Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. OKTÓBER 2003 13 fræðingur sem stendur að þessari viðamiklu kynningu ásamt eiginmanni sínum, leikstjór- anum Nabil El Azan, en þau eru búsett í París og reka þar leikhópinn La Baraca. „Þetta er mjög viðamikið verkefni sem við höfum fengið mjög öfluga samstarfsaðila til að taka þátt í með okkur og má þar helsta nefna La Baraca í París, Théâtre de l’est Par- isien, Théâtre Varia í Brussel, Borgarleik- húsið í Reykjavík, La Maison Antoine Vitez (franskur þýðendasjóður), ANETH- stofnunina sem er miðstöð nútímaleikritunar í París, Le Jeune Théâtre national í París, Le Centre d’Actions Scéniques í Brussel og ný- lega bættust í hópinn Listahátíð í Reykjavík og Listaháskóli Íslands. Allt eru þetta mjög þekktir og öflugir að- ilar í franska og belgíska leikhúsheiminum og okkur hefur tekist að virkja áhuga þeirra á íslenskri samtímaleikritun. Markmið hátíð- anna er að glæða áhuga Frakka og Belga á íslenskri leikritun sem gæti svo aftur skilað sér í frönskum og belgískum uppfærslum og útgáfum í náinni framtíð, en íslensk leikritun má teljast óþekkt í hinum frönskumælandi löndum Evrópu þar sem leikhúsmenningin er gríðarsterk og stendur á aldagamalli hefð,“ UNDIRBÚNINGUR að viðamikilli kynningu á íslenskri, franskri og belgískri samtíma- leikritun í París, Brussel og Reykjavík á næsta ári er nú kominn vel á veg og hefst með þriggja daga leiklistarhátið í París dag- ana 3.–5. mars. Síðan tekur við önnur þriggja daga hátíð í Brussel dagana 26.–28. mars og lokapunkturinn verður síðan í Borgarleik- húsinu í Reykjavík 18. og 19. maí. Í París og Brussel verða kynnt átta íslensk leikrit, Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigur- jónsson, tvö nýleg barnaleikrit og fimm nú- tímaleikrit eftir jafnmarga íslenska höfunda. Verkin eru Hægan Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín, Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson, Tattú eftir Sigurð Pálsson, Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson og And Björk of course … eftir Þorvald Þorsteinsson. Heiðursgestur hátíðarinnar í París verður frú Vigdís Finn- bogadóttir. Í Reykjavík verður dæminu síðan snúið við. Þá verða kynnt fjögur ný frönsk og belgísk verk, Agnes eftir Catherine Anne, Frú Ká eftir Noelle Renaud, Boðun til Benoit eftir Jean Louvet og Eva, Gloria, Léa eftir Jean- Marie Piemme. Það er Ragnheiður Ásgeirsdóttir leikhús- segir Ragnheiður sem stödd var hér á landi á dögunum. Hún bætir því við að frönsk og belgísk nútímaleikritun sé nánast jafn óþekkt fyrirbæri hérlendis, þrátt fyrir uppsetningar á verkum Yasmina Reza (Listaverkið og Þrisvar sinnum) og Eric Emmanuel Schmitt (Abel Snorko og Gesturinn). Íslensku leikritin hafa öll verið þýdd á frönsku og verða flutt af vel þekktum leik- urum og leikstjórum í sviðsettum leiklestrum í virtum leikhúsum í París og Brussel. „Við beinum spjótum okkar sérstaklega að frönsku og belgísku leikhúsfólki og höfum valið verkin vegna dramatískra gæða en ekki síður með tilliti til þess sem höfðar mest og best til Frakka og Belga. Auk leiklestranna verða umræður og fyrirlestrar á dagskrá há- tíðanna og íslensku höfundarnir verða við- staddir svo hægt sé að tengja þá beint við franska og belgíska leikhúsfólkið. Í Reykja- vík verður sami háttur hafður á með leik- lestrum á frönsku og belgísku verkunum með íslenskum leikurum undir stjórn íslenskra leikstjóra. “ Ragnheiður segir