Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003 13 Á KIRKJUHVOLI hefur verið rekið Listasetur síð- an snemma árs 1995 fyrir tilstuðlan minningarsjóðs um séra Jón M. Guðjóns- son sem bjó í húsinu í næstum þrjá áratugi. Hús- ið Kirkjuhvoll á sér langa og merkilega sögu og hefur þjónað ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina, bæði sem prests- setur og heimavist. Um þessi mánaðamót eru liðin 80 ár síðan flutt var inn í húsið og af því tilefni er í dag opnuð sýning á verkum mæðgn- anna Valgerðar Briem og Valgerðar Bergs- dóttur, en Valgerður Briem bjó á Kirkjuhvoli á æskuárum sínum, enda voru það foreldrar hennar, séra Þorsteinn Briem alþingismaður og ráðherra og Valgerður Lárusdóttir, sem réðust í byggingu hússins vorið 1923. Ástæða þess að þau hjónin réðust í bygg- ingu Kirkjuhvols á sínum tíma var að þegar séra Þorsteinn tók við brauði á Akranesi sum- arið 1921 var ekki í neinn fastan prestsbústað að venda á Akranesi. Fyrstu tvö árin fékk fjöl- skyldan hins vegar inni hjá Halldóru Sigurð- ardóttur í Georgshúsi. Á þessum tíma kom ekki til greina að ríkið byggði prestssetur, en séra Þorsteinn fékk leyfi til að byggja sér hús í landi kirkjunnar í Brekkubæjarlandi á mörk- um Skagans og Garða. Séra Þorsteinn sá sjálf- ur að mestu um allt sem laut að byggingunni, en yfirsmiður var Páll Friðriksson, bróðir séra Friðriks Friðrikssonar. Hús sem markaði tímamót í byggingarsögu Akraness Í mörgu tilliti markaði frágangur Kirkju- hvols tímamót í byggingarsögu Akraness, m.a. sökum þess að í húsinu var miðstöðvarhiti, tvö- falt gler í gluggum, sjálfrennandi vatn í krön- um og steypibað sem voru nánast nýlunda í flestum þeim húsum sem fyrir voru í bænum. Steypt loft milli kjallara og íbúðarhæðar var þá jafnframt einsdæmi á Akranesi. Mesta furðu meðal Skagabúa hefur þó ugglaust vakið sú ákvörðum séra Þorsteins að koma fyrir fjósi, hesthúsi og heygeymslu í kjallara prests- setursins, en séra Þorsteinn var mikill áhuga- maður um búskap. Með byggingu Kirkjuhvols færði hann húsið nokkuð í átt að gömlu fjós- baðstofunum, þar sem kýr voru hafðar undir palli til að ylja upp vistarveru fólksins á loft- inu. Séra Þorsteinn og Valgerður fluttu inn í húsið haustið 1923 ásamt fjórum ungum dætr- um sínum, þeim Kristínu Valgerði, Halldóru Valgerði, Valgerði og Guðrúnu Láru. Vorið eftir lést frú Valgerður eftir langvarandi veik- indi. Séra Þorsteinn kvæntist aftur og bjó með seinni konu sinni, Emilíu Pétursdóttur Guð- johnsen, á Kirkjuhvoli til ársins 1946 þegar hann fékk lausn frá embætti vegna heilsu- brests. Lengst af þjónaði Kirkjuhvoll sem prests- setur fyrir Akranessókn. Næst á eftir séra Þorsteini bjó séra Jón M. Guðjónsson með konu sinni, Lilju Pálsdóttur, og tíu börnum þeirra í húsinu til ársins 1975 og loks séra Björn Jónsson með fjölskyldu sinni til ársins 1978. Meðan séra Jón bjó í húsinu voru gerðar ýmsar breytingar á því, m.a. var kvistur settur á suðurhlið hússins auk þess sem skepnuhald- ið í kjallaranum var aflagt. Þegar hlutverki Kirkjuhvols sem prestsset- urs lauk tók við tímabil þar sem húsið þjónaði sem heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands, en árið 1985 var svo komið að húsið var ekki lengur talið íbúðarhæft og lá beint við að það yrði rifið. Það varð Kirkjuhvoli hins vegar til bjargar að hjónin Sigurður Ragnarsson og Drífa Björnsdóttir keyptu húsið af Akranesbæ árið 1990 og endurbyggðu það af miklum dugnaði. Vísir að listasafni Að sögn Jóhönnu L. Jónsdóttur, sem gegnt hefur stöðu forstöðumanns Listasetursins frá upphafi, dreymdi séra Jón M. Guðjónsson um að á Görðum myndi rísa listasafn. „Byrjunar- áfangi þeirrar draumsýnar varð að veruleika er minningarsjóði um séra Jón, sem stofnaður var í apríl 1994, tókst með stuðningi Akranes- bæjar að fjármagna kaup á Kirkjuhvoli. Hug- myndin að kaupunum á Kirkjuhvoli er að sýna hér listaverk og í leiðinni safna listaverkum. Hver listamaður sem hér sýnir skilur nefni- lega eftir eitt listaverk og er það vísir að lista- safni sem vonandi verður reist síðar meir að Görðum, eins og séra Jón sá fyrir sér,“ segir Jóhanna og leggur áherslu á hið mikla og fórn- fúsa starf sem unnið er af sjálfboðaliðum á Listasetrinu. „Meirihluti þeirrar vinnu sem hér er innt af hendi er unninn í sjálfboðavinnu og er það algjörlega ómetanlegt.“ Á þeim tæpu níu árum sem Listasetrið hef- ur verið starfrækt hafa að sögn Jóhönnu verið haldnar hátt á sjöunda tug listasýninga. Meðal listamanna sem sýnt hafa má nefna Pál á Húsafelli, Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Jónínu Guðnadóttur og Daða Guðbjörnsson. Einnig eru haldnar ýmsar menningaruppákomur á borð við bókmenntakvöld og tónleika á Kirkju- hvoli og áætlar Jóhanna að um 3.000 manns sæki Listasetrið heim árlega. „Framtíðar- draumur okkar er síðan að láta útbúa íbúð hér í kjallaranum þar sem listafólk úr öllum list- greinum gæti fengið inni til þess að vinna. Í dag stendur kjallarinn óinnréttaður, en búið er að teikna íbúðina og vantar því bara fjármagn til þess að klára verkið.“ Mikilvægt framlag Valgerðar Briem til myndlistarkennslu Spurð um sýninguna sem verður opnuð í dag segir Valgerður Bergsdóttir að Jóhanna hafi haft samband við fjölskyldu séra Þor- steins Briem og leitað eftir því að hún tæki á einhvern hátt þátt í afmæli hússins, því saga hússins tengist sögu fjölskyldunnar. „Á sýn- ingunni gefur að líta annars vegar myndir sem Valgerður Briem, móðir mín, vann með vatns- lit og blandaðri tækni á pappír á árunum 1966– 68 og sýndi á Kjarvalsstöðum 1980. Í fram- haldi þeirrar sýningar var hún valin til þess að vera annar fulltrúi Íslands á norrænni sam- sýningu sem haldin var í Hässelbyhöll í Stokk- hólmi 1981. Hins vegar verða á sýningunni ljósmyndir af blýantsteikningum sem ég vann 1998–99 og ljósmyndir af uppdráttum stafn- glugganna sem ég vann fyrir Reykholtskirkju og vígðir voru í sumar sem leið.“ Að sögn Valgerðar sýndi móðir hennar lítið verk sín meðan hún lifði. „En Valgerður var þekkt á sínum tíma sem myndlistarkennari og kenndi lengi við bæði Barnaskóla Austurbæj- ar og Myndlistar- og handíðaskóla Íslands. Hún hafði það að markmiði að heildarsýn fengist í kennslu sjónlista á öllum skólastigum og átti með starfi sínu að námskrárgerð sjón- lista þátt í að breyta kennsluháttum með sam- þættingu listgreina við almenna kennslu. Vegna kennslu sinnar gerði hún ýmsar til- raunir og í vinnubókum hennar má finna merkilegar heimildir um kennsluaðferðir hennar. Næsta verkefni fjölskyldunnar verður að skrá þetta safn áður en hægt er að afhenda það Kvennasögusafninu til varðveislu,“ segir Valgerður sem sjálf fetaði í fótspor móður sinnar og hefur kennt myndlist árum saman auk þess að sinna eigin listsköpun. LÍF OG LIST Á KIRKJUHVOLI Sýning á verkum mæðgn- anna Valgerðar Briem og Valgerðar Bergsdóttur verður opnuð í dag kl. 16 í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi í tilefni af 80 ára afmæli hússins. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR tók Jóhönnu L. Jónsdóttur, for- stöðumann Listaseturins, og Valgerði Bergsdóttur myndlistarkonu tali. silja@mbl.is Kirkjuhvoll um 1925 og í dag. Á eldri myndinni má sjá dætur séra Þorsteins Briem og Valgerðar. Frá vinstri eru Guðrún Lára, Kristín Valgerður, Halldóra Valgerður og Valgerður. Ljósmynd/Davíð Valdimarsson Séra Þorsteinn Briem með fjölskyldu sinni um 1920. Valgerður Lárusdóttir með Guðrúnu Láru í fanginu, Halldóra Valgerður, séra Þorsteinn, Kristín Valgerður og Valgerður. Andlit eftir Valgerði Briem, unnið með vatnslit og blandaðri tækni á pappír 1966–68. Blý á pappír (stærð 2x2 metrar) eftir Valgerði Bergsdóttur frá árinu 1999.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.