Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 2003 13 S IGRÍÐUR Jóhannsdóttir vef- listakona og Leifur Breiðfjörð sem flestir þekkja best sem gler- listamann, opna sýningu á mynd- vefnaði í Gerðarsafni í dag. Sýn- ingin heitir Mannamyndir. „Við erum búin að vinna mjög lengi saman,“ segir Sigríður. „Ég byrjaði sem aðstoðarmanneskja hjá Leifi í glerinu 1971, en uppúr 1974 fórum við að vinna saman. Kynni Leifs af vefnaðinum má rekja til þess er hann var í Myndlista- og hand- íðaskólanum árið 1966, þegar þáverandi skólastjóri, Kurt Zier, fékk skoskan myndlist- armann James Langan til að kenna bæði steint gler og vefnað. Kennari Leifs í steindu gleri við Listaháskólann í Edinborg, var svo Sax Shaw, sem var bæði frábær glerlistamaður og líka í veflist. Hann var til dæmis listrænn ráð- gjafi hjá Edinburgh Tapestry Company í Dovecot í 25 ár. Þaðan kemur bakgrunnur Leifs í vefnaðinum, og því má segja að það séu skosk áhrif í samvinnu okkar, en líka norræn frá mínu vefnaðarnámi á Norðurlöndunum. Annað sem skiptir líka máli, er að ég hef verið óskaplega hrifin af portetmyndum frá 15., 16. og 17. öld, Franz Hals, Rembrandt og fleirum. Þaðan koma portretáhrifin inn í eldri verk okkar, eins og Söguhetjurnar. Nýjasta mynd- röðin okkar, Merkismenn, varð eiginlega til í gríni og gamni. Ég hafði verið að skoða lista- verkaeign opinberrar stofnunar og hitti þar mann sem sýndi mér verkin. Þar kom ég að gangi með portretum á vegg, af fyrrverandi framkvæmdastjórum og forstjórum. Þessi portret eru ómerkt – allir þekkja mennina á þeim tíma sem verkin eru gerð, en svo koma nýjar kynslóðir og næstu kynslóðir bera ekki lengur kennsl á þessa menn. Ég kom aftur á vinnustofuna og sagði Leif í gríni, að við þyrft- um að koma okkur upp vegg með portretum af fyrrverandi forstjórum og stjórnarmönnum í okkar fyrirtæki – af því við erum nú bara tvö saman í þessu. Ég var að fíflast með þetta, en Leifur tók þetta alvarlega, en við ákváðum að gera þetta. Skömmu seinna kom mikil aðalfundahrina hjá stórfyrirtækjum, og þá sáum við að við yrðum bara að gera þetta.“ Forstjórar Sigríðar og Leifs hanga á veggn- um í Gerðarsafni, prúðbúnir með línurit fyrir aftan sig, og virðast vita upp á hár hvað þeir eru að gera. Þeir eru öruggir og vita um hvað þeir eru að tala – en allir eru þeir þó munn- lausir. Leifur segir að enskt heiti á myndröð- ina hafi komið fyrst: Ladies and Gentlemen. Á íslensku heitir hún Hefðarkonur og merk- ismenn. Þegar forstjórarnir fimm voru komn- ir sáu þau Sigríður og Leifur að gæta yrði fyllsta jafnréttis og því urðu konurnar til. „Konurnar eru öðruvísi. Konur eru mjög framsæknar en ná frama á öðrum sviðum en karlarnir – oft mjög miklum og merkilegum. Allt eru þetta ímyndir – engar nafngreindar persónur að baki. Það hefur verið mjög gam- an að hafa myndirnar hangandi á vinnustof- unni, því fólk þykist sjá hvaða persónur þetta eru. En útgáfurnar á því eru þó alltaf mismun- andi,“ segir Sigríður. Leifur segir að samvinna þeirra Sigríðar í vefnum hafi þróast í langan tíma, og að hugs- un þeirra sé orðin ein. Hugmyndir og teikn- ingar vinna þau saman, og segir Sigríður þau nýta það besta úr reynslu hvort annars. Sig- ríður tekur þó alveg við þegar að vefnaðinum sjálfum kemur – enda er það hennar fag. Þau deila þó vinnustofu – eru samtvinnuð í lífi og starfi og leita mikið skoðana og ráða hvors annars. Leifur segir líka skipta máli fyrir sam- vinnuna að þau ferðist mikið saman og skoði söfn og segir Sigríður mikinn lærdóm hægt að draga af því. „Sumir ganga á fjöll, – við göng- um á söfn. Við erum undir áhfrifum frá mynd- vefnaði allt frá 15. öld, þegar við erum að spá í útfærslur í okkar verkum. Það sem við skoð- um, getur nýst okkur, jafnvel nokkrum árum seinna,“ segir Sigríður. Fyrir sýninguna gerði Leifur líkan að saln- um í Gerðarsafni, tók ljósmyndir af öllum myndunum og raðaði þeim upp í líkaninu. „Það er mjög þægilegt að vinna svona. Við gátum ákveðið útlit sýningarinnar með góðum fyrirvara og höfðum meiri tíma til að vinna að sýningarskrá og öðrum undirbúningi,“ segir Leifur. Miðaldaportret og stjörnustríð Elstu verkin á sýningunni eru frá miðjum níunda áratugnum, en það er myndröðin Söguhetjur. „Þar eru áhrif frá miðaldaportretunum,“ segir Sigríður, en Leifur bætir því við, að syn- ir þeirra hafi á þeim tíma verið mjög upp- teknir af stjörnustríðsleikjum, og að þó að í þeim séu minni frá gömlu meisturunum gæti áhrifa stjörnustríðsleikja sonanna líka í Sögu- hetjunum. „Áhrifin úr umhverfinu eru alltaf sterk,“ bætir Sigríður við. Söguhetjurnar fimm eru Víga-Styrr, Eysteinn munkur, Björn ríki, Galdra-Brandur og Stjörnu-Oddi. Tvær stakar myndir eru á sýningunni, Krossfesting, altaristafla úr kapellunni í Hrafnistu í Hafnarfirði, og myndin Boðberi. Fjögurra mynda röð er tileinkuð frumöflunum í náttúrunni. „Þetta eru ljósið, vatnið, eldurinn og umhverfið, með skírskotun í það að ljós, vatn og eldur geta verið eyðandi öfl, en líka lífsnauðsynleg,“ segir Sigríður. „Umhverfi okkar er þannig að við getum eyðilagt það, en líka verndað það og gert það betra.“ Sigríður og Leifur hafa líka unnið mikið saman að textílmunum fyrir kirkjur. Leifur segir að þrátt fyrir allt séu ullin og glerið sem hann alla jafna fæst við, ekki eins ólík og ætla mætti. „Það er spennandi að vinna í hvort tveggja og mestu skiptir að þetta er hvort tveggja myndlist, þótt útfærslan sé önnur.“ Seinleg nákvæmnisvinna Vinnuteikningar fyrir myndvefnaðinn þurfa að vera gífurlega nákvæmar að sögn Sigríðar, því engu er hægt að breyta eftir að vefarinn er kominn á veg með verkið. „Þetta er afskaplega seinleg vinna. Ég verð til dæmis að taka litaprufur af öllu og leggja til hliðar til að muna hvaða liti ég var með. Það er ekki hægt að hagga neinu, og eftir því sem verkinu vindur fram rúllast það upp sem búið er, og maður sér ekki hvernig verkið byrjaði. Mynd eins og krossfestingin tók þrjá mánuði í vinnslu, og því mikilvægt að að vera mjög ná- kvæmur. Ég myndi þó ekki vilja vinna við neitt annað. Ég hef líka verið svo heppin að geta leitað til Ístex, sem sérlitar garn fyrir mig. Þeir hafa sýnt mér mikla velvild og þjón- ustulund og kollegar mínir á Norður- löndunum öfunda mig mikið af þeim lúxus að geta fengið svona nákvæma liti við bæjar- dyrnar. Leifur þarf til dæmis að fara til Þýska- lands að ná í sitt gler.“ Sýningin í Gerðarsafni stendur til 7. desem- ber. Sigríður Jóhannsdóttir og Leifur Breiðfjörð sýna Mannamyndir á myndvefnaðarsýningu í Gerðarsafni Merkismenn og hefðarkonur Sigríðar Jóhannsdóttur og Leifs Breiðfjörð. URÐU AÐ FÁ SÉR STJÓRN- ARFORMENN begga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.