Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003 F YRIR skömmu færði Magnús Pét- ursson Morgunblaðinu fundar- gerðarbók Blaðskeytabandalags- ins með stofnsamningi banda- lagsins, fundargerðum frá 1907 og 1908, og bréfum til Ritzau- fréttastofunnar. Magnús er sonur Péturs Ólafs- sonar, blaðamanns á Morgunblaðinu og síðar forstjóra Ísafoldarprentsmiðju, en hann var sonur Ólafs Björnssonar, stofnanda Morgun- blaðsins. Faðir hans var Björn Jónsson í Ísa- fold, ritstjóri og ráðherra, og formaður Blað- skeytabandalagsins, sem var stofnað 1906 og var annað tveggja félaga, sem íslenzkir ritstjór- ar stofnuðu um fréttaskeyti erlendis frá. Fyrsta skip með fréttir Í upphafi síðustu aldar höfðu íslenzkir rit- stjórar öll spjót úti til að afla frétta erlendis. Sum blöðin höfðu fréttaritara í erlendum stór- borgum, þar sem Kaupmannahöfn var efst á blaði, en fréttabréf þeirra áttu ekki aðra leið heim en sjóleiðina. Heima snerist kapphlaupið svo um komast fyrstur í þau skip, sem að utan komu, og hafa þar allar fréttir, sem hægt var, bæði með viðtölum við menn og upp úr erlend- um blöðum. Í Reykjavíkurblöðunum birtist mörg klausan, þar sem skýrt er frá því að út- gáfa hafi dregizt vegna skipskomu og gjarnan var getið þeirra erlendu blaða, sem íslenzku rit- stjórarnir komu höndum yfir og endursögðu fréttir úr. Þegar skipakomur bar upp á milli útgáfu- daga og fréttin þoldi ekki frekari bið, hvað þá að lenda á síðum keppinautanna, gáfu blöðin út sérstaka fregnmiða. Í bókinni Nýjustu fréttir! segir Guðjón Frið- riksson að Jón Ólafsson hafi hleypt af stað þessu fréttastríði á fyrstu árum tuttugustu ald- arinnar og það hafi verið undanfari þess að loft- skeytastöð var sett upp við Rauðará í júní 1905 og komu ritsímans ári seinna. „Þetta tvennt olli byltingu í samskiptum Íslands við umheiminn og íslenskri blaðamennsku.“ Loftskeytin ollu umróti og heilabrotum! „Margir Íslendingar trúðu ekki sínum eigin augum er þeir lásu um atburði sem áttu að hafa gerst daginn áður, jafnvel í Varsjá eða austur við Odessa. Einn maður fullyrti að fréttirnar, sem skeytin fluttu, mundu hafa komið með skipi til Hafnarfjarðar nóttina áður og því væri logið til að þau hefðu borist í loftinu frá Englandi. Annar sagði að ef skip yrðu í leið fyrir skeyt- unum hingað mundu þau lenda á þeim og kom- ast ekki lengra. Lífsháski gat orðið af þeim ef eitthvað kvikt yrði á vegi þeirra. Orðrómur komst á kreik um að eitt skeytið hefði borist upp á Mýrar og verið nærri búið að drepa þar mann.“ Haustið 1906 var ritsíminn til útlanda opn- aður og símasamband komst á milli Reykjavík- ur og Seyðisfjarðar og Marconi-stöðinni var lokað. Marconi-loftskeytin bárust frá Poldhu í Cornwall á Englandi og réðu Íslendingar engu um, hvað þaðan barst, auk þess sem Rauðarár- stöðin var eingöngu móttökustöð. Með tilkomu ritsímans gátu menn hins vegar „talað saman“ með því að skiptast á skeytum og það voru Ís- lendingar sem sendu fréttaskeytin frá útlönd- um. En ritsímaskeytin kostuðu sitt. Guðjón A. Friðriksson segir, að líklega hafi Marconi- skeytin verið ódýr eða jafnvel ókeypis, en fyrir ritsímaskeytin þurfti að greiða fullt verð. Íslenzku blöðin höfðu ekki efni til þess að vera í stöðugu símskeytasambandi við útlönd og stofnuðu því til tveggja blaðskeytasamlaga. Samnot hraðskeyta frá útlöndum Blaðskeytabandalagið var stofnað 4. október 1906 og af fundargerðabók þess virðist mega ráða, að stofnendurnir hafi verið blöðin Ísafold, Þjóðólfur, Fjallkonan og Lögrjetta. Akureyr- arblöðin Stefnir og Norðurland urðu félagar með samþykkt bráðabirgðasamnings um blað- skeytaviðskipti frá 15. október 1906 og Þjóðvilj- inn (ungi) hefur slegizt í hópinn um svipað leyti. Frækorn, blað Davíðs Östlund, bættist í hópinn 21. október, og Alþýðublaðið (eldra) 15. febrúar 1907 og Ing- ólfur 1. marz 1907. Að Blaðskeytasambandinu stóðu blöð Jóns Ólafssonar; Dag- blaðið og Reykjavík. Það varð ekki langlíft; dó með Dagblaðinu, en Reykjavík kom út áfram og bættist Blaðskeytabandalaginu seint í september 1907. Voru þá öll Reykjavíkurblöðin í Blaðskeyta- bandalaginu, Þjóðviljinn (ungi) og Akureyrarblöðin, en Austanblöðin skárust úr leik og urðu þá hlut- hafar tveimur færri en við var bú- izt. Stofnsamþykkt Blaðskeytabandalagsins frá 4. október 1906 er svohljóðandi: „Samningur um samnot blaðahraðskeyta, lágmark auglýsingagjalds o.fl. Undirskrifaðir blaðaútgefendur hafa í dag komið sjer saman um: 1) Að hafa fyrst um sinn til þ.