Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 2003
VERKEFNIÐ um veðrið, sýning
Ólafs Elíassonar í túrbínusal
Tate Modern safnsins í London
hefur þessa
vikuna gegnt
hlutverki
sviðsmyndar
fyrir dans-
flokk Merce
Cunningham,
en þess er
skemmst að
minnast er
hljómsveitin
Sigur Rós
samdi tón-
verk fyrir
eitt dansverka hans.
Að mati Daily Telegraph er
samtvinnun innsetningar Ólafs
og danssýningarinnar ein-
staklega vel heppnuð. Segir
gagnrýnandinn að kalt verk
Ólafs fái nýjan tilgang þegar því
er tvinnað saman við hlýlegan
dansinn og ekki sé ólíklegt að
Cunningham hafi samið einmitt
þennan dans með verk Ólafs í
huga og þá fjölmörgu möguleika
sem það býður upp á.
Sýningin er eins konar for-
smekkur að því sem koma skal á
25. Dance Umbrella hátíðinni og
líkt og undanfarnar vikur á sýn-
ingu Ólafs lögðust sumir áhorf-
endanna á gólfið og virtu fyrir
sér endurspeglun dansatriðanna
í verki Ólafs og fékk dansinn fyr-
ir vikið alveg nýja vídd.
Metverð fyrir
Modigliani
NEKTARSTÚDÍA liggjandi á
vinstri hlið eftir Modigliani seld-
ist fyrir 26,8 milljónir dollara,
eða rúmlega tvo milljarða króna,
á uppboði hjá Christie’s í New
York í vikulok og er það met-
verð fyrir verk Modiglianis.
Verkið var áður í eigu lista-
verkasafnarans Stephens A.
Wynns, sem New York Times
segir hafa greitt 10 milljónir
dollara fyrir verkið á níunda
áratugnum. Metverð fékkst
einnig fyrir verk kúbistans
Fernands Légers, Kona í rauðu
og grænu, eða 1,7 milljónir kr.
og eins seldist verk Henrys
Moores Liggjandi vera í þremur
hlutum fyrir hærra verð en áður
hefur verið greitt fyrir breskan
skúlptúr, eða um 300 milljónir
króna.
Norræn
hönnun í Berlín
STÓR norræn hönnunarsýn-
ing var opnuð í Berlín í Þýska-
landi á fimmtudag. Sýningin er
haldin að frumkvæði Norrænu
ráðherranefndarinnar og bygg-
ist á norrænni samvinnu innan
hönnunargeirans, en þar má
bæði finna það nýjasta sem hefur
verið að gerast í hönnun á Norð-
urlöndum sem og eins konar yf-
irlitssýningu, auk þess sem rætt
er um mýtur og hugmyndina að
hinni stöðluðu norrænu hönnun.
Widar Halén frá listiðnaðar-
safninu í Ósló er sýningarstjóri,
en Aðalsteinn Ingólfsson tók
þátt í skipulagningunni fyrir Ís-
lands hönd.
ERLENT
Ólafur
Elíasson og
Cunningham
Dansað í túrb-
ínusalnum.
Nektarstúdía liggjandi á vinstri
hlið eftir Modigliani.
SÝNINGIN á efri hæð Hafnarborgar heitir
Hafið. Þar sýna saman nafnarnir skúlptúrist-
inn John Th. Josefsen frá Noregi og teikn-
arinn Jón Baldur Hlíðberg. Þráðurinn sem
tengir þá félaga saman er hafið eins og yf-
irskriftin gefur til kynna.
Josefsen vinnur með yfirborð hafsins, öldur,
brim og ólgusjó, en Jón er að mestu neð-
ansjávar og teiknar fiska og ýmsar kynjaverur
hafdjúpanna, fiska eins og mjóra sem gætu
þess vegna verið hreinn skáldskapur ef manni
væri ekki sagt annað.
