Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Blaðsíða 15
Sigurðsson. Mánudagur Listaháskóli Íslands, Laug- arnesi kl. 12.30 Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður flytur fyrirlestur um hugleið- ingu sína um listaverkið Áfanga eftir Richard Serra sem er á Vesturey Viðeyjar. Kristinn kynnir höfundinn og veltir vöngum yfir merkingu verksins og áhrifum á nánasta um- hverfi. Richard Serra gaf þjóð- inni Áfanga á listahátíð árið 1990. Árnagarður, stofa 304, kl. 16 Martha Brooks flytur op- inberan fyrir- lestur sem hún nefnir „Spaces Between the Words: A Writ- ing Life“ eða Á milli orðanna: ævi og starf rithöfundar. Brooks mun ræða þá þætti sem hafa haft áhrif á hana sem skáldkonu. Fyrirlesturinn verð- ur fluttur á ensku. Fella-og Hólakirkja kl. 20 Arnar Jónsson, leikari flytur at- riði úr leikgerð um Jobsbók Gamla testamentisins. Þriðjudagur Norræna húsið kl. 20 Tuul- ikki Lehtinen pí- anótónleikari flyt- ur Partitu í B-dúr eftir J.S. Bach, Sónötu eftir N. Medtner, Són- atínu eftir Ravel og Carneval eftir Schumann. Miðvikudagur Norræna húsið kl. 12.30 Háskólatónleikar: Valgerður Guðrún Guðnadóttir og Hrólf- ur Sæmundsson syngja verk eftir Gabriel Fauré, Claude Debussy og Camille Saint- Saëns. Undirleikari á píanó er Iwona Jagla. Listaháskóli Íslands, Skip- holti 1 kl. 12.30 Bandaríski hönnuðurinn Georg Gottl fjallar um hagspeki sálarinnar og uppgang tilfinningatengdr- ar hönnunar á markaðnum. Laugardagur Háskólabíó kl. 15 Gosp- elkór Reykjavíkur ásamt hljóm- sveit heldur tónleika til styrktar Samhjálp sem á 30 ára afmæli á þessu ári. Í kórnum eru 28 söngvarar með áralanga reynslu af söng. Borgarleikhúsið kl. 15.15 Á næstu tónleikum 15:15 tón- leikasyrpunnar flytja Þórunn Guðmundsdóttir, sópr- ansöngkona og Hrefna Unnur Eggertsdóttir, píanóleikari, söngva eftir rússneska tón- skáldið Modest Mussorgsky. Einnig koma fram leikarar úr leikfélaginu Hugleik. Íslenska óperan kl. 20 Haustkvöld í Óperunni. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Sesselja Krist- jánsdóttir, Ólafur Kjartan Sig- urðarson og Davíð Ólafsson. Á píanó leikur Kurt Kopecky. Hafnarborg kl. 15 Síðari hluti afmælissýningar Hafn- arborgar. Sýning í Aðalsal á teikningum og málverkum Jóns Baldurs Hlíðbergs og högg- myndum Johns Th. Josefsen. Opið alla daga nema þriðju- daga kl. 11-17. Gallerí Hlemmur kl. 17 Gústav Geir Bollason opnar sýningu á verkum sínum. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Aðgangur er ókeypis. Kling og Bang gallerí, kl. 17 Bandaríski listamaðurinn David Diviney opnar sýn- inguna Foxfire. Opið fimmtu- daga til sunnudaga kl. 14-18. Íslenska óperan kl. 15 JPV útgáfa fagnar útgáfu bók- arinnar Ljóðtímabrot eftir Sig- urð Pálsson. Dagskráin er í samvinnu við HAF (Hrókur alls fagnaðar) sem er einskonar lista- og skemmtideild Skák- félagsins Hróksins. Kráin, Laugavegi 73 kl. 17 Stefán Berg opnar sýningu á olíuverkum. Myndirnar eru all- ar málaðar í ágústmánuði sl. Sýningin stendur til 1. desem- ber. Sunnudagur Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15 kl. 14 Kanadíski rithöfundurinn Martha Brooks kynnir verk sín og les úr bók sinni True Con- fessions of a Heartless Girl sem verið að þýða á fjölda tungu- mála, m.a. dönsku, ítölsku, þýsku og japönsku. Hönnunarsafn Íslands kl. 15 Sýningin Sænsk bóka- hönnun. Úrval prentgripa sem gefnir hafa verið út eða fram- leiddir í Svíþjóð á árinu 2002. Opið alla daga nema, mánudaga 12-18. Seltjarnarneskirkja kl. 14 Lúðrasveit Æskunnar leikur blandaða efnisskrá. Flutt verða tvö tónverk eftir stjórnandann, Tryggva M. Baldvinsson, ásamt sígildum lúðrasveita- perlum, lögum úr söngleikjum, íslenskum dægurlögum frá 7 áratugnum og fleiru. Grensáskirkja kl. 17 Kirkjukór Grensáskirkju heldur tónleika í tilefni af 40 ára af- mæli safnaðarins. Flutt verða innlend og erlend lög m.a. eftir Mozart, Fauré og tveir þættir úr messu eftir Schubert. Ein- söngvarar eru Ingibjörg Ólafs- dóttir og Ingimar Sigurðsson. Þá syngja tví- og þrísöng Ingi- björg Ólafsdóttir, Hellen Helgadóttir og Matthildur Matthísdóttir. Hjallakirkja kl. 17 Kór Hjallakirkju og einsöngvarar flytja m.a. Litlu orgelmessuna eftir Joseph Haydn, þrjú verk til minningar um Pál Ísólfssonm, frumflutt verður ný þýðing á Næturljóði eftir Evert Taube. Undirleikari er Lenka Mát- éová og söngstjóri Jón Ólafur Súfistinn, Laugavegi 18 kl. 20.30 Bókaútgáfan Bjartur fagnar útkomu bókarinnar Borgir og eyðimerkur eftir Sig- urjón Magnússon. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Kvik- myndatónleikar. Hljómsveit- arstjóri: Rick Benjamin. Hátíðasýning á einni fyrstu kvikmynd sögunnar, Lestar- ráninu mikla eftir Edwin S. Porter frá árinu 1903. Í ár er liðin öld frá gerð hennar. Einn- ig verður sýning á Hershöfð- ingjanum eftir Buster Keaton frá 1927, sem er ein af hans allra frægustu myndum. Norræna húsið kl. 20 Nor- ræn leikskáld - dramatísk. Þor- steinn Bachmann kynnir norska leikskáldið Axel Halst- enius og leikritið Erling sem unnið er upp úr samnefndri sögu Ingvars Ambjørnsens. Leikararnir Stefán Jónsson og Jón Gnarr sýna brot úr verk- inu. Aðgangur er ókeypis. Föstudagur Hafnarborg kl. 19.30 Menningarkvöld Stofnunar Dante Alighieri. Kristín R. Sig- urðardóttir sópransöngkona flytur sönglög og perlur úr ítölskum óperum með nýstár- legu móti við undirleik Hjörleifs Valssonar fiðluleikara og Þrastar Þorbjarnarsonar gít- arleikara. Við píanóið verður Bjargey Þ. Ingólfsdóttir. Gestur er Sigurður Demetz. Norræna húsið kl. 20 Sænsk menningarvika: Djass- tónleikar - Kvartett Jonas Kull- hammars frá Svíþjóð. Jonas Kullhammar tenórsaxófón, Torbjörn Gulz píanó, Torbjörn Zetterberg bassi og Daniel Fredriksson trommur. Aðgang- ur kr. 1.200. Martha Brooks Tuulikki Lehtinen LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003 15 MYNDLIST Gallerí Skuggi, Hverf- isgötu: Margrét Jónsdóttir. Til 2. nóv. Gallerí Veggur, Síðu- múla 22: Leifur Breiðfjörð. Til 3. des. Gerðarsafn: Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur. Guðrún Gunn- arsdóttir. Hulda Stefánsdóttir. Til 2. nóv. Gerðuberg: Kogga sl. 30 ár. Til 16. nóv. Hafnarborg: Jón Baldur Hlíðberg og John Th. Jo- sefse. Til 24. nóv. Afmæl- issýning Hafnarborgar. Til 22. des. Hallgrímskirkja: Gunnar Örn. Til 1. des. Hús málaranna, Eið- istorgi: Kristinn G. Jó- hannsson. Til 9. nóv. Hönnunarsafn Íslands: Sænsk bókahönnun 2002. Til 15. nóv. i8, Klapparstíg 33: Guð- rún Einarsdóttir. Undir stig- anum: Tomas Lemarquis. Til 1. nóv. Íslensk grafík, Hafn- arhúsi: Alan James. Til 2. nóv. Listhús Ófeigs: Dagný Guðmundsdóttir. Til 19. nóv. Kling og Bang, Lauga- vegi 23: David Diviney. Til 23. nóv. Listasafn Akureyrar: Þjóð í mótun. Vestursalur: Erla S. Haraldsdóttir og Bo Melin. Til 2. nóv. Listasafn ASÍ: Ósk Vil- hjálmsdóttir og Anna Hallin. Til 2. nóv. Listasafn Borgarness: Jó- hannes Arason. Til 5. nóv. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Júlíana Sveinsdóttir. Sara Björns- dóttir og Spessi. Til 2. nóv. Listasafn Reykjanes- bæjar: Kristinn Pálmason. Til 7. des. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Nútíma- maðurinn. Til 20. maí. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Erró-stríð. Til 3.1. Samsýning alþýðulistar og samtímalistar. Úr bygg- ingarlistasafni. Bryndís Snæ- björnsdóttir og Marks Wil- sons. Til 2. nóv. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: List án landamæra: Karl Guð- mundsson og Rósa Kristín Júlíusdóttur. Til 9. nóv. Ferðafuða. Myndlistarhúsið á Miklatúni. Til 25. jan. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Verk Sigurjóns í alfaraleið. Til 30. nóv. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi: Myndverk eftir Valgerði Briem. Til 16. nóv. Ljósmyndasafn Reykja- víkur: Magnús Ólafsson ljósmyndari. Til 1. des. Skaftfell, Seyðisfirði: Garðar Eymundsson. Til 23. nóv. Norræna húsið: Afmæl- issýning Meistara Jakobs. Til 16. nóv. Safn – Laugavegi 37: Op- ið mið.–sun., kl. 14–18. Ís- lensk og alþjóðleg samtíma- listaverk. Breski listamaðurinn Adam Barker- Mill. Til 1. mars. Lawrence Weiner: Fimm nýjar teikni- myndir. Til 1. mars. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðar- ins – Matthías Johannessen. Þjóðarbókhlaða: Smekk- leysa í 16 ár. Til 23. nóv. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Ríkarður þriðji, fim. Allir á svið, fös. Dýrin í Hálsaskógi, lau., sun. Veislan, sun., fös. Pabba- strákur, fös. Með fulla vasa af grjóti, lau. Græna landið, lau., mið. Leiklestur, Nóttin er móðir dagsins, lau. Borgarleikhúsið: Lína langsokkur, lau., sun. Puntila og Matti, lau. Kvetch, sun., fös. Hættuleg kynni, lau. Grease, mið., fim. Common- nonsense, frums. fim. Íslenski dansflokkurinn: Þrjú dansverk: The Match, Symbiosis, Party, sun., fös. Iðnó: Sellófon, fös. Ten- órinn, sun. Gamla bíó: Plómur, fös. Tjarnarbíó: Stúdentaleik- húsið sýnir 1984 ástarsaga, sun. Leikfélag Mosfellsbæjar: Hobbitinn, sun., fös. Leikfélag Akureyrar: Er- ling, lau. heyrðust margar af hefðbundnu fiðlu- og píanósónötunum í Austurbæj- arbíói, jafnt með innlendum og er- lendum tónlistarmönnum. Okkur Helgu Bryndísi langaði að bæta að- eins úr þessu. Gjarnan þegar tónlistarmenn halda tónleika flytja þeir oft meist- ararastykki. Á fiðlutónleikum eru oft- ast á efnisskránni verk sem reynir mikið á getu og tækni flytjandans. Að spila Sónötur byggir á samvinnu. Þær eru kammermúsík en ekki einleikari (fiðlan) með tæknilega flugeldasýn- ingu ásamt undirleikara (píanóið). Bæði Mozart og Brahms voru miklir sónötumenn, Mozart skrifaði 42 fiðlusónötur en Brahms samdi þrjár. Við leikum næst síðustu sónötuna sem Mozart semur, KV 562 og sónötuna op. 100 eftir Brahms. Báðar són- öturnar eftir Mozart og Brahms eru í A-dúr en þær eru auðvitað mjög ólík- ar. Báðar eru reyndar í þremur köfl- um en Brahms leikur sér svolítið að forminu því miðjukaflinn er lag- skiptur. Hann fléttar meistaralega hröðum dansi eða scherzo-stefi inn í annars mjög rólegri, já eiginlega himneskri laglínu. Sónatan er ákaf- lega ljóðræn, það er eins og hún sé gegnum gangandi söngur með af- skaplega yndislegum laglínum. Són- ata Mozarts er líka falleg en á allt annan hátt. Hann semur hana seint á lífsferlinum og er meira að leika sér með stefin. Þau ganga jafnt milli fiðl- FIÐLUSÓNÖTUR Mozarts heyr-ast ekki oft á tónleikum hér álandi, en nú gefur að heyraeina þeirra, auk þess verður fluttur sónötukafli (Sonatensatz) og sónata eftir Brahms. Á næstu Tíbrár- tónleikum Salarins í annaðkvöld kl. 20, bjóða Greta Guðnadóttir fiðlu- leikari og Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanóleikari upp á Són- ötukvöld. Hvað eru sónötur, Greta? „Sónata er ákveðið tónsmíðarform sem varð til á klassíska tímabilinu fyr- ir eitt eða fleiri hljóðfæri. Það sam- anstendur yfirleitt af nokkrum köflum og var til að byrja með þrír en tón- skáld fóru svo fljótlega að leika sér með að bæta fjórða kaflanum við (menuett eða scherzo). Rómantísku tónskáldin útvíkk- uðu líka tón- málið, og undir lok róman tíska tímans var són- atan farin að taka þeim tónkerf- isbreytingum sem átti við um alla aðra hljóðfæratónlist. Dúrar og moll- ar voru þandir til hins ýtrasta og tón- málið varð „expressívara“ og meira ögrandi.“ Hvers vegna völduð þið að flytja són- ötur? „Undanfarin ár hafa fiðlusónötur lítið verið fluttar hér á landi, þær hafa að nokkru leiti legið í dvala. Þegar Tón- listarfélag Reykjavíkur var og hét unnar og píanósins í einskonar pólý- fóníu. Mozart fléttar þeim skemmti- lega saman og af mikilli kunnáttu. Við brjótum upp báðar sónöturnar með þessum Sonatensatz eða staka sónötukaflanum í c-moll eftir Brahms. Hann átti að vera hluti af samvinnu þriggja tónskálda: Brahms, R. Schu- mann og A. Dietrich í fiðlu og píanó sónötu í a-moll. Ekki er vitað hvort hinir tveir skrifuðu nokkurntímann sína kafla en eftir stendur frábært scherzo eftir Brahms nokkurs konar stuðmúsík. Allavega er meiri háttar gaman að spila þetta.“ Brahms og Mozart voru uppi hvor á sinni öldinni. Breyttist sónötuformið á þessum tíma? „Sónötuformið sem slíkt breyttist ekki að ráði. Breytingin er aðallega í tón- málinu og í stærðinni. Það blæs út ef svo má að orði komast.“ Sónötukvöld með Gretu og Helgu Bryndísi Morgunblaðið/Jim Smart Þær stöllur Greta Guðnadóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir í Salnum. STIKLA Sónötukvöld í Salnum Næsta vika LEIKRITIÐ Nóttin er móðir dagsins eftir Lars Norén verður flutt í sviðsettum leik- lestri á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöld kl. 20. Leiklesturinn markar upp- haf sænskrar menningarviku, og er um að ræða frumflutning á Íslandi. Lars Norén er eitt fremsta leikskáld Norðurlandanna og hafa leikrit hans verið flutt víða um heim. Fyrsta verk hans var sett á svið árið 1973 en hann sló í gegn sem leikskáld með Nóttin er móðir dagsins árið 1982. Eftir hann liggur á sjötta tug leikrita. Hann hefur einnig starfað sem leikstjóri, og var um nokkurra ára skeið listrænn stjórnandi Riksteatern í Stokkhólmi. Lars Norén hefur hlotið ýmsar viðurkenn- ingar og verðlaun fyrir ritstörf sín. Nú síðast veitti sænska akademían honum Norrænu verðlaunin 2003. Meðal leik- rita hans sem sýnd hafa verið á Íslandi eru Hræðileg hamingja, Bros úr djúpinu, Seiður skugganna og Laufin í Toscana, en tvö þau síðarnefndu voru flutt í Þjóð- leikhúsinu. Leikendur eru Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Atli Rafn Sigurðarson og Baldur Trausti Hreinsson. Leikstjóri er Viðar Egg- ertsson og þýðandi Birgir Sigurðsson. Nóttin er móðir dagsins á Smíðaverkstæðinu Lars Norén

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.