Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003 3
Á
ÞEIM örfáu árum sem
liðin eru frá því að int-
ernetið varð aðgengi-
legt almenningi hefur
orðið til heill heimur
innan þess sem nær
allt frá andstyggileg-
asta klámi og ofbeldi
yfir í undursamlega sköpun í listum.
Netheimar einkennast af því að þar get-
ur allt gerst. Þar geta menn rætt saman,
skapað og verið bæði ósýnilegir og nafn-
lausir ef þeir vilja. Þar búa margar
furðuverur skapaðar af höfundum sem
við vitum oft ekkert hverjir eru. Rétt
eins og í mannlífinu eru netheimar kyn-
skiptir. Þar eru síður sem höfða nánast
eingöngu til karla og bjóða því miður allt
of oft upp á heima ofbeldis og kvenfyr-
irlitningar. Talsvert er af netsíðum fyrir
konur sem um of ýta undir hefðbundnar
og staðlaðar kvenímyndir með áherslu á
líkamann og aftur líkamann. Við hlið
hins hefðbundna og neikvæða er líka
mikið af nýjungum og byltingarboðskap,
því ekkert dugar betur í dag til að koma
hugmyndum á framfæri en netið. Það er
t.d. merkilegt að hið nýstofnaða félag
feminista hér á landi varð til á netinu.
Þar geisaði lífleg umræða í nokkrar vik-
ur sem síðan tók á sig form félagsstofn-
unar. Aðgerðir og fundir eru boðaðir á
netinu og þar þrífst þjóðfélagsumræða af
ýmsu tagi með föstum pistlahöfundum
og jafnvel útgáfu heilu bókanna.
Í netheimum er orðið til nýtt form
bókmennta sem byggist á því að lesand-
inn verður sjálfur að setja saman verkið.
Það fer allt eftir því hvernig raðað er
saman hver útkoman verður. Eitt þekkt-
asta dæmið um þetta er saga Shelley
Jackson, The Patchwork Girl sem mætti
kalla Bútakonuna á íslensku en hún hef-
ur vakið mikla athygli. Á skjánum birtist
mynd af kvenskrímsli sem höfundurinn
hefur rimpað saman rétt eins og höf-
undur Frankenstein á sínum tíma í sögu
Mary Shelley. Fyrirmyndin er greinilega
sótt til Mary Shelley nema hvað hér er
kvenkyns skrímsli á ferð. Skoðandinn
verður svo að smella á einhvern hluta
líkama sögupersónunnar og það fer eftir
því hvernig bútunum er raðað saman
hvernig saga þessarar veru birtist á
skjánum. Það er einkennandi fyrir net-
heima að Bútakonan er einmana og hef-
ur mátt þola sitt lítið af hverju. Hún
segir okkur sögu sína á brotakenndan
hátt. Annað dæmi er saga eða samtöl
Jenny Sundén um Watermoofólkið eða á
ég að segja verurnar. Þetta er vefur sem
er í sífelldri sköpun rétt eins og blogg-
síðurnar. Við vitum ekkert hver Water-
mooin eru, fólk, konur eða karlar, eða
bara netbúar af óræðum uppruna.
Kannski skiptir það engu máli. Water-
moo speglar heim einmanaleika og nafn-
leysis, þar sem hægt er að ræða um allt,
af því að enginn veit hver þú ert og
kannski er öllum sama. Við getum spurt
hvað þessi verk segja okkur um nú-
tímann? Erum við að týnast ein og ein-
mana yfir tölvunum, svífandi um í fram-
andi og brotakenndum heimi, hætt að
þekkja hvert annað? Þessi frjói hluti
netheima er jafn heillandi og hinn hlut-
inn er ömurlegur. Þar blasa við skugga-
hliðar mannlífsins, kvenfyrirlitning og
markaður kláms, vændis og óþverra af
ýmsu tagi. Þar á meðal eru síður þar
sem hópur fólks misnotar tjáning-
arfrelsið með því að hella sér yfir nafn-
greint fólk án þess að þora sjálft að
koma fram undir nafni.
Rétt eins og fjöldi Íslendinga hef ég
notað netið um árabil til þess að afla
mér efnis, lesa bæði innlend og erlend
dagblöð, fylgjast með útkomu bóka og
öðru sem ég hef áhuga á, auk þess að
nota tölvupóstinn af miklum móð. Ég
þóttist því nokkuð sjóuð í netheimum
þar til ég áttaði mig á því að þar var til
íslenskt landsvæði sem ég hafði ekki
hugmynd um. Á því svæði eru ýmist
heimasíður af ýmsu tagi sem ómögulegt
er að vita hverjir standa á bak við nema
með ærinni fyrirhöfn, eða bloggsíður
ýmist nafngreindra einstaklinga eða
undir dulnefnum. Það var alls ekki ég
sjálf sem uppgötvaði þessar síður heldur
var mér eins og fjölda annarra bent á þá
dreifingu á klámi og óþverraskrifum um
nafngreint fólk sem þar fer fram, jafnvel
með myndum af viðkomandi.
