Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003 BANDARÍSKI rithöfundurinn Toni Morrison, sem eflaust er hvað þekktust fyrir bók sína Ástkær, sendi á dögunum frá sér nýja skáldsögu, Love, eða Ást eins og heiti hennar gæti útlagst á ís- lensku. Love nær að mati gagnrýnanda New York Times ekki sömu heillandi samtvinnun töfra og hins goðumlíka sem finna mátti í Ástkær og telur gagnrýnandinn í raun Love með síðri bókum Morrison. Love fjallar um samskipti tveggja kvenna sem hafa þekkst frá því í barnæsku. Líkt og í nokkrum fyrri verka rit- höfundarins þá má þar finna fyrir erfiðar fjölskyldu- aðstæður, en öll helstu þemu Morrison er einnig að finna í bókinni m.a. tapað sakleysi, hald fortíðar á nútíðinni, þján- ingar blökkukvenna af hendi blökkumanna, sem og þau áhrif sem þjóðfélagsbreytingar og breytt viðhorf geta haft á smá- bæjarsamfélag. Dauði af völdum Hollywood Þáttagerðarstjórnandinn Stev- en Bochco sem á að baki vin- sæla sjónvarpsþætti á borð við Hill Street Blues, LA Law og NYPD Blue sendi nýlega frá sér sína fyrstu skáld- sögu. Líkt og í þáttunum sem hann á heiðurinn að þá er það spennusagan sem orðið hefur fyrir valinu hjá Bochco, en Death by Holly- wood eða Dauði af völdum Hollywood segir frá skuggaleg- um viðburðum í kvikmynda- borginni. Söguhetjan er rann- sóknarlögreglumaðurinn Dennis Farantino sem rann- sakar morð á leikara þar sem aðalvitnið, Bobby Newman, handritshöfundur á niðurleið, kemur á fót meðferðarpró- grammi sem byggist á málinu sem hann er flæktur í. Að mati breska dagblaðsins The Guardi- an er hér á ferðinni bæði hnyttin og snúin spennusaga. Eins og lokuð bók LEIKARINN Alec Guinness er viðfangsefni Piers Paul Read í nýjustu bók hans Alec Guinn- ess: the Auth- orised Bio- graphy, en Read var vin- ur leikarans á meðan hann var á lífi. Bókin þykir bæta litlu við fyrri ævisög- ur sem skrifaðar hafa verið um Guinness sem, ólíkt flestum stjörnum hvíta tjaldsins í dag, gætti þess vandlega að halda einkalífi sínu útaf fyrir sig. Í bókinni má þó finna allar hefð- bundnar upplýsingar um Guinness sem átti erfitt með að sætta sig við samkynhneigð sína og var gagntekinn af því að halda öllu sléttu og felldu á yfirborðinu og átti það sinn þátt í erfiðu heimilislífi fjöl- skyldunnar. Persónan Alec Guinness reynist því sem fyrr líkt og lokuð bók þar sem einkalífi leikarans er haldið ut- an sjóndeildarhrings lesandans. ERLENDAR BÆKUR Ást Morrison Alec Guinness Toni Morrison Steven Bochco Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ, á sama augnabliki og lista- kokkurinn smámælti, Jamie Oliver, sneri aftur á Stöð tvö með sína snilldarlegu takta, hófst frönsk heimild- armynd í Ríkissjónvarpinu. Myndin bar þann kléna titil Á valdi lystarstols og var þar fylgst með ungri stúlku í Marseilles sem þjáist af lystarstoli og lotugræðgi. Myndin var mjög áhrifarík, stúlk- unni Chloé er umhugað um að heimsbyggðin öll fái innsýn í hvernig það er að vera haldin þessum hræðilega sjúkdómi og hleypti því tökuvélunum að sínu einkalífi í því skyni að draga upp sem átakanlegasta og sannasta mynd. Áhorfendur fylgdust m.a. með Chloé í græðgislegu átkasti sem breyttist í grátkast og loks í uppköst. Sjálfsmynd Chloé er stór- lega brengluð, henni finnst hún vera feit þótt beinin standi út í strengda húðina og angist hennar felst ekki síst í því að finnast hún ást- laus og alein í baráttunni „við þennan ógeðs- lega mat“. Fram kom í myndinni að fjöldi fólks er haldinn þessum hræðilega sjúkdómi og franska heilbrigðiskerfið er greinilega ekk- ert úrræðabetra en það íslenska; læknishjálp, sjúkrarúm og fagleg aðhlynning fyrir þessa sjúklinga eru af skornum skammti. Myndinni lauk á því að hin alltof mjóa Kló sat kapp- klædd á strönd, áhorfandi að áhyggjulausu lífi fólks í sandi og sól, og beið þess að eitt af átta plássum losnaði á sjúkrastofnun fyrir anor- exíur. Annars beið hennar ekkert nema dauð- inn. Kvöldið eftir voru umræður um lystarstol í Kastljósi. Þrjár myndarkonur voru í viðtali, tvær höfðu persónulega reynslu af sjúkdómn- um en ein var geðlæknir. Þar kom ýmislegt upp úr kafinu. Varpað var fram þeirri fullyrð- ingu að metnaðarfullum, duglegum og sam- viskusömum stúlkum væri hættara en öðrum að verða lystarstoli að bráð. Þykir vafalaust einhverjum sem þarna sé veruleg göfgun á af- ar ógeðfelldum sjúkdómi og minnir á gömlu goðsögnina um að ofurgreindum einstakling- um hætti frekar til geðveiki en öðrum. Þá kom í ljós að karlmenn geta einnig þjáðst af anor- exíu. Enginn piltur var reyndar til viðræðu um það mál en talað var við skelegga stúlku, aðstandanda ungs manns með lystarstol á háu stigi. Í viðtalinu kom fram að sjúkdómurinn er ekki aðeins erfiður að því leyti að fólk tærist upp heldur hefur hann líka í för með sér sjálfsmyndarkreppu, persónuleikabreytingar og ranghugmyndir. Það er bæði þarft og gott framtak hjá fjöl- miðlum að taka á svo erfiðu og viðkvæmu efni sem lystarstol og lotugræðgi eru, ekki síst vegna þess að oft er þeim legið á hálsi fyrir að hafa búið til ímynd hinnar tággrönnu fyr- irsætu og ýta þar með undir anorexíutilhneig- ingar unglingsstúlkna. Fyrir ekki alllöngu birtist grein í einu glanstímaritanna um líf og dauða íslenskrar stúlku sem varð lystarstoli að bráð og á dögunum fjallaði Sirrý um át- röskun í þætti sínum Fólki á Skjá einum. Fleira mætti gera til að halda umræðunni vak- andi en alltof lengi hafa lystarstol og lotu- græðgi verið sveipuð þagnarhulu enda þótt bæði ófínir og blygðunarfullir sjúkdómar. En fjölmiðlaumræða er oftast yfirborðskennd, einhliða og í æsifréttastíl; enda aðallega ætlað að auka áhorf og selja auglýsingar og fljótlega mun áhuginn beinast að einhverju öðru, arð- bærara og söluvænna. Það getum við hugleitt þegar við horfum á nýja myndbandið með Robbie Williams, Sexed up, þar sem anorex- íuútlit leikkonunnar er svo kirfilega undir- strikað að jafnvel Chloé hlypi fram að gubba. Og á meðan flokka og telja litlu börnin okkar kaloríurnar sínar og líma inn í Orkubók Lata- bæjar – anorexíusjúklingar framtíðarinnar? FJÖLMIÐLAR Áhorfendur fylgdust m.a. með Chloé í græðgislegu átkasti sem breyttist í grátkast og loks í uppköst. S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R ÁTKÖST, GRÁTKÖST, UPPKÖST IJæja, enn flóð. Það er satt að segja eins og saganendurtaki sig. Var ekki talað um eilífa end- urkomu hins sama? Eða var þá verið að tala um eitthvað allt annað en fólst í orðanna hljóðan? Hver man það? Það er að minnsta kosti ekki hægt að halda öðru fram en að náttúra menningar- innar sé hringrásareðlis eins og önnur náttúra þeg- ar þetta flóð heldur áfram að bresta á svona ár eft- ir ár. IIJá, bækur hellast yfir, hvolfast yfir. Að vísu ekki íeins miklum mæli nú og oft áður, að því er virð- ist. En það eru samt margar góðar bækur. Og margt tilhlökkunarefnið. Í Lesbók í dag er rætt við skáld á tímamótum. Sigurður Pálsson hefur lokið þríleikjafernu sinni með bókinni Ljóðtímavagn. Þar með er orðinn til ljóðabókabálkur sem á sér fáa líka, tólf bækur sem ortar hafa verið á tuttugu og átta árum, eins konar ljóðskúlptúr sem á köflum hefur virst einkennilega vísindalegur að gerð en þess á milli ögrað sjálfum sér og ásjáendum. IIIÍ Lesbók verður rætt við fleiri skáld og rithöf-unda á næstu vikum eins og tíðkast hefur und- anfarin ár. Fleiri ljóðskáld koma þar við sögu ef að líkum lætur og einnig skáldsagnahöfundar sem virðast vera með hugann við samtíma sinn meira en oft áður. Og kannski ekki síst pólitíska fleti hans eða hugmyndafræðilega þótt það hugtak sé erfitt að nota í sömu málsgrein og minnst er á pólitík nú til dags. Og kannski er það einmitt hlédrægni hug- myndanna sem höfundar vilja glíma við nú. IVAnnað sem vekur athygli í bókaflóði ársins erfjöldi ævisagna. Rætt hefur verið við ævi- söguritara Stephans G. Stephanssonar í Lesbók og fjallað hefur verið um deilur sem risið hafa vegna ritunar ævisögu Halldórs Laxness. Hvað sem henni líður verður að vona að viðkomandi ævisaga standi undir allri athyglinni sem hún hefur fengið. Ævisaga Vilhjálms Stefánssonar vekur einnig eft- irtekt og fleiri mætti nefna. Og sjálfsævisagan held- ur áfram að nema hin myrku meginlönd. Þar vek- ur sérstaka athygli bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Snarkið í stjörnunum, en Jón Kalman hefur á und- anförnum árum skrifað nokkrar bækur á mörkum skáldsögu og sjálfsævisögu. VÞað er orðin málvenja að tala um bókaflóð áhaustin. Flóðið skellur á okkur og kaffærir, enginn fær við neitt ráðið. Og þetta flóð er ekki bara bækur heldur auglýsingar um bækur, fréttir um bækur, viðtöl um bækur, ritdómar um bækur. Allt hellist þetta yfir okkur af þvílíkum jötunmóð að um stund er eins og allt annað standi í stað, það sé ekkert annað líf, enginn annar tími – að- eins þessi bókatími. Bókaútgáfan er orðin ein af höfuðskepnum landsins, náttúruafl sem við berum óttablandna virðingu fyrir. Samt vildum við ekki vera án þess, frekar en óblíðrar veðráttunnar eða eldsins í iðrum jarðar, því að það er þetta sem gerir okkur að Ís- lendingum, það er glíman við höfuðskepnurnar sem hefur gert okkur jafnharðdræg og raun ber vitni – við erum Íslendingar vegna þess að við kunnum að lifa af eld og ís – og bækur. Að lifa af bækur. Á því byggist lífið í landinu. Lesturinn er veruháttur Íslendingsins. Að lesa er að vera. Lífs- barátta Íslendingsins fer fram í bókunum, í bók- menntunum. Tilvera hans byggist á því að hann hafi sogið í sig merginn úr arfinum og skilað hon- um frá sér í nýju formi, í nýju efni, með nýju inn- taki – nýtt á gömlum merg, það er Ísland, land í sí- felldri endurnýjun, líf æxlast af lífi, orð af orðum, bækur af bókum. NEÐANMÁLS KRAFTAVERK lífsins er að finna í þessu augnabliki. Að lifa augnablik- ið til fulls færir okkur vissuna um frelsi okkar. Þar finnum við tækifær- ið leika við hörund okkar og gefa okkur fullt færi á sér. Frelsið er okkar til að taka á móti, hafna eða grípa hið fengna tækifæri. Þegar við telj- um okkur finna fyrir þungum trommuslætti lífsins og okkur verkjar undan er gott að leita í kyrrð augna- bliksins. Ef betur er að gáð eru þær þrautir sem þjá okkur gluggi sem snýr að sálu okkar. Í þrautunum er okkur gefið tækifæri til að skyggnast inn í djúp sálarinnar og snúa aftur með aukinn sjálfsskilning. Því hraðar sem við hlaupum burt frá þjáning- unum því þungbærari verða þær. Því oftar sem við flýjum þrautirnar því erfiðara verður að snúa við, mæta þeim og leyfa þeim að dreifa fræjum sjálfsskilningsins í brjóst okk- ar. Í augnablikinu er allur heimurinn falinn því í augnablikinu er tækifær- ið til að segja já við því sem lífið býður okkur uppá hér og nú! www.spamadur.is Óræðir draumar Flest eigum við okkur drauma. Suma dreymir um að finna einhvern til að elska og fjölga mannkyninu. Aðra dreymir um að öðlast virðingu og ná árangri í leik eða starfi. Oftar en ekki eru það þó við sjálf sem stöndum í vegi fyrir að þessir draumar rætist. Ástæðan er sú að við erum sjaldnast tilbúin til að fá það sem við viljum. Það krefst hug- rekkis að horfast í augu við þarfir sínar og langanir. Með því að op- inbera þær erum við að gefa á okk- ur höggstað. Því reynum við að búa þannig um hnútana að draumar okkar geti ekki ræst. Við höfum þá almenna og óskýra. Við bindum þá skilyrðum sem er erfitt að uppfylla. Við horfum á hismið fremur en að virða fyrir okkur kjarna málsins. Við veljum að vera ófullnægð og örugg frekar en að fá það sem við viljum og eiga svo á hættu að missa það. Við tökum eymdina fram yfir óviss- una. www.spamadur.is Morgunblaðið/Jim Smart Þrír plús fimm plús ein bugða og einn óljós. LÍFSSPEKI NETVERJA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.