í rauninni sé þetta ein- stakt verkefni sem eigi sér enga hliðstæðu. „Sérstaðan er fólgin í því að franska og belg- íska leikhúsfólkið lítur á þetta sem tækifæri til að eiga samstarf sín á milli. Uppsetningar tveggja íslensku verkanna verða algerlega í höndum Belganna. Það sem gerir þetta svo skemmtilegt er að belgísku leikararnir og leikstjórarnir koma til Parísar og hitta þar frönsku kollega sína og síðan þremur vikum síðar fer allur franski hópurinn til Brussel. Allt þetta í kringum íslensk leikskáld. Það er einstakt.“ Eiga framtíð fyrir sér erlendis Ragnheiður segir að Frakkar og Belgar kunni vel að meta leiklestraformið. „Þeir efna reglulega til leiklestra á erlendum verk- um í leikhúsum sínum og reynist þetta oft besta leiðin og jafnframt sú ódýrasta til að kynna áður óþekkta höfunda.“ Hún segir að verkefnið hafi fengið góðar undirtektir hjá þeim íslensku aðilum sem hún hefur leitað til eftir þátttöku og stuðningi. „Ég hef átt samtöl við marga aðila í ís- lensku leikhús- og atvinnulífi og var vel tek- ið. Verkefnið nýtur stuðnings Menningar- borgarsjóðs, Bókmenntakynningarsjóðs, menntamálaráðuneytisins, Íslandsbanka, Seðlabankans og Vátryggingafélags Íslands og ég geri mér góðar vonir um að fleiri aðilar muni bætast í þennan hóp.“ Aðspurð hvers vegna hún hafi ákveðið að ráðast í þetta verkefni segir Ragnheiður: „Ís- lensk leikritun er svo til óþekkt í frönsku- mælandi löndum. Aðeins tvö verka Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-Eyvindur og Galdra- Loftur, hafa verið þýdd á frönsku. Fjalla- Eyvindur hefur verið gefinn út og Galdra- Loftur var sviðsettur fyrir hálfum öðrum áratug. Við viljum bæta úr þessu í krafti þeirrar sannfæringar að verk íslenskra nú- tímaleikskálda eigi framtíð fyrir sér erlend- is.“ Íslensk leikrit kynnt í París og Brussel Ragnheiður Ásgeirsdóttir hefur í tvö ár unnið að und- irbúningi þriggja landa leiklistarhátíðar þar sem ís- lensk, frönsk og belgísk samtímaleikrit verða í öndvegi. Morgunblaðið/Ásdís „Íslensk leikritun er óþekkt í hinum frönsku- mælandi heimi,“ segir Ragnheiður Ásgeirs- dóttir leikhúsfræðingur sem búsett er í París. HINIR árvissu Tónlistardagar Dóm-kirkjunnar hefjast í dag og standatil 16. nóvember. Tónlistardagarnirhafa verið haldnir árlega frá 1982 og hefur tónlistarflutningurinn jafnan verið borinn uppi af Dómkórnum en einnig hefur öðrum kórum verið boðið að taka þátt í þess- ari árlegu tónlistarveislu. Auk þess hefur fjöldi annarra flytjenda úr röðum organista, einsöngvara og hljóðfæraleikara tekið þátt í tónlistarflutningi. Á hverju ári hafa jafn- framt komið tónlistarmenn frá öðrum lönd- um í boði Dómkórsins, organistar, söngv- arar, kórstjórar eða tónskáld, og sett sitt mark á Tónlistardagana. Hápunktur Tónlistardaganna er jafnan frumflutningur á nýju tónverki sem hefur verið samið sérstaklega fyrir Dómkórinn eða dómorganistann og þar hefur í gegnum árin komið að verki fjöldi tónskálda, bæði innlendra og erlendra. Að þessu sinni hefur Tryggvi M. Baldvinsson samið orgelverk fyrir Tónlistardagana, Toccata jubiloso, og flytur Marteinn H. Friðriksson verkið á setningartónleikum kl. 17 í dag. „Martein langaði í verk sem væri ekki of langt, en væri glæsilegt, til að hann gæti leikið við fleiri tækifæri,“ segir Tryggvi um þá forskrift sem hann fékk að snertlunni. „Það virðist vanta þannig músík, en um það þori ég ekkert að fullyrða, hef ekki kynnt mér íslenska orgeltónlist það vel. Ég held þó að Marteinn hafi nokkuð til síns máls. Þetta er því gleðimúsík, og alltaf jafn mikið æv- intýri að semja fyrir orgelið. Möguleikarnir eru svo miklir og margt sem maður áttar sig ekki á fyrr en maður heyrir verkið. Orgelið er svo mikil drottning að maður ætti að sinna henni meira. Ég var einmitt að hugsa um það að svona hljóðfæri ætti að vera til á hverju heimili - stór pípuorgel, sem maður gæti leikið sér með og föndrað.“ Tryggvi segist ekki mjög strangur við Martein hvað varðar val á þeim röddum sem nota á í verkinu. „Ég lét honum það alveg eftir, en sagði honum hvaða hugmyndir ég hefði um raddvalið. Ég var svolítið seinn með þetta, og var að senda honum blaðsíð- urnar eina af annarri í tölvupósti, þar sem ég viðraði þessar hugmyndir mínar. Nú er hann búinn að útfæra þær á sinn hátt, og mér líst vel á. Ég treysti því auðvitað að fá að heyra verkið áður en það er frumflutt. Ég er fyllilega sátt- ur við það sem Marteinn hefur lagt til - organ- istinn verður nú að fá að ráða einhverju. En það er óneitan- lega gaman að fá að semja svona grand opnunarstykki, með löngum lokahljómi á fullum styrk; - það er ekki hægt að biðja um meira.“ Guðný Einarsdóttir organisti er gestur Tónlistardaganna Á setningartónleikunum syngur Dómkór- inn kórverkið Jubilate eftir breska tónskáld- ið Bob Chilcott, en hann verður tónskáld Tónlistardaganna á næsta ári. Flytjendur á tónleikum auk Marteins og Dómkórsins verða þau Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Oddur Björnsson. Við hátíðarmessu á kirkjuvígsludegi sunnu- daginn 26. október, sem jafnframt er út- varpsmessa, verður fluttur víxlsöngur Jóns Þórarinssonar og kórverkið Lux mundi sem Jón Nordal samdi fyrir Dómkórinn á Tón- listardögum 1996. Gestur Tónlistardaganna að þessu sinni er Guðný Einarsdóttir sem stundar nú framhaldsnám í kirkjutónlist í Kaupmannahöfn. Hún leikur á orgel Dóm- kirkjunnar laugardaginn 8. nóvember kl. 17. Við messu sunnudaginn 9. nóvember kemur kór Neskirkju með sitt framlag til Tónlist- ardaganna en þá flytur kórinn víxlsöng eftir organista kirkjunnar, Steingrím Þórhalls- son. Einnig syngur Barnakór Dómkirkjunn- ar undir stjórn Kristínar Valsdóttur. Sama dag kl. 17.00 koma svo unglingarnir til sög- unnar en þá verða tónleikar í Dómkirkjunni þar sem Unglingakór Bústaðakirkju og Unglingakór Dómkirkjunnar syngja. Stjórn- endur eru Jóhanna Þórhallsdóttir og Kristín Valsdóttir. Ljóðakvöld verður 11. nóvember í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í umsjá sr. Hjálmars Jónssonar. Ljóðskáld lesa úr verkum sínum og milli atriða munu Ragn- heiður Haraldsdóttir, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir og Marteinn H. Friðriksson flytja barokktónlist. Kór Menntaskólans í Reykja- vík sér um sönginn í messu sunnudagsins 16. nóvember. Stjórnandi kórsins og org- anisti er Marteinn H. Friðriksson. Loka- tónleikar Tónlistardaganna verða í Nes- kirkju kl. 17. Dómkórinn flytur þar tónverkið Missa brevis eftir Zoltán Kodalý og er um frumflutning á Íslandi að ræða. Flytjendur auk Dómkórsins eru Anna Sig- ríður Helgadóttir, Snorri Wium, Bergþór Pálsson og Steingrímur Þórhallsson. Mar- teinn H. Friðriksson stjórnar. Orgelverk eftir Tryggva Baldvinsson frumflutt á Tónlistardögum Dómkirkjunnar „Svona hljóðfæri ætti að vera til á hverju heimili“ Tryggvi M. Baldvinsson Marteinn H. Friðriksson Anna Guðný Guðmundsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.