Jón Baldur er fyrirtaks teiknari enda marg-
reyndur í faginu og hefur það að aðalatvinnu
að teikna dýramyndir, meðal annars fyrir
Námsgagnastofnun. Því er eðlilegt að maður
velti fyrir sér hvort að Jón Baldur hugsi verk
sín sem myndlistarverk eða hvort að þau séu
myndskreytingar eða myndlýsingar. Það er
mín tilgáta að uppstilling hans í Hafnarborg
hljóti í og með að hafa þann tilgang að marka
Jóni stað á myndlistarhillunni.
Jón Baldur sýnir með þessari sýningu að
hann á heima á þeirri hillu ef hann vill það.
Fyrst verður maður reyndar að horfa framhjá
nábýlinu við höggmyndir Josefsens, sem er
ekki nógu vel hugsað og ekki heppilegt fyrir
verk Jóns Baldurs. Sjálf verk Jóns, upphengið
og innrömmun verkanna gengur hins vegar
allt fullkomlega upp. Við skoðun verka Jóns
hugsar maður til myndlistarmanna eins og
Marks Dions sem vinnur nokkurs konar nátt-
úruvísindamyndlist eða þá að maður láti hug-
ann reika til ákveðinna verka eftir Völku, Val-
borgu Salóme, þar sem hún býr til nýjar
tegundur íslenskra fugla og gefur þeim ný
nöfn; skáldar upp nýjar tegundir.
Jón Baldur gengur ekki svo langt í sínum
verkum. Eitt verkið á sýningunni er þó ekki
fullkomlega raunverulegt og telst því nokkurs
konar skáldskapur. Þetta er mynd af síldar-
kóngi, löngu og skrýtnu kvikindi sem sam-
kvæmt upplýsingum gæti hafa komið af stað
sæskrýmslasögum. Þetta er jafnframt stærsta
mynd sýningarinnar og kannski að mörgu leyti
sú áhugaverðasta, einmitt út af þessu.
Aðrar myndir Jóns sem sóma sér vel sem
sjálfstæð myndlistarverk eru litlu myndirnar
af silfurfiskunum, þær eru skissulegri en aðrar
myndir á sýningunni og þarafleiðandi meira
lifandi. Þá má nefna ægifagra mynd af hinum
fagurrauða tindakrabba og myndir af kross-
fiskunum sæsól og hagalfiski. Þá má benda á
fallegar myndir af hvölum eins og skugganefju
t.d.
Baldur er eins og áður sagði fyrirtaks teikn-
ari, með næmt auga fyrir lit og rúmmáli fyr-
irmyndarinnar og sýningin er fagmannlega
samansett.
Að ganga um sýninguna er góð skemmtun
og upplýsingagildi sýningarinnar er ríkulegt.
Öldur og keramik
Eins og ég ýjaði að áðan eru verk Jóns Bald-
urs og Josefsens ólík og fara ekki nógu vel
saman. Á meðan verk Jóns Baldurs eru fínleg
með fágað yfirborð eru höggmyndir Josefsens
grófar, kaldar og hörkulegar. Það er ekki þar
með sagt að verkin séu slæm. Í þeim er góð
hugsun, jafnvel ljóðræn. Listamaðurinn vinnur
með hafið og býr til kantaðar höggmyndir í stíl
Tonys Smiths sem gefa góða tilfinningu fyrir
öldum að brotna og sjó að flæða, hníga og rísa
inni í sýningarsalnum.
Í hliðarsal eru síðan verk af allt öðrum toga
eftir sama listamann. Þau eru svo ólík fyrr-
nefndum verkum að svo virðist sem um annan
listamann sé að ræða. Þarna er um að ræða
keramikstyttur af kvenmanns torsóum,
skrautlegir fiskar hengdir upp í óróa og fleira,
allt hlutir sem eiga betur heima í gjafavörubúð
en á myndlistarsýningu.
Ein lágmynd eftir Josefsen er á sýningunni,
Blá nótt, en þar nær Josefsen aftur flugi í
verki sem er undir áhrifum frá einlitum bláum
verkum Yves Kleins.
Afmælissýning
Í Sverrissal og Apótekinu hefur verið
hengdur upp síðari hluti afmælissýningar
Hafnarborgar, en 20 ár eru frá stofnun lista-
miðstöðvarinnar.
