Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 2003 9 fram höfundar sem róa á þessi mið. Bókmennt- irnar og sú greining sem byggist á þeim heldur því áfram sífelldri baráttu gagnrýninnar við mið- stéttarforritið. Það breytir því ekki að það heldur áfram að vera helsta merkingaruppspretta bróð- urpartsins af samfélagi okkar. Annars vegar er til öflug og glæsileg frásögn af frelsi undan forrit- inu. Hins vegar er til furðuleg blendingssaga um fjör og fegurð skinns og lands, saga af jeppum og séreignarsjóðum, endaraðhúsum og nýjum send- ingum í búðunum. Ætla bókmenntirnar að láta sér nægja að aftengja okkur frá þessari sögu eða vilja þær hafa einhver áhrif á hana? Ég álít að um leið og þeir sem skrifa bókmenntirnar ásamt þeim sem gefa þær út og skrifa um þær hætta að telja það sjálfgefið að frásagnir þeirra móti for- ritið missi þeir líka af tækifærinu til að aftengja það. Munurinn á „matrixunni“ og raunveruleik- anum felst í því að það er hægt að bera heimana saman. Um leið og sambandið milli þeirra rofnar steinrenna þeir báðir undir eins. IceLit Það er að mínu viti mikilvægara en oft áður að menn íhugi sjálfsmynd bókmenntanna. Íslenskar bókmenntir eru ekki lengur bara íslenskar bók- menntir. Þær eru orðnar evrópskar bókmenntir. Vel menntaður evrópskur lesandi getur hæglega fylgst með obbanum af því sem gerist í íslenskum bókmenntum án þess að kunna íslensku, jafnvel án þess að kunna íslenskt mál. Þetta er staða sem hefur borið furðulega brátt að og hefur í raun komið flatt upp á fólk, við erum enn að átta okkur á þessu. Við erum líka langt í frá eina Norður- landaþjóðin sem þannig er farið um. Til dæmis Norðmenn eru í svipaðri aðstöðu þótt listi þeirra yfir fræga rithöfunda á alþjóðaskala sé að sönnu voldugri. Bókmenntir þeirra eru annars vegar það sem gerist á heimavelli og hins vegar sú hlið sem birtist erlendum lesendum. Eins og oft hefur verið bent á er alls ekki sjálfgefið að þessi „heims- væðing“ bókmenntanna haldi áfram bara af sjálfu sér. Grundvöllur hennar er meira eða minna með- vituð frásögn af íslenskum bókmenntum, fyrir hvað þær standa og hver sjálfsmynd þeirra sé. Þátttaka íslenskra bókmennta í evrópsku bók- menntasamhengi er ekki bara spurning um að hvert verk fyrir sig sé nógu magnað eða gott í sjálfu sér. Hún er líka spurning um sjálfsmynd: Hvaða sögu erum við að segja? Hver erum við í bókmenntalegum skilningi? Hingað til hefur þessi íslenska bókmenntafrá- sögn byggst á grunnhugmyndinni um hið fram- andi Norður. Það er gott svo langt sem það nær, en mér hefur sýnst að nýjasta rithöfundakynslóð okkar, kynslóð þeirra höfunda sem fæddust á átt- unda áratugnum, sé ekki tilbúin til að gangast inn í Norðrið fyrirvaralaust. Það fór miklu hljóðara en verið skyldi hafa að árið 2002 urðu vatnaskil í íslenskri bókmenntasögu þegar þessi nýja kyn- slóð gaf út bróðurpart þeirra bókmenntaverka sem komu út það árið. Hins vegar var sjálfsmynd hennar óviss. Hún mætti ekki á staðinn með til- búna heimsmynd í höndunum. Sumir voru með frelsunarfrásögn sem miðaði að því að rústa for- ritinu, aðrir böðuðu sig upp úr mótsögnum og fegurð miðstéttarinnar. En það sem kom reyndar mest á óvart var að hvorki bókmenntagreinendur né fulltrúar forritsins gátu samsamað sig neinni frásögn um þessi verk. Það er auðvitað fagnaðar- efni upp að vissu marki, bendir til meiri fjöl- breytni og grósku en við eigum að venjast. En það bendir líka til þess að þessi verk séu ekki að taka af nægilegum krafti þátt í endurskilgrein- ingu frásagnarinnar um okkur sjálf, um miðstétt- arheim okkar – og þá sjálfsmynd sem bókmenntir okkar hljóta að hafa andspænis umheiminum. En fyrst og fremst þá er ekki hægt að leyfa sér að láta aðra segja sér söguna um sjálfan sig. Sjálfsmynd eða öllu heldur umræðan um sjálfs- mynd bókmenntanna er nauðsynleg bæði til að bókmenntirnar nái því að vera merkingarskap- andi í okkar samfélagi og líka til þess að marka sér stöðu innan evrópskra bókmennta. Okkur má ekki vera sama um þetta tvennt. Það verður að vera vilji til að skilja eftir sig bitför í alheiminum, setja mark sitt á heiminn, skilja ekki bara eftir sig vörur, heldur menningu, hugmyndir, goðsagnir. IceLit er vörumerki sem við eigum að skilgreina sjálf og getum því sjálf trúað á svo við þurfum ekki hikandi að segja að við séum svo sæt á MTV. Þess vegna verður nýja rithöfundakynslóðin að taka ríkari þátt í því að sjá sjálfa sig utanfrá. Skilningur hennar og reyndar allra sem koma ná- lægt bókmenntunum á að vera borinn uppi af ástríðu: Við erum að skrifa eitthvað algerlega nýtt. Það á ekki bara að nægja okkur að bæta ör- lítið við það sem fyrir er. Ef við getum ekki svarað því sjálf hver sé sjálfsmynd íslenskra bókmennta getum við heldur ekki ætlast til að aðrir svari því fyrir okkur. Það væri eins og að vera í hernaðar- bandalagi og ætlast til þess að aðrir sæju um að verja okkur. En … bíðum við, er það ekki það sem við gerum? Einmitt. En það er engin ástæða til að láta slíkt viðgangast í bókmenntunum. „Á hvaða hátt erum við einstök?“ Þessu þurfum við að svara og það sem allra fyrst. di. Victoria Abril í samnefndri kvikmynd. Höfundur er bókmenntafræðingur og útgáfustjóri Forlagsins. Bókmenntir geta frelsað okkur út úr miðstéttarheiminum og þær eiga að gera það. Við eigum að kynnast nýjum mögu- leikum mannsins fyrir tilstuðlan þeirra. Á þessum grundvelli er oftast fjallað um bók- menntir og stöðugt koma fram höfundar sem róa á þessi mið. En fyrst og fremst þá er ekki hægt að leyfa sér að láta aðra segja sér söguna um sjálfan sig. Sjálfsmynd eða öllu heldur umræðan um sjálfsmynd bók- menntanna er nauð- synleg bæði til að bók- menntirnar nái því að vera merking- arskapandi í okkar samfélagi og líka til þess að marka sér stöðu innan evrópskra bókmennta. Í HINUM kátu vísindum segir Nietzsche að þeir sem viti sig djúpvitra sækist eft- ir einfaldleika, en þeir sem vilji sýnast djúpvitrir sækist eftir torræðni. Ef til vill mætti líta á þetta sem leiðarljós þeirra sem hafa tekið sér fyrir hendur – flestir óformlega – að úthýsa vondu og óskiljanlegu málfari úr akademíunni. Nú eru auðvitað margir sem sinna fræðimennsku ágætlega ritfærir og geta komið hugsun sinni skilmerkilega á blað. En ekki allir. Og ef marka má ýmis skrif sem finna má á Netinu um þess- ar mundir láta hinir torræðu engan bilbug á sér finna. Byrjum á því nýjasta. Í The Cronicle of Higher Education 24. október fjallar Carlin Romano um bókina Just Being Difficult? Aca- demic Writing in the Public Arena (á ís- lensku um það bil: Bara að reyna að vera erf- iður? Fræðaskrif á op- inberum vettvangi) sem er nýkomin út hjá Bókaútgáfu Stanford- háskóla í ritstjórn Jon- athans Cullers og Kev- ins Lambs. Þeir segja í formála (að sögn Rom- anos) að með þessu rit- gerðasafni sé brugðist við ósanngjarnri gagnrýni á meint innihalds- leysi og óskiljanleika í skrifum margra kenn- ingasmiða samtímans. Ósanngirnin sé einkum fólgin í því, að gagnrýnendurnir gefi engar út- skýringar heldur láti duga að vitna í einhver skrif þessara meintu bullfræðinga eins og það sé sjálfgefið að allir sjái hvað þau eru mikið bull. Ef við lítum framhjá Alan Sokal og gabbinu fræga sem við hann er kennt hafa líklega fáir verið jafn afdráttarlausir í gagnrýni sinni á þessa meintu bullfræðinga og Denis Dutton, sem fyrir nokkrum árum stýrði samkeppninni „Vond skrif“ (sem væri kannski nær að nefna á íslensku „Leirburðarkeppni“), er fram fór á vegum tímaritsins Philosophy and Literature. Í grein sem Dutton skrifaði í The Wall Street Journal 5. febrúar 1999 segir hann að á þeim 23 árum sem hann hafi ritstýrt tímaritinu hafi hann kynnst mörgum fræðimönnum sem skrifi einkar skilmerkilega og líflega. „En á móti hverjum afbragðs penna eru hundrað sem ekki skrifa nema rétt í meðallagi vel – eða hreint al- veg skelfilega,“ segir Dutton. Það er erfitt að lýsa þeim skrifum sem hlutu verðlaun sem mesti leirinn, og verður hér látið nægja að vísa lesendum á viðeigandi vefsíðu – sjá leiðbeiningar hér að neðan. (Rétt er að geta þess að það skiptir engu máli hvort maður kann ensku eða ekki þegar maður les þetta). Það er líka algerlega óvinnandi vegur að þýða nokkuð af þessu yfir á íslensku vegna þess að maður getur aldrei verið viss um að maður hafi náð merkingu frumtextans. Maður veit aldrei hver sú merking er – og grunar að hún sé eng- in. Árið 1998 hlaut Judith nokkur Butler fyrstu verðlaun í leirburðarkeppninni fyrir setningu/ málsgrein í ritgerð sem birtist eftir hana í tímaritinu Diacritics. Hér væri eðlilegt að birta þessa setningu, en eins og áður sagði er ekki hægt að þýða leirinn. En það skiptir ekki máli, eins og Dutton bendir á: „Það er óþarfi að spyrja hvað [setningin eftir Butler] merkir. Þessi setning beygir lesendur í duftið og segir þeim, að þeir standi frammi fyrir miklum og djúpum hugsuði. Raunveruleg samskipti koma þessu máli ekkert við.“ Butler er lærður heimspekingur og er pró- fessor í retorík og samanburðarbókmenntum við Berkeley-háskóla. Gagnrýni á fræði- mennsku hennar er meginþráðurinn í grein sem Martha Nussbaum, prófessor í lögum og siðfræði við Háskólann í Chicago, mun hafa skrifað í The New Republic árið eftir að Butler fékk leirburðarverðlaunin. Ólíkt Butler er Nussbaum ágætlega skiljanleg og veitir einkar góða greiningu á einkennum og jafnvel ástæð- um leirburðar í fræðimennsku. Því er bæði ger- legt og æskilegt að vitna í Nussbaum. Eitt af mörgu sem Nussbaum finnur fræða- skrifum Butlers til foráttu er torræðni þeirra. Þau geti því ekki verið ætluð almennum les- endum, sem myndu hvorki botna upp né niður, en þau geti heldur ekki verið ætluð fagsystk- inum Butlers, vegna þess að hún geri enga til- raun til að verja túlkanir sínar á öðr- um fræðingum, jafn- vel þótt þær séu augljóslega umdeil- anlegar. „Skrif [Butlers] eru ein- faldlega of þunn í roðinu til að full- nægja kröfum [fag- fólks],“ segir Nuss- baum. Hún færir góð rök fyrir því hvers vegna torræð skrif séu óæskileg. „Það er erfitt að takast á við hugmyndir Butlers vegna þess að það er erfitt að átta sig á því hverjar þær eru,“ segir Nussbaum. „Þegar hugmyndir eru settar skilmerkilega fram er hægt að losa þær úr tengslum við höfund þeirra. Maður get- ur tekið þær með sér og fylgt þeim eftir sjálf- ur. Þegar þær eru dularfullar (og eiginlega ekki fyllilega settar fram), verður maður að reiða sig á frumheimildina. Hugsuðinum er ein- ungis veitt athygli vegna þess að hann hefur dúndrandi persónutöfra. Maður bíður í ofvæni eftir því hvað komi næst … Manni er látið skiljast að þarna sé á ferðinni svo djúpur og yf- irvegaður hugsuður að hann kveði ekki upp úr með neitt að ógrunduðu máli. Þannig að maður bíður, andaktugur yfir dýptinni, eftir því að hugsuðurinn taki loks af skarið.“ Það er að segja, þegar skrif eru torræð verð- ur meginatriðið ekki hvað er sagt heldur hver segir það. Ekki hugmyndirnar sjálfar heldur hugmyndasmiðurinn. Þótt maður skilji ekki bofs er maður sannfærður um að það sem sagt var sé merkilegt vegna þess að þessi tiltekni einstaklingur sagði það. (Nú eða að manni finnst það sem sagt er hljóta að vera bull vegna þess hver segir það.) Af hverju er þetta slæmt? Eins og Nussbaum nefnir, þetta leiðir til þess að maður getur í raun ekki hugsað sjálfstætt (tekið hugmyndirnar og farið burt með þær) heldur verður háður hinum mikla hugsuði. Þetta er líka slæmt vegna þess, að þetta felur í sér að röksemdafærslan hjá manni hlýtur alltaf að enda með vísun í yfirvald. („Þetta er satt vegna þess að [Mikill Hugsuður] sagði það.“) Og það hefur aldrei þótt góð lógík. Þegar hugmyndir eru með þessum hætti órjúfanlega tengdar þeim sem hefur þær – hugsuðinum, hvort heldur hann er mikilla eða lítilla sanda – verður líka ógerningur að gagn- rýna hugmyndirnar sjálfar, án þess að gagn- rýna hugsuðinn. Öll gagnrýni á torræðar hug- myndir verður því óhjákvæmilega persónuleg, og það hefur jafnan þótt jafngilda ómálefna- legri gagnrýni, sem hefur ekki heldur þótt sér- lega góð lógík. Auðveldasta leiðin til að nálgast þau skrif sem hér hefur verið fjallað um er að heimsækja Netsíðuna www.butterfliesandwheels.com og smella á „Bad Writing“ efst í dálkinum til vinstri („In Focus“). ÓSKILJAN- LEGIR FRÆÐ- INGAR Ekker lát er á deilum um meinta torræðni í textum ýmissa fræðinga. KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON segir frá þeirri umræðu eins og hún birtist á Netinu. Judith Butler var kjörin leirburðarmeistari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.