Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. OKTÓBER 2003 H ILDIGUNNUR Rúnarsdóttir hefur verið umvafin söng frá blautu barnsbeini. Fædd í tónlistarfjölskyldu – söng í kór hjá mömmu sinni – í tríói með frænkum sínum – í Hljómeyki með fjölskyldu sinni, frændfólki og vinum; lærði svo sjálf að syngja – eftir að hafa lært á fiðlu í mörg ár og lokið prófi úr tónfræðadeild Tónlist- arskólans í Reykjavík. Hún er tónskáld, en söng- urinn á sterka taug í henni. Ég hef fylgst með henni alveg frá því hún var lítil, og söng klingjandi skærri sópranröddu í kórnum hjá mömmu sinni. Slíkir stjörnusópranar voru og eru vandfundnir – og drottinn minn – hún gat sungið upp úr öllu valdi sindrandi hreint. Mörgum, mörgum árum síðar, eftir að við vorum báðar komnar til landsins eftir útivist, barst mér í hendur geisladiskur frá danska útvarpinu, þar sem gat að heyra tónlist frá kóramótinu Europa Cantat. Þar söng Hamrahlíðarkórinn eitt lag; Syngur sumarregn, – og viti menn, lagið var eftir Hildigunni, ljóðið eftir ömmu hennar, Hildigunni Halldórsdóttur, og Hallveig systir hennar söng einsöng með kórnum. Ég vissi samstundis að nú væri Hildigunnur komin á rétta hillu í lífinu. Syngur sumarregn hlýtur að vera eitt besta kór- verk okkar, – ljóðrænt og litríkt – rétt eins og ís- lenska sumarregnið. Alin upp á Bach og Britten „Það var mikil áhersla á tónlist í uppeldi mínu. Móðir mín, Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, og faðir minn, Rúnar Einarsson, sungu bæði í Pólýfón- kórnum, þar sem þau kynntust, og síðar í Hljóm- eyki. Við krakkarnir erum alin upp við það frá upphafi að hafa tónlist í eyrunum. Við erum fjög- ur systkinin, öll söngvarar, Ólafur og Þorbjörn tenórar og við Hallveig sópranar. Mamma stjórn- aði Skólakór Garðabæjar og við vorum öll í kórn- um hjá henni. Að mínu viti var kórinn einn af þremur bestu barnakórum landsins á sínum tíma. Við fengum líka öll tækifæri til að læra á hljóðfæri þótt ekkert okkar yrði hljóðfæraleikari. Það er nú kannski af okkar eðlislægu leti, frekar en að ekki hafi verið stutt við okkur á allan hátt heima. Það var líka mikið hlustað á tónlist heima. Britten og Bach – við vorum alin upp á Jólaóratoríunni og passíunum, við hlustuðum mikið á alls konar tón- list, ekki síst söngtónlist. Með árunum fór ég sjálf að sanka að mér tónlist, – datt í poppið á tímabili eins og flestir gera, og óx ekkert upp úr því, ég hlusta enn á popp. Það kom líka margt músíkfólk heim. Halldór Vilhelmsson söngvari er kvæntur Áslaugu móðursystur minni og sú fjölskylda er líka öll í tónlist; þau eru foreldrar Sigurðar selló- leikara, Hildigunnar fiðluleikara og Mörtu söng- konu. Jón Þorsteinsson tenórsöngvari var líka góðvinur pabba og mömmu. Það sést kannski best á okkur systkinunum og frændsystkinunum hvað uppeldið í tónlistinni skiptir miklu máli. Stelpurn- ar mínar báðar eru að læra á hljóðfæri og syngja í kór og börn systkina minna og frændsystkina líka.