Hafnarborg er grundvölluð á gjöf hjónanna
Sverris Magnússonar og Ingibjargar Sigur-
jónsdóttur, lyfjafræðinga í Hafnarfjarðar-
apóteki, alls 156 verkum.
Á sýningunni eru einmitt verk úr gjöf Sverr-
is og Ingibjargar. Þarna eru allt gamlir kunn-
ingjar á ferð, málarar eins og Kjarval, Júlíana
Sveinsdóttir og fleiri og fleiri. Verkin eru þó
fæst meðal bestu verka viðkomandi lista-
manna, en gildi þess fyrir Hafnfirðinga að hafa
aðgang að slíku safni verka eftir valinkunna ís-
lenska listamann er ómetan-
legt.
Þær myndir sem vöktu sér-
staka athygli mína voru Saur-
bær á Rauðasandi eftir Þórarin
B. Þorláksson en Þórarinn
hafði einstök tök á kvöldroða-
birtunni í íslenskri náttúru,
sem sést vel í þessari mynd. Þá
vil ég nefna verk Tryggva
Ólafssonar Vor og haust. Þarna
eru þau sýnd á þeim stað sem
þau voru unnin sérstaklega
fyrir. Þetta málverkapar er eitt
af bestu verkunum sem ég hef
séð eftir Tryggva.
Þrælar
Dagný Guðmundsdóttir gef-
ur upp nokkra bolta á sýningu
sinni „Horfum á karlmenn“ í
Listhúsi Ófeigs á Skólavörðu-
stíg. Í fyrsta lagi fjallar hún
um líkamsdýrkunina í sam-
félaginu sem virðist einungis
fara vaxandi með árunum. Hún
segir að í vestrænum samfélög-
um séu fagrir og vel stæltir lík-
amar í hávegum hafðir, líkt og
meðal forn-Grikkja, en á sama
tíma sé líkamleg vinna ekki
hátt skrifuð. Hún fjallar einnig
um það hvernig við breytum
líkamanum með æfingum. Þá
er sýningin pólitísk með vísan
sinni til umræðunnar síðustu
daga um laun og aðbúnað er-
lendra starfsmanna við Kára-
hnjúka.
„Útlendingar eru fengnir til
að vinna erfiðustu líkamlegu
vinnuna en Grikkir notuðu útlenda þræla,“
segir Dagný í sýningarskránni.
Þessar hugleiðingar Dagnýjar eiga vel við
og sérstaklega er gaman að sjá listamenn sem
með verkum sínum búa til samræðu við hinn
ytri veruleika. Vangaveltur Dagnýjar um lík-
amsdýrkunina eru klisjukenndari.
Verkin sjálf, sem þetta snýst auðvitað allt
um, eru höggmyndir af mismunandi pörtum af
karlmannslíkamanum, á uppdekkuðu borði.
Þannig býður hún áhorfendum í veislu, að dást
að sundurbútuðum karlmannslíkama, vel þjálf-
uðum, vöðvastæltum, og reynir að láta okkur
finna til sektar fyrir að verða yfirborðs-
mennskunni að bráð.
Nábýli
MYNDLIST
Hafnarborg
JOHN T. JOSEFSEN. HÖGGMYNDIR.
Opið frá kl. 11 til 17 alla daga nema þriðjudaga. Til 25.
nóvember.
Hafnarborg
JÓN BALDUR HLÍÐBERG. TEIKNINGAR.
Opið frá kl. 11 til 17 alla daga nema þriðjudaga. Til 25.
nóvember.
Listhús Ófeigs
DAGNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR. HÖGGMYNDIR.
Opið virka daga frá kl. 10 til 18, laugardaga 11–16.
Til 19. nóvember.
Þóroddur Bjarnason
Tindakrabbi Jóns Baldurs Hlíðberg er listasmíð.
Alda Johns Th. Josefsens brotnar á vegg Hafnarborgar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Karlmannslíkaminn bútaður niður á sýningu Dagnýjar Guðmundsdóttur.