til kynna. Það ber að taka það fram strax
að sýningin hefur afar fallegt og stillt yfirbragð
þar sem verkin eru í góðu jafnvægi við salinn og
hvert annað. Fagmennska ræður för hvert sem
litið er.
Verk númer 5–8, Ferund, og verk númer 2,
Lína, hreyfa lítið við manni en í verkum númer 1,
3 og 4 kveður við annan tón. Guðrún brýst þar út
úr efninu, á sinn hófstillta hátt. Verk númer eitt
er gert með textíllímbandi og er í sjálfu sér
áhugavert. Guðrún hefur límt í beina línu fjölda
un sýningarinnar. Á efri hæð eru verkin hengd
óþarflega lágt á vegginn og að minnsta kosti eitt
þeirra hangir áberandi skakkt á veggnum, eins
og þyngdin sé að sliga skrúfurnar sem notaðar
eru til að hengja málverkin upp á. Sú aðferð Mar-
grétar að láta verkin standa á gólfi og halla upp
að vegg, eitt á efri hæð, og öll verkin á neðri hæð,
virkar alls ekki. Það eina sem maður fær á til-
finninguna er að listamaðurinn hafi gefist upp á
að reyna að hengja verkin á veggina. Þó að Einar
Garibaldi hafi notað þessa lausn á sýningu sinni í
ASÍ fyrir skemmstu er ekki þar með sagt að hún
virki fyrir alla. Í litla herberginu á efri hæð hefur
Margrét veggfóðrað allt herbergið með úr-
klippusafni sínu. Þetta er eins konar innsetning
sem fjallar um líf hennar í fjölmiðlum. Uppheng-
ið hefur þónokkuð upplýsingagildi.
Í sýningarskrá ritar Margrét texta þar sem
vottar fyrir einhvers konar uppgjöri við tilvist-
arkreppu listamannsins.
Eins og fyrr sagði eru málverkin á sýningunni
góðra gjalda verð en umgjörð og frágangur sýn-
ingarinnar er ljóður á framkvæmdinni.
límbandsstubba sem hún
brýtur saman. Guðrún
kallar þetta eyru í viðtali,
og það skýrir væntanlega
nafngiftina, Leyndarmál,
en eyrun hlusta á leynd-
armál. Þannig býður hún
manni upp á ferðalag og
mitt í ferðalaginu kemur
hvítt límband sem truflar
ferlið og gefur verkinu
dulúð og spennu.
Verk númer þrjú er at-
hyglisvert að fleiru en
einu leyti. Það minnir
mann á verk Halldórs Ás-
geirssonar myndlistar-
manns gerð úr bráðnu
hrauni. Litlar kúlur eru
fyrir miðju hvers verks
og þræðir liggja útfrá því.
Verkið samanstendur af
mörgum slíkum þústum
sem dreift er á vegginn.
Þá má einnig hugsa til
hraunverka Rögnu Ró-
bertsdóttur í þessu sam-
hengi. Verk Guðrúnar
endurspeglar þannig
náttúruna á svipaðan hátt
og verk þessara lista-
manna hafa gert. Þá má
einnig segja að verkið
hafi skemmtilega gagn-
virka eiginleika þar sem
það platar augað og gerir
því erfitt fyrir að stilla
fókus.
Verk númer fjögur
brýtur sýninguna síðan
skemmtilega upp. Það er
rautt, dálítið draslara-
legt, í jákvæðri merkingu, og minnir á hriplegt
fiskinet. Verkið heitir „Ekki foss“ og minnir á
æðanet sem færir sýninguna sem snöggvast frá
náttúrunni og inn í líkamann.
Málverk í römmum
Í Gallerí Skugga eru nú til sýnis málverk list-
málarans Margrétar Jónsdóttur. Málverk henn-
ar eru rauð, hvítröndótt með gullnu blóma-
skreyti út við jaðrana. Þetta eru lagleg verk,
meinlaus en mynda heildstæða seríu. Enga frá-
sögn er að sjá í verkunum. Í verkunum gætir
austurlenskra áhrifa, bæði þegar litið til efnis-
vals og umfjöllunarefnis, ef hægt er að tala um
það. Margrét málar með tempera á pappír og lit-
ir vinna vel saman á fletinum.
Þar með er það besta við þessa sýningu upp
talið. Innrömmun málverkanna er klunnaleg og
ekki í stíl við verkin, þar sem meiri léttleiki ræð-
ur ríkjum. Ramminn er eins og hvít kista og mál-
verkunum er tyllt á „botninn“ með prjónum.
Stærð rammanna er slík að innrömmuð verkin
passa ekki inn í sýningarsalina, sérstaklega er
þröngt um verkin í neðri sal. Margrét hlýtur að
hafa misreiknað sig hvað stærð varðar við hönn-
Borg og náttúra
Þóroddur Bjarnason
Morgunblaðið/Kristinn
Sýning Huldu er vel hugsuð með ríkri tilfinningu fyrir efni og umhverfi, og krefst þess af áhorfandanum að hann gefi sér tíma til að njóta þeirra.
Frá sýningu Margrétar Jónsdóttur.
„Ekki foss“ Guðrúnar Gunnarsdóttur.
MYNDLIST
Gallerí Skuggi
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
MÁLVERK
Opið þriðjudaga til sunnudags frá kl. 13–17
Til 2. nóvember
Gerðarsafn
HULDA STEFÁNSDÓTTIR
MÁLVERK, LJÓSMYNDIR
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17
Til 2. nóvember
Gerðarsafn
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17
Til 2. nóvember