Það var síðla vetrar sem umræða
hófst á feministanum.is um ákveðna síðu
þar sem gæti að líta myndir og vægast
sagt ruddalegar og meiðandi at-
hugasemdir um stúlkurnar sem voru að
taka þátt í fegurðarsamkeppninni
Ungfrú Ísland.is. Höfundur síðunnar
fylgdist greinilega vel með því henni var
snarlega lokað. Eigandi lénsins sem
hafði lánað eða leigt einhverjum „aðstöð-
una“ varð hins vegar fyrir verulegum
óþægindum og hefði betur fylgst með
því hvernig lén hans var notað enda
ábyrgðarmaður þess.
Fyrir nokkru kynnti svo hópur innan
Feministafélagsins afrakstur rannsóknar
sem gerð hafði verið á fjölda netsíða, þar
á meðal nokkrum sem eru vinsælar og
fjölsóttar af unglingum. Afraksturinn má
nú sjá í Nýlistasafningu á sýningunni
Afbrigði af ótta – klámvæðingin og áhrif
hennar. Það er rétt að vara viðkvæmt
fólk við því sem við blasir enda er sýn-
ingin bönnuð yngri en 18 ára. Sam-
kvæmt íslenskum lögum er klám bannað
og nýlega voru lagaákvæði hert varðandi
barnaklám. Samt sem áður er netið, þar
með taldir íslenskir vefir, morandi í slíku
efni þar sem börn eru misnotuð og kon-
ur niðurlægðar. Þá er sú mynd sem
dregin er upp af áhugamálum og hegðun
karla vægast sagt niðurlægjandi fyrir
þá. Í umræðum um klám og vændi er
iðulega vísað til frelsis manna til að tjá
sig og velja. Ég spyr, hvað um frelsi
okkar hinna til að vera laus við nið-
urlægjandi auglýsingar, klámefni og
nafnlausar árásir á einstaklinga í okkar
daglega lífi? Er ekki kominn tími til að
bregðast við og hafna þessum heimi?
ÆVINTÝRI
OG ÓGNIR Í
NETHEIMUM
RABB
K R I S T Í N Á S T G E I R D Ó T T I R
krast@simnet.is
GEIRLAUGUR MAGNÚSSON
Á RANGLI
segir upp úr þurru og köldu
stundum ráfa hér um úlfar
þegar dregur fyrir tunglið
frosti konungur
allstaðar þuklandi
drepköldum hvítum fingrum
hvers vegna lagt upp í fánýta ferð
hvers vegna unir ekki við
hálsinn og kirkjuholtið heima
trúleysið stefnir á timburhjall
að hlýða á fordrukkinn klerk
muldra latínuskotna óræða tungu
hvert sem þaðan liggur leið
bíða þín frosti og úlfarnir ungu
Geirlaugur Magnússon (f. 1944) á að baki á annan tug ljóðabóka.
FORSÍÐUMYNDIN
er tekin í prentsmiðju. Ljósmyndari: Þorkell Þorkelsson.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
4 4 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R
EFNI
Sigurður Pálsson
hefur sent frá sér þriðju bókina í fjórða
þríleik hinnar miklu ljóðabyggingar
sem hófst fyrir 28 árum. Þröstur Helga-
son ræðir við Sigurð um nýju bókina,
Ljóðtímavagn, sem er síðasta bókin í
þessum bálki skáldsins.
Ólafur
Elíasson
hlaut gríðarlega athygli er hann opn-
aði sýningu sína á veðurverkefninu í
Túrbínusal Tatesafnsins í London fyrir
skömmu. Fríða Björk Ingvarsdóttir
skrifar um verkið.
Skeytabandalög
voru mynduð af íslenskum dag-
blöðum til að sinna fréttaþjónustu
frá útlöndum. Freysteinn Jóhanns-
son segir sögu þeirra.
Kirkjuhvoll
á Akranesi er áttatíu ára um þessar mund-
ir. Húsið er nú listasetur og af þessu tilefni
verður sýning á verkum mæðgnanna Val-
gerðar Briem og Valgerðar Bergsdóttur
opnuð í dag kl. 16. Silja Björk Huldudóttir
tók Jóhönnu L. Jónsdóttur, forstöðumann
Listaseturins, og Valgerði Bergsdóttur
myndlistarkonu tali.