“ Öll systkinin einsöngvarar Þrátt fyrir mikla rækt við músíkina lá það ekk- ert beint við að tónlistin yrði ævistarf Hildigunn- ar. Eftir stúdentspróf fór hún í íslensku í Háskól- anum, en var líka á kafi í tónlistarnámi. Þorbjörn bróðir hennar ákvað að verða jarðfræðingur, er áfangastjóri í Menntaskólanum á Egilsstöðum, en er líka í söngnum, hefur sungið með Óperustúdíói Austurlands og kemur iðulega til Reykjavíkur og syngur tenórhlutverk með stóru kórunum. Ætli íslenskan og jarðfræðin séu ekki það lengsta sem Hildigunnur og systkini hennar hafa komist frá tónlistinni. „Við erum öll söngvarar, þótt Þor- björn sé ekki söngvari að fyrstu atvinnu. Ég fann að það var of mikið að vera bæði í bóknámi í Há- skólanum og í tónlistinni, ég varð að velja og tímdi ekki að sleppa músíkinni.“ Hildigunnur lagði þó fiðluna á hilluna til þess að fara í tónfræðadeildina í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þá var hún búin að vera í samfloti með Hildigunni frænku sinni, en lenti sjálf hjá „allt of“ mörgum fiðlukennurum og fannst erfitt að þurfa að semja sig að háttum nýs kennara svo að segja á hverju hausti. „Ætli ég hafi ekki verið með um fjórtán fiðlukennara alls. Undir lokin var það orð- ið þannig að þeir fluttu burt á hverju ári – ég veit ekki hvort ég var svona hræðilegur nemandi, en þannig var þetta, og að vera alltaf að byrja upp á nýtt hjálpaði ekki til. En hljóðfæranámið gagn- aðist vel í tónfræðadeildinni. Þó hefði ég viljað vera búin að læra meira á píanó, – en ég var líka búin að ljúka nokkrum stigum á það.“ Hefði viljað meiri kontrapunkt Hildigunnur segist ekki hafa verið búin að ákveða hvað hún ætlaði sér með tónsmíðanámið þegar hún byrjaði í tónfræðadeildinni. Hún vildi bara ekki sleppa tónlistinni og námið í deildinni gagnlegt á margan veg. „Ég var alls ekkert viss um að ég ætlaði mér að verða tónskáld, – en fannst í lagi að prófa það. Ég fór ekki í tónfræða- deildina til að læra tónsmíðar. Það er hægt að út- skrifast úr deildinni með ritgerð alveg jafnt og tónsmíð, og ég hefði alveg eins getað hugsað mér að leggja fyrir mig einhvers konar fræðistörf í tónlistinni. Ég hafði samið nokkur lítil lög ein- hvern tíma á árum áður, en þegar ég var byrjuð í deildinni uppgötvaði ég að það átti vel við mig. Sennilega hefur sköpunarþörfin verið þar að verki. Fyrsta árið var ég hjá Atla Heimi Sveins- syni. Hann var mjög fínn og kennslan mjög opin, en ég komst ekki alveg í gang fyrr en ég fór til Þorkels Sigurbjörnssonar á öðru ári í deildinni. Þorkell kenndi mér tónsmíðatækni og það var það sem mig vantaði. Þorkell er gott tónskáld og mjög flinkur tæknikennari og ég lærði mjög mikið af honum. Það var mikil formfræði í náminu, – ekki mikill kontrapunktur, ég hefði viljað læra meira í kontrapunkti og mér skilst að það sé meiri kennsla í honum í dag.“ Fyrsta verk Hildigunnar eftir að hún byrjaði að læra tónsmíðar er einhvers staðar á góðum stað – það var tríó. „Við Hildigunnur og Marta sungum mikið sam- an – höfðum verið hver í sinni rödd í kórnum hjá mömmu – og fengum talsvert að gera við að syngja. Það lá beint við – úr því ég hafði þann mið- il hjá mér – að semja fyrir hann söngtríó. Þetta var vókalísa – mjög flæðandi. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en við fórum að æfa hana að hún var mjög erfið. Það er oft þegar fólk semur fyrir söngradd- ir, að það heldur að það sé ekkert mál. Það getur verið mjög snúið; söngvarinn hefur enga takka sem ýtt er á og þarf að finna þetta allt á eigin skinni. Það eru fáir sem hafa absolút heyrn og ekki margir íslenskir söngvarar sem hafa hana. Það er mjög erfitt að vaða úr einum hljómi í annan eins og hægt er þegar samið er fyrir hljóðfæri – mannsröddin lýtur svolítið öðrum lögmálum. Ég samdi næst dúett fyrir klarinettu og fagott – líka svolítið fljótandi í forminu. Ég fann að það er auð- veldara fyrir mig að vera búin að setja niður fyrir mér hvers konar rytma ég ætla að hafa áður en ég byrja að setja niður nóturnar, það virkar vel fyrir mig.“ Hildigunnur kynntist manni sínum, Jóni Lárusi Stefánssyni, meðan hún var í námi í tónfræða- deild. Hann átti ár eftir í verkfræðinámi þegar hún lauk sínu námi. Því ári eyddi Hildigunnur í að vinna hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þegar Jón Lárus útskrifaðist var stefnan tekin á Danmörku. „Ég var búin að finna mér tónsmíðakennara í Hamborg, en Jón Lárus fór í DTU – Dansk Tekn- isk Universitet í Kaupmannahöfn. Ég fór á þriggja vikna fresti í tíma í formfræði og tón- smíðum til Hamborgar og gisti þá hjá Hilmari Erni Agnarssyni og fjölskyldu hans, en Hilmar er nú organisti í Skálholti. Þessi kennari hét Günter Friedrichs, en ég var ekki alveg ánægð með hann. Ég kom með verkefnin mín til hans og hann hrós- aði mér fyrir það sem honum fannst gott, en ann- ars sagði hann bara: Þetta er bara yðar stíll – ef honum mislíkaði. Ég fékk hann aldrei til að leið- beina mér um það sem mátti fara betur. Seinna árið mitt úti ákvað ég því að skipta um kennara og fann ungt tónskáld í Kaupmannahöfn, Svend Hvidtfelt Nielsen, sem reyndist mjög góður. Hann var betri kennari og oft spunnust góðar um- ræður milli okkar um það sem ég var að gera. Það líkaði mér mjög vel. Ég vil semja fallega tónlist Það er ekki hægt að kenna inspírasjón. Það sem gagnaðist mér best var að læra góða tón- smíðatækni og að geta rætt hugmyndir við kenn- arann minn – hvað músík væri, hvað maður gæti leyft sér – eða ekki leyft sér. Sjálf vil ég semja fal- lega tónlist, þótt ég sé engan veginn á því að öll tónlist þurfi að vera falleg – alls ekki. Ljótir hlutir geta verið alveg jafn áhrifamiklir og þarfir í tón- list. Ég hef þó aldrei viljað sætta mig við það að tónlist megi ekki vera falleg og að það megi ekki nota hefðbundna dúr- og mollhljóma.“ Syngur sumarregn er einmitt þannig lag, – það er fallegt og þar eru dúrhljómar, – nokkuð sem hefði verið nánast óhugsandi fyrir örfáum áratug- um, þegar módernisminn krafðist allt annars kon- ar hljóða, ómstríðra og óhefðbundinna, og leitin að hinum nýja hljómi reyndi talsvert á hugmyndir hlustenda um hvað tónlist væri. „Hallveig systir mín var að útskrifast stúdent úr Hamrahlíðinni. Eins og gerist og gengur var hún í áfanga sem hún var ekki viss um hvort hún myndi ná. Ég var búin að hugsa mér að gefa henni lag í útskriftargjöf, – hún söng líka með Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, og mér fannst þetta alveg upplagt. Ég vissi ekki hvort hún myndi ná því að útskrifast þarna, eða hvort hún myndi bíða til haustsins. Svo verður það ljóst að hún mun útskrifast, og þá eru ekki nema örfáir dagar í útskrift. Ég fann þennan texta eftir móð- urömmu mína og settist niður við að semja. Lagið er einfalt. Undirleikurinn, sem kórinn syngur, er þrástef, – stef sem endurtekið er aftur og aftur, þó ekki allan tímann. Ég vissi að þetta mátti ekki verða erfitt, – kórinn hefði aldrei náð því að æfa upp eitthvert þrælsnúið verk á svo skömmum tíma. Ég var ekki nema um klukkutíma að semja þetta lag – það tók mig lengri tíma að tölvusetja það. Ég fór með lagið til Þorgerðar [Ingólfsdótt- ur, kórstjóra]. Hún sagðist ekki lofa neinu, en vildi samt kíkja á það. Það varð úr, að kórinn náði þessu á einni æfingu, – enda frábær kór og alvan- ur því að syngja alls konar erfiða músík. Þetta tókst – og lagið var flutt við útskrift, sem var mjög gaman. En svo gerðist það að Hamrahlíðarkórinn var á leið á kóramótið Europa Cantat – Evrópa syngur – í Danmörku og þau taka þetta lag með. Þarna hittast um 60–70 kórar og halda ótal tónleika. Af öllum lögum allra þessara kóra var lagið mitt valið til að vera með á geisladiski hátíðarinnar og ég var afskaplega stolt. Sumir segja að þetta sé mitt greatest hit. En sagan er ekki alveg búin, því þremur árum seinna var Ólafur bróðir minn að syngja með kórnum og þau enn á leiðinni á Eur- opa Cantat, nú í Linz, í Austurríki.. Þorgerður hringdi í mig og sagðist mjög gjarnan vilja að Ólafur syngi eitthvert sóló, og spurði hvort hægt væri að breyta Syngur sumarregn þannig að það hentaði honum. Mig langaði ekki til þess, og sagð- ist bara myndu semja nýtt lag. Ég valdi aftur texta eftir ömmu mína, Andvökunótt, og samdi nýtt lag, – heldur snúnara, en ekki þó mjög erfitt. Þau syngja lagið í Austurríki, og þá gerðist það að lag mitt var aftur valið á disk hátíðarinnar. Þetta var mjög skemmtilegt, – ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar ég frétti að það stæði til.“ Hlíft við tónfræði og tónheyrn Þótt Hildigunnur hafi sungið frá því hún fór að tala, og sungið mikið allar götur síðan, var hún síðust sinna systkina til að hefja formlegt söng- nám. „Það eru fimm ár nú í haust frá því ég byrjaði að læra að syngja – á „gamals aldri“. Þá voru systkini mín ýmist búin eða langt komin í söng- námi og farið að gera svolítið grín að því í fjöl- skyldunni hvenær ég ætlaði að byrja. Ég hef lengi sungið með Hljómeyki, og geri enn, en var farið að finnast ég þurfa að læra meiri söngtækni – ná betri þindarstuðningi og það allt saman. Ég vildi geta sungið betur í kórnum. Ég fór til Þórunnar Guðmundsdóttur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, – var reyndar byrjuð aðeins úti í Danmörku. Þór- unn er alveg frábær kennari, og ég er búin að ákveða það að dóttir mín, sem syngur í barna- kórnum Graduale futuri hjá Ólöfu Kolbrúnu og Hörpu Harðardætrum, fari í tíma til Þórunnar, ef hún vill læra meira – ég ætla að ráða þessu, og með því er ég ekki að lasta aðra. Þórunn hefur góða söngtækni og á gott með að koma henni frá sér til nemenda sinna, og það geta ekki allir. Góðir söngvarar eru ekki endilega góðir kennarar. En ég var með ágætan grunn, og strax í Skóla- ÉG VERÐ AÐ SEMJA EITTHV Hildigunnur Rúnarsdóttir er fjölmenntuð tónlistarkona; fiðluleikari, söngkona og tónskáld, sem „þorir“ að byggja verk sín á laglínum. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR tók hús á Hildigunni og spjallaði við hana um tónlistina og tón- smíðar hennar, sem hafa vakið verðskuldaða athygli. Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld: „Það hefði getað orðið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.