á. loka samnot hraðskeyta frá útlöndum með þeim hætti, að sami sje tíðindamaður fyrir þau öll erlendis ( í Khöfn), fyrst um sinn dr. Valtýr Guðmundsson, er sendir við og við helstu Norðurlandafrjettir og Íslandi viðkomandi því blaði, er vjer tilnefn- um – nú í bráð Ísafold – en það veitir hinum blöðunum tafarlaust kost á að afrita skeytið. Rjetta ítölu í þeim kostnaði greiðir hvert blað eftir tölublaðafjölda um árið, og telst það eitt tölublað, sem út kemur í einu og með sömu dag- setningu. 2) Að hafa sömuleiðis til þ.á. loka samnot tal- síma fyrir innlendar frjettir, eftir því nánara fyrirkomulagi, er samningsmenn verða ásáttir um, og eftir sömu reglu um kostnaðarniðurjöfn- un sem í tölul. 1. 3) Að taka ekki lægra auglýsingargjald en hjer segir: frumgjald 1 kr. á þumlung með nú tíðkanlegri dálksbreidd og fái miklir eða stöð- ugir viðskiftamenn 5%–50% afslátt, og 3 aura orðið í fyrirframborguðum samtíningsauglýs- ingum. Við samningsrofi um þetta atriði liggur miss- ir samnotahlunnindanna eftir 1.–2. tölul. Þetta nær þó ekki til lögboð- inna stjórnarvaldsauglýsinga nje heldur ef fastir samningar eru um annað til ársloka 1906. Þessi grein gildir til ársloka 1907 og áfram eftir það, nema upp sje sagt með mánaðar fyrirvara. 4) Rísi ágreiningur út af samn- ingi þessum, skal hlíta úrskurði gerðardóms, en í hann kjósa máls- aðilar tvo menn hvor, en þeir 4 oddamann, með meirihluta at- kvæða, ef í milli ber. 5) Heimilt er öðrum blöðum landsins að ganga í samning þenn- an með sömu kjörum. Samningur þessi er dagsettur 4. október 1906 í fundargerðarbókinni, en ekki færður þar í fyrr en á eftir fundargerðinni frá 25. marz 1907. Það sama á við um samninginn við Akureyrarblöðin, sem samkvæmt fundar- gerðinni lá fyrir 15. október 1906. ( í fundar- gerðabókinni segir að um sé að ræða Bráða- birgðasamning milli Akureyrarblaðanna (2) og Blaðskeytasamlagsins í Reykjavík um blaða- keytaviðskifti.) Undir báðum samningunum eru nöfn Björns Jónssonar fyrir Ísafold, Hannesar Þorsteins- sonar fyrir Þjóðólf, Þórhalls Bjarnarsonar fyrir Lögrjettu og Einars Hjörleifssonar fyrir Fjall- konuna. Önnur nöfn undir fyrri samningnum eru; Skúli Thoroddsen fyrir Þjóðviljann og er hún ódagsett, Davíð Östlund fyrir Frækorn, dagsett 21. október 1906, Pjetur G. Guðmundsson fyrir Alþýðublaðið (eldra) frá 15. febrúar 1907 og Ari Jónsson fyrir Ingólf frá 1. marz til ársloka 1907. Samningar Blaðskeytabandalagsins fjalla ekki einasta um fréttaskeyti erlendis frá, held- ur einnig um auglýsingaverð og innlendar frétt- ir. Samræmt auglýsingaverð virðist hafa staðið í mönnum, þrátt fyrir samning þar um, því á fundinum 25. marz 1907 er því hreyft, „hvort ekki væri rjett að blöð fjelagsmanna birtu hvert um sig auglýsingaverðskrá þá, er þeir hefðu undirgengist. En því var frestað.“ Fundir Blaðskeytabandalagsins voru haldnir í skrifstofu Landbúnaðarfjelagsins. Í fundar- gerðinni frá 25. marz 1907, segir, „að alþm. dr. Valtýr Guðmundsson hefði gert fjelaginu þann greiða, að senda því útlendu fréttaskeytin fram- an af, til nóvemberloka, og ekkert gjald þegið fyrir. En Ritzau Bureau tekið þá við, ókeypis til marzloka, til reynslu, en fyrir 50 kr. á mánuði úr því, til þ.á. loka; lengra ekki um samið.“ Fyrirkomulag skeytamóttökunnar var með þeim hætti, „að láta fyrst um sinn senda öll skeyti frá Khöfn (Ritzau Bureau) til Ísafoldar, og eins frá Seyðisfirði (Jóhannes sýslum.) og Sauðárkrók (Páll sýslum. Vídalín Bjarnason), og vitjuðu aðrir fjelagsmenn þeirra í skrifstofu Ísafoldar og tækju þar eftirrit af þeim, eftir tal- símatilkynning þaðan um komu þeirra, nema hvað reglulegir komudagar Khafnarskeytanna væri þriðjudagar og fimtudagar kl. 6–7 að kveldi. En frá Sauðárkrók fengi ritstjóri Þjóð- ólfs frjettaskeyti (Gísli Ísleifsson sýslum.) og væri þeirra að vitja þangað.“ Ritzau tekinn á beinið Þegar Ritzau tekur við í Kaupmannahöfn, sendi Blaðskeytabandalagið fréttastofunni bréf, dagsett 18. nóvember 1906, þar sem lagð- ar voru línurnar varðandi það efni, sem íslenzku blöðin vildu fá. Í upphafi segir, að íslenzku ritstjórarnir efist ekki um yfirburði fréttastofunnar hvað hraða og öryggi snertir. En hitt fari ekki á milli mála, að íslenzkur maður sé bezt fallinn til að velja fréttir ofan í íslenzk blöð. Þar sem því sé ekki að heilsa hjá Ritzau út- skýrir Blaðskeytabandalagið hvaða þjónustu það vill fá. Þar er þá fyrst að taka „faits accomplis“, en alls ekki sögusagnir eða bollaleggingar um eitt- hvað, sem enn er í lausu lofti. Allt sem snertir Ísland er sett í fyrsta sæti og skal fjalla ítarlega um þau mál. Danskar fréttir eru í öðru sæti og skal halda lengd þeirra í skefjum. Í þriðja flokknum eru svo erlendar fréttir annars staðar frá og skuli þær vera af enn skornari skammti. Sérstök áherzla er lögð á að fá fréttir af verð- lagsmálum; þ.e. verði á íslenzkum afurðum. Skeyti skal senda einu sinni til tvisvar í viku og þá á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. En beri stóratburði upp á aðra daga, skal frétta- stofan senda fréttir af þeim svo gefa megi út fregnmiða í Reykjavík. En Ritzau hefur ekki gefið þessu bréfi nægan gaum. Í fundargerð frá fundi Blaðskeytabanda- lagsins 25. marz 1907 segir, að formaðurinn hafi samið aðfinnslubréf „sakir megnrar óánægju fjelagsmanna við Ritsaus Bureau út af illa völd- um frjettum undanfarið.“ Aðfinnslubréfið er dagsett þennan fundar- dag, sem ber upp á lok þess reynslutíma, sem Ritzau sendi íslenzku blöðunum fréttir þeim að kostnaðarlausu. Í bréfinu er þess getið, að fréttastofan hafi staðið sig vel hvað stundvísi skeytanna varði, en hins vegar megi margt að fréttavalinu finna. Of mikið hafi borizt af dönskum fréttum, sem lítinn eða engan hljómgrunn eigi á Íslandi og nóg hafi verið um vangaveltur og óstaðfestan söguburð, sem Blaðskeytabandalagið hafi frá- beðið sér í bréfinu frá 18. nóvember. Hins vegar hafi Ritzau látið undir höfuð leggjast að senda stærri fréttir erlendis frá og er nefnt sem dæmi að fréttastofan hafi enn ekki sent til Íslands fréttir af vali Botha á forsetastól í Transval. Þá er sagt að of mikið sé um endurtekningar og ónákvæmni í fréttum Ritzau og nefnd dæmi þar um. En verst þykir íslenzku ritstjórunum að Ritz- au stendur sig hreint afleitlega í stykkinu, þeg- ar kemur til frétta sem tengjast Íslandi. Á heildina litið metur Blaðskeytabandlagið þjónustu Ritzau svo, að allt að helmingur frétta- skeytanna hafi verið ófullnægjandi, sum vill- andi, önnur röng svo ekki sé talað um þá at- burði, sem engar fréttir bárust af! Loks bendir Blaðskeytabandalagið á að betri séu engin skeyti en ónothæf, kostnaðurinn sé a.m.k. enginn, auk þess sem fréttastofan megi FRÉTTASKEYTIÐ BARST UPP Á MÝRAR OG VAR NÆRRI BÚIÐ AÐ DREPA MANN Erlendar fréttir og fréttamyndir streyma nú látlaust inn í tölvukerfi Morgunblaðsins, nótt sem nýtan dag. Í gamla daga var öldin önnur. FREYSTEINN JÓ- HANNSSON segir frá bandalögum, sem íslenzku blöðin stofnuðu um fréttaþjónustu frá útlöndum. Morgunblaðið/Kristinn Fundargerðabók bandalagsins, þar sem í eru líka stofnsamningur þess og samningur við Akur- eyrarblöðin, auk afrita af bréfum, þar sem Ritzau-fréttastofan er tekin á beinið. Björn Jónsson, formaður Blaðskeytabandalagsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.