Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 2003 11 Ef maður fer eftir beinni línu frá jörðu út í geiminn nógu lengi, endar maður þá aftur á jörðinni? SVAR: Þessi spurning kann að virðast an- kannaleg en í raun er hún alls ekki út í hött. Vísindamenn veltu því fyrir sér sem mögu- leika á fyrri hluta 20. aldar og fram yfir miðja öldina að heimurinn kynni að vera þannig í laginu að ferðalög gætu orðið eins og spyrjandi lýsir. Þau mundu þá að vísu taka firnalangan tíma því að alheimurinn er gríðarstór. Ef heimurinn væri svona í laginu en svipaður að stærð og nú er talið þá þyrftu ferðalangar að búa sig undir ferð sem tæki nokkra tugi ármilljarða! Samkvæmt almennu afstæðiskenningunni sem Einstein setti fram 1916 átti þetta að vera mögulegt eða hugsanlegt vegna þess að þyngdarsviðið frá hlutum í geimnum sveigir rúmið kringum þá. Form sveigj- unnar ræðst hins vegar af massadreifing- unni í alheiminum. Á þessum tíma höfðu menn ekki nægileg gögn eða athuganir um þessa dreifingu og annað sem varðar al- heiminn til þess að skera endanlega úr um lögun hans eða rúmfræðina sem hann hlítir. Þessi hugmynd skýrist nánar ef við hugs- um okkur verur sem lifa á kúlufleti og sjá aldrei neitt út fyrir hann. Með því að mæla horn í þríhyrningum og fleira geta þær komist að því að flöturinn sem þær lifa á er ekki slétta (e. plane) eins og borðplata. Þeim kann þá að detta í hug að hann sé í laginu eins og yfirborð kúlu eða hnattlíkans. Íbúar kúluflatarins geta síðan skorið úr um þetta með því að takast á hendur ferða- lag í svipuðum dúr og spyrjandi hugsar sér, sem sé að fara sífellt í sömu stefnu eftir „beinni línu“, en það sem samsvarar beinni línu á kúlufleti er svokallaður stórhringur (great circle) sem hefur sömu miðju og kúl- an. Og eftir langa ferð mundu þær koma til baka á sama stað en úr þveröfugri átt við stefnu þeirra þegar þær lögðu af stað. Við getum skilið þetta betur með því að hugsa okkur ferðalag í hásuður frá Íslandi eftir lengdarbaug alla leið á suðurpólinn og síðan áfram eftir gagnstæðum lengdarbaug í hánorður til norðurpólsins og þaðan áfram í suður til Íslands, en þá komum við einmitt frá norðri til baka úr ferð sem við lögðum upp í til suðurs og fórum beint af augum eða eftir „beinni línu“ (stórhring) allan tím- ann. – Einnig getum við hugsað okkur að við séum í upphafi stödd á miðbaug og för- um í háaustur eftir honum þar til við erum komin heilan hring og komum aftur á sama stað úr vestri. Upphaflega var sem sé hugsanlegt að al- heimurinn væri þeirrar gerðar sem hér hef- ur verið lýst, en að vísu þrívíður í stað þess að kúluflöturinn er tvívíður þannig að tvær tölur duga til að auðkenna tiltekinn stað á honum. Hins vegar kom annars konar sveigja líka til greina, til að mynda að sveigjan fari eftir því í hvaða átt er farið eins og við sjáum á svokölluðum söðulfleti, sem er í laginu eins og söðull eða hnakkur. Einnig kom til álita að heimurinn væri ein- faldlega ósveigður eins og borðplata. Hins vegar hafa athuganir og rannsóknir á síðustu áratugum 20. aldar orðið til þess að menn telja sig núna geta útilokað að heimurinn sé eins og lokuð kúla. Rúmið í kringum okkur hefur að vísu sveigju, eink- um í grennd við mikinn massa, en heild- arsveigjan er ekki kúlusveigja af þeirri gerð sem spurningin snýst um. Hún gæti jafnvel verið engin eða þá hugsanlega söðulsveigja. Ferðalagið sem spurt er um mundi því aldr- ei taka enda og ferðalangurinn aldrei koma aftur í sama stað. Enn er svo þess að geta að þróun al- heimsins með tímanum gæti verið með þeim hætti, þó að hann væri þrátt fyrir allt kúlu- laga, að ógerningur væri að komast kring- um „kúluna“ á endanlegum tíma þó að farið væri með mesta hugsanlega hraða, sem er ljóshraðinn. Þótt ferðalangur hefði lagt af stað með ljóshraða rétt eftir miklahvell gæti heimurinn verið hruninn áður en hann kem- ur aftur á sama stað. Höfundur þakkar Lárusi Thorlacius pró- fessor yfirlestur á svarinu ásamt ábend- ingum og umræðum um síðasttalda atriðið. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði við HÍ. Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum? SVAR: Aðalástæðan fyrir því að við notum kúamjólk frekar til manneldis en mjólk ann- arra spendýra eða jórturdýra er líklega sú að nyt kúa er mun meiri en annarra dýra- tegunda. Það er einfaldlega hagkvæmara að mjólka kýr en hryssur, því kýrnar mjólka meira. Annars er mjólk annarra jórturdýra einn- ig notuð í einhverjum mæli, menn drekka geita- og sauðamjólk og vinna afurðir eins og osta úr mjólk þessara dýra. Einnig hefur kapla- eða merarmjólk verið nýtt til mann- eldis, en þó eru ekki ýkja margar heimildir til um það hér á landi. Í Mongólíu hefur kaplamjólkin hins vegar verið notuð öldum saman, meðal annars í drykkinn rarg eða merarmjólkurdrykk, sem er í raun gerjuð og örlítið áfeng kaplamjólk. Nýlega bárust fréttir af því að á kaffihúsi í Noregi væri boðið upp á kaplamjólk út í kaffið. Kaplamjólkin er nokkuð ólík kúamjólk að næringarinnihaldi. Til að mynda er mun minna af prótínum og fitu í henni en í kúa- mjólk, en meira af mjólkursykri. Má segja að kaplamjólkin líkist móðurmjólkinni í prótín- og mjólkursykurinnihaldi, en mun meira er af fitu í móðurmjólk og þar af leið- andi er orkuinnihald hennar mun hærra en kaplamjólkur og hún líkari kúamjólk að því leyti. Kúamjólk er næringarþéttari en kaplamjólk, inniheldur til að mynda meira af A-vítamíni, B2-vítamíni og kalíni (kalki), en meira C-vítamín er að finna í kaplamjólk. Í nýlegri rannsókn á Ítalíu kom í ljós að af 25 börnum með kúamjólkurofnæmi sýndu aðeins 2 ofnæmisviðbrögð við kaplamjólk. Hins vegar tóku rannsakendur fram að mik- ilvægt væri að láta gera ofnæmispróf áður en reynt er að gefa barni með kúamjólk- urofnæmi kaplamjólk. Björn Sigurður Gunnarsson, matvæla- og næring- arfræðingur á Rannsóknastofu í næringarfræði. Orka (kcal) Prótín (g) Fita (g) Mjólkur- sykur (g) Móðurmjólk 71 1,3 4,1 7,3 Kúamjólk 68 3,4 4,0 4,7 Kaplamjólk 46 1,8 1,5 6,2 Magn orku og þrenns konar næringarefna í 100 g af mjólk úr þremur tegundum spendýra. HVAR ENDAR BEINA LÍNAN? Hvernig varð íslenski hesturinn til, er búið að finna öll frumefni alheimsins og ef gullið sem vitringarnir þrír gáfu Jesú hefði verið sett í banka, hversu mikils virði væri það í dag? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni ~www.visindavefur.hi.is~. VÍSINDI Ó SSRÚNIN ein getur haldið kröftum Þursrúnar í skefjum, en hún hét að fornu anzuz, þ.e. ás eða guð, en varð síðar að Óss, kannski fyrir kirkjuleg áhrif í Noregi og á Englandi. Í enska rúnakvæðinu er hún tengd uppsprettum visku og tungumáls, en það íslenska ræðir um „aldingaut“, „ásgarðs jöfur“, „Valhallar vísa“ og „Júpíter“. Bruce Dickins (1910) hefur á grundvelli þess bent á tengsl við Óðin og í rúnaspeki samtímans eru uppi tilgátur sama efnis, svo sem að rúnin tengi hug mannsins við vitund Óðins, efli visku og sjálfsstjórn manna. Líta má á fyrstu fjóra stafi rúnastafrófsins sem eina heild, Fé og Óss myndi ramma um Úr og Þurs, formrænn máttur þeirra haldi formlausum kröftum í skefjum. Samband Óss og Þurs er því afar viðkvæmt, stríð getur brotist út við örlítinn núning, en hafa verður hugfast að Óssrúnin þarfnast virkrar andstöðu til að breytast ekki í tregðu- lögmál sem hindrar nýmyndan og hreyfingu. Líta má á Úr og Þurs sem tákn fyrir miðfælin sundrunaröfl, náttúrulega óreiðu, en þær eru jafnframt endurnýj- unar- og frjóvgunaröfl. Óbundin miðsækni getur af sér stöðnun og kyrrstöðu en hamslaus miðfælni leiðir til formleysis og ringulreiðar. Hvort tveggja er því nauð- synlegt svo jafnvægi haldist og tilveran komist ekki á ringulreið. Guðseðli Óssrúnarinnar kemur glöggt fram í ís- lenska rúnakvæðinu, en það norska er öllu dularfyllra: Óss er flestra ferða För; en skalpur er sverða. Upphafleg merking kann þó að hafa varðveist því ós og slíður vísa hugsanlega á miðlunareðli rúnarinnar; hún taki við guðlegum mætti líkt og slíður við sverði og ós við hafi. Í þessum myndum býr ef til vill hug- mynd um samruna tveggja vídda. Við ósinn eyðist greinarmunur fljóts og hafs líkt og rúnin tengir saman mennsku (Miðgarð) og guðdóm (Ásgarð). Í engilsax- neska kvæðinu eru tengslin við hið guðlega augljósari: Óss er uppspretta tungumáls, viskustólpi og huggun viturra manna, blessun og fögnuður hvers riddara. Þetta er að öllum líkindum rún vitundar, töfraorða og skáldskapar. RÚNAMESSA LESBÓKAR Morgunblaðið/RAX „Upphafleg merking kann þó að hafa varðveist því ós og slíður vísa hugsanlega á miðl- unareðli rúnarinnar; hún taki við guðlegum mætti líkt og slíður við sverði og ós við hafi.“ ÓSS RÚNALÝSING 4:16 M AT T H Í A S V I Ð A R S Æ M U N D S S O N Við erum stödd á breskum pöbb. Í há-talarakerfinu syngur Lulu To SirWith Love og fótboltabullurnarrúlla sér sígarettur og rífast um meistaradeildina milli þess sem þeir reyna við rússnesku barstúlkuna sem dælir í hvert bjórglasið á fætur öðru. Bullurnar bjóðast til að sleikja froðuna af fingrum hennar en hún hristir bara höfuðið og brosir. Maður og kona um fertugt sitja við borð og rabba saman. KONA: Ég sat við hliðina á henni í lest- inni. MAÐUR: Ha? KONA: (hátt) Í lestinni. MAÐUR: Einmitt. KONA: Hún var nýbúin að missa vinnuna. MAÐUR: Ég skil. KONA: Hún er allt of feit. MAÐUR: (annars hugar) Er það virkilega? KONA: Svo er hún svo þunglynd. KONA: Þeir sögðu henni upp. MAÐUR: (starir út um gluggann) Hún fæddist í Kansas. KONA: Er það virkilega? MAÐUR: Já, en hún flutti þaðan fyrir löngu síðan. Konan fær sér sopa af drykknum sínum og maðurinn kveikir sér í sígarettu. Homeward Bound með Simon og Garfunkel byrjar að hljóma í hátalarakerfinu og fótboltabullurnar sussa á háværan Skota til að heyra Paul syngja fyrstu línuna í laginu. PINTERLAND - LEIKÞÁTTUR BYGGÐUR Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM E F T I R J Ó N AT L A J Ó N A S